Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 15 Ásgeir og Ingibjörg í Ásgarði. Björk og Anna Rún í Hjarðarholti. Tungustapi. Dalasýsla kemur ekki aðeins við í íslendingasögum. heldur gerast þar margar þjóðsögur okkar, sem magnaðastar hafa þótt. Tungustapi skammt frá Sælingsdalstungu er vettvangur alkunnrar sögu sem ber þennan titil. Heimsókn til Ásgeirs í Ásgarði — fyrir utan öll smáævintýrin sem verða í lífi hvers manns. Það fyrsta er dvöl mín ytra á stríðs- árunum, en ég var við búnaðarnám í Noregi og síðan í Svíþjóð. Andrúmsloftinu í Noregi gleymi ég aldrei — það var lævi og tortryggni blandið, þar vantreysti hver öðrum. Það var með öðrum brag í Svíþjóð, þar var ekki eins mikill þungi og kvíði enda að- stæðurnar allt öðru vísi. Ævintýr- ið næsta er þingmennskan og þriðja er starf mitt sem forseti Sameinaðs þings síðasta kjörtíma- bil. Mér varð það lærdómsríkt og eftirminnilegt og langtum er það fjölþættara og margslungnara en það gæti virzt í augum þeirra sem fyrir utan standa. Eg átti afar gott samstarf við deildaforseta og allt starfsfólk þingsins og minnist þessa tíma með sérstakri ánægju." I þessu starfi kynntist ég líka ýmsum góðum erlendum gestum sem hingað komu og var þetta allt mér til ánægjuauka. — Nei, ætli ég hafi nokkuð verið sérstaklega umdeildur maður, segir hann aðspurður — ekki svo að skilja að ég hafi ekki sérstak- lega framan af háð allsnarpa baráttu hér í sýslu því að það var nú naumt á því ég næði inn á þing í fyrstu skiptin. Og það voru engir bróðurkærleikar með mönnum þegar pólitíkin var uppá. En burt séð frá því hef ég verið heldur friðsamur. Lyndiseinkunn mín er slík, og mér hefur verið meira kappsmál að vinna málefnalega og af samvizkusemi. Eg býst við þetta sé upp og niður með þingmenn. Sumir eru ekki á þessari línu. En flestir þingmenn hafa sýnt kurteisi og drengskap jafnvel í hvössum orðasennum. En ég verð að segja það að menn eru eitt og málefni annað og pólitískur skoðanamunur ætti aldrei að þurfa að standa í vegi fyrir því að tengsl mynduðust manna á milli svo fremi virðing fyrir afstöðu annarra sé í fyrirrúmi. Ég hef átt ágætt samstarf á Alþingi við þingmenn úr öllum flokkum og á heimili okkar hafa auðvitað allir þeir verið velkomnir sem hingað hafa viljað koma, hvað sem pólitískri afstöðu líður — þó nú væri. Mér þótti óneitanlega sem það bæri vott um reynsluleysi og nokkra fljótfærni þegar ég sá í viðtali í vor við ungan frambjóð- anda sem nú er kominn á þing að hann væri hálfhneykslaður á þeirri lágkúru sem viðgengist á Alþingi að pólitískir andstæðingar gætu haft samskipti og jafnvel orðið mestu mátar. Ég er hræddur um að þessi ungi maður einangrist fullkomlega ef hann tekur þennan pól í hæðina. Fyrir nú utan að þetta er ekki raunhæf afstaða. Það er heldur mikill vanþroski að geta ekki unnt öðrum frelsis til að hafa aðrar þjóðmálaskoðanir en maður hefur sjálfur. — Varstu ákveðinn í æsku að verða bóndi og taka við Ásgarði. — Nei. Um margt hefur líf mitt mótast meira fyrir tilviljanir en að um skipulagðan undirbúning hafi verið að ræða. Ég var farinn að heiman, lagði að vísu fyrir mig búvísindanám en allt var óráðið. Svo lézt faðir minn 1942 og þá varð ég að gera upp við mig hvort ég flytti heim aftur og tæki við jörðinni. Það varð ofan á að við Jens bróðir minn settum hér saman bú. Þá voru hér margir í heimili, miklu fleiri en núna og mikið af gömlu fólki eins og löngum. Ég var þá ókvæntur eú festi ráð mitt nokkru síðar. Konu mína, Emmu Benediktsdóttur, sótti ég í Saurbæinn og hún tók hér við búsforráðum af mesta sóma. Synir okkar urðu tveir, Bjarni sem ég hef nefnt áður og býr nú hér með konu sinni, Erlu Yngvadóttur úr Sólheimum og þeirra tveimur börnum, Ásgeiri og Emmu, og hinn er Benedikt sem er í utanríkisþjónustunni. Emmu konu mína missti ég 1952. Síðan varð ég náttúrulega að líta í kringum mig á ný, segir hann og kímir við, og Ingibjörgu fékk ég til að koma Jiingað árið eftir að við giftum okkur 1954. Ingibjörg er ættuð úr Saurbænum líka, þótt hún hafi verið komin til Akureyr- ar um það bil sem mér tókst að krækja í hana. Ég hélt mér við sömu sveitina þegar ég var í konuleit. Ingibjörg hefur staðið hér fyrir búi síðan og mikið mætt á henni vegna þingstarfa minna og fleiri starfa sem urðu æ umfangs- meiri. — í mér hafði ekki vakað nein hugsun um þingsetu, segir Ásgeir. Þetta æxlaðist meira af sjálfu sér en að um langan aðdraganda hefði Verið að ræða. Ég bauð mig fram 1949 og hafði þá verið þingmaður Dalamanna óslitið síðan 1933 Þorsteinn sýslumaður Þorsteins- son, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, ýmist landskjörinn eða kosinn þingmaður. Það varð mjótt á munum milli okkar, en ég náði kosningu og hélt sýslunni síðan. Það var stundum talið standa glöggt, til dæmis bæði 1953 og 1956, þá var frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins Friðjón Þórðar- son. Hann þótti af mörgum sigurstranglegur, enda sáralítill munur á fylgi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hér í sýslu. Eftir kjördæmabreytinguna varð þetta svo með öðrum hætti, þá breyttist baráttan líka. Og sam- band þingmanns við kjósendur hefur ekki verið eins náið og fyrrum. Þegar ég var þingmaður Dalamanna þekkti ég vitanlega hvert mannsbarn í sýslunni. En óhugsandi var að ná slíkum kynnum við alla í svo stóru og fjölmennu kjördæmi sem Vestur- landskjördæmi er. En ég hef alltaf reynt að fara um og lagt mig í líma við að heimsækja sem flesta íbúa kjördæmisins. Þá er ég ekkert endilega að hugsa um hvort þeir séu nú framsóknarmenn eða ekki. Og alls staðar er gott að koma. Aftur á móti hef ég ekki nokkra trú á þessu formi sem er á framboðsfundum. Ég hygg slíkir fundir breyti ekki afstöðu neins kjósanda. Þessir fundir eru óper- sónuleg ræðuhöld frambjóðanda og innansveitarmenn hafa hvorki tök né áhuga á að koma málum sínum fram eins og áður var. — Ertu farinn að huga að því að skrifa ævisögu þína? — Nei, nei. Ég ætla ekki að skrifa ævisögu mína. En ég er að hugsa um að skrifa bók um kaupakonurnar mínar. Þær hafa verið hér margar um dagana og margar afbragðs stúlkur. Raunar hefur verið hér í Ásgarði margt úrvalsfólk sem mér er í minni. Ég minntist á það áðan að það var nú lengstum svo að hér var margt af gömlu fólki sem bjó hér hjá okkur svo árum skipti. Ég man þetta frá bernsku minni. Þær voru ófáar kerlingarnar sem ég svaf hjá í bernsku minni. Og þetta fólk reyndist okkur vel og hollt var ungu fólki að hafa samneyti við það. Nei, ég held ég skrifi ekki neina ævisögu. En ég er fjarska sáttur við lífið og finnst ég hafa verið lánsamur maður. Ég hef átt góðar eiginkonur og góða syni. Nú hef ég fengið eina prýðilega tengdadóttur og myndarleg barnabörn. Einu sinni átti ég bezta' hestinn í sýslunni — bezta hrútinn átti ég í annan tíma. Og ég gæti haldið svona áfram. Ásgarður er kosta- jörð. Margt hefur sem sagt gengið mér í haginn og þó að ég muni áreiðanlega sakna þingsins og starfanna þar ber þó þess að geta að enn hef ég við ýmis verkefni að fást sem eru verðug í betra lagi. Og það er ágætt að hætta á meðan maður telur sig vera nokkurn veginn í fullu fjöri og færan um að takast á við ný viðfangsefni. h.k. Visnasöng- ur og gítar- leikur i Norræna húsinu SUNNUDAGINN 17. septemher kl. 15 verður dagskrá í Norræna húsinu þar sem koma fram danska vísnasöngkonan Ilanne Juul. Guðmundur Árnason, sem leikur með henni á gítar. og Gísli llelgason sem leikur á hlokkflaut- ur. Söngkonan syngur vísur frá Svíþjóð. Noregi og Danmörku og hún mun einnig syngja á ís- kenzku. Mörg laganna hafa þeir Guðmundur og Gísli samið. Þau þrjú hafa starfað saman um nokkurt skeið og fengu þeir Guðmundur og Gísli styrk frá menntamálaráðuneytinu til að sækja vísnahátíðir í Stáninge í Svíþjóð og Álaborg í Danmörku, en auk þess hafa þau haldið vísnakonserta í Vánerborg, Gauta- borg og Tívolí í Kaupmannahöfn. Auk þeirra sem að franian eru talin kemur frá á hljómleikunum í Norræna húsinu Pétur Jónasson sem leikur nokkur sígild gítarverk. Gosflöskur hækka ekki að sinni Framleiðendur gosdrykkja hafa ekki rætt um að hækka tryggingarverð á gosflöskum. en þeim tilmælum hefur verið beint til þeirra af hálfu umhverfismála- ráðs að verð glerjanna yrðu ha'kkuð ef leiða mætti til ba-ttrar umgengni. Mbl. hafði samband við tvo framleiðendur gosdrykkja og kváðu þeir ólíklegt að hækkun yrði á næstunni, þar sem það hefði ekki verið rætt. Gler hækkuðu fyrir nokkru úr 40 kr. í 60 og sögðu þeir að strax eftir hækkunina hefðu heimtur á glerjum orðið mun betri eins og sýndi sig yfirleitt við hækkanir. Voru framleiðendurnir sem blaðið ræddi við sammála um að verðið þyrfti að vera hærra, því að það væri nokkuð undir kostnaðarverði í innkaupum. Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins um kaup Nýja bíós á Stjörnustríði hingað til lands gerðumst við full stór- tækir í útreikningi á kaupverði myndarinnar 16 þúsund dollurum yfir á íslenzkt verðlag, þannig að einu núlli var ofaukið. Myndin kostaði forráðamenn kvikmynda- hússins ekki 50 milljónir heldur rétt tæpar 5 milljónir króna, sem eins og ségir í fréttinni þykir hátt verð á kvikmyndum hér á landi nú á dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.