Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.09.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 1978 23 gróða." „Fálmkennd fjárfesting laut „lögmálum" markaðarins en ekki pólitískri stjórn þorra þess fólks sem byggði afkomu sína á þessari starfsemi." „Félagslegt jafnræði jókst í sveitunum er vistarbandið losnaði og hin félags- lega bygging tók á sig nýjar myndir, en að sama skapi myndað- ist ójöfnuður í þéttbýlinu. Nú rann arðurinn af vinnu verkafólks við sjávarsíðuna í vasa kapítalistanna sem margir urðu vel auðugir." (Gísli nefnir að sjálfsögðu ekki grein Ólafs Björnssonar, Þróun efnahagsmála á íslandi 1874 — 1974, í Andvara 1974 eða bók Heimis Þorleifssonar Saga íslenzkrar togaraútgerðar fram til 1917, eða ævisögur Tryggva Gunnarssonar, Thors Jensens eða Eldeyjar-Hjalta, þegar hann nefn- ir bækur um þessa miklu breyt- ingu á íslandi. Hann ritar í „ítarefni" sínu: „í grein Siglaugs Brynjólfssonar, „Miðöld og nútími í íslensku samfélagi" (Tímarit Máls og menningar 1970, 2. h.) er vikið að því hvernig upphaf kapítalismans hér á landi tengdist I Jjjk ) M ý.. 'f í ^ ^ jL Róttæklingurinn Gísli Pálsson er svo hlutdrægur í bók sinni. „Samféiagsfræði“, að hún er ónothæf til kcnnslu í framhalds- skólum. þróun mála erlendis. Bók Olafs R. Einarssonar Upphaf íslenskrar verkalýðshreyfingar (Menn. og fræðslusamb. alþýðu 1970) fjallar um viðbrögð verkalýðsins við kjörunum í þéttbýlinu. Baráttan um brauðið (Mál og menning 1977) eftir Tryggva Emilsson er öllu persónulegri lýsing á sama viðfangsefni".) Hugmyndafræðin og hagsmunirnir Gísli gefur skýringu á skoðunum þeirra, sem eru ekki sammála honum, hafa ekki „skilning" hans á „kjarna samfélagsins". Hann ritar: „I hverjum hóp fyrir sig myndast því samstætt kerfi hug- mynda — hugmyndafræði — sem réttlætir stöðu og aðgerðir við- komandi hóps... Þjóðfélags- fræðingum er ekki stætt að ganga hugmyndafræðinni á hönd. Þeir geta ekki tekið þátt í þeirri réttlætingu sem hugmyndafræðin felur í sér, hverrar ættar sem hún er, vegna þess að hlutverk þeirra er að leiða í ljós sannindi um mannleg samskipti. Þveft á móti verða þeir að varpa hylunni af hugmyndafræðinni, en slíkt hef- uróhjákvæmilega í förmeðsérmót- bárur af hálfu þeirra sem hafa hag af því að halda henni við.“-Er Gísli ekki í neinum hóp? Og hefur sá hópur ekki neina hug- myndafræði? (Sbr. grein mína, Menntamennirnir og markaðs- kerfið, Mbl. 29. apríl 1978.) Og getur ekki verið, að menn séu ósammála Gísla, því að þeir geti leitt rök gegn kenningum hans? Getur kenning ekki verið rétt (eða að minnsta kosti réttari en aðrar), þrátt fyrir það að einhverjir, sem Gísla geðjast ekki að, hafi hag af henni? Tökum eina staðhæfingu hans til dæmis: „Hagsmunir manna og markmið orka einnig á túlkun þeirra á veruleikanum og orðin sem þeir beita. Heildsalar telja til að mynda að innflutningshöft séu „skerðing“ á mannréttindum, vegna þess að þau rýra tekjur þeirra, en á hinn bóginn álíta innlendir framleiðendur að inn- flutningshöft séu „þjóðleg og skynsamleg" efnahagsráð- stöfun þar eð hún dregur úr samkeppni á markaðinum." Það blasir við, að innflutningshöft eru óréttlát (ef talið er að heildsalar og viðskiptavinir þeirra séu menn eins og aðrir og hafi mannrétt- indi). En af hagfræðilegri grein- ingu má ráða, að innflutningshöft séu einnig óhagkvæm öllum al- menningi. (Sbr. bók Ólafs Björns- sonar, Frjálshyggju og alræðis- hyggju.) Ber að mati Gísla að hafna þéssari vísindalegu kenn- ingu, vegna þess að einhverjir heildsalar hafi hag af henni? Setur Morgunblaðið „skilningi samfélags- fræðinnar“ skorður? Gísti vitnar með velþóknun í orð hins gamla málvinar Stalíns, Brynjólfs Bjarnasonar: „Og þeir sem mestu ráða í þjóðfélaginu, þeir njóta gæða lífsins ... Vegna þess að aðrir eru fátækir, og þess vegna er fátæktinni haldið við og örbirgðin ræktuð.“ Og Gísli spyr nemendur: „Að hve miklu leyti er hér um réttmæta gagnrýni að ræða? Hverjir eru „hinir voldugu erindrekar meðal mannanna" að mati Brynjólfs, og að hve miklu leyti hamla þeir vísindalegum rannsóknum á samfélaginu?" Þessum spurningum eiga nemend- ur að svara. En Gísli svarar reyndar spurningunni fyrir þá, ritar í „ítarefni" sínu: „Þegar fjallað er um þær skorður sem skilningi samfélagsfræðinnar eru settar og óttann við breyttan skilning á veröldinni, er vert að gefa gaum að grein Guðrúnar Friðgeirsdóttur og Stefáns Briem, „Blaðaskrif um áróður í skólum“, og grein Heimis Pálssonar, „Skól- ar og skilningur“, í Tímariti Máls og menningar 1977, 3—4.“ Gísli nefnir ekkert annað efni um það en báðar þessar greinar eru árásargreinar á Morgunblaðið! (Gísli nefnir að sjálfsögðu ekki greinar mínar um þessi mál í Mbl. Hlutleysi vísindanna 27. ág. 1977, „Að nota vitsmuni sína og sið- ferðisvitund“ 6. nóv. 1977 og Valdið og þekkinguna 15. apríl 1978, í „ítarefni" sínu.) Árásir á Albert Guö- mundsson og Matthías Bjarnason Það, sem Gísli tekur til dæmis í máli sínu, er mjög til marks um stjórnmálaskoðun hans, hlut- drægni og vanþekkingu. Hann ritar: „Sumir telja reyndar nauð- synlegt að halda þjóðfélags- fræðingum fjarri allri ákvarðana- töku. Þegar borgarstjórn Reykja- víkur ræddi um það fyrir nokkrum árum að komá á fót „athvarfi" fyrir unglinga sem eiga við sérstök aðlögunarvandamál að stríða léði einn borgarstjórnarmanna máls á hugmyndinni með því skilyrði að starfsemin yrði „ekki að neinu leyti rekin af sálfræðingum". „Gísli á við Albert Guðmundsson borgar- fulltrúa, þótt hann nefni ekki nafn hans í bókinni (en í kennslustund- um?). En hvers vegna tók Gísli fremur skoðun Alberts Guð- mundssonar til dæmis en sam- kennara síns í Háskólanum, Þorsteins Gylfasonar, sem reit í Skírni 1975, að „efast mætti um það“, að líknar- og þjónustustörf sálfræðinga „þjóni yfirlýstum tilgangi sínum, og í framhaldi af því hvort fólk sem brautskráð er úr sálfræðideildum skóla eigi að vinna slík störf"? Vegna þess að Albert var (og er) borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins? Og Gísli ritar enn: „Stjórnvöld reiða sig til dæmis á rannsóknir fiskifræðinga á ástandi fiskistofnanna við landið en sem kunnugt er hefur stundum slest uppí vinskapinn, eins og umræðan um „Svörtu skýrslun", sem kom út árið 1975, bar með sér. Þar beið mat fiskifræðinganna lægri hlut fyrir mati stjórnmála- mannanna sem fóru með völdin." Gísli á við Matthías Bjarnason, fyrrverandi sj ávarútvegsráðherra, þótt hann nefni ekki nafn hans í bókinni (en í kennslustundum?). En hann nefnir það ekki að meginniðurstöður „Svörtu skýrsl- unnar" voru kunnar Lúðvík Jósepssyni, sjávarútvegsráðherra 1971 — 1974, sem faldi þær lengi. Hann nefnir það ekki heldur, að tölfræðilegir gallar voru á skýrsl- unni. Hvers vegna tók hann ekki fremur ágreining samflokksmanns síns, Lúðvíks Jósepssonar, við hagfræðinga um vaxtastefnu í verðbólgu til dæmis en Matthísar við fiskifræðinga? Vegna þess að Matthías er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins? (Og hann nefnir að sjálfsögðu ekki bók Snow lávarðar, Valdstjórn og vísindi, sem kom út á íslenzku 1975 og er um þennan vanda. Gísli nefnir stundum greinar í Tímariti Máls og mcnningar í „ítarefni" sínu. En hvers vegna nefnir hann ekki grein, sem birtist eftir Óskar B. Bjarnason í þessu tímariti Alþýðu- bandalagsmanna 1950, þar sem Trofim D. Lýsenkó, „erfðafræðing- ur“ Stalíns, var lofaður, en mál harís er líklega bezta dæmið um óæskileg afskipti valdsmanna af vísindunum á þessari öld?) Af þessum athugasemdum mín- um við bók háskólakennarans Gísla Pálssonar (og miklu fleiri má gera) má ráða, að Jóhannesi Nordal hefur ekki orðið að ósk sinni, þegar hann reit á fimmtíu ára afmæli Háskóla íslands (í bókinni Vísindin eíla alla dáð). „Fastheldni í gamlar kenni- setningar hefur þráfaldlega leitt menn í villu og ósjaldan endað í ofstæki og pólitískri kreddutrú. Af sömu orsökum þarf hver þjóð, sem vill brjóta félagsleg og efnahags- leg vandamál sín til mergjar, á að halda vökulu og fordómalausu starfi í þjóðfélagsvísindum. Það verður því ósk þeirra, sem þessi vísindi stunda, að Háskóli íslands megi á komandi árum taka að sér forystu í því mikla starfi, sem óunnið er í þessum efnum.“ arsíöuna í vasa kapitalistanna scni margir uröu \c 1 auðugir. Aiöur at vinnu kvenna var sérlega mikill þ>ar sem kona i tiskvinnu hatöi traman at aöems helming af launum karlmanns og algengt var aö konur >nnu i fiskverkun. Ekki hata konurenn idag náö sömu launum og karlar fyrir sömu vinnu. S\o \ iröist sem kapítalism- inn hafi alls staöar halt í för meö sér skvra k\nskipi- ingu starfa, jafnvel í þjóðfélögum þar sem rettindi og völd konunnar voru nokkuö mikii áöur en markaös- kerfið hóf innreiö sína. Víöa í' þróunarlöndunum ma greina svipaða framvindu enn í dag. Hvað teljið þið að geti skýrt þetta fyrirbæri? Nv tengsl höfðu myndast í íslensk’u samtelagi og n\ stéttaskipting rutt sér til rúms: stétt kapitahsta. sem framleiða fyrir erlendan og innlendan rnarkaö jatntramt Kenning Gísla er einfiild. allt böl mannkynsins er markaðskerfinu að kenna. FLÓMARKAÐ hefur Samb. dýraverndunarfélaga íslands opnað fyrir nokkru að Laufásvegi 1 hér í bænum. Við erum með þessu að gera tilraun til að rétta nokkuð úr heldur knöppum fjárhag sambandsins. S.D.I., sagði Jórunn Sörensen formaður Samb. dýraverndunarféla- anna. Öll vinna við markaðinn er unnin af sjálfboðaliðum og stjórnarmönnum í S.D.Í. og öðrum dýravinum. svo hafa eigendur þessa húsnæðis sem markaðurinn er í verið málefninu svo vinsamlegir að þeir hafa boðið okkur að vera hér án minnstu húsaleigu. sagði Jórunn. Allur varningur sem á boðstólum er. hefur verið gefinn, svo sem tíðkast um slíka markaði sem þennan. Þetta hefur gengið nokkuð vel, sagði Jórunn. Vil ég nota tækifa'rið til þess að færa gcfendum og viðskiptavinum okkar þakkir fyrir stuðninginn við þetta fyrirta'ki dýravina. eins og ég hef kallað þennan flóamarkað, sagði Jórunn að lokum. — Á myndinni eru þa>r Áifheiður Guðmundsdóttir og Bergþóra Skarphéðinsdóttir, háðar sjálfboðaliðar við afgreiðslustörf. „Flóamarkaðurinn" er alltaf upinn eftir hádegi á daginn. nema á laugardögum, þá árdegis. Emil Eðvarð Guð- mundsson — Minning Fæddur 11. marz 1918. Dáinn 5. september 1978. „Enginn veit, nær allra síðast, að hann kveður náungann," segir í gamalli stöku. Ekki mun neinn af vinnufélög- um og vinum Emils hafa grunað það, er þeir kvöddu hann og óskuðu honum góðrar ferðar til Spánar, til vel að njóta samhugs og hlýju sinna barna, er þau sýndu honum með því að rétta honum farmiða í tilefni sextíu ára afmæl- is hans, að þeir ættu ekki eftir að sjá hann aftur. En eins og Hallgrímur Péturs- son sagði: „Hvenær sem kallið kemur, kaupir sér enginn frí,“ og minnir þetta okkur enn á þá sönnu aðvörun í okkar daglega lífi, að á sunnudegi stígur Emil heill og glaður upp í flugvélina, en lifir ekki af næsta þriðjudag. Emil var fæddur í Keflavík hinn mikla frostavetur 1918. Foreldrar hans voru Jana María Sússanna Sigríður Ellefsen og Guðmundur Helgi Ólafsson. Alls eignuðust þau hjón 7 bcrn og eru þrjú þeirra á lífi. Móður sína missti Emil barn að aldri og faðir hans var heilsu- veill. Eftir móðurmissinn naut hann fósturs hjá Ólafi bróður sínum sem nú er búsettur í Færeyjum, en það var þeirra móðurætt. Eins og þá tíðkaðist, fór Emil snemma að vinna fyrir sér, ákaflega vinnusamur og ötull piltur og var fyrstu árin bílstjóri í Keflavík. Kona hans var Kristín Guðmundsdóttir og eignuðust þau 8 börn, sem öll eru á lífi. Er þau slitu samvistum 1952 fluttist Emil til Reykjavíkur og gerðist einn af bifreiðastjórum B.S.R. og hélt því starfi áfram alla tíð. Árið 1956 stofnaði hann heimili með Erlu Eyjólfsdóttur sem þá var ekkja með þrjá syni. í 20 ára sambúð sinni eignuðust þau einn son. Síðan bjó Emil sér einsamall mjög fagurt heimili að Hraunbæ 26, enda sérstök snyrti- mennska í blóð borin, sem heimili hans og allt sem hann umgekkst bar glöggt vitni um. Emil var einn af þessum öruggu og traustu, ábyggilegu mönnum, sem okkur öllum var styrkur að. Eitt af því er ég sakna, eru þær notalegu samverustundir er hann veitti okkur, þar sem aldrei leið svo vika, að hann kæmi ekki á heimili okkar og sæti kvöldstund. Við áttum mörg sameiginleg hugðarefni til umræðu og er mér sár söknuður að þær heimsóEnir skyldu taka svo snöggan endi. Einnig flyt ég þakkarkveðju aldr- aðrar móður minnar. Börnum hans og öðrum ættingj- um votta ég innilega samúð mína á þessari óvæntu sorgarstund. Eg vona líka og trúi, að andi hans sé meðal okkar, yljandi börnum hans og heimilum, þeirra þótt það hyljist okkar skynfærum, en börn sín og velferð þeirra bar hann ávallt svo vel fyrir brjósti að verndarengill verður hann í huga barna- og barnabarna sinna. Þar sem svo margra góðra stunda er að minnast og þakka, rennur manni í hug ljóð Ó.S. „Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð.“ Og okkar allra. Blessuð sé minning hans. Tengdasonur. (Jarðarförin fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag, 16. september kl. 3 e.h.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.