Morgunblaðið - 08.09.1978, Qupperneq 31
31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1978
• íslensku keppendurnir á EM ásamt fararstjórum og aðstoðarmanni. Frá v« Elías, Sigurður, Örn, Vilmundur,
Jón, Hreinn, Guðni og óskar.
í fyrsta skipti í
ár átti ísland 2 kepp-
endur í úrslitum EM
TJALDIÐ er fallið. stórkostlegu Evrópumeistaramóti í frjálsum íþróttum lauk í Prag síðastliðinn sunnudag. Alls sendu 32 Evrópuþjóðir
þátttakendur til mótsins. Fjölmennastir voru V-Þjóðverjar. sendu 127 keppendur, þeim næstir komu Sovétmenn með 111 keppendur og því
næst A-Þjóðverjar með 90 keppendur. Sovétríkin og Austur-Þýskaland voru stórveldin tvö á þessu Evrópumeistaramóti, hlutu þau flest verðlaun
og höfðu alveg ótrúlega vel þjálfuðu iþróttafólki á að skipa. Sovétríkin hlutu 13 gull-, 12 silfur- og 12 bronsverðlaun á leikunum.
Austur-Þýskaland hlaut 12 gull-, 9 silfur- og 11 bronsverðlaun.
Það þótti orðið tíðindum sæta ef
einhverjum íþróttamanni tókst að
vinna sigur á hinu þrautþjálfaða
íþróttafólki frá Austurblokkinni.
Bretar, sem sendu 90 keppendur til
mótsins og hafa mjög sterku
frjálsíþróttafólki á að skipa, tókst
aðeins að krækja sér í ein
gullverðlaun á mótinu. Hlutur
Norðurlandanna var ekki stór.
Finnland með sitt mikla veldi í
frjálsum íþróttum hlaut ein gull-
verðlaun, tvö silfur og 3 brons.
Sænsku stúikunni Haglund tókst
að ná í silfur í 100 m hlaupinu og
voru það einu verðlaun Svía.
Þegar á þetta er litið geta
Islendingar verið all ánægðir með
sinn hlut í mótinu. I fyrsta skipti
í 28 ár eða síðan í Brussel 1950
eigum við tvo menn í sjálfri
úrslitakeppninni, þá Hrein í kúlu
og Óskar í kringlu. Og í fyrsta
skipti í 16 ár fáum við stig á
Evrópumóti.
Það má að sjálfsögðu alltaf deila
um hversu stóran hóp keppenda á
að senda á svona stórmót, en hins
vegar er það enginn vafi á því að
við eigum að vera með og land-
kynningin sem þátttaka í svona
móti veitir er mikil.
íslensku keppendurnir á
Evrópumeistaramótinu stóðu sig
nokkuð misjafnlega. Hreinn Hall-
dórsson var tvímælalaust mjög
óheppinn að lenda í þeirri miklu
töf, sem hlaust út af deilu breska
kúluvarparans Capes og dómara,
þar sem Hreinn átti að kasta
fyrstur keppenda. Hefði árangur
Hreins verið mun betri við eðlileg-
ar aðstæður. Þrátt fyrir þetta nær
Hreinn áttunda sæti í keppninni.
Óskar Jakobsson er maður fram-
tíðarinnar, það var mjög gott hjá
honum að ná að komast í úrslita-
keppnina þar sem þetta var hans
fyrsta stórmót í kringlukasti. Er
enginn vafi á að Óskar á eftir að
láta mikið að sér kveða á stórmót-
um í framtíðinni. Þátttaka Elíasar
Sveinssonar í tugþrautinni vakti
athygli og stóð hann vel fyrir sínu.
Náði hann besta árangri íslend-
ings í tugþraut sem náðst hefur
við rafmagnstímatöku. í heila tvo
daga var Elías í eldlínunni og
skaut hann mörgum snjöllum
tugþrautarkappanum ref fyrir
rass í sumum greinum. Þeir Jón
Diðriksson og Vilmundur Vil-
hjálmsson voru nokkuð frá sínum
besta árangri á mótinu, og virtust
báðir vera frekar þungir. Báðir
ættu samt að geta gert betur.
Texti og mynds
Þórarinn Ragnarsson
Hér hefur aðeins verið stiklað á
stóru um árangur íslensku íþrótta-
mannanna. Undirritaður telur að
fæstir geri sér í hugarlund, hversu
gífurlega miklum tíma og fjár-
munum stórveldin fórna í íþrótta-
menn sína til þess að árangur
náist. Því var fleygt á mótinu af
einum blaðamanni að þetta væru
hreinir Austur-Evrópuleikar. Slíkt
ofurkapp leggja þær þjóðir á
árangur íþróttamanna sinna.
Vilmundur Vilhjálmsson sagði við
undirritaðan: „Heima á Islandi
krefjast allir að góðum árangri sé
náð en fæstir vilja eitthvað af
mörkum leggja til að hjálpa
íþróttafólkinu."
Það eitt er víst, að nú orðið næst
ekki frambærilegur árangur á
svona stórmótum nema vísinda-
lega sé æft og óhemju tíma fórnað
í æfingar. Það vill of oft gleymast
að íslenskir íþróttamenn vinna
fullan starfsdag með íþróttaæfing-
um sínum en hafa ekki þau miklu
hlunnindi sem íþróttamenn
erlendis njóta í svo ríkum mæli.
Eitt af því sem deilt var á hér
heima, var að þjálfari skyldi ekki
fara með hópnum. Hreinn Hall-
dórsson óskaði þess sérstaklega að
hann fengi Guðna Halldórsson
með sér sem aðstoðarmann og
reyndist hann sannarlega starfi
sínu vaxinn og aðstoðaði fleiri en
Hrein af kostgæfni. Vissulega er
æskilegt að þjálfari fari með
íþróttahópi þegar haldið er á
svona mót og reyndar er það
nauðsynlegt, en þá er komið að
hinum eilífu fjárhagsvandræðum
sem íþróttahreyfingin á við að
etja. Fararstjórar hópsins voru
tveir, og höfðu þeir margvíslegum
skyldum að gegna og í mörgu að
snúast, því að mörgu er að hyggja.
Tékkar lögðu sig greinilega alla
fram við að mótið tækist vel, og
ekki verður annað sagt en skipu-
lagning mótsins hafi tekist eins og
best verður á kosið. En ekki voru
allir á eitt sáttir um aðbúnað
keppenda, mat í keppnisbúðunum
o.fl.
Að lokum vill blaðamaður Mbl.
færa fararstjórum íslenska flokks-
ins þakkir fyrir margvíslega
aðstoð og hjálp á meðan á mótinu
stóð. þr.
Knattspyrnumenn KK, sem sigruðu glæsilega í 2. deildinni í knattspyrnu í ár. Með leikmönnunum á myndinni eru Magnús Jónatansson,
þjálfari. Sveinn Jónsson, formaður KR, og Kristinn Jónsson, formaður knattspyrnudeildarinnar. Myndin er tekin eftir leik KR og Austra
og gáfu Austramenn KR-ingum blóm fyrir leikinn. í dag halda KR-ingar í sumar og sól á Spán að loknu vel heppnuðu keppnistímabili, en
auk 2. deildarinnar vann KR Reykjavíkurmótið í vor. Ellert B. Schram, formaður KSÍ, afhenti KR-ingunum sigurlaunin í 2. deildinni á
laugardag og hefur það sjálfsagt verið ljúft verk hjá formanninum. (Ljósm. Mbl.i Kristján).
Start í
forystu
í Noregi
NORSKA liðinu LiIIeström,
sem í fyrra var í algjörum
sérflokkí norskra liða, hefur
alls ekki gengið eins vel í ár.
Ilins vegar hefur Start sem lék
á móti Fram í UEFA keppn-
inni í fyrra, komið töluvert á
óvart og Iiðið leiðir nú í 1.
deiidinni í Norcgi. Liðið hefur
hlotið 24 stig í 16 leikjum, en
Lilleström fylgir fast á eftir
með 23 stig. Jöfn í 3.-4. sæti
eru síðan Viking og Bryne með
20 stig. Eins og kunnugt er
þjálfar Joe Hooley lið Lille-
ström, en Tony Knapp er með
Víkingana. Á botninum er
Molde með 5 stig, en Steinkjer
hefur 9 stig og Bodö/GIimt og
Lyn eru með 11 stig.
- áij
Standard
með 3 stig
að loknum
3 leikjum
STANDARD Liege tapaði Oil á
útivelli í íyrrakvöld fyrir
Antwerpen í jöfnum leik. en
heldur tilþrifalitlum. Markið
kom í seinni hálfleik og var
sjálfsmark eins varnarmanna
Standard. Liðið hefur nú 3 stig
úr jafn mörgum leikjum eftir
sigur, jafntefli og tap. Sigur
liðsins kom gegn belgísku
meisturunum Brugge, 2.1, um
síðustu helgi. Það var Ásgeir
Sigurvinsson, sem skoraði
sigurmark Standard og átti
hann fráhæran leik. Belgísku
blöðin hrósuðu honum óspart,
hann var valinn í lið vikunnar
og fékk 9 í einkunnagjöf hjá
einu blaðanna. Ilæst er gefið
10 og náði pólski landsliðs-
markvörðurinn Tomazewsky
þcim árangri eftir Iciki síð-
ustu helgar.
FEKK
ÞANN
STÓRA í
NOREGI
NORÐMENN eignuðust nýjan
miiljónamæring um síðustu
helgi er Óslóarbúi nokkur
varð 60 milljón krónum ríkari.
Maðurinn hafði fyllt út seðil í
norsku getraununum og hafði
heilar tíu raðir eins. Tólf
réttir voru í öllum þessum
röðum og fyrir hverja röð fékk
hann um 6 milljónir króna eða
samtals um 1.1 milljón
norskra króna. Þetta er
stærsti vinningurinn. sem
unnizt hefur í norsku getraun-
unum. en fram að hclginni var
metvinningurinn 860 þúsund
norskar krónur.
í fslenzku getraununum er
töluverð þátttaka þó svo að
aðeins hafi getraunaseðlar
verið í gangi um tvær helgar.
Um síðustu helgi auðgaðist
Reykvíkingur um 539 þúsund
krónur. Fyrir 11 rétta fékk
hann 453 þúsund krónur, en
hann var einnig með 4 með 10
rétta og íyrir hvern þeirra
fékk hann 21.500 krónur.
- áij.