Morgunblaðið - 16.09.1978, Page 14

Morgunblaðið - 16.09.1978, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 „Er nú aðalbóndinn hér” BúAardalur kemur við söku í Laxdælu, því að þar fyrir utan réð Höskuldur skipi sínu til hlunns og t jaldaði þar búðir. Síðan liðu aldir og frægð Búðardals var ekki söm fyrr en hið magnaða da’gurljóð „Heim í Búðardal" varð á hvers manns vörum. Búðardalur hefur verið í örum vexti hin síðustu ár og er þar nú blómleg þjónustustarfsemi af öllu tagi við sveitirnar í kring. Á ferð um Dali DALASÝSLA er án efa ein söguríkasta sýsla landsins. bar verður varla tyllt niður tá svo ekki beri maður niður á stað sem á sér sögu, oft langt aftur í tíma. Hvarvetna blasa forn höfuðból viði hér námu höfðingjar land til forna, hér var vettvangur Laxdæiu, Njála teygir hingað arma, Sturlungar áttu hér ból, hér fæddist Snorri. Segja má að Dalasýsla hafi verið svið örlagaatburða um aldir. Ekki er f jarri því að Dalasýsla eigi ein allra héraða nær því óslitna skráða sögu frá landnámstíð. Gögn af þessu tagi geymdust meðal annars að Skarði og Staðarfelli og af öiiu sýnt að Dalamenn hafa verið hneigðir til bóka og bréfagerðar og ýmis merk handrit eru kennd við bæi í héraðinu. Hvað sem þessari miklu sögufrægð líður virðast nú flestir á einu máli um að landslag í héraðinu sé ekki svipmikið í samanburði við ýmsa aðra staði á landi hér. Þó eru þar blágrýtisfjöll er bera norðlenzkan eða vestfirskan svip. Dalirnir eru fæstv stórskornir en mjög grösugur og hlýlegir. í gömlum sögum kemur og fram að í Dalasýslu varð sjaldan fólksfellir og fénaðar þegar veðurfar tók að harðna. ís og eldur herjuðu ekki á þessa sýslu í líkingu við það sem gerðist víða annars staðar. Dalamenn hafa umfram allt verið bændur enda kemur það af sjálfu sér vegna aðstæðna. Og fyrir og um aldamótin síðustu voru Dalamenn allmiklir túnræktarmenn undir forystu Torfa í ólafsdal og Björns sýslumanns Bjarnasonar. Síðar dró úr þessum framkvæmdum og um hríð var ekki frítt við að Dalasýsla stæði ýmsum öðrum héruðum að baki í landbúnaði. Um og upp úr 1950 tók svo að færast f jörkippur í að nýju og myndarskapur er til mikils sóma og hvert sem litið er blasa við mikil og víðfeðm tún og reisuleg íbúðar- og gripahús. En ekki er nóg með að fornir sögustaðir séu sómi Dalasýslu. Með hverri kynslóð bætast við nýir slíkiri frammi á Ljárskógafjalli er fæðingarstaður Jóhannesar út Kötlum, Ljárskógasel, að vísu í eyði en hver veit nema þeir tímar komi að einhvern tíma verði byggt þar að nýju. í Saurbænum eru Hvítidalur og Bessatunga sem leiða hugann að Stefáni skáldi og svona mætti áfram telja. Hjarðarholt í Laxárdal hefur af fleiru að státa en sögualdarfrægð, þar hafa setið höfðingjar flestar stundir. Gunnar prestur Pálsson bróðir Bjarna landlæknis sat þar á síðari hluta 18. aldar. í Hjarðarholti var unglingaskóli um hríð á fyrsta hluta þessarar aldar og stóð fyrir því hinn nafntogaði menningarfrömuður og prestur sr. ólafur ólafsson. Svona mætti áfram þræða hvern stíg í Dalasýslu og jafnan kæmi nýtt í hugann. En á dögunum drápum við niður fæti í Asgarði í Hvammssveit. Þar býr Asgeir Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og forseti Sameinaðs þings. Ás- garður hefur löngum haft orð fyrir gestrisni og annan höfðingsskap Bjarna Jenssonar, föður Ásgeirs. Hann bjó í Ásgarði í meira en hálfa öld við mikil umsvif og fræga reisn sem ekki hefur dregið úr hjá syni hans og sonarsyni. Ásgeir Bjarnason tók við búi föður síns að honum látnum fyrir rösklega þrjátíu árum. Hann var síðan kjörinn á þing fyrir Fram- sóknarflokkinn 1949 sem þingm. Dalamanna og síðar Vesturlands. Nú hefur hann hætt þingmennsku og hyggur gott til þess að fást við búskapinn ásamt Bjarna syni sínum sem „er nú aðalbóndinn hér“ eins og Ásgeir orðar það. — Eg hef hugsað mér að vera fjósamaður hjá Bjarna syni mín- um í vetur, segir Ásgeir og brosir við. Ingibjörg Sigurðardóttir kona Ásgeirs er ekki sein á sér að bera kaffi fyrir gesti og reyndar líður ekki á löngu unz gestir eru setztir að matarborði. Gestum er hér tekið af sama myndarskap og hlýleik og jafnan fyrr og síðar. — Það er gott að fá tóm til þess aftur að sinna búskapnum, heldur Ásgeir áfram. — Eg get ekki neitað því að ég hef verið stundum eins og hálfgerður gestur hér á heimilinu langtímum saman. Ég hef yndi af búskap, og því hefur mér fundizt ég fara á mis við ýmislegt með því að ég hef ekki getað sinnt honum. Ég hef verið heppinn með það fólk sem hefur ráðizt hingað til starfa í fjarverum mínum og ég hef líka verið heppinn að hafa á lífsleiðinni átt eiginkonur — sem báðar hafa verið búkonur eins og þær gerast beztar. Það hefur ekki verið lítill styrkur. — Þó býst ég nú ekki við að verða mosavaxinn hér í bili, því að enn kalla mig ýmis störf héðan og ég held líka að viðbrigðin yrðu einum of snögg ef svo væri ekki. Ég hef enn á hendi ýmsar skyldur varðandi forsetastöðuna í þinginu og verður svo unz nýtt þing kemur saman. Ég er í ýmsum trúnaðar- störfum og er því töluvert á faraldsfæti. — Mér finnst ég hafa upplifað þrjú ævintýri í lífinu, segir hann Iljarðarholt í Laxárdal. „Mér segja menn að Vilmundi Gylfasyni svipi um margt til langafa síns, sr. Ólafs í Hjarðarholti, sagði Ásgeir Bjarnason. Hjarðarholt er með túnmestu jörðum í Dölum. Þar býr nú Baldur Þórðarson með fjölskyldu sinni. Veiðihúsið í Laxárdal. þar sem áður var Þrándarkot. Þessi bygging þótti mörgum hið mesta fljótræði þegar húsið var reist. Síðan hefur verið byggt við það og nú koma greifar og geimfarar að veiða í Laxá og fá bamdur af ánni töluverðar tekjur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.