Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 13 Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri: „Beggja skautabyr í stjórn eða ekki? Styðja til góðra verka Háttvirtir kjósendur Svæfði Fransókn kosningaréttarmálið? Húsbændur og hjú Hver skyldi svo sem hafa meint „alla samninga í gildi" þegar sagt var „samninga í gildi“ fyrir kosningar. Hver skyldi svo sem hafa meint herinn burt, þegar vitað er að nærvera varnarliðsins er helsta sameiningartákn Alþýðu- bandalagsins. Hvað ætli þeir hafi verið margir nýju þingmennirnir, sem „gerðu sér ekki grein fyrir vandanum" fyrir kosningar þótt þeir töluðu ekki þannig þá. í stjórn eða ekki Nokkuð er á reiki hvort telja eigi Alþýðuflokkinn einn af stjórnarflokkunum eða ekki. Vitanlega er þetta skemmtilega uppsett sjónarspil gert með það fyrir augum að geta bæði haldið og sleppt. Sagt er að fjórir til fimm af þingmönnum Alþýðuflokksins séu látnir leika þessi hlutverk og eigi það að tryggja flokknum tvö andlit í öllum ágreiningsmálum. Kommar komu auga á þessa leikfléttu krata og leika a.m.k. tveir af þeirra þingmönnum sama leikinn í öryggisskyni. Góðu verkin? Nú bíður þjóðin spennt eftir skilgreiningu „frjálsu"' þing- mannanna á góðu og slæmu verkum stjórnarinnar. Almenningur getur haft það til marks um ágæti mála hverja afstöðu þessi hópur tekur, því þeirra er að trýggja „verkalýðs- flokkunum" _ áframhaldandi fylgi kjósenda, hvort sem kosn- ingaloforð eru efnd eða ekki. Ekki verður séð að Framsókn hafi slegið slíka varnagla enda ómissandi í hverri ríkisstjórn. Háttvirtir kjósendur Þeir, sem svo voru nefndir fyrir kosningar, eru dálítið ringlaðir þessa dagana. Loforða- glaðir frambjóðendur eru tölu- vert annað en ábyrgir þing- menn. Sleppum loforðunum og því hvernig atkvæða var aflað það verður síðari tíma mál kjósenda og frambjóðenda, lítum aðeins á nútíð og framtíð. Var það gleymska? Ritstjóri Tímans sagði rétti- lega í blaðinu síðast liðinn sunnudag að Framsókn mætti ekki gleyma íbúum Kjalarnes- þings, það er Faxaflóasvæðisins og benti á hið algjöra fylgishrun flokksins á svæðinu. Hvergi hefur heyrst talað um jöfnun kosningaréttar í nýja stjórnarsáttmálanum og hefur því verið fleygt að Framsókn hafi gert það að skilyrði að svo yrði til þess að koma í veg fyrir ennþá meira hrun flokksins í næstu kosningum. Hefur þú lesandi góður gert þér ljóst að Framsókn fékk 1 kjördæmakjörinn þingmann fyrir hvert % atkvæða, sem þeir fengu eða 12% atkvæða og 12 þingmenn ef aðrir flokkar hefðu fengið sambærilega tölu væru Sjálfstæðisþingmenn 37, Al- þýðuflokks 24, Alþýðubandalgs 24 og Samtökin hefðu fengið 2—3. Þannig er lýðræði Fram- sóknar. Það þyrfti 100 þingmenn til að þola það. Húsbændur og hjú Nýr íslenzkur framhalds- myndaflokkur hefur nú hafið göngu sína en það eru viðtals- þættir i sjónvarpinu við nýju stj órnarherrana. Fyrsti þátturinn var sýndur kvöldið fyrir stjórnarmyndun og var alveg frábær. Annar þáttur var sýndur mánudaginn 11. og komu þar fram þrjár aðal hetjurnar ásamt blaðamönnum, sem voru að nudda í þeim með meiningar- lausu þvaðri svo sem blaða- manna er von og vísa. Eins og í samnefndum þáttum í sjónvarpinu síðast liðinn vetur þar sem fjölmennt þjónustulið stjanaði við yfirstéttina, eins hefur Framsókn það nú. Eftir þáttinn á mánudaginn þarf enginn að efast um hverjir búa uppi og hverjir í kjallaran- um. Sjónvarpsmenn, fleiri þætti, sem fyrst. Þorkell Fjeldsted: Hvað olli óánægju fólks? UNDANFARNAR vikur hafa margir skrifað í blöð um hugsan- legar ástæður fyrir hinu mikla tapi Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks í síðustu kosningum, og hafa menn komist að mjög mismunandi niðurstöðum um það mál. Sumir segja, að sundrung í forustuliði sé um að kenna, aðrir að síðdegisblöðin hafi ráðið úrslit- um, og enn aðrir að verðbólgan sé búin að rugla fólk svo, að það viti ekki sitt rjúkandi ráð, þegar velja á milli flokka í kosningum, og margt fleira hefur þar verið nefnt. En þar sem mér finnst, að enginn hafi komið með augljós- ustu ástæðuna hvers vegna fólk sneri frá Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki í síðustu kosn- ingum, langar mig að koma með nokkur dæmi um hvað fólk er óánægt með. Dæmin, sem ég ætla að nefna, eru framkvæmdir um allt land og borgaðar eru úr þeim sjóði, sem allir landsmenn eiga sameiginlega, ríkissjóði, og öllum kemur því við. í fyrsta lagi er Kröfluvirkjun, sem eytt hefur verið milljörðum króna í, en á ekki eftir að skila miklu rafmagni næstu árin. En hitt vita flestir, að rafmagnsverð á eftir og er alltaf að hækka til hins almenna neytanda og að einhverju leyti stafar sú hækkun af því, að hinn almenni neytandi verður að greiða þau hrikalegu mistök, sem hafa verið gerð við Kröflu. I öðru lagi er Þörungaverk- smiðjan á Reykhólum, sem virðist ekki hafa verið nógu vel undirbúin og má þar víst mörgum um kenna en kannski mest svokölluðum sérfræðingum, því síðan heima- menn fóru að ráða meiru virðist reksturinn hafa batnað til muna. í þriðja lagi eru kaupin á hinu fræga Víðishúsi, sem mótmælt var af stórum hópi fólks, og má þar nefna þing Sambands ungra sjálf- stæðismanna í Vestmannaeyjum, sem var á móti þessum kaupum. En þingmenn létu þessi mótmæli eins og vind um eyru þjóta. Ég held, að kaupin á þessu ljóta húsi í Reykjavík hafi fengið marga til að hugsa sem svo: Þessum ráðamönn- um er ekki treystandi fyrir hinum sameiginlega sjóði, og þess vegna kjósum við þá ekki aftur. I fjórða lagi er Grundartanga- verksmiðjan í Hvalfirði. Þar er að rísa milljarða fyrirtæki, sem flestum þykir vera í lagi, ef þetta fyrirtæki væri til hagsbóta fyrir þjóðina. En þegar fólki er sagt, að þarna verði ekkert nema tap, a.m.k. fyrstu árin, þá spyrja margir: Hefði ekki verið nær að verja þessum aurum á betri hátt til hagsbóta fyrir land og þjóð. I fimmta lagi er brúin yfir Borgarfjörð, sem er í sjálfu sér þörf framkvæmd, en er byggð á röngum tíma, og á ég þá við, að gera hefði átt varanlegan veg frá Reykjavík til Akureyrar áður en farið var í þessa brúargerð. Mörgum ferðamanninum finnst það furðulegt að eyða milljörðum í eina brú meðan flestir þjóðvegir landsins eru því sem næst ófærir vegna þess, hve þeir eru holóttir og rykið byrgir útsýni til allra átta. Borgarfjarðarbrú er dæmi um ranga fjárfestingu á opinberu fé. Enda voru margir kjósendur í Vesturlandskjördæmi, sem kosið höfðu flokk þann, sem fór með vegamál (Framsóknarflokkinn) ekki ánægðir með þessa brúargerð og þess vegna meðal annars voru um 500 kjósendur í Vesturlands- kjördæmi, sem yfirgáfu Framsókn í síðustu kosningum. I sjötta lagi eru raforkumálin, sem eytt hefur verið í gífurlegum fjármunum á síðustu árum og mikið af því fé farið í alls konar bruðl, sem koma hefði mátt í veg fyrir með venjulegu verkviti og á ég þá við vitlausa staðsetningu spennistöðva og lína. Einnig finnst mörgum sveitamanninum það merkilegt, þegar unnið er við línulagnir í vitlausum veðrum, jafnvel um hávetur í snjó og frosti eins og átt hefur sér stað. Það virðist lítið hugsað um að vinna þessi verk á hentugum tíma og afleiðingin hlýtur að vera mun dýrari framkvæmd en þurft hefði að vera. 1 landbúnaði hefur mörgum fundist vera eytt í hitt og þetta, sem ekki hefur borgað sig. Má þar nefna hin svokölluðu ríkisbú, sem eytt er í tugum eða hundruðum milljóna króna árlega, þrátt fyrir að flestir bændur séu sammála um, að þau séu til lítils gagns fyrir hinn almenna bónda, og að þær tilraunir, sem þar fara fram, væri hægt að gera á mun hagkvæmari hátt hjá bændum sjálfum. Þessi dæmi, sem ég hef hér nefnt eru þau stærstu, sem hinn almenni kjósandi sér og heyrir talað um og niðurstaðan hjá mörgum hefur orðið sú að kjósa aðra flokka en Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk í síðustu kosningum. Fólkið er orðið þreytt á ráðamönnum sem eru alltaf að tala um að nú sé allt að fara á haustinn og þess vegna verði almenningur að spara. En þegar athugað er, hvernig þeir sjálfir eyða hinum sameiginlega sjóði þjóðarinnar, finnst mörgum að þar sé bruðlað og sóað eins og fjármunir séu ótakmarkaðir og fyrirhyggju þurfi enga að hafa. Þess vegna sögðu kjósendur hing- að og ekki lengra, og það munu þeir gera aftur sjái þingmenn og aðrir þeir sem fara með stjórn þjóðarinnar ekki að sér. Að mínu áliti er ekki hægt að kenna að öllu leyti þingmönnum um þau mistök, sem gerð hafa verið, því að þeir hafa farið að ráðum sérfræðinga, sem ráðlagt hafa hinar ýmsu framkvæmdir. Enda er rétt, sem Sverrir Her- mannsson alþingismaður sagði í viðtali fyrir skömmu, að það væru sérfræðingarnir sem þyrftu að fara í endurhæfingu. Að lokum vil ég vona, að þingmenn noti sitt verkvit meira en þeir hafa gert upp á síðkastið, en láti ekki sérfræðinga segja sér algjörlega fyrir verkum, því að oft er það best sem lærist í skóla reynslunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.