Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER1978 37 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA Í.10100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI holtsskóla nútímans, ef þar yrði haldið bókstafslaust á trúfræð- inni. Sisurður Draumland.“ • Efling æðri lífssambanda „Fögur verður framtíð ís- alnds ef oss auðnast að haga oss svo að hin æðri öfl nái að koma sér við hér. Því að þá mun af íslenzkri farsæld lýsa um alla jörð, öllu mannkyni til gagns og gleði. Helgi Pjeturss. „Dr. Helgi Pjeturss uppgötvaði hvernig ber að haga sér, til að komast á þá leið, er til farsældar liggur. Leiðin til farsældar er sú, að þiggja þá hjálp, þá líforku, sem stöðugt er send til mannkyns jarðar okkar frá lengra komnum vinum, sem heima eiga á öðrum stjörnum annarra sólhverfa og annara vetrarbrauta. Helgi Pjet- urss áleit, að íslenzku þjóðinni væri mikið hlutverk ætlað í sögu heimsins. Það hlutverk, að leiða mannkyn jarðar okkar, frá rang- stefnunni, sem svo lengi hefur ríkt hér, til lífstefnunnar, sem komast verður á, ef farsæl framtíð á að geta orðið. En til þess að hún geti komið fram þessu ætlunarverki verður hún, eða mikill hluti hennar, að skilja eðli lífsambanda og nausyn aukinnar lífmagnanar frá lengra komnum mannkynjum, annara hnatta. Kennum öðrum þjóðum að þekkja leiðina út úr þeim ógöng- um, sem mannkynið er nú í. Gerum þeim skiljanlegt, að unnt er að snúa við af óheillabraut þeirri, sem hingað til til hefur verið farin, yfir á lífstefnubraut þá, sem við blasir, ef við aðeins viljum opna augu og ganga þá braut. En til þess að geta beint öðrum á rétta braut, verðum við fyrst að þekkja leiðina sjálf. Hagnýtum þá líforku, sem til okkar er send frá alsamstilltum lífheildum annarsstaðar í geimi. Veitum henni viðtöku. Látum hana hafa áhrif á allt líferni okkar, svo að háleitar hugsanir nái hér að þróast, en hinar lægri hvatir lúti í lægra haldi. Högum okkur svo, að morðfýsn og ónauð- synlegt dýradráp, ofbeldishneigð og illmennska hverskonar hverfi úr sögunni. Því allt slíkt athæfi dregur mjög úr hæfileika okkar til að veita viðtöku hinni aðsendu líforku. Ef þjóðin í heild, léti sér skiljast hið sérstaka hlutverk sitt, og leitaðist við að veita viðtöku hinni aðsendu, magnandi orku, mundi brátt birta yfir landi okkar og þjóðlífi öllu. Andlegt líf mundi hér komast á hærra stig en áður, listir og íþróttir mundu eflast, efnahag- ur landsmanna mundi batna, viðskiptahættir við önnur lönd yrðu hagstæðari og síðast en ekki síst: Veðurfar mundi batna og verða hagstæðara öllum atvinnu- rekstri landsmanna. Einhverjum kann að þykja fullyrðingar sem þessar í hæpnara lagi, en ég er sannfærður um að svo er ekki. Ef mikill hluti þjóðarinnar léti sér skiljast eðli og mikilvægi lífsambanda við lengra komnar verur annars staðar í alheimi mundi árangurinn ekki láta lengi á sér standa. Ótakmörk- uð, aðsend lífsorka er til staðar, en getur ekki komið að notum, nema við vitum af henni og kunnum að veita henni viðtöku. Og það munum við öll vilja í raun og veru. Undirstaða framfara og far- sældar er að hafa lágmarksþekk- ingu á lífsorku og lifsamböndum, og viljann til að notfæra ser þessa orku. Ingvar Agnarsson.“ t»essir hringdu . . . • Vantar merkingar Kona utan af landi: — Eg hef nokkrum sinnum rekið mig á það að mjög er ábótavant hvernig gatnamerking- um er háttað í Reykjavík. Til dæmis er Suðurlandsbrautin ekki merkt nema á einum stað og er áreiðanlegt að það kemur illa við þá utanbæjarmenn, sem sjaldan koma til Reykjavíkur og hér eru lítt kunnugir þrátt fyrir að hér sé um eina stærstu götuna að ræða. Einnig má nefna að Miklubrautm er lítið merkt, en hvort tveggja eru þetta stórar og miklar götur þannig að mönnum finnst e.t.v. sem ekki taki því að merkja þær í bak og fyrir. En ég man líka eftir öðru dæmi og það er úr Smáíbúðahverfinu eins og ég held það sé kallað. Breiðagerði heitir ein gatan og er að vísu merkt, en merkið er hálffalið bak við tré. Ekki veit ég hvort það er í verkahring gatnayf- irvalda eða húseiganda að bæta úr þessu, en þetta minnir á þá hugmynd að bezt er að merkja göturnar einhversstaðar nálægt gangstéttum, eða jafnvel setja skilti á ljósastaurana við götu- hornin. Á þetta vildi ég aðeins fá að benda sem utanbæjarmann- eskja, ef vera kynni að það bætti aðeins um. HÖGNI HREKKVÍSI „En hvar er rauða teppið okkar?“ 12bjargaðúr flugvél á hafi Pitreavic, Skotlandi. 14. september. AP. TÓLF hollenzkum og tveimur brezkum flugmönnum var bjarg- að í dag er flugvél þeirra hrapaði í sjóinn vestur af Skotlandi. Átta þeirra sáust í björgunar- fleka en hinir héngu á flugvélar flakinu skammt þar frá. Flugvélin var tveggja hreyfla af gerðinni Atlantique og tók þátt í æfingum-NATO við Hjaltland. Flugstjórinn tilkynnti að kviknað hefði í öðrum hreyflinum skömmu áður en flugvélin hrapaði í sjóinn undan Mull of Kintyre. Tvær þyrlur brezka flughersins leituðu á svæðinu í rúma tvo tíma áður en mönnum var bjargað. Þeir voru fluttir til Mull of Kintyre þar sem sagt var að þeir væru við góða heilsu. Seinna voru þeir fluttir til Glasgow í sjúkrahús. Assad kærir sig ekki um að hitta Sadat Bonn, Vestur-hýzkalandi. 14. sept. AP. 1IAFEZ Assad Sýrlandsforseti skýrði svo frá í V-Þýzkalandi í dag að óhugsandi væri að hann ætti fund með Sadat Egyptalands- forseta þegar Sadat kemur frá Camp David viðræðunum. Ilann sagðist þó mundu taka þátt 1 „sáttaviðræðum“ Araba ef sam- komulag væri fyrirfram um meginatriði . Assad sagðist ekki tclja þörf á sérstökum fundi með Sadat einum því að allt sem máli skipti kæmi 1 fjölmiðlum. Assad sagði við fréttamenn að hann væri sönlu skoðunar og fyrr hvað snerti friðarfrumkvæði Sad- ats og sagði að allt slíkt sem ekki væri innan ramma samþykktar Sameinuðu þjóðanna og án aðildar deiluaðila allra væri án tilgangs. Fréttamenn sem vel eru kunnugir Assad forseta segja að hann hafi þó notað mildara orðalag en stundum áður. Það er og líka á allra vitorði að þó svo að djúp- stæður ágreiningur sé milli þeirra Sadats og Assads varðandi ísrael hafa samskipti þeirra almennt verið hin þekkilegustu. Vopnabúr finnst í Wiesbaden Karlsruhe, 13. septemher. Reutcr. AP. VESTUR-ÞÝZKA lögreglan hef- ur fundið geysimiklar birgðir hryðjuverkamanna af skotfærum og sprengiefni í íbúð í Wiesbaden að sögn Kurt Rebmann ríkissak- sóknara í dag. Lögreglan tók einnig fasta nokkra meinta hryðjuverkamenn á Frankfurt- og Wiesbaden-svæðun- um samkvæmt ábendingum. Rebman sagði að í íbúðinn hefðu fundizt tvær vélbyssur, 20 skamm- byssur, handsprengjur, um 30 kíló af sprengiefni og fleira. Hann sagði að vopnabirgðirnar hefðu verið eign „byltingarsellu" hóps borgarhryðjuverkamanna. Vopnafundurinn þykir benda til þess að borgarhryðjuverkamenn hyggi á nýjar árásir. Höfum kaupendur aö eftirtöldum veröbréfum: Verötryggö spariskírteini ríkissjóðs: Yfirgengi miöað Kaupgengi viö innlausnarverð pr. kr. 100,- Seðlabankans 1967 2. flokkur 2913.95 57.7% 1968 1. flokkur 2537.79 39.6% 1968 2. flokkur 2386.77 38.8% 1969 1. flokkur 1777.74 38.7% 1970 1. flokkur 1633.28 8.2% 1970 2. flokkur 1190.30 38.5% 1971 1. flokkur 1119.58 8.5% 1972 1. flokkur 976.06 38.5% 1972 2. flokkur 835.16 8.5% 1973 1. flokkur A 638.84 8.9% 1973 2. flokkur 590.59 1974 1. flokkur 410.20 1975 1. flokkur 335.37 1975 2. flokkur 255.95 1976 1. flokkur 242.38 1976 2. flokkur 196.82 1977 1. flokkur 182.79 1977 2. flokkur 153.12 1978 1. flokkur 124.79 Höfum seljendur að eftirtöldum veröbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABREF: Sölugengi pr. kr. 100- 1972 — A 666.12 (10% afföll) 1973 — B 571.47 (10% afföll) 1975 — G 212.99 (10% afföll) 1976 — H 206.27 (10% afföll) 1977 — J 153.34 (10% afföll) VEÐSKULDABRÉF:X x Sölugengi pr. kr. 100- 1 ár Nafnvextir: 26% 78—79- 2 ár Nafnvextir: 26% 69—70- 3 ár Nafnvextir: 26% 62—64,- Kauptilboö óskast HLUTABRÉF: Málning hf. __ miitfinincMriiM úumim hp. VERÐBRÉFAMARKAÐUR Lækjargótu 12 — R (Iðnaðarbankahúsinu) Sími 2 05 80. Opið frá kl. 13.00 til 16.00 alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.