Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 21 1.460 millj. kr. og eftir til framkvæmda síðari hluta ársins skv. endanlegri fjárhagsáætlun 1.304 millj. króna. Mismunur tekna og gjalda fyrri hluta ársins, þ.e. tekjur umfram gjöld til rekstrar og eignabreytinga nam 723 milljónum króna. Eignir borgarsjóös kr. 70.827 milljónir Því næst er vikið að efnahags- yfirliti þann 30. júní 1978. Eignir skiptast í veltufjármuni, þ.e. tekjur sem væntanlega geta orðið handbært fé fljótlega; fastafjármuni, þ.e. fasteignir, skuldabréf og aðrar eignir, sem ekki breytast í handbært fé fljótlega svo og aðrar eignir. Veltufjármunir eru 6.992 milljónir; en þeir skiptast aftur í handbært fé 112 millj. kr., útistandandi tekjur 4.199 millj. kr., inneignir hjá ríki og öðrum opinberum aðilum 2.437 millj. kr. Aðrir liðir eru smærri. Fastafjármunir og aðrar eignir nema samtals 63.835 millj. kr. Nema þá eignir samtals 70.827 millj. kr. Skuldir borgar- sjóðs nema samtals 2.938 millj. Skuldir borgarsjóðs skiptast í skammtímaskuldir, þ.e. skuldir sem yfirleitt er ætlað að greiða innan árs og er sú skuldafjár- hæð samtals 2.063 millj. króna. Þá koma langtímaskuldir að fjárhæð 597 millj. króna og að lokum greiðslumunur sjóða og fyrirtækja borgarinnar að fjár- hæð 278 millj. króna. Síðasttaldi liðurinn er vegna ýmiskonar viðskipta borgarstofnana inn- byrðis. Sem dæmi má nefna að fyrri hluta árs gengur vatns- skattur Vatnsveitu Reykjavíkur í borgarsjóð, en borgarsjóður greiðir síðan gjöld VR eftir því sem þau falla til yfir árið. Þannig tengist fjárhagur borg- arsjóðs og stofnana borgarinnar með ýmsum hætti. Hrein eign jókst um 2 milljarða Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið voru eignir borgar- sjóðs 70.827 millj. en skuldir 2.938 millj. kr. og er því eigið fé borgarinnar þ.e. hrein eign 67.9 milljarðar króna og hefur vaxið um 2 milljarða á fyrri helmingi ársins eða úr 65.9 milljörðum í 67.9 milljarða. Stofnun sem sýnir slíka hreina eignaaukn- ingu er vissulega ekki á flæði- skeri stödd. Góð veltuf járstaða Næst víkur skýrsluhöfundur að veltufjárstöðu borgarinnar. Spyrja má hvað sé veltufjár- staða? Við mat á veltufjárstöðu er fundið hlutfallið á milli veltufjármuna og skammtíma- skulda, þ.e. hversu mikið af eignum geti á stuttum tíma (innan árs) runnið til greiðslu á skammtímaskuldum. Veltufjár- hlutfall borgarsjóðs þann 30. júni s.l. var 2.99 en 2.43 þegar dregnar hafa verið frá áætlaðar vafasámar kröfur. Veltufjár- munir voru því allt að þrefalt meiri en skammtímaskuldir. Bókhaldsfróðir menn telja, að veltufjárhlutfallið 2 tákni góða stöðu fyrirtækja. Borgarsjóður var því vel yfir því marki. Frá áramótum hefur veltu- fjárstaðan batnað um 1.015 millj. króna eins og tafla sem fylgir greininni sýnir. Kemur þar fram að kröfur á ríkissjóð og opinberar stofnanir myndu einar nægja til að greiða allar skammtímaskuldir. Ástæða er þó til að vekja athygli á því, hve útistandandi tekjur eru miklar. Ástæðan eru aukin vanskil borgarbúa við Gjaldheimtu og er það ærið umhugsunarefni þegar auka á enn skattabyrði fyrirtækja og einstaklinga. Inneignir hjá ríki og öðrum opinberum aðilum vekja og athygli, en þessi fjárhæð hækkar stöðugt. Að vísu er ágreiningur við ríkissjóð um lítinn hluta þessarar inn- eignar, en engu að síður er þetta áhyggjuefni. Þannig hefur borg- arsjóður skv. þessu reiknings- yfirliti lagt út 406 milljónir króna vegna reksturs Borgar- spítalans, en allur rekstur hans á að greiðast af daggjöldum lögum samkvæmt. Greiöslufjárstaða Olafur Nilsson bendir þó á, að veltufjárstaða sé ekki einhlítur mælikvarði þegar meta á greiðslustöðu. Þar komi til álita ýmis atriði t.d. greiðslutími innborgaðra tekna borgarsjóðs, endurgreiðslutími ríkissjóðs vegna rekstrarhalla Borgarspít- ala og annarra sjúkrastofnana, greiðslutími annarra krafna á ríkissjóð o.fl. Skýrsluhöfundur gerir því sérstaka grein fyrir greiðslustöðunni. Um það segir m.a. í skýrslunni: „Hjá Reykjavíkurborg eru gerðar greiðsluáætlanir, sem sýna skiptingu innborgana og útborgana á hvern mánuð ársins og greiðslustöðuna í lok hvers mánaðar. Slík greiðsluáætlun liggur nú fyrir eftir nýafstaðna endurskoðun fjárhagsáætlunar. Samkvæmt hinni nýju greiðslu- áætlun er reiknað með að yfirdráttur á hlaupareikningi og önnur fjármagnsútvegun þ.m.t. skuldir við viðskiptamenn vegna ógreiddra gjaldfallinna reikn- inga þurfi að nema eftirtöldum fjárhæðum í lok hvers mánaðar. Til samanburðar eru birtar sambærilegar fjárhæðir úr greiðsluáætlun 1977: 1978 1977 Ágúst 1.344 917 September 1.376 995 Október 1.402 1.033 Nóvember 1.355 1.144 Desember 917 765 í greiösluáætluninni er reiknað meö aö hluti framangreindrar fjárvöntunar sé brúaöur meö ógreiddum almennum reikning- um í lok hvers mánaöar aö fjárhæð 400 m. kr. á árinu 1978, en 250 m. kr. á árinu 1977.“ Greiðslukerfi borgarsjóðs og streymi reikninga er þannig, að ekki er óeölilegt aö ávallt liggi allmikiö af ógreiddum reikning- um. Ef fjárhæö ógreiddra reikn- inga er dregin frá fjárvöntun í árslok, þ.e. 400 m. kr. vegna 1978 og 250 m. kr. vegna 1977, má sjá aö fjárvöntun er mjög svipuð í lok ársins, þ.e. 517 m. kr. í lok þessa árs, en 515 m. kr. 1977. Þegar borin eru saman árin 1977 og 1978 aö þessu leyti veröur og aö hafa í huga að fjárhagsáætlun ársins í ár er 50% hærri en fjárhagsáætlun síöasta árs. Þá ber þess enn aö gæta, að fyrsta dag hvers mánaðar koma mikil útgjöld vegna launagreiðslna, sem bæt- ist við fjárvöntun í lok mánaðar og á það sama við um bæöi árin. Hins vegar koma ávallt inn allmiklar tekjur fyrstu daga mánaöa, sem draga úr fjárvönt- un. Af þessu má sjá, aö ástandið í ár er sambærilegt viö þaö, sem var á sl. ári. Borgarsjóður hefur alltaf átt í greiðsluerfiðleikum síöari hluta árs, en meö góöri samvinnu viö viðskiptabanka borgarinnar og aöhaldi í fjármál- um hefur þaö mál verið leyst. Veikur meirihluti Hitt er annað mál, að núver- andi meirihluti hefur ekki brugðist vð þessum vanda sem skyldi. Hann hafði gott tækifæri í lok júlí, þegar fjárhagsáætlun var endurskoðuð, en notfærði sér það ekki nægilega m.a. vegna innbyrðis sundurþykkju. Þá hafa málefni ýmissa fyrir- tækja verið látin reka á reiðan- um í sumar. Þar má t.d. nefna S.V.R., en auðvitað átti að fá hækkuð fargjöld þar síðla sum- ars, til að mæta vaxandi rekstr- arhalla, en um það var ekkert hirt. Hluti þess vanda, sem nú er við að glíma er því vegna þess, að stjórn borgarinnar stendur veikum fótum og er ekki nægilega styrk. Allskyns fum og pat einkennir allt of mikið núverandi stjórnendur borgar- innar. Það leiðir þá aftur út i blekkingariðju, eins og þá sem fram kom í greinargerð þeirra um úttekt Ólafs Nilssonar. Eg hef í þessari grein reynt að gera nokkra grein fyrir úttekt Ólafs Nilssonar á stöðu borgar- sjóðs. Auðvitað er stiklað á stóru, en annars er ekki kostur í stuttri blaðagrein. Uttektin sýn- ir að fjárhagur Reykjavíkur- borgar er traustur þrátt fyrir tímabundna, árvissa greiðslu- erfiðleika. VELTUFJÁRMUNIR: Handbært fé .................................................. 112 Útistandandi tekjur......................................... 4199 Opinberir aðilar .............................................2 437 Aðrar skammtímakröfur .......................................... 228 Birgðir.......................................................... 16 I Veltufjármunir 6.992 SKAMMTIMASKULDIR: Hlaupareikningsyfirdráttur...................................... 368 Ógreiddir reikningar, laun og launatengd gjöld.......................................1-517 Skuldabréf........................................................ 9 Aðrar skammtímaskuldir.......................................... 178 2.063 [Greiðslumunursjóðaog | fyrirtækja borgarsjóðs....................................... 278 Skammtímaskuldir 2.341 Þessi tafla sýnir veltufjármuni og skammtimaskuldir á ári. Skammtímaskuldir eru 2.311 millj. króna. en veltuf jármunir þrisvar sinnum hærri. Skammtímaskuldir eru lægri en útlagt fé fyrir ríkið og aðrar opinbera aðila. V'afamál er að mörg fyrirtæki á Islandi geti státað af slíkri vcltufjárstöðu. Veðrið víða um heim Akureyri 9 skýjaö Amsterdam 17 skýjaö Apena 24 skýjaö Barcelona 26 léttskýjaö Berlín 16 skýjaö Brdssel 16 heiöakírt Chicago 24 skýjað Frankfurt 22 heiöskírt Genf 21 sólskin Helsinki 15 skýjaó Jerúsalem 30 heióskírt Jóhannesarb. 16 skýjaó Kaupmannahöfn 16 skýjaö Lissabon 28 heiöskírt London 19 heiðskirt Los Angeles 23 rigning Madríd 33 skýjað Malaga 26 skýjaö Mallorca 27 léttskýjaö Miami 30 skýjaó Moskva 14 skýjaó New York 18 rigning Ósló 16 heiöskírt París 23 sólskin Reykjavík 5 skúr Rio De Janeiro 28 sólskin Rómaborg 18 heiöskírt Stokkhólmur 15 skýjaó Tel Aviv 28 heióskírt Tókýó 25 rigning Vancouver 17 skýjað Vínarborg 19 skýjað EkkjaMaos látin? Hon«: Konjí. 15. septembor. AP. ÓSTAÐFESTAR íregnir herma að Chiang Ching ekkja Maos formanns og höfuðpaur „þorpar- anna fjögurra“ sé látin og var banamein hennar brjóstkrabba- mein, að því er blaðið Tin Tin í Hong Kong skýrði frá í dag. Tin Tin er andsnúið kommúnist- um, en það skýrir frá því að þessi orðrómur hafi einnig verið uppi á meðal vinstri manna í landinu. Blaðið hefúr þessar fregnir eftir Skrá togara í Bretlandi ferðamönnum frá Kína og hafa tilraunir blaðsins til þess að fá orðróminn staðfestan ekki borið árangur. Að sögn AP þykir fróðum mönnum í Hong Kong orðrómur- inn ótrúlegur. Blaðið segir að ekkja Maos hafi komist að því að hún væri með brjóstkrabbamein, áður en hún var afhjúpuð í október 1976 og pólitískt vald hennar þvarr. Hua Kuo-feng gaf henni kost á að fá læknismeðferð, að sögn blaðsins, en það var um seinan. Þetta gerðist JOHN Silkin, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Breta, fyrirskipaði í dag rannsókn vegna frétta um að hollenzkur togari hefði verið endurskráður í Bretlandi til þess að gera honum kleift að njóta góðs af ríflegum aflakvóta Breta innan Efna- hagsbandalagsins. Togaraeigendur í Grimsby hafa kvartað yfir þessu við ráðherrann. Haft er eftir em- bættismönnum að Silkin kunni að bera málið upp við embættis- bræður sína þegar hann hittir þá síðar í þessum mánuði. Togarinn heitir Britanna. 1974 — Ford forseti býður liðhlaupum úr Víetnam-stríðinu skilorðsbundna uppgjöf saka. 1964 — Vopnahlé tekur gildi í Jemen og tveggja ára borgara- stríði með erlendri íhlutun lýkur. 1940 — Italskur liðsafli sækir til Sidi Barrani, Cyrenaica. 1929 — Bólivía og Paraguay undirrita vopnahlé. 1908 — Fundur Aehrenthals og Izvolskis í Buchlau: Rússar fallast á innlimun Bosníu í Austurríki og Austurríkismenn fallast á siglingu rússneskra herskipa um tyrknesku sundin. 1862 — Orrustan um Antie- tam hefst í Maryland. Afmæli dagsinst Loðvík XIV Frakkakonungur (1638—1715) — John Gay, enskt skáld (1685-1732) - Nicolas Desmar- est, franskur jarðfræðingur (1725—1815) — Andreew Bonar Law, brezkur stjórnmálamaður (1858—1922) — Laureen Bacall, bandarísk leikkona (1924--). Innlenti Boranir eftir heitu vatni fyrir Reykjavík á Suð- A.S. Hornby látinn London, 15. sept. AP., ALBERT Sidney Hornby, höíund- ur mest seldu ensku orðabókarinn- ar, lézt á miðvikudag í sjúkrahúsi í London, að því er ættingjar hans tilkynntu í dag. Hornby var áttræður að aldri. A.S. Hornby samdi orðabókina „The Oxford Advanced Learners Dictionary of Current English" sem íslenzkir námsmenn nota m.a. mikið. ur-Reykjum5^^^ 1933 — „Ægir“ tekur móðurskip rúss- neska síldveiðiflotans í land- helgi 1951 — Skömmtun mat- væla 1939 — Hið íslenzka biblíufélag stofnað 1816 — F. Vilhjálmur Þ. Gíslason 1897 — Ómar Ragnarsson 1940 — Einar prestur Hafliðason 1307. Orð dagsinsi Allir lifa á því að selja eitthvað — Robert Louis Stevenson, skozkur rit- höfundur (1850-1894).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.