Morgunblaðið - 08.09.1978, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978
29
TSSŒáU* ? '< í i l *■ \
VELVAKANDI
SVARAR Í SÍMA
0100KL. 10— 11
FRÁ MÁNUDEGI
HUL
Jafnvel sjónvarpið er miklum mun
fjarlægara enda þótt ágætar
dýralífsmyndir megi sjó á skerm-
inum í hverri viku.
Margar eru þær skólaferðirnar
sem farnar hafa verið til Kristjáns
í íslenzka dýrasafnið. Margar eru
þær sunnudagsferðirnar með
pabba og mömmu sem endað hafa
í dýrasafninu við Skólavörðustíg.
Margur útlendi gesturinn hefur
talið feng í því á stuttri viðdvöl að
fara í stutta heimsókn í safninu til
að sjá íslenzkt dýralíf.
Að Stöng í Þjórsárdal var aí
sínum tíma byggt yfir raunveru-
legar rústir landnámsbæjar. Á
þjóðhátíðarári reis nýr óreunveru-
legur bær, þjóðveldisbær, fyrir
atbeina alþingis við Búrfell með
fróða og viðkunnanlegu starfs-
fólki. Hins vegar stendur yfirbygg-
ing fornminjanna að Stöng í
umbúðarleysi fyrir veðri og vind-
um án nokkurs sýnilegs gæslu-
manns.
Fínna, fínna, hrópaði kerlingin á
verðbólguárinu mikla 1974 um leið
og hún henti gömlu eldhúsinnrétt-
ingunni út um gluggann og beið
svo í eitt ár eftir að iðnaðarmenn-
irnir gætu lokið við nýsmíðina.
Hvað skyldi hún segja núna?
Ef til vill þurfa fleiri ár að líða
þar til menn koma auga á
verðmæti sem Kristján hefur
skapað með dýrasafninu. Vonandi
tekst að forða því að dýrin hans
lendi á flækingi og rykfalli á
háaloftum engum til ánægju. Slík
saga hefur of oft endurtekið sig.
Sigurður Antonsson.
Vegna mistaka skal bréf þetta
sem birtist í Mbl. í gær birt aftur
þar sem fyrirsögn þess féll niður.
• Svar til borgara
I Velvakanda miðvikudaginn
6. september s.l. er spurt um það
hvort aka megi ökutækjum lög-
reglunnar hraðar en á leyfðum
hraða á hverjum stað, ef ekki er
beitt hljóðmerkjum eða blikkandi
rauðum ljósum.
Þessu er því til svara, að þetta
er óheimilt og brot á lögum og
starfsreglum lögreglunnar. Á-
bending borgara í þessu efni
verður því tekin til aivarlegrar
athugunar.
í reglum sem allir lögreglumenn
hafa undir höndum og gefnar eru
út af lögreglustjóra segir: „Lög-
reglubifreiðum skal aldrei ekið
hraðar en almennar umferðarregl-
ur gera ráð fyrir, nema brýna
nauðsyn beri til vegna skyldu-
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á samsovézka úrtökumótinu í
fyrra kom þessi staða upp í skák
þeirra Lutikovs og Zingorns, sem
hafði svart og átti leik:
26.... e3!!, 27. Dxgl(Eftir 27. Hd3
— e2, 28. Del — Bxd4, er staða
svarts léttunnin) exd2, 28. Kh2 —
Ilel. 29. Be5 - g5, 30. HxcG -
dl=D, 31. Dxdl - Ilxdl og með
hrók yfir í endatafli vann svartur
auðveldan sigur.
starfa. Ef vikið er frá almennum
reglum skal eftirfarandi atriða
gætt:
1. Forgangsréttur lögreglubifreiða
samkvæmt umferðarlögum gildir
aðeins:
a) þegar ökumaður lögreglubif-
reiðarinnar gefur hljóð- og ljós-
merki.
b) þegar sérstakrar varúðar er
gætt við aksturinn og fullt tillit
tekið til annarra vegfarenda.
2. Ökumaður skal ávallt fara
eftir bendingum lögreglumanna,
er stjórna umferð á leið hans.
3. Forgangsrétti er eingöngu
heimilt að beita við akstur á
afbrotavettvang eða slysstað, svo
og við eftirför brotamanns ef
nauðsyn krefur.
4. Við annan akstur lögreglubif-
reiða skal farið eftir almennum
reglum og er þá óheimilt að nota
hin sérstöku hljóð- og ljósmerki
nema með leyfi varðstjóra hverju
sinni.
5. Við hraðan akstur, svo og ef
forgangsrétti er beitt, skal gæta
fyllstu varúðar. Þar sem um-
ferðarljós bjóða almenna
stöðvunarskyldu, skal hægja sér-
staklega á ferð og nema staðar, ef
þörf krefur.“
Þessar reglur voru gefnar út 6.
desember 1965.
Borgari skrifar einnig um
hraðamælingar lögreglunnar.
Þeim skrifum ber að mótmæla
harðlega. Það er fyllsta ástæða
fyrir lögregluna að beina athygli
sinni að ökuhraða í borginni.
Slysatölur í ár sýna að aðeins einn
flokkur slysa í umferðinni fer
hækkandi, en það eru slys á
ökumönnum og farþegum. Lang
tíðasta orsök þeirra slysa er of
hraður akstur. Ber lögreglunni því
sérstök skylda til að kæra þá
ökumenn sem láta hjá líða að
hlýða reglum um ökuhraða.
Bréfritari nefnir sérstaklega
hraðamælingar lögreglunnar á
Kleppsvegi, sem hann segir að sé
mjög góð umferðargata. A Klepps-
vegi hafa á fyrstu sjö mánuðum
þessa árs orðið 28 umferðaróhöpp,
þ.m. slys á fólki og eitt dauðaslys
í næsta nágrenni götunnar eða
annað þeirra tveggja dauðaslysa,
sem hafa orðið í umferðinni í
borginni í ár.
Kleppsvegi í núverandi mynd, er
ætlað samkvæmt skipulagi, að
verða húsagata fyrir íbúa, en er nú
notaður sem eina akstursleiðin til
austurs. Þar er því mjög mikil
umferð, sem liggur alveg við
húsagaflana hjá íbúunum. Til þess
að Kleppsvegur verði sú gata sem
hún á að verða þarf að fullgera
nyrðri akbraut Elliðavogs. Sú gata
verður þá með tveimur akbraut-
um.
Eg vil nota það tækifæri, er
borgari býður upp á með skrifum
sínum til þess að minna alla
vegfarandur á árstímann sem nú
er framundan. Við skulum ekki
gleyma því, að þúsundir skóla-
barna hefja nú skólagöngu og
verða því á ferðinni um götur
borgarinnar á öllum tímum dags-
ins. Við skulum taka höndum
saman um að vernda þessi börn
svo og aðra vegfarendur. Lögregl-
an mun gera sitt til þess m.a. með
auknum hraðamælingum á sem
flestum stöðum í borginni, ekki til
að veiða menn eins og borgari
nefnir svo ósmekklega, heldur til
þess að aðstoða borgarana unga og
aldna.
Reykjavík. 6/9 1978
Óskar ólason, yíirlögregluþj.
• Hvað með
gamalmenni?
Er nauðsynlegt að skattleggja
fólk sem komið er yfir áttrætt þó
að það vinni Vi dag við útflutn-
ingsverðmæti lands vors. Spyr sá
sem ekki veit.
HÖGNI HREKKVÍSI
a.n © IW8
“ MeNaugbt Synd., Inc.
„Ég held að þetta sé einhverskonar bragð hjá honum?!“
SIGGA V/öGA £ ‘itLVtVAU
M/'N. VA9 AA9<AKAVly/V9
,AV
Það er oftast keppni um það hver á pysjuna sem lengst
getur flogið til hafs. Ljósmyndir Mbl. Sigurgeir.
Lundapysju-
tíminn í Eyjum
Pysjan hituð upp.
LUNDAPYSJAN í Eyjum
hefur verið óvenju seint á
ferðinni að þessu sinni, eða
2—3 vikum seinna en
venjulega og krakkar í
Eyjum hafa því haft nóg að
gera að undanförnu við að
safna pyjsum sem fljúga á
ljósin í bænum að nætur-
lagi. I morgunsárið fara
krakkarnir af stað og
bjarga pysjunum úr húsa-
görðum, af götunni og úr
kartöflugörðum og síðan er
farið með pysjurnar út að
sjó og þeim komið á flug til
hafs. Þó verður að sæta lagi
að sleppa því skúmurinn á
sér veiðivon í þessu sam-
bandi.
<33*4?
«>
7?