Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 Sá pólski kominn til FH-inga I PÓLSKI handknatlciks- þjállarinn, sem þjálfar FH í vetur. kom til Iandsins síöast- liðinn mánudax. Stjórnaði hann íyrstu a'finuu sinni hjá félaKÍnu á þriójudaK- Mun hann ætla ad láta meistara- flokk félaxsins æfa á hverjum degi til að byrja með oií jafnvel tvær æfinjrar á da« um helifar. Allar líkur eru á ad töluvert verði um hreytinnar á meistaraflokksliði FII frá því sem var í fyrra. Ekki li|?Kur Ijóst fyrir hvort Janus GuðlauKsson leikur með FH eða Gróttu á Seltjarnarnesi.-þá á Viðar Símonarson við meiðsli að stríða oií hefur ckki enn «etað hafið æfinjíaD GÍeir Hallsteinsson áefir af miklum krafti oií .mun hann leika með liðinu í vetur eins og áður. ADIDAS LÁTINN ADI Dassler. eigandi og stofn- andi hins kunna fyrirtækis Adidas andaðist á heimili sínu í V-I>ýzkalandi B. september síðastliðinn. Adi Dassler var brautryðjandi í framleiðslu á íþróttavörum, einkum skófatn- aði, og eru vörur hans vel þekktar um allan heim. Hann kom hingað til lands með þýzka iandsliðinu árið 1960. Dassler sýndi fslenzku íþrótta- fólki vinsemd um áraraðir. Heynckes að hætta JUPP Heynckes, vestur-þýski landsliösmaðurinn hjá Bor- ussia Mönchengladbach, hefur nú neyðst til þess að ieggja skóna sína á hilluna vegna þrálátra meiðsla. Hinn 32 ára gamli Ileynckes lék 38 lands- leiki og 369 leiki með liði sínu Mönchengladbach. Með félagi sínu skoraði hann 220 mörk og hann var markhæsti leikmað- ur Búndeslígunnar árið 1975. Fáir leikmenn skoruðu jafn reglulega síðustu 10 árin og Jupp Heynckes, en eigi að síður var hann ávallt í skugganum aí meistaranum, Gerd Miiller. Heynckes mun nú taka að sér þjálfarastörf hjá Borussia Mönchengladbach. George Kirby þjálfari bikarmeistara Akraness í samtali viö Mbl.: „Vil ekki taka að mér landsliðið" Frá SigtrygKÍ Sigtryifitssyni blm. Mbl. í Köin „ÉG myndi segja nei ef mér yrði boðin staöa landsliðsþjálfara á íslandi. Ég hef ekki lengur áhuga á starfinu,“ sagði George Kirby í samtali við blaðamann Mbl. á Parkhotel í Krefeld í Vest- ur Þýzkalandi, þar sem Akranes- liðið hvílist eftir leikinn við Köln á miðvikudaginn. Það vekur vafalaust vonbrigði margra, að Kirby skuli ekki hafa áhuga á landsliðsþjálfarastöð- unni, því að það er margra álit, að vegna þess góða árangurs sem Kirby hefur náð með Akraneslið- ið á undanförnum árum, sé hann sjálfkjörinn til þess að leiða íslenska landsliðið. „Þegar ég kom fyrst til íslands 1974 sagði ég við vin minn Harald Sturlaugsson, að hér væru margir mjög efnilegir knatt- spyrnumenn, sem gaman væri að vinna með í landsliði. Ég hafði einnig áhuga á starfinu í fyrra- haust, þegar ljóst var, að Tony Knapp yrði ekki áfram með landsliðið, en aftur varð annar maður fyrir valinu. Nú hef ég ekki lengur áhuga. Hins vegar tel ég að mér hafi auðnast að ala upp marga góða knattspyrnumenn á Akranesii þar hef ég unnið eins og mig hefði langað að vinna með landsliðið, leikurinn við Köln sýndi, að ég hef rétt fyrir mér.“ Blaðamaður spurði Kirby um leikinn við Köln: „Ég var mjög ánægður með þennan leik, við vorum óheppnir að tapa svona stórt, því að mörkin sem þeir skoruðu voru úr frekar lélegum færum. Leikmenn Kölnar gátu ekki brotist í gegn um vörn okkar, þeir komust aldrei í þá aðstöðu að hafa aðeins markvörðinn til að leika á, það sýnir best hvað Akranesliðið lék vel í þessum leik. Oft og tíðum lék IA ekki lakari knattspyrnu en Köln og þjálfarinn Weisweiler sagði eftir leikinn að fallegasta mark leiksins hefði verið markið sem Akranes skoraði. Karl Þórðarson stóð að því marki eins og heimsklassaleikmaður, lék glæsilega á Cullmann, besta varnarmann liðsins, brunaði inn í vítateiginn, dró markvörðinn að nærstönginni sendi síðan mjög fasta sendingu fyrir markið til Matta, sem þurfti ekki annað en að ýta boltanum í netið. Það skemmtilega við Karl, er að honum fer sífellt fram, hann hefur átt hvern stórleikinn eftir annan og hann vex með hverju nýju verkefni. Þriðja markið í leiknum skipti sköpum fyrir okkur, það mark kom eftir varnarmistök og breytti mjög miklu, því að það var skorað rétt fyrir leikhléið og það var allt annað að fara inn í leikhléi með 3—1 á bakinu, heldur en 2—1. Ég var ákaflega ánægður með liðið í leiknum, hver einasti leikmaður stóð fyrir sínu og það var enginn veikur hlekkur í liðinu. Ég vissi ! fyrirfram um styrkleika flestra leikmanna í leiknum, sem höfðu 1 áður leikið slíka stórleiki og höfðu reynslu, en aðrir eins og Sigurður Halldórsson og Sveinbjörn Hákonarson höfðu aldrei leikið svona mikilvæga leiki og það kom mér þægilega á óvart, hve frábær- lega þeir stóðu sig. Akranesliðið hefur sýnt stöðug framför þau ár sem ég hef verið með það, leikurinn gegn Köln var svipaður og leikurinn sem við lékum gegn Dynamo Kiev 1975, nema hvað liðið var reyndar miklu betra en það var þá. í þessum leik fannst mér ég geta séð árangur 4 ára vinnu með Akranesliðinu.“ Blaðamaður bað nú Kirby um álit hans á nýloknu keppnistíma- bili og hann svaraði: — Þetta hefur verið mjög gott tímabil fyrir Akranesliðið, við höfum skorað mjög mikið af mörkum, t.d. á útivöllum 7 mörk í einum, fimm í öðrum og 4 í þeim þriðja. Að vinna leiki svo stórt sýnir að liðið hefur verið gott. Við vorum mjög óheppnir að tapa stigi á móti Þrótti og að sjálfsögðu var mjög slysalegt að tapa leiknum gegn Val uppi á Skaga. Það skipti sköpum í mótinu. Þá hafði það einnig mikil áhrif, að Sigurður Halldórsson meiddist fljótt í mótinu og var frá í 7 vikur, það varð til þess, að ekki var mikill styrkleiki á varamanna- bekknum, aðeins Andrés og Svein- björn höfðu reynslu og síðan voru þetta 16 ára drengir á bekknum. Ég sagði allan tímann, að Valur myndi tapa stigi og við vonuðum Þjóðverjamir tóku jafnteflinu illa AUSTUR-Þjóðverjarnir frá Magdeburg tóku jafnteflinu gegn Val ekki með jafnaðargeði. Éftir leikinn ætluðu blaðamenn Mbl. að taka stutt viðtal við einhvern Þjóðverjann, en þá kom í ljós, að allir höfðu þeir hlaupið beinustu leið út í rútu sína utan vallar. Er blaðamenn ráku höfuð sín inn : dyragætt rútunnar og hugðust kynna sig, brá þeim í brún, er þeir þýsku gerðu sér lítið fyrir og skelltu aftur hurðinni og mátti blm. þá þakka fyrir, að höfuð þeirra og/eða útlimir urðu ekki á milli. Mátti sjá, að ýmsir leik- mannanna þýsku ypptu öxlum og skyldu líklega álíka lítið í því og vér blaðamenn, hvað ylli slíkum feikna dónaskap og ófyrirleitni. það í lengstu lög, en þegar 4 leikir voru eftir varð mér ljóst að þetta myndi verða erfitt og þá ákvað ég að breyta um taktík og lagði áherslu á að vinna bikarkeppnina. Ég spurði strákana hvort þeir vildu heldur vinna bikarinn eða deildina. Og það sögðu allir að þeir vildu heldur vinna bikarinn, þar sem það hafði aldrei áður tekist og þess vegna lögðum við alla áherslu á það seinni part sumarsins. Um framtíð sína með Akranes- liðinu sagði Kirby: — Ég fer heim strax eftir seinni Ieikinn við Köln, ég ætla ekkert að hugsa um þetta mál fyrr en seinna í haust, það hefur ekkert verið ákveðið ennþá, það kemur í ljós síðar hvað verður. Það hefur sína annmarka að vera þjálfari á Islandi, ég er þarna yfir sumarið og síðan hef ég ekkert að gera frá því í október fram í mars. Þetta hefur skapað vandamál hjá mér sem ekki hefur reynst unnt að leysa. Ég hef fengið tilboð frá Jórdaníu og fleiri stöðum, en þó er allt enn á huldu hvað verður. Akranes lék vel — sagði þjálfari FC Köln Weisweiler. þjálfari — Við byrj- uðum leikinn mjög vel og komust í 2:0, en eftir að Akranes skoraði sitt mark breyttist leikur liðsins til hins betra og okkur reyndist erfiðara að brjótast í gegnum vörn liðsins. Ég sagði fyrir leikinn að við þyrftum að vinna með minnst þriggja marka mun til að tryggja okkur áframhald í keppninni. Við gerðum þetta og því er ég ánægður. Mér fannst lið Akranes leika vel, betur en ég átti von á og tveir menn sköruðu fram úr að mínu mati, nr. 7 (Karl Þórðarson) sem var mjög skemmtilegur leikmaður og nr. 9 (Pétur Pétursson) stórhættulegur spilari. Báðir þessir leikmenn myndu standa sig vel í Búndeslig- unni, 1. deildinni hér í V-Þýzka- landi. Friðfinnur með fél- ögum sínum á Spán þrátt fyrir höggið FRIÐFINNUR Finnbogason fékk að fara af sjúkrahúsi í Belfast í gærmorgun, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, var hann sleginn niður af æstum áhorfanda að loknum leik ÍBV og Glentoran þar í íyrrakvöld. Friðfinnur hélt með félögum sinum til London í gær og þaðan verður haldið til Costa del Sol í dag í þriggja vikna sumarfrí. Á að gizka tugur áhorfenda komst inn á völlinn strax að leiknum loknum og einn n-írsku áhorfendanna kom höggi á hnakka Friðfinns með flaggpriki, en flagg- ið hafði hann notað í leiknum til að hvetja sína menn til dáða. Lögreglumenn komú fljótlega á vettvang og handtóku þeir einn N-Iranna. Við yfirheyrslur í fyrri- nótt mun hafa komið í ljós að sá handtekni var alsaklaus, en sá seki hefur enn ekki fundizt. Jóhann Andersen, formaður ÍBV, sagði í viðtali í gærmorgun að ÍBV gæti ekki annað en kært þetta atvik til Evrópusambands knatt- spyrnumanna. — Við erum sérlega ánægðir með allar móttökur Glen- toran og ég ásaka félagið ekki á nokkurn hátt fyrir það sem gerðist, sagði Jóhann Andersen. — Hins vegar er það ekki forsvaran- legt að slíkir hlutir skuli geta gerzt og það er til skammar að dómari skuli hafa verið kominn inn í búningsklefa löngu á undan leikmönnum. Hann á að ábyrgjast öryggi leikmanna þar til komið er í búningsklefana. Þá svaf lögreglan illa á verðinum og þessa aðila ásökum við, en ekki Glentoran. Við munum gefa skýrslu um málið og senda til UEFA, annað er hrein- lega ekki hægt, sagði Jóhann. Friðfinnur missti meðvitund við höggið, en hann mun ekki hafa fengið heilahristing eða slasast verulega. Hann dvaldi þó nætur^ langt á sjúkrahúsi í öryggisskyni. í gærkvöldi ræddi hann við blaða- menn og sagði þá að í framtíðinni hefði hann ekkert á móti því að leika á ný í Belfast. — Það er slæmt ef félag ykkar þarf að líða fyrir svona skrílslæti, sem ég skrifa algjörlega á reikning lög- reglunnar, sem átti að gæta þess að fólkið færi ekki inn á völlinn, eins og alltaf má búast við, sagði Friðfinnur. Leikurinn í fyrrakvöld átti að vera síðasti leikur ÍBV undir stjórn George Skinnar. í viðtali við írsk blöð í morgun sagðist hann þó áfram myndu sjá um æfingar liðsins fram yfir Evrópu- keppnina. Hvort æfingar verða skipulagðar hjá liðinu á Spánar- ströndum er ekki vitað, en heldur verður að telja það líklegt og mjög æskilegt því 2. umferð keppninnar fer fram í byrjun nóvember. Þess má að lokum geta að leikur ÍBV og Glentoran féll mjög í skuggann fyrir rothögginu í lok leiksins. - áij.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.