Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 39 • Arnór Guðjohnsen er einn þeirra knattspyrnumanna, sem hlotið hafa sína eldskírn með ungiingalandsliðum. Unglingalandsliðið leikur tvo leiki við Völsunga á Húsavík UNGLINGALANDSLIÐSINS í knattspyrnu bíða erfið verkefni á næstunni þar sem eru leikir gegn Hollendingum í undankeppni EM. Fyrri leikur liðanna fer fram her á landi 4. október næstkomandi eða sama dag og karlalandsliðið leikur í A-Þýzkalandi. Síðari leikur liðanna vcrður si'ðan ytra 8. nóvember. í vikunni barst unglinganefnd KSI höfðinglegt boð frá Völsung- um frá Húsavík um að koma norður með unglingahópinn og leika tvo leiki gegn Völsungum. Fyrri leikurinn verður í dag klukkan 16 og sá síðari klukkan 14 á morgun. Boð Húsvíkinganna kemur á bezta tíma fyrir unglinga- landsliðið því liðið verður endan- lega valið um miðja næstu viku. 21 leikmaður frá 9 félögum hefur verið á æfingum undanfarið og hafa þeir allir nema einn leikið með drengjalandsliðinu. í raun má segja að unglingalandslið 16—18 ára sé orðið beint framhald af drengjalandsliðinu og þar öðlast leikmennirnir sína fyrstu reynslu. Sjö þeirra leikmanna sem nú eru í unglingalandsliðshópnum léku í úrslitum EM í Póllandi í vor. Úrslitakeppni EM fer fram í Austurríki næsta vor og hefur ísland átt lið í úrslitunum í þrjú síðustu skipti, en fimm sinnum alls. Næstu vikurnar æfir ungl- ingalandsliðið fjórum sinnum í viku, en það var fyrst í síðustu viku, sem tími gafst til æfinga fyrir liðið þar sem flestir leik- manna liðsins leika með meistara- flokkum félaga í 1. eða 2. deild. - áij. FIMM GOLFMÓT NÚ UM HELGINA • Boðskeppni Varnarliðsins í golfi fer fram á golfvellinum á Leiru í dag, laugardag, og hefst kl. 9. Keppt er í þrem flokkum, og verða keppendur um 100. Vegleg verðlaun verða veitt og eftir keppnina bjóða varnarliðsmenn keppendum og eiginkonum í matarveizlu. • Flugfélagskeppnin í golfi fer fram á sunnudag í Leirunni og hefst kl. 10. Er þetta sveitakeppni unglinga. Lciknar verða 27 holur. Keppt verður um veitinga- bikarinn á Ncsvelli á sunnudag- inn kl. 1. Er þetta forgjafar- keppni og leiknar 18 holur. • Golfklúbburinn Keilir í Ilafnarfirði gengst fyrir opinni kvennakeppni í golfi á sunnudag- inn. Ilefst keppnin kl. 1. Að vanda gefur Jens Guðjónsson gullsmiður vegleg verðlaun til keppninnar. • Ilin árlega Baccardi-keppni Golfklúbbs Reykjavíkur fer fram á Grafarholtsvellinum í dag. laugardag. og hefst hún klukkan 14.00. Leiknar verða 18 holur og verða allir ræstir út samtímis. VALUR OG ÍBK í ÚRVALSDEILDINNI KR-INGAR tryggðu sér sæti í úrslitum Urvalsdeild- arinnar í knattspyrnu er þeir unnu Fram með yfir- burðum fyrir nokkru síðan. í dag klukkan 14 leika Valur og Keflavík um það hvort liðið mætir liði KR í úrslita- leiknum. Leikurinn fer fram á hinum nýja grasvelli Valsmanna. Fótboltinn er nú einu snni svona... LIÐIN VIKA var viðburðarík að venju. Fáir hefðu spáð, að ekki mundi þurfa nokkur stykki“ af aukaleikjum um hin ýmsu sæti í deildum næsta ár. Af helstu viðburðum má nefna að í Hafnarfirði var ýmist sorg eða gleði hjá knattspyrnumönnum, þegar F.H. og Haukar skiptu um sæti í knattspyrnunni, og Haukar taka nú sæti í 1. deild í fyrsta skipti í litríkri og öflugri íþróttasögu félagsins. Mér finnst skemmtilegt að sjá nafn Hauka yfir lið 1. deildar næsta ár, bæði er nafnið fallegt og auk þess hefur félagið skilað heilladrjúgu starfi í gegnum árin. Ég óska Haukum til hamingju með árangurinn og bíð spenntur eftir næsta sumri hvað árangur snertir. UPPGJÖR — Það er venja á íslandi að halda upp á vertíðarlok bæði til sjós og lands, svo er einnig hjá knattspyrnumönnum. Við töðugjöld knattspyrnumanna er ýmist um gleði eða sorg að ræða. Gleði hjá þeim liðum sem vel hefur vegnað, þeim er stundum fylgt eftir með utanlandsferðum, en vonbrigði hjá þeim sem beðið hafa lægri hlut. Sumir fara þá e.t.v. líka í utanlandsferðir, aðrir stíga á stokk og strengja heit, eða biðja góðar vættir um betri tíð að ári. I upphafi knattspyrnutíma- bilsins geystust ýmsir fram á ritvöllinn og spáðu í framtíðina, svo var einnig hér. Ef aðeins er horft til baka og athugað hverju var spáð um 1. deild verður útkoma þeirrar spár ekki svo ýkja langt frá lagi, enda e.t.v. ekki mjög erfitt að spá, en því var spáð að Valur og Akranes yrðu í toppbar- áttunni og sú varð raunin á. Fram, Í.B.V., Víkingi og Keflvíkingum var spáð miðlungsárangri, Þrotti nokkuð góðu ári miðað við nýliða, en F.H., K.A. og Breiðabliki var spáð þungum róðri. Það sem spáin náði ekki til var glæsilegur endasprettur Keflvíkinga og þá á móti slakur endasprettur Fram- ara. Mér varð að ósk minni um „sjarman" við að hafa Akureyrar- lið í 1. deild, átti þó von á öðru nafni. Ég fékk þó pínulitla ákúru frá ísfirðingi fyrir þessa „sjarma“-hugsun en sleppum því. Aframhaldandi seta K.A. var ekki með í fyrsta útreikningi, en frammistaða þeirra var mjög athyglisverð, þó segja megi að nokkur heppni var með í spilinu, en fótboltinn er nú einu sinni svona. Um spána í 2. deild gæti nokkuð öðru máli, utan þess að ég spáði yfirburðasigri K.R. sem og varð raunin. Fáir höfðu gert ráð fyrir jafn harðri og skemmtilegri keppni eins og 2. deildin varð, og sem dæmi má nefna að þegar aðeins þremur umferðum var ólokið áttu 8 félög möguleika að fylgja K.R. upp í 1. deild. í þessum þætti voru helstu „kandidatar" Þór, ísafjörður og Reynir. Þrótti og Fylki var spáð miðlungsár- angri, en Austra, Haukum (já Haukum) og Völsungi var spáð erfiðu sumri. Aðalfrávikið í spánni var að sjálfsögðu um Haukana og Austra sem sumir jafna á við „Cosmos", slíkur var frami þess á landsvísu. Það má því segja, að þegar síðustu umferð í 2. deild lauk, hefði verið líkast að lagður hefði verið spilakapall sem e.t.v. gengur upp einu sinni á öld, en eins og framan greinir þurfti engan aukaleik um nein sæti. BREYTINGAR á milli deilda næsta keppnistímabil verða þær, að úr 1. deild falla F.H. og Breiðablik, en þessi lið leika mjög svipaða knattspyrnu, „sætan“ Árni Njálsson í þá gömlu góðu daga. bolta, en á milli fellur allt niður fyrir meðalmennskuna. í þeirra stað koma K.R. og Haukar. Vest- urbæingar flykkjast því á völlinn á ný með hækkandi sól, og Haukar taka við „ráðherrastólum" í Hafn- arfirði. Úr 2. deild féllu Völsungur og Ármann. Völsungur hefur átt misjöfnu gengi að fagna undanfar- in ár en Ármenningar hafa veyið síðustu ár í harðri baráttu um 1. deildar sæti. Mér finnst, þrátt fyrir fall í 3. deild, lið Ármanns mun sterkara en mörg af þeim liðum sem áfram sitja í 2. deild, þannig að ég álít að einhverjar aðrar orsakir en knattspyrnugetan valdi því að ekki tókst betur til. Liðið fékk 6 stig í þremur fyrstu leikjunum og síðan jafnmörg í næstu 15 leikjum, skrítin pólitík það. Sæti þessara liða taka Sel- fyssingar, eftir eins ára veru í 3. deild og Magni, Grenivík, í fyrsta skipti. LOKAORÐ Senn tekur að hausta og knattspyrnunni að ljúka. Þetta vérður síðasti rabbþátturinn um knattspyrnu. Tilgangurinn með þessum skrifum var að stinga niður penna um það sem nærtæk- ast var um knattspyrnumál innan- lands hverju sinni. Víða hefur verið borið niður en hvergi brotið til mergjar, og knattspyrnunni því ekki bjargað hér frekar en annars staðar. Reynt hefur verið að KNATTSPYRNURABB EFTIR ÁRNA NJÁLSSON komast sem víðast við á sann- gjarnan og heiðarlegan hátt, án stóryrða eða niðurrifs enda var aldrei ætlunin að gera slíkt. Ég hefi reynt að skrifa hlut- laust, þó að eitt knattspyrnufélag sé mér hjartkærast. Eins og oft vill verða í svona þáttum hefur frekar verið skrifað um það sem manni finnst mega betur fara, en hitt gleymst sem vel hefur verið gert. Um það hvort vel eða illa hefur tekist til verður dæmt af lesendum, nokkrir hafa rætt við mig um þessar greinar, nokkrir þakkað, fáeinir skammað, ekki þó mikið. Ég tel gott fyrir knatt- spyrnuforystuna að svona kjall- ara- eða rabbgreinar séu skrifaðar þó stundum sé höggvið nokkuð nærri þeim sem með æðstu málin fara, sé það gert án upphrópana eða hávaða. Ég hefi áður sagt aðr mér finnst, að forystumenn, sem í eldlínunni starfa, jafnt leikmenn og aðrir, ættu að gera eitthvað af því að rita almennar greinar um knattspyrnu og vona að einhverjir taki við þessum þáttum næsta ár. Það sem atti mér út í að skrifa þessar greinar var, að mér finnst of einhliða skrifað um íþróttir, nær eingöngu skrifað um einstaka leiki og nær ekkert um hið ytra og innra starf íþróttahreyfingarinn- ar. Um leið og ég lýk þessum greinum þakka ég fyrir það tækifæri að hafa fengið að skrifa þessar greinar, þetta var mér góðum skóli, því stundum í „gamla daga“ þegar maður var í knatt- spyrnunni var maður ekki alltáf „dús“ við pressuna. Menn skipta stundum um íþróttagreinar eftir árstíðum, margir knattspyrnu- menn snúa sér að öðrum bolta- greinum og ýmsu fleira yfir veturinn. Ég legg frá mér pennann og tek gaffal í staðinn og fer að taka upp kartöflur. Beztu kveðjur til allra sem að knattspyrnumálum starfa. Árni Njálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.