Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 29 hópa. Só upphæð er að vísu lítil en verður aukin í ár. Skiptingu styrksins annast menntaráð ríkisins, en þar er ég einn af nefndarmönnum i starfshópi, sem sér um skiptingu á styrk vegna bókmennta innflytjenda og minnihlutahópa. Bæði lettnesk og eistnesk forlög hafa hlotið styrk en mest hefur komið í hlut finnska minnihlutans í Svíþjóð, vegna þess hve fjölmennur hann er. Lettneskt Sovétlýöveldi Það er viðkvæðið, að miklar breytingar hafi átt sér stað í Lettlandi, það er að segja „lett- neska sósíalíska Sovétlýðveld- inu“, eftir dauða Stalíns og 20. flokksþingið. Fyrstu árin eftir stríð voru hræðileg, nýir nauðungarflutningar, útrýming sjálfstæðra bænda, sem flokkast undir almenna og róttæka „sovétseringu" bæði efnahagslega og menningarlega. Andspyrnu- hreyfingin var virk fram á sjötta áratuginn. I henni störfuðu fyrrverandi hermenn sr austur- vígstöðvunum sem nutu stuðn- ings almennings. A síðari árum hefur starfsemi andspyrnuhreyf- ingarinnar meira að segja orðið viðfangsefni sovét-lettneskra bókmennta, þótt í „sovézkum skilningi" sé. Þetta sýnir að þögla baráttan milli nýja stjórnarfars- ins og þjóðlegu Lettanna hefur verið hörð. Andspyrnuhreyfingin sótti afl sitt bæði til vonlausrar aðstöðu þátttakendanna og til trausts þeirra á Vesturveldunum og í baráttu vestrænna bandamanna gegn Þýzkalandi Hitlers og í baráttunni fyrir endurreisn Evrópu eins og hún var fyrir stríð og baráttu fyrir lýðræði yfirleitt. Afstaða Vesturveldanna olli Eystrasaltsþjóðunum sárum ''on- brigðum. Máttur andspyrnu- hreyfingarinnar dvinaði þegar henni varð ljóst að frá Vestur- veldunum var engrar hjálpar að vænta. Flestir bændur sem studdu mótspyrnuhreyfinguna með matargjöfum og fleiru voru fluttir nauðungarflutningi þann- ig að endalok hennar voru augljós. Eftir dauða Stalíns varð hug- takið „þjóðlegur kommúnismi" til. Menn vildu stuðla að lettnesku Sovétlýðveldi í eigin- legri merkingu. Maður að nafni Berklavs lét mjög til sín taka, til dæmis með því að halda fast við það, að í lettneska lýðveldinu skyldi töluð lettneska. í lok sjötta áratugarins var Berklav og skoð- anabræðrum hans vikið úr lett- neska kommúnistaflokknum og æskulýðshreyfingunni og þeir sviptir áhrifum en í þeirra stað komu menn hlýðnari Moskvu. Þrátt fyrir það hefur andrúms- loftið skánað í Lettlandi miðað við hvernig það var á dögum Stalíns, alla vega á sviði menn- ingarmála. A bókmenntasviðinu gegnir sú kynslóð rithöfunda, sem fæddir eru eftir 1930, veigamiklu hlut- verki í því skyni að viðhalda lettneskri menningu og efla hana innan þess ramma sem þeim hefur verið settur. Það er almenn skoðun að baltnesku lýðveldin þrjú njóti efnahagslega betri lífskjara en önnur Sovétriki. Þá á ég ekki við góð lífskjör á mælikvarða íslend- inga og annarra Norðurlanda- þjóða. Kannski er ástæðan sú að eljusemi Baltanna og skipulags- hæfileikar hafi valdið nokkru um sem og hátt menningarstig. Lettland í dag er stéttaþjóð- félag þar sem háttsettir flokks- menn njóta augljósra forréttinda en verkamenn lifa við bág kjör. Lettneskir útlagar eins og ég hafa lýst miklum áhyggjum yfir siðgæði Eystrasaltslandanna sem er á niðurleið og hvernig íbúar þessara lýðvelda stunda alls kyns svartamarkaðsbrask til að bæta lífskjör sín. Fyrirbærið er svo þekkt að því hefur verið lýst í lettneskum kvikmyndum og bók- menntum. Menn brjóta lög til að bæta hag sinn og fjölskyldu sinnar." jjj,_ Allt að 70 börn koma daglega GÆSLUVÖLLUR fyrir börn er að finna á ísafirði eins og í flestum öðrum kaupstöðum og kauptúnum hér á landi, og þar er einnig leikskóli. Blaðamann Morgunblaðsins bar þar að garði fyrir nokkrum dögum, og hitti þær systur, Sigríði Maríu og Þórdísi Gunnarsdæt- ur, sem hafa umsjón með vellinum í sumar. Rætt við Sigríði og Þórdísi Gunar'sdætur á Gæsluvell- .r inum á Isafirði „Hérna eru yfirleitt svona 26 til 30 börn eftir hádegi," sagði Þórdís, „og fyrir hádegi eru hér að meðaltali eitthvað nálægt 20 börn. — Þegar mikið er að gera er ekki óalgengt að hingað komi milli 60 og 70 börn yfir daginn, en það er talsvert breytilegt." „Völlurinn er opinn frá því í júnímánuði," sagði Sigríður María, „og allt fram í miðjan september, það fer nokkuð eftir veðri. Gæsluvöllurinn er svo lokaður yfir vetrarmánuð- ina. Börnin, sem hér eru, eru á aldrinum tveggja til sex ára.“ Þær Sigríður og Þórdís eru báðar húsmæður, og vinnur Þórdís ekki úti á veturna, en Sigríður vinnur hins vegar við leikskólann þá mánuði sem gæsluvöllurinn er lokaður. Þær systur, Sigríður og Þórdís Gunnarsdætur, hafa umsjón með Gæsluvellinum á ísafirði, og að sögn þeirra koma þar allt að 70 börn á dag þegar mest er að gera. Ljósmyndir. Anders Hansen. Þær eru hvorug lærð fóstra, en Sigríður hefur unnið við þetta í nokkur ár, en Þórdís nú í fyrsta sinn í sumar. Sigríður sagði að börnin ættu bæði að koma og fara í fylgd foreldris, en nokkur misbrestur vildi þó verða á því. Stundum kæmu eldri systkini með þau, og stundum vildi brenna við að þau væru ekki sótt á réttum tíma. Börnin væru aðallega á gæsluvellinum þegar foreldrarnir, í flestum tilfell- um mæðurnar, þyrftu að skreppa frá, til dæmis í búðir, eða þá að börnin kæmu þarna hreinlega vegna þess að þau sæktust eftir því sjálf, og væri það sjálfsagt algengast. Sigríður sagði að ekki væri unnt að láta gæsluvöllinn koma í stað barnagæslu allan daginn, til dæmis fyrir úti- Hér hefur ein lítil ísfirsk dama verið órétti beitt í leiknum að eigin dómi að minnsta kosti, og þá er gott að fá að leita huggunar til Sigríðar. Það er ekki annað að sjá en krakkarnir uni sér vel á Gæsluvellinum, enda var veðrið ekki til að kvarta yfir þegar blaðamaður Morgunblaðsins kom þar fyrir skemmstu. Þessir höfðu komið sér fyrir uppi í klifurstiga til að geta betur virt fyrir sér iðandi mannlífið niðri á Gæsluvellin- um. Öll leikföng og leiktæki á veliinum eru lögð til af ísa- fjarðarkaupstað. vinnandi húsmæður eða ein- stæð foreldri, aðeins heima- vinnandi foreldrar gætu notað sér þessa þjónustu. Það kæmi til af því, að oft gæti reynst nauðsynlegt að ná í foreldrana yfir daginn, lokað væri í matartímanum, og svo væri lokað ef veður væri slæmt, til dæmis ef rigndi. Ekki er fyrir hendi nægilega góð aðstaða innan dyra við gæsluvöllinn, þannig að loka verður í óþurrkatíð. Sigríður sagði, að gæsla hefði verið á vellinum í sex ár, en völlurinn sem slíkur hefði verið á þessum stað mun lengur. Barnagæslan er greidd af almannafé, en foreldrar þurfa ekki að greiða nein daggjöld. Ekki sagðist Sigríður María vera ánægð með á hvern hátt væri staðið að þessum málum af hálfu bæjaryfirvalda á ísafirði. „Það er ekkert gert fyrir þetta hér,“ sagði hún, „Það er mikil þörf fyrir starfsemi af þessu tagi Jiér, einkum fyrir einstæðar mæð- ur, en bæjaryfirvöld virðast ekki skilja þá þörf sem er fyrir starfsemi af þessu tagi hér á ísafirði. Hér vantar nánast allt til alls, svo sem síma í gæsluhúsið, stærra og betra húsnæði, og betri aðbúnað fyrir börnin utan dyra. Það vantar hér frjálsa velli fyrir börnin, þar sem þau geta látið sköpunargáfuna njóta sín í hvers konar leikjum, án of mikilla afskipta þeirra full- orðnu, og einnig vántar hér tilfinnanlega starfsvöll fyrir krakka,“ sagði Sigríður. Að þessum töluðum orðum þurfti Sigríður að aðstoða systur sína við að hugga eina litla snót, sem taldi sig hafa verið ofríki beitta, en annars var ekki annað að sjá en börnin yndu sér hið besta, og gleðin virtist ríkjandi í hverju andliti og smávægilegar sorgir fljótar að gleymast. - AH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.