Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 5 Vinnuveitendasamband Islands: Mikid í húfi að samkomulag tak- ist um vísitöluna MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning írá Vinnuveit- endasambandi Islands um verð- bólguþróun á árinu 1979. Frétta- tilkynning VSÍ fer hér á eftir í heildt Hagdeild Vinnuveitendasam- bands Islands hefur í samvinnu við Framleiðni sf. gert spá um þróun framfærsluvísitölunnar og launa og þróun dollaragengis til loka ársins 1979. Meðal þeirra forsendna sem lagðar eru til grundvallar spánni er að vísitölu- bætur á laun verði greiddar samkvæmt núgildandi vísitölu- kerfi allt næsta'ar, en ekki verði um grunnkaupshækkanir að’ræða. Samkvæmt niðurstöðum spár- innar mun framfærsluvísitalan hækka um 42.9% frá 1. nóvember n.k. til 1. nóvember 1979 og laun hækka um 57% frá 1. september s.l. til ársloka 1979. Gert er ráð fyrir, að gengi dollarans hækki um 58% frá því sem nú er og til áramóta 1979-1980. Af þessu má ráða, að óbreyttu núverandi vísitölukerfi muni reyn- ast ókleift að stemma stigu við þeirri 40—50% verðbólgu sem hér hefur geisað. Því er mikið í húfi að samkomulag takist um endurskoð- un vísitölunnar. Hér á eftir fylgja forsendur spárinnar sem og niðurstöður hennar: Forsendur. 1. Engar grunnkaupshækkanir á árinu 1979, en óbreytt vísitölu- kerfi. 2. Niðurgreiðslum frá 1. sept. verður haldið áfram í núverandi formi, en engar frekari niður- greiðslur 1. des. 3. Viðskiptakjör verði svipuð og á síðasta ári. 4. Að fiskverð frá 1. okt. 1978 hækki um 8% eða sama og meðalhækkun launa í fisk- vinnslunni. 5. Spáin gengur út frá sömu hækkun á fiskverði og launa- hækkunum fiskvinnslufólks. 6. Að fiskvinnslan verði rekin með 2% halla eftir vaxtalækkun. 7. Gengið er út frá að 8% fiskverðshækkunin 1. okt. verði greidd úr Verðjöfnunarsjóði, fram til ársloka 1978. 8. Gengið er út frá að í janúar 1979 verði Verðjöfnunarsjóður tómur og þá verði að koma til 12.5% gengisfelling, það vill segja rúmlega 14% hækkun á erlendum gjaldeyri. F-VÍSITALA, STIG 1.8. 1978 1161.6 1.11. 1978 1218 1.2. 1979 1324.4 1.5. 1979 1435.1 1.8. 1979 1581.4 1.11. 1979 1741.0 HÆKKANIR Á F-VÍSITÖLU Á ÁRSGRUNDVELLI 1.2. 1977 — 1.2. 1978 = 37.2% Raunveruleiki 1.5. 1977 — 1.5. 1978 = 42.8% Raunveruleiki 1.8. 1977 — 1.8. 1978 = 52% Raunveruleiki 1.11. 1977 — 1.11. 1978 = 45% Spó 1.2. 1978 — 1.2. 1979 = 42% Spá 1.5. 1978 — 1.5. 1979 = 37.5% Spá 1.8. 1978 — 1.8. 1979 = 36.1% Spá 1.11. 1978 — 1.11. 1979 = 42.9% Spá LAUN 1.5. 1977 100.000 22.6. 1977 120.500 1.9. 1977 124.020 1.12. 1977 138.339 1.3. 1978 147.717 1.6. 1978 168.332 1.9. 1978 184.484 1.12. 1978 202.934 10% launahækkun 1.3. 1979 221.198 9% launahækkun 1.6. 1979 238.894 8% launahækkun 1.9. 1979 262.783 10% launahækkun 1.12. 1979 289.062 10% launahækkun Hækkun launa Ir* 1.5. 1977 — 1.12. 1979 = 189% DOLLARAGENGI 20.9. 1978 307.90 1.1. 1979 349.70 (Hœkkun á gjaldeyri 14.06%) 1.6. 1979 406.20 (Hækkun á gjaldeyri 16.15%) 1.10. 1979 444.80 (Hœkkun á gjaldeyri 9.5 %) 1.1. 1980 387.00 (Hækkun á gjaldeyri 9.5%) Félög áféngisvarnanefnda á Vesturlandi: Stöðva ber innflutn- ing á efnum og tækj- um til ölgerðar Stykkishólmi. 18. sept. FÉLÖG áfengisvarnanefnda í Vesturlandskjördæmi héldu sam- eiginlegan fund í Borgarnesi laugardaginn 16. þ.m. Á fundinum mætti erindreki áfengisvarnaráðs, Karl Helgason lögfræðingur, og Kristinn Vilhjálmsson. Á fund- inum voru rædd viðhorfin í áfengis- og fíkniefnamálum með tilliti til dagsins í dag, og leiðir til árangurs í baráttunni móti tó- baks- og áfengisnautn. Margar ályktanir og tillögur voru gerðar á fundinum, m.a. ítrekaði fundurinn tilmæli og kröfu til viðskiptaráð- herra um að nú þegar verði stöðvaður innflutningur á efni og tækjum til ölgerðar. En tæki þessi og efni eru misnotuð hér á landi og reynsla undanfarinna ára sýnir svo ekki verður um villst að hér er voði á ferðum og skv. skýrslum lögreglu hefir þetta aukið mjög á vanda í starfi hennar. Telur fundurinn að launs þessara mála megi alls ekki dragast. Þá var skorað á stjórnvöld að veita sem mestu fé til áfengis- varna í landinu og bendir á hversu nautn eiturefna fer vaxandi með þjóðinni öllum til tjóns og kostn- aðar. Þá treystir fundurinn opinber- um aðilum til að veita ekki' á kostnap almennings áfengi í opin- berum samkvæmum og verða þannig til eftirbreytni af göfugum og góðum siðum. Fundurinn ítrekaði fyrri áskor- anir um meiri fræðslu í bindindis- fræðum við grunnskóla í landinu. Hvetur kennara og skólastjóra um land allt, til að sameinast til virkrar baráttu gegn áfengis- og tóbaksnautn, með því að skólinn er sá vettvangur sem undirbýr nem- endur undir lífið og hlýtur því að verða leiðbeinandi í því sem stuðlað getur að heill og hamingju fólksins á komandi tímum. Formaður félags áfengisvarna- nefnda í Snæfells- og Hnappadals- sýslu er sr. Árni Bergur Sigur- björnsson, sóknarprestur í Ólafs- vik, í Dalasýslu er sr. Ingiberg Hannesson sóknarprestur á Hvoli formaður, og formaður fél. áfeng- isvarnanefnda í Mýra- og Borgar- fjárðarsýslu er Hörður Pálsson, bæjarfulltrúi á Akranesi. Fréttaritari. Carl Hánggi og Símon ívarsson. Gítartónleikar á Akureyri Akureyri, 20. september. CARL Hanggi og Símon ívarsson gítarleikarar halda tónleika í Akureyr- arkirkju fimmtudaginn 21. september og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Á efnisskránni eru bæði ein- leiks- og tvfleiksverk eftir tónskáld eins og De Falla, Ravel, Bach, Villa Lobos o.fl. Carl Hánggi útskrifaðist í gítarleik frá Tónlistarháskólan- um í Vínarborg á síðastliðnu vori, en hann var nemandi hins heimsfræga kennara Karls Scheit. Hann hefur víða haldið tónleika t.d. í Vín, Gratz, Zúrich, Luzen og Bern, einnig hefur Carl fengist við leik á jassgítar. Símon Ivarsson hefur um árabil lagt stund á nám í gítarleik og er nú nemandi Karls Scheit í Vínarborg. Hann hefur haldið tónleika víða um land á síðustu árum og kom m.a. fram á Norrænni menningar- viku á Akureyri fyrir tveimur árum. Hann hefur einnig leikið í sjónvarpi og útvarpi. í þessari ferð leika þeir félagar á Húsavík, Vestmanna- eyjum, Isafirði og í Reykjavík. Á Akureyri munu þeir halda kynn- ingar fyrir nemendur á grunn- skólastigi. Aðgöngumiðasala er við inn- ganginn. Sv.P. Aukið reyk- ingavarnar- starf Krabba- meinsfélagsins Á stjórnarfundi Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur 7. september var því einróma fagnað hve reykingar hafa minnkað meðal grunnskólanem- enda í Reykjavík samkvæmt könnun borgarlæknis. Jafnframt var ákveðið að efla enn reykingavarnastarf félagsins í skólum landsins. I því skyni hefur félagið ráðið nýjan starfsmann, Birgi Finnbogason kenn- ara við Lækjarskóla í Hafnarfirði og landskunnan íþróttamann. Mun hann ásamt Þorvarði Örnólfssyni fram- kvæmdastjóra félagsins, fara í heim- sóknir i skóla, bæði á höfuðborgar- svæðinu og úti um land. Haldið verður áfram útgáfu blaðs- ins Takmark sem Krabbameinsfélag- ið hefur gefið út um tveggja ára skeið og helgað er baráttu æskufólks gegn reykingum. í vetur verður blaðið sent öllum nemendum í 5.-8. bekk grunnskóla um land allt. BREYTINGAR Á REYKINGUM NEMENDA10-16 ARA APRÍL 1974 FYRIR FRÆOSIUÁTAK 23.4% 16.4% RfVKJA AfYKJA ALLS OAGLEGA APRÍL1978 EFTK FRÆDSLUÁTAK 17.2% 12.3% REVKJA s i ALLS DAGLEOA ■ORGARLCKNiniNN I REVKJAVIK LITSJÓNVARPSTÆKI Úrvalstæki, búið öllum þeim tækninýjungum sem góð litsjónvörp þurfa að hafa, svo sem línulampa, viðgerðareiningum og fleiru. Tækið sem sameinar myndgæði og fallegt útlit. Varahluta- og viðgerðarþjónusta á staðnum. Hagstætt verð. FALKIN N SU-ÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.