Morgunblaðið - 21.09.1978, Side 19

Morgunblaðið - 21.09.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 19 Castro neit- ar morðaðild Washingtón, 20. sept. Reuter — AP FIDEL Castro þjóöarleiðtogi Kúbu helur vísað á bug þeim orðrómi. að Kúbumenn hafi átt aðild að morðinu á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Ilann sagði það dylgjur einar í viðtali sem birt var í Washington í dag. Uingmenn sem nú endur- skoða rannsóknina á morði Kennedys tóku viðtalið. Castro sagði að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hefði komið þeim orðrómi á kreik, að Kúbu- menn hefðu fyrirfram vitað um morðið í Dallas. „Hefðum við vitað hvað var í unairbúningi, hefði það verið siðferðileg skylda okkar að skýra bandarískum stjórnvöldum frá því,“ sagði Castro. Ennfremur sagði Castro, að lát Kennedys hefði hryggt sig. „Kennedy var enginn meðalmaður, hann var mikill skörungur. Hann var verðugur andstæðingur þjóðar minnar.“ Þingnefndin fjallaði í dag um hvort bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefði staðið sig sem skyldi í rannsókn sinni á morðinu á Kennedy. Einkum verður athugað hvernig samvinnu FBI við aðrar stofnanir og Warren-nefndina var háttað. Tveir fyrrverandi embættismenn CIA sögðu fyrir nefndinni í dag, að FBI hefði staðið vel að rannsókn sinni. Svíar rýma 4 gömui hús Stokkhólmi, 20. sept. AP. Lögreglumenn beittu öxum til þess að brjótast gcgnum dyr að fjórum byggingum sem eru í niðurníðslu í miðborg Stokk- hólms í dag og neyddu um 50 manns sem hafa tekið þær traustataki til þess að hafa sig á brott. Skömmu síðar hófust verka- menn handa um að rífa byggingarnar sem hafa verið á valdi fólksins í ellefu mánuði. Það hefur kallað sig „moldvörpurnar" í höfuðið á byggingunum og hefur með dvöl sinni í þeim reynt að koma í veg fyrir að þær yrðu rifnar. Húsin eru í eigu borgarinnar og því er haldið fram að þær séu einstæður hluti af umhverfi Stokkhólms. Barizt hefur verið fyrir því að húsin verði endurreist í stað þess að rífa þau niður. Um 500 stuðningsmenn söfnuð- ust saman fyrir utan byggingarn- ar og hrópuðu slagorð og ókvæðis- orð að lögreglunni. Akvörðunin um að rífa húsin hefur valdið klofningi í stjórn- málaflokkunum og ungt fólk í flokkunum hefur barizt gegn niðurrifi. Moldvörpurnar háfa haft mikið aðdráttarafl fyrir skemmtiferðamenn. Hundruð manna hafa safnazt saman við byggingarnar á hverjum degi til þess að fylgjast með mótmæla- aðgerðum sem hinir óboðnu gestir hafa staðið fyrir og öðru háttalagi þeirra. Kosningaaldur Dana lækkaður Kaupmannahöfn, 20. september. AP. FRUMVARP danska þingsins um lækkun kosningaaldurs í Dan- mörku í 18 ár var samþykkt með naumum mcirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær og þar með komast 140.000 nýir kjósendur á kjörskrá. Alls greiddu 32.2% frumvarp- inu atkvæði en 29.2% greiddu atkvæði gegn frumvarpinu sem var samþykkt í þinginu með 131 atkvæði gegn 21 í maí. Kjörsókn var aðeins 63.4% þótt hún sé skylda samkvæmt dönsku stjórnarskránni. Þingið samþykkti einnig frum- varp um lækkun kosningaaldurs í 18 ár 1969 og þá var það fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að 14% greiddu því atkvæði en 50% voru á móti. Lækkun kosningaaldurs úr 21 ári í 20 var samþykkt með öruggum meirihluta í þjóðarat- kvæðagreiðslu 1973. í þjóðarat- kvæðagreiðslunni nú mætti frum- varpið enn mikilli mótspyrnu til sveita en stuðningur bæjarbúa réð úrslitum. Anker Jörgensen forsætisráð- herra játaði að það ylli sér nokkrum vonbrigðum að frum- varpið var samþykkt með svo litlum meirihluta. Henning Christophersen utanríkisráðherra harmaði einnig að margir Danir efuðust enn um pólitískan þroska unga fólksins. Kosningaaldur er 18 ár í svo að segja öllum löndum Efnahags- bandalagsins en samkvæmt danska frumvarpinu fá 18 ára einnig kjörgengi í Danmörku. Ungu kjósendurnir munu að lfk- indum kjósa fyrst í kosningunum til Evrópuþingsins á næsta ári nema efnt verði til þingkosninga í Danmörku. Jafntefli í 24. skákiimi EINS og búist hafði verið við reyndist hið fjarlæga frípeð Korchnois í biðstöðunni úr 24. skákinni ekki nægjanlegir yfir- burðir til þess að honum tækist að þvinga fram vinning. Biðskákin varð aðeins fjórir leikir, það skiptist upp á riddurum og eftir það var staðan auðvitað aðeins steindautt jafntefli. Karpov hefur því enn tveggja vinninga forskot, hann hefur unnið fjórar skákir, Korchnoi tvær, en 18 hefur lokið með jafntefli 25. skákin verður telfd í dag, þá hefur Korchnoi hvítt. 42. Rc4 - Rc6 43. Hc5 - Kd7 44. Rb6+ - Kc7 45. Rc8 - Kxc8. Jafntefli. Erlend fréttaskýring Urgur er í landnemum á herteknu svæðunum — en vinsældir Begins hafa stóraukizt bænum Yamit á Sinai eru meöal þeirra sem kvíöa bera í brjósti vegna framtíðarinn- ar. Þeir sjá fram á aö þeir veröa aö hverfa á braut þegar og ef Egyptar taka hér viö yfirráöum, því aö undir veldi þeirra vilja áreiöanlega fæstir þessara landnema búa. í Reuter-fréttaskeytum segir frá vonbrigöum þessa fólks, sem margt hefur búiö vel um sig þarna í Yamit og sama máli gegnir meö fjölda annarra landnemabyggöa í Sinai. í viötali viö Reut- er-fréttastofuna sagöi til dæmis Carol Rosenblatt, bandarískur Gyöingur, sem fluttist til ísraels fyrir fáeinum árum og setti á stofn veit- ingastofu í Yamit: „Veröi af þessu og ef stjórnin svíkur okkur svona hrottalega og sviptir grundvellinum undan tilveru okkar á ég til dæmis ekki um neitt aö velja nema fara aftur til Bandaríkjanna .. . Nokkrir Arabar komu hingaö í morg- un að óska Palestínu-Araba sem vinnur hjá mér til ham- ingju með niðurstööurnar og gáfu í skyn aö ekki liði á löngu unz ég mætti þakka fyrir aö fá aö vinna hjá þeim.“ Þessi afstaöa speglar sjálfsagt afstöðu margra einkum land- nemanna í þessum hluta. En önnur er afstaða margra þeirra sem setzt hafa aö á vesturbakkanum: þar er oftar aö trúarleg afstaða hefur ráöiö meira um búsetuval fólksins, og þar af leiðandi veröa og aðrar forsendur fyrir því hvaða lyktir fást. I fréttum í gær frá Awarta á vesturbakkanum segir til aö mynda aö hópur þjóðernis- sinnaöra Gyöinga, flestir úr sértrúarhópnum Gush Eminin hafi búiö um sig uppi á hrjóstrugum kletti fyrir ofan þorpiö og hafi ekki f hyggju aö víkja þaðan og veröi ísraelskir hermenn að beita valdi til aö þoka þeim á braut. Fólk þetta vill með þessu sýna andúö sína á Camp David-samkomulaginu og telja aö þaö boöi endalok búsetu ísraela á Sinai og vesturbakkanum. Gripiö hef- ur verið til þess ráös aö hefta aðflutninga til fólksins til aö fá það til aö koma niður en síðdegis í gær var hinn mesti baráttuhugur í flestum og ekki sá fyrir endann á þessu aö sinni. Lá flestum illt og þungt orö til Begins fyrir svik viö ísraela. Af þessum viöbrögöum land- nemanna er því auðvelt aö sjá aö ekki er fullkominn einhugur meöal ísraela og enda þótt mikill meirihluti þjóöarinnar fagni þeim áfanga sem nú hefur náöst meö Camp David-samkomu- laginu er líka áreiöanlegt aö ýmsir þessara hópa sem telja að með þessari þróun veröi grundvelli kippt undan tilveru þeirra, munu láta óspart aö sér kveöa og þeir gætu verulega velgt ísraelsstjórn undir uggum ef þeim býöur svo viö aö horfa. h.k. Að Camp David fundinum loknum: Fréttirnar um lyktir Camp David-fundarins setja svip sinn á fjölmiðla vítt um veröld. Útleggingar og túlk- unartilraunir eru hafnar, sér- fræðingar brjóta heila um viö hverju megi búast á næstu þremur mánuðum. Víöa er fagnaö og í ísrael hefur fréttunum veriö tekiö mæta- vel. Þar birtist ánægja þorra manna til dæmis í skoöana- könnun sem gerö var þar í gær, þriðjudag. Hefur vegur Begins forsætisráöherra vax- iö mikið og segja nú 78,4 prósent landa hans aö þeir séu ánægöir meö hann, en aöeins 10,4 láta í Ijós hiö gagnstæöa. Weizman varn- armálaráöherra á þó meiri ástsæld aö fagna eftir Camp David-fundinn; styöja hann 82.2 prósent landa hans, en áöur var vinsældaprósenta hans 73. Aðeins 7,4% eru óánægöir meö hann í staö 20.2 áöur. Mest hefur þó gengi Moshe Dayans hins sviplitla utanríkisráðherra ísraels vaxiö viö Bandaríkja- feröina, eöa úr 50,6% í 72,2 prósent. Þó svo aö þessar tölur gefi til kynna aö mikill meirihluti ísraelskra borgara sé dús við samningsdrögin væri rangt aö loka augunum fyrir því aö þau hafa einnig mætt and- stööu innan ísraels og þó umfram allt í landnema- byggöum Gyðinga, á vestur- bakka og á Sinai. íbúar í Fréttin lesin í. . . Tei Aviv og í Kairó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.