Morgunblaðið - 08.09.1978, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978
Færeyingar
vilja halda
c-keppnina í
handknattleik
FÆREYINGAR háía'sótt um
að hulda C-koppnina í hand-
knattleik árið 1980 ok er
umsókn þeirra meðal mála.
sem af«reidd verða á
IIIF-þinginu á Hótei Loftleið-
um um helKÍna. Þinsið verður
formlega sett á laugardags-
morgun, en ýmsir nefnda- og
svæðafundir standa yfir þessa
dagana.
Færeyintfar voru fyrst með í
C-keppninni f handknattleik í
PortÚBal 1976 og þeir vcrða
meðal níu þjóða, sem keppa í
Sviss í nóvembermánuði. Fær-
eyingar sendu formlega um-
s<)kn um C-keppnina 1980 til
skrifstofu IIIF í maímánuði og
verður málið afgreitt á þing-
inu í Reykjavík. Norðurlanda-
fulltrúarnir standa allir með
Færeyingum og töluverðar
líkur eru á að Færeyingar fái
mótið. í Færeyjum er ágæt
aðstaða til að halda slíkt mót
og t.d. hafa þeir upp á góðar
fþróttahallir að bjóða.
Færeyingar undirbúa nú lið
sitt af kappi fyrir C-keppnina
í Sviss og yfirumsjón með
þjáifuninni hefur Daninn
Ilans Jensen. sem á sfnum
tfma náði mjög góðum árangri
með danska landsliðið. Fram
að keppninni f Sviss hyggjast
Færeyingar leika fjóra lands-
leiki. þar á meðal fjóra gegn
fslendingum. Leikið verður í
Færeyjum 30. september og 1.
október, en hérlendis 13. og 14.
september. Að auki verður
leikið á móti Englcndingum og
b-liði Dana.
- áij
Sá pólski
ókominn
til FH!
PÓLSKI handknattleiksþjálf-
arinn sem FII hefur ráðið til
starfa í vetur, er enn ókominn
til landsins. Atti hann að vera
kominn í byrjun þessarar
viku. en samkvæmt heimildum
sem Mbl. hefur aflað sér mun
hann hafa tafist en er væntan-
legur til landsins n.k. mánu-
dag og mun þá þegar hefja
störf hjá FIL
Landsliðið
í tugþraut
til Parísar
ÍSLENDINGAR heyja lands-
keppni í tugþraut við Frakk-
land. Brctland og Sviss helg-
ina 16, —17. september og fer
keppnin fram f Frakklandi.
Frjálsfþróttásambandið hefur
nú vaiið lið til keppninnar og
skipa það þeir Elfas Sveinsson
KR, Þráinn Hafsteinsson Á og
Pétur Pétursson UÍA. Farar-
stjóri verður Hreinn Erlends-
son.
Það vekur athygli að þjálf-
ari er ekki sendur með liðinu
til Parísar og á Evrópumótið
í Prag á dögunum var ekki
heldur sendur þjálfari. Að
sjálfsögðu hefur FRÍ ekki úr
miklu fé að spila. en er ekki
æskilegast að árangur
keppenda verði sem beztur og
myndi ekki þjálfari til aðstoð-
ar stuðia að því?
— áij.
• Hætta skapaðist nokkrum sinnum við mark Þróttar í leiknum, eins og í þetta skipti, þegar Rúnar
markvörður missti knöttinn í gegn um klofið á sér, en Gunnar Blöndal fylgdi ekki nógu vel og Þróttarar
hjörguðu málunum.
Þróttur á lygnum s jó
KA siglir haugasjó
ÞRÓTTARAR tryggðu sæti sitt í
fyrstu deild, er þeir sigruðu KA
f hinum geysimikilvæga fallbar-
áttuleik í gærkvöldi. Á sama tíma
rýrnuðu vonir KA-manna til
muna. Verða þeir nú að vona að
UBK annað hvort nái jafntefli
eða sigri FH á Kaplakrika um
helgina. Jafntefli UBK og FH1
myndi þýða að leika yrði aukaleik
um fallsætið. Þó að allt geti gerst, j
eru ekki margir á því að Blikarn-
ir geri stóra hluti gegn FH og cru
þvf horfur á, að KA hrapi niður
í 2. deild. Frá sjónarhóli KA-
manna gat markið ekki komið á
verra augnabliki, eða á 89.
mfnútu, er Þorgeir Þorgeirsson
skoraði af stuttu færi. Sigurinn
var ekki sanngjarn, jafntefli
hefði verið nær sanni.
Þróttarar sóttu undan stífri
golu í fyrri hálfleik og sóttu lengst
af meira. Þorgeir átti skot strax í
byrjun leiks, sem Þorbergur varði.
Einnig áttu Þorvaldur og Halldór
Arason góða skalla sem voru eigi
fhrðttir
Þróttur — KA 1—0
Texti oíí rnynd.
Guðmundur Guðjðntwon
allfjarri netamöskvunum. Besta
færi Þróttar kom þó á 36. mínútu,
er Sverrir Brynjólfsson skaut yfir,
eftir að Þorbergur hafði misst frá
sér fyrirgjöf. Það voru hins vegar
leikmenn KA sem fengu bestu
færin í fyrri hálfleik, einkum á 33.
mínútu, þegar Elmar einlék niður
vinstri vænginn og gaf á Jóhann
Jakobsson sem var í algjöru
dauðafæri. En Jóhann skaut
himinhátt yfir. Á síðustu mínút-
unni átti síðan Eyjólfur Ágústsson
þrumuskot eftir hornspyrnu, en
Árni Valgeirsson bjargaði snar-
lega af marklínu.
í síðari hálfleik, voru það
KA-menn sem sóttu allt hvað af
tók og oft vantaði aðeins herslu-
muninn að þeim tækist að brjóta
sér leið í gegnum vörn Þróttar.
Ármann Sverrisson, Jóhann
Jakobsson og Gunnar Blöndal áttu
allir færi á að skora, sem þeir
misnotuðu, einfaldlega vegna þess
að færin voru ekki nógu afgerandi.
Hinum megin átti Páll gott færi
sem einnig fór í vaskinn. Það var
svo á 89. mínútu, að Þorgeir
skoraði eina markið með skoti af
stuttu færi, eftir fyrirgjöf frá
vinstri og gleði Þróttar var mikil,
enda sæti þeirra tryggt.
íslendingar
vöktu athygli
á NM í golfi
ÍSLENDINGAR urðu í 4. sæti á
Norðurlandamótínu í golfi. sem
lauk í Kalmar í Svíþjóð í gær-
kvöldi. íslendingar báru sigurorð
af Finnum með 19 höggum, en
áður hafði landinn aðeins lagt
Finna einu sinni að velli og þá
með aðeins einu höggi og vegna
þess, að einn þeirra lá fárveikur
í bælinu.
í gær léku flestir Islendinganna
mun betur heldur en fyrri daginn,
Ragnar lék á 76 (80) höggum,
Björgvin á 78, (80), Sigurður
Hafsteinsson á 79 (90) höggum,
Geir á 80 (80) Óskar á 84 (78) og
Hannes á 80 (86). íslendingar urðu
því í fjórða sæti sem fyrr segir,
með 799 högg. Efstir urðu Svíar
með 749, Norðmenn urðu í öðru
sæti með 783 högg og Danir komu
þar á eftir með tveimur höggum
betur. Finnar ráku lestina með 818
högg.
Islendingar vöktu mikla og
verðskuldaða athygli fyrir
frammistöðuna og var það mál
manna, að þá skorti aðeins meiri
reynslu, en Islendingar hafa ávallt
orðið langaftastir á þessum mót-
um. gg.
„Möguleik-
ar okkar
eru nánast
engir“
ÞAÐ VÆRI rangt að segja, að það
hafi verið gleði sem ríkti í búnings-
klefa KA eftir leikinn, enda eru
likurnar á að liðið tóri í fyrstu deild
afar litlar, en þær byggjast á því að
Breiðablik taki eitt eða fleiri stig af
FH á laugardaginn. Jóhannes
Atlason, þjálfari KA varð fyrstur
fyrir svörum.
— Möguleikar okkar eru nú engir,
þessu er lokið í bili, FH fær sín stig
og situr áfram. Annars var Þorgeir
kolrangstæður þegar hann skoraði,
það hlutu allir að sjá, — kolrang-
stæður, hlutu allir að sjá —
bergmálaði úr fleiri hornum bún-
ingsklefans og andrúmsloftið var
líkara því að í grafhýsi væri staðið.
Þess má geta, að línuverðir
þvertóku fyrir að um rangstöðu hefði
verið að ræða, er blm. ræddi
stuttlega við þá í leikslok. — gg.
ísal-keppnin
í Grafarholti
9. og 10. september fer fram hin árlega ÍSAL-keppni í golfi á
Grafarholtsvelli. Keppt verður í m.fl., I. fl., II. fl. (af hvítum teigum)
og III. fl. karla (af rauðum teigum) án forgjafar og einum flokki kvenna
m/forgjöf. Keppt er um farandgripi gefnum af ISAL. Að þessu sinni
hefur ÍSAL látið gera sérlega glæsileg eignarverðlaun sem eru
handmálað postulín sem Kolfinna Ketilsdóttir, Reyðarfirði, hefur gert.
Keppnin er 36 holur, leiknar verða 18 holu-r hvern dag. Ræst verður
út kl. 10.00—14D0 laugardaginn 9. sept.
Kappleikjanefnd G.R. hvetur sem flesta til að taka þátt í þessu síðasta
stórmóti sumarsins á Grafarholtsvelli.
III Bir,
«■ M
• Hinir glæsilegu verðlaunagripir sem ísal hefur gefið til
keppninnar.
Faralds- og
f ót bo It afæt u r
í Laugardalnum
VALSMENN mæta A-þýzku meisturunum frá Magdeburg í
Evrópukcppninni í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á miðvikudag
í næstu viku. Meira verður þó um dýrðir á Laugardalsvellinum á
miðvikudag en snjallir knattspyrnumenn. Klukkustund fyrir leik
munu hljómsveitin Brimkló Halli og Laddi hefja tónleika á
Laugardalsvcllinum og lýkur þar landreisu þcirra, sem kölluð var
„Faraldsfætur 1978“. í leikhléi verða faraldsfæturnir einnig í
sviðsljósinu og sjá um að halda uppi stemmningu meðan
knattspyrnufæturnir hvflast.