Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 40
Verzliö í sérverzlun meö ’ litasjónvÖrp og hljómtæki. Skipholti 19, sími 29800 Jtl#rjjnnbloíii5> FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 Hinar nýju skattaálögur á atvinnurekstur: Álagningarað- ferðin óeðlileg - segir skattstjórinn í Reykjavík SAMKVÆMT hráóahirKÖalÖKum ríkisstjórnarinnar skulu fyrir- ta-ki «k oinstaklinKar mcð at- vinnurokstur oða sjálfstæða starf- somi (íroiða skatt af hroinum tokjum ársins 1977 að viðbættum fyrninKum. Er kveðið á um í hráðahirgðalögunum. að skatt- stjórar skuli við útroikninK þossa skatts styðjast við sömu skatta og sömu stofna sem á byggist álaKninK oÍKnaskatts og tekju- skatts samkvæmt skattskrám 1978. EinnÍK cr í löKunum ákvæði um að skattstjórar skuli við útrcikninK þessa skatts fara cftir VI. kafla skattalaKanna nr. 08/1971 on þar er kvcðið á um að þeir aðilar. som hór oÍKa hlut að máli skuli telja fram sórstakloKa til tokjuskatts ok oÍKnaskatts. BráðabirKÖalögin gera ekki ráð fyrir því að fyrirtæki og einstakl- ingar með atvinnurekstur telji sérstaklega fram til þessa nýja skatts og í samtali við Morgun- blaðið sagði Gestur Steinþórsson, skattstjóri í Reykjavík, að ýmsir teldu þennan álagningarmáta and- stæðan þeirri meginreglu skatta- laga, að ekki sé lagður á aðila skattur nema fyrir liggi framtal viðkomandi vegna þessa tiltekna skatts en að öðrum kosti áætli skattstjórar álagða skatta á við- komandi. Benti Gestur í þessu sambandi á að leggja bæri launa- skatt á launagreiðendur eftir launaframtölum þeirra. Skiluðu fyrirtækin hins vegar ekki þessum launaskattsframtölum færu skatt- stjórar við álagningu launaskatts ekki eftir almennum framtölum fyrirtækjanna heldur væri launa- skatturinn áætlaður á fyrirtækin af skattstjórum, þótt hægt væri að hafa hliðsjón af framtölunum eins og öðrum þeim upplýsingum, sem fyrir lægju. Varðandi þennan sérstaka skatt á tekjur fyrirtækjanna og ein- staklinga í atvinnurekstri að viðbættum fyrningum sagði Gest- ur, að ljóst væri að þessir aðilar hefðu ekki talið fram sérstaklega til hans og þar sem fyrningar- heimildir væru valkvæðar hefðu menn ekki tekið tillit til þessarar skattlagningar við framtöl sín til tekju- og eignaskatts. Sem dæmi um þetta nefndi Gestur að vissu- lega þyrftu þessir aðilar alltaf að nota hinar almennu fyrningar en hins vegar væri þeim í ákveðnum tilvikum heimilt að nota flýtifyrn- ingu og verðstuðulsfyrningu. Vera kynni að menn hefðu kannski ekki kosið að nota sér flýtifyrningu eða verðstuðulsfyrningu, ef þeir hefðu séð þessa skattlagningu fyrir. „Eg tel að þessi háttur á álagningu sé afar óeðlilegur, þ.e. að draga fram nýja álagningar- stofna út úr eldri framtölum en þessi bráðabirgðalög gera ekki ráð fyrir sérstökum framtölum vegna þessarar álagningar. Hins vegar virðist með ákvæðum laganna um kærur opnaður möguleiki til að taka tillit til þessa en þá verða viðkomandi að kæra álagninguna," sagði Gestur. Nýi smyrj- arinn” á Óðni ÞENNAN skarf fundu varð- skipsmenn á Óðni í fjörunni við bryggjuna á Flateyri. Hann hafði lont í olíu og bar sig holdur illa. Baðaði hann út vængjunum og hristi rétt eins og hann vildi þurrka sig. Varðskipsmonn tóku fuglinn, skoluðu hann vel og vandlcga. en að því búnu var hann settur í stjórnstöð vélarrúms, þar sem kröftugur hitablásari var lát- inn blása á hann. Á meðan skarfurinn var um borð, gekk hann undir nafninu, „nýi smyrjarinn“ enda var hann löðrandi í olíu eins og smyrjurum er tamt. Þegar hann var orðinn þurr var hann svo hafður í kassa í þyrluskýli skipsins, þar sem hann var látinn jafna sig. Þegar hann virtist hafa náð sér var fuglin- um sleppt á „skarfastöðum“, þ.e. á svæðinu frá ísafjarðar- djúpi að Rit. — Ljósm.i H.H. Spá VSI um verðbólguþróunina 1979: 42,9% hækkun F-vísitölu á einu ári og 57% hækkun launa Fótboltinn: Töpuðum 3-0 fyrir Hollandi ÍSLENDINGAR töpuðu fyrir Hollondingum með þremur mörkum gegn engu í landsleik í knattspyrnu í gær í Hollandi, en leikurinn cr fyrri leikur liðanna í Evrópukeppni landsliða. Sjá hlaðsíðu 38. SAMKVÆMT niðurstöðum spár um þróun framfærslu- vísitölu, launa og dollaragengis á árinu 1979, sem hagdeild Vinnuveitendasambands fslands hefur gert í samvinnu við Framleiðni sf., mun framfærsluvísitala frá 1. nóvember 1978 til 1. nóvember 1979 hækka um 42,9%, laun um 57% frá 1. september til ársloka 1979 og gengi dollarans hækka um 58% fram til áramóta 1979/’80. vinnsla verði rekin með 2% halla eftir vaxtalækkun, að 8% fisk- verðshækkunin 1. október verði greidd úr Verðjöfnunarsjóði fram til ársloka 1978 og að með því verði sjóðurinn tómur um áramót og verði þá að fella gengi íslenzkrar krónu um 12,5%, sem þýðir rúmlega 14% hækkun gjaldeyris. Spáin gerir ráð fyrir, að F-vísi- tala, sem 1. ágúst síðastliðinn var 1161,6 stig, verði 1. nóvember 1979 komin í 1741,0 stig, hækkunin nemur 49,9%. Þá'gerir spáin ráð fyrir að laun, sem nú eru 184.484 krónur á mánuði, verði orðin 1. Frá niðurstöðum spárinnar er skýrt í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu barst í gær frá Vinnuveitendasamsambandinu. Þar segir, að sem forsendur fyrir spánni hafi verið höfð 8 atriði, sem eru: að engar grunnkaupshækkan- ir verði á árinu 1979 og óbreytt vísitölukerfi, að viðskiptakjör verði svipuð og á síðasta ári, að fiskverð hækki 1. október um 8% eða um sama og meðalhækkun launa í fiskvinnslu, að sama hækkun verði á fiskverði og launum fiskvinnslufólks, að fisk- Portúgölsku togararnir: Selja þarf nokkra skut- togara fyrir tvo nýja EKKI ER enn ljóst hvort portúgölsku togararnir tveir, sem um hefur verið rætt í fréttum að undan- förnu, verði keyptir til landsins þar sem leyfi fyrir kaupum er háð því að togarar fyrirtækjanna tveggja, sem hafa samið um kaup á togurunum, verði seldir úr landi. Það eru fyrirtækin Samherji og Ilraðfrystistöðin í Reykja- vík sem vilja kaupa togar- ana, en þau eiga SV2 pólska ana, en þau eiga ZV2 pólska togara. Samherji sem samanstendur af aðilum í Grindavík, Hafnarfirði og Kópavogi á Guðstein og Jón Dan og Hraðfrystistöð- in á Engey og helminginn í Hrönn. Málið hefur verið lengi á döfinni, en sem stendur eru ýmis mál óleyst í sambandi við kaupin. desember 1979 286.062 krónur og að dollarinn, sem nú er skráður á 307,90 krónur, verði skráður á 487 krónur hinn 1. janúar 1980. Hækkun dollarans er 58,2%. Doll- ari á ferðamannagengi, þ.e. með 10% álagi, yrði þá seldur á 536 krónur. Sjá fréttatilkynningu VSÍ og Framleiðni s.f. á bls. 5. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar: Skattgreiðslur iðn- aðarins aukast um 565 millj. króna AF hálfu Félags ísl. iðn- rekenda hefur verið reynt að áætla hve hin nýja skattaálagning ríkisstjórn- arinnar muni leiða til mikillar aukningar skatt- greiðslna hjá iðnaðinum í heild. Að sögn Hauks Björnssonar, framkvæmda- stjóra Félags ísl. iðnrek- enda, lætur nærri að það sé á sjötta hundrað milljóna króna. Haukur sagði, að samkvæmt þessum útreikningum benti allt til þess að tekjuskattsaukin einn næmi um 340 milljónum króna í auknar álögur á iðnaðinn og eignaskattsaukinn 225 milljónum króna eða auknar skattgreiðslur um samtals 565 milljónir króna. Sagði Haukur að þetta yrði að teljast veruleg skattbyrði þegar þess væri gætt, að afkoma iðnfyr- irtækja hefði farið versnandi öll árin frá því 1974, og allar horfur á því að hún yrði neikvæð innan greinarinnar í heild á þessu ári. Annar Is- lendingur tekinn í Þýzkalandi VESTUR-þýzka lögrcglan hand- tók sl. mánudag annan íslend- ing við landamæri Þýzkalands og Hollands og við leit á manninum kom i ljós að hann var mcð um 100 grömm af hassolíu á sér, sem hann hafði í hyggju að smyKla frá Amster- dam til Kaupmannahafnar. V-þýzka lögreglan hefur ís- lendinginn enn í haldi. Að sögn fíkniefnalögreglunnar er hér um að ræða 23 ára pilt, sem komið hefur við sögu hassmála hér heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.