Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 11 Keyptu Norðmenn köttínn 1 sekknum? þrjú til fimm þúsund nýjum störfum á næstu fimm árum í Noregi með því að Norðmenn fjárfesta milli 29 og 40 milljarða ísl. kr. til að fullgera bifreiðahluta. Nú hafa á hinn bóginn skyndi- lega heyrzt raddir, sem spyrja: „Hafa Svíar prettað okkur?“ „Dag- blaðið" í Ósló) og tímaritið „Norskur iðnaður" kveðst ekki koma auga á „neitt skynsamlegt samband milli hagnaðar, sem Svíar kunna að hafa af samningn- um og möguleika okkar“. Mörgum þykja og maðkar í mysunni í nýútkljáðum samstarfsáformum. Norskum sérfræðingum er t.d. ráðgáta hvers vegna yfirvöld í Ósló afsöluðu sér arði af ríkis- hlutafénu Svíum í vil fyrstu fimm árin. Bankastjóri Norska Creditbankans, Axel Damman, talar um „fágætt samkomulag". Fjármálamenn í Ósló telja að norska ríkið muni tapa hátt í þrjátíu milljörðum ísl. króna á áðurnefndu afsali. Til að bæta gráu ofan á svart verður norska ríkisstjórnin ef unnt er að leggja mun meira fé af mörkum við Volvo en í upphafi var gert ráð fyrir. Tilhneiging norskra iðjuhölda og bankamanna til að eiga fjár- hagslega hönd í bagga með Volvo er auðsýnilega lítil. „Volvo er síður en svo gulls ígildi," sagði fjármála- sérfræðingur nokkur. Enn fremur kom fram í viðskiptaritinu „Ókonomisk Rapport" að meðal eitt hundrað áhrifamikilla fram- kvæmdastjóra voru aðeins fjórir sem kváðust mundu kaupa hluta- bréf í Volvo. Attatíu þeirra er spurðir voru virtust á þeirri skoðun að hyggilegra hefði verið að láta hið opinbera fé renna til innlends iðnaðar til að treysta atvinnustoðir í landinu. Forseti norska iðnaðarsambandsins, Rudolf Lindboe, komst gramur svo að orði: „Gengið var frá samningn- um að verulegu leyti meðan ég var á ferðalagi". Andstæðingar „bandalags norsks ríkis- og sænsks einkaauð- valds“ (Dagblaðið í Ósló) skírskota umfram allt til hliðstæðrar aðild- ar hollenzka ríkisins að dóttur- fyrirtæki Volvo-verksmiðjanna í Hollandi og benda á að þrátt fyrir að mjög hafi blásið í belg bifreiða- framleiðenda á síðustu árum hafi sú fjárfesting ekki borgað sig. Tap þessa hollenzka frjóanga Volvo var slíkt að stjórnin í Haag þurfti að koma fyrirtækinu til bjargar með lánsveitingu að upphæð 30 milljarða ísl. kr. Lánið er vaxta- laust og ber því aðeins að greiðast aftur að Volvo Car skili 30 milljón gyllina hagnaði til ársins 1989. Margir Norðmenn óttast að sama hætta vofi yfir þjóðinni rugli hún reitum sínum saman við fégírugt bifreiðafyrirtæki. í grunnsamningnum er nefnilega kveðið á um að Norðmenn sjái svo um ásamt Svíum að „sameiginlegt hlutafé verði ávallt fyrir hendi til endurnýjunar og uppbyggingar fyrirtækisins í framtíðinni". Þetta ákvæði segir norska viðskiptablað- ið „Farmand“ vera „áhættuboð fyrir óvissa og óákveðna framtíð“. „í versta falli getur svo farið,“ segir Jan Diðrikssen hjá norska iðnaðarsambandinu, „að ný störf verði háð meiri fjármagnsútlán- um“. Nokkrir þingmanna Verka- mannaflokksins, er situr í stjórn, eru hlessa yfir ráðabreytni' for- sætisráðherrans. Af ráðnum hug segja þeir að jafnaðarmaðurinn Nordli hafi heimilað það, sem borgaralegur starfsbróðir hans í Svíþjóð, Thorbjörn Fálldin, hafi umfram allt forðast: að láta ríkisfé af hendi rakna til áhættu- samra fjárfestinga einkafyrir- tækja. Mjög hefur einnig kynt undir óánægju margra Norðmanna að Gyllenhammer, forstjóra Volvo, tókst einnig með „lunkubragði" sínu („Farmand") að fá aðgang að norskum olíuauðlindum. Olíu- félagið nýja, „Volvo Petroleum", mun njóta fyrirgreiðslu á sér- samningi. Gera Svíar sér vonir um að ná sjö til átta milljónum tonna af hráolíu — sem fullnægja um tuttugu og átta af hundraði árseftirspurnar — með samningi þessum. „Hvers vegna," spyr „Farmand" forviða, „skyldu Norð- menn greiða Vólvo 1,2 milljarða norskra króna til þess eins að Svíar geti náð olíu úr norsku landgrunni?" (Þýtt og endursagt úr „Der Spieger). Smásölu- verzlunin vill að álagn- ing sé könnuð KAUPMANNASAMTÖK ís- lands hafa ritað verðlagsstjóra bréf, þar sem samtökin óska eftir því að könnuð verði ítarlega álagning í smásölu á sama vettvangi og er kannað var innkaupsverð vöru. Óska samtökin eftir því að niður- stöður könnunarinnar verði birtar almenningi. Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmanna- samtakanna, ritaði Georg Ólafssyni, verðlagsstjóra, bréf hinn 5. september síðastliðinn sem er svohljóðandi: „Með hliðsjón af heildar- niðurstöðum samnorrænnar könnunar á innkaupsverði vöru til Norðurlanda, sem embætti yðar hefur nýlega birt í fjölmiðlum, óska Kaup- mannasamtök íslands eftir því, að á sama vettvangi verði gerð ítarleg könnun á álagn- ingu smásöluverzlana. Niður- stöður þessarar könnunar verði birtar almenningi. Kaupmannasamtök íslands lýsa sig fús til samvinnu við yður í þessu efni og frekari viðræðna." Afrit af bréfinu sendu Kaup- mannasamtökin einnig til Svavars Gestssonar, viðskipta- ráðherra. BRETAR velta mjög vöngum yfir því þessa dagana hvað ráðið hafi úrslitum um þá ákvörðun James Callaghans að efna ekki til þingskosninga að sinni. Lögum samkvæmt þurfa kosningar ekki að fara fram fyrr en í október að ári, en allt þetta kjörtímabil hefur verið búizt við snemmbærum kosningum, ekki sízt eftir að Frjálslyndi flokkurinn lýsti því yfir í júní s.l. að stuðningur hans við stjórn Verkamannaflokksins væri ekki lengur fyrir hendi. Stjórn Verkamannaflokksins vantar nú átta þingsæti upp á meirihluta á þingi, og eftir að Frjálslyndi flokkurinn rann af . hólmi með sina 13 þingmenn telja enn gífurlegt og engar horfur séu á að úr því dragi í bráð, sízt þar sem útlit er fyrir óvissuástand í efnahagslifinu á næstunni, verður því ekki í móti mælt að stjórn stjórninni sagði frá því eftir að ákvörðun forsætisráðherrans um að kosningar yrðu ekki haldnar á næstunni lá fyrir, að Callaghan hefði verið búinn að ráða þetta við sig um miðjan ágúst. Hafi hann síðan skemmt sér við það sem eftir var mánaðarins og viku af september að fylgjast með tilburð- um íhaldsflokksins, sem herti róðurinn allt hvað af tók með kúrsinn á kosningar í október. Hámarki hafi svo þetta skemmti- atriðf náð á ríkisstjórnarfundi 7. september, þar sem „sólskins-- drengurinn" hafi loks séð ástæðu til að lýsa því yfir að kosningar væru ekki tímabærar, — það væri skylda hins ábyrga Verkamanna- Einvígi járnfrúarinnar og sólskins- drengsins frestað um óákveðinn túna margir að Callaghan hafi gert einshvers konar leynisamning við 8 flokka þjóðernissinna í Skot- landi og Wales, en þeir hafa samtals 14 þingmenn. Stuðningur þessara flokka mundi nægja Callaghan til að fleyta stjórninni á næstu mánuðum, að minnsta kosti eitthvað fram eftir vetri, en talið er að búast megi við kosningum hvenær sem er eftir 1. marz. Ekki er við því að búast að slíkur leynisamningur — ef ein- hver er — sé málefnalegur, því að smáflokkarnir eru sundurleitir og eiga vart sameiginlegra hagsmuna að gæta í sambandi við þingkosn- ingar, nema ef vera skyldi í því að vilja draga kosningar á langinn í von um að tíminn nýtist til að afla aukins fylgis. Líklegt er að Callaghan setji traust sitt á þetta að verulegu leyti, og hyggist fljóta á því í bráðina að skrapa saman stuðning í einstökum málum, þegar og ef á þarf að halda. Stjórn sem þannig lafir við völd mun að vísu ekki hrinda í framkvæmd markvissum stefnumálum, en víst má telja að Callaghan meti aðstæður svo að mikilvægara sé að sitja áfram við völd í því skyni að afstýra meiriháttar átökum á vinnumarkaði og halda áfram baráttu gegn verðbólgunni, en að hugsa um langtímamarkmið. Vafalaust hafa niðurstöður skoðanakannana ráðið miklu um ákvörðun Callaghans, en þær hafa gefið til kynna að mjótt væri á mununum milli Verkamanna- flokksins og íhaldsflokksins ef gengið yrði að kjörborðinu nú. Yfirleitt hafa þessar mælingar á duttlingum almennings bent til þess að Verkamannaflokkurinn hefði betur, en þó ekki meira en svo að líklegt megi telja að kosningaúrslit nú mundu aðeins hafa í för með sér nýja minni- hlutastjórn í Bretlandi. Þótt atvinnuleysi í Bretlandi sé Callaghans hefur náð verulegum árangri í baráttu sinni við verð- bólguna. Hún var í upphafi kjörtímabilsins 23% en er nú innan við 8%. Þessi árangur verður helzta skrautfjöðrin í hatti Callaghans er hann gengur til kosninga, og ýmislegt bendir til þess að kjósendur meti þennan árangur fremur við hann eftir sex mánuði, þar sem áhrif efnahags- batans verði þá farin að segja meira til sín en nú, auk þess sem efnahagssérfræðingar telja góðar líkur á áframhaldi þessarar hag- stæðu þróunar. Mikið veltur á því hvort sæmi- legur vinnufriður helzt í Bretlandi á næstunni, en nýlega lýsti Tom Jackson, formaður brezka alþýðu- sambandsins, yfir andstöðu við tillögu Callaghans um að launa- hækkanir mættu ekki fara yfir 5% á næsta ári. Callaghan er orðinn æfður í því að fást við slíka andstöðu verkalýðsfélaganna, en á næstunni má búst við því að þau reynist honum örðugri viðfangs en áður, fyrst og fremst vegna þess að launþegar eru orðnir lang- þreyttir á að stilla kröfum sínum í hóf, án þess að útlit sé fyrir möguleika á verulegum kjarabót- um, en einnig af því að íhalds- flokkurinn hefur að undanförnu öðlast vaxandi ítök innan verka- lýðshreyfingarinnar. Ihaldsflokkurinn ■ brezki hefur að undanförnu færzt mjög í aukana, og hefur varið gífurlegum fjármunum og mikilli orku í kosningaundirbúning í sumar. Leiðtogar flokksins hafa verið á yfirreið í öllum kjördæmum og með öflugri auglýsingaherferð hefur dugleysi Verkamanna- flokksins verið útmálað, meðal annars á veggspjöldum þar sem gefur að líta óendanlega röð atvinnuleysingja og hið tvíræða slagorð „Labour isn‘t working". Onafngreindur ráðherra í flokks að stjórna landinu og hlaupast ekki undan merkjum. Margir telja að stjórn Verka- mannaflokksins sé hin eina, sem hafi nokkra möguleika á að halda svo á málum, að allt fari ekki í bál og brand á vinnumarkaði. Hvort sem þessi kenning er rétt eða ekki, eru margir þeirrar skoðunar að Callaghan sé fágætum hæfileikum búinn til að sætta stríðandi öfl, á þingi, í verkalýðshreyfingunni og meðal brezkra vinnuveitenda. Per- sónuvinsældir hans eru miklar og fara vaxandi. Margaret Thatcher leiðtogi íhaldsflokksins nýtur virðingar og flestir eru þeirrar skoðunar, að hún haldi vel á málum innan flokks síns. Vin- sældir hennar .meðal almennings hafa þó frá upphafi verið í hófi, og samanburðurinn við James Callaghan verður henni líklega seint í vil, eins og gælunöfnin bera ljósastan vott: „Iron Lady" og „Sunny Jim“. — A.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.