Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 27 Laker kaupir 15 breiðþotur London 19. sept. AP. SIR FREDDIE Laker sem hefur haldið uppi flugferðum með nýjum brag yfir Atlants- hafið síðustu mánuði, eins og alkunna er, tilkynnti í dag að nettóhagnaður fyrirtækisins fyrstu átta mánuðina hefði verið nálægt tveimur milljónum dollara. Hann kunngerði einnig að hann myndi nú festa kaup á 15 breiðþotum til viðbótar og munu vélarnar kosta 748 milljónir dollara. Af- hendingartími dreifist yfir næstu fimm ár. Sætanýting hjá Laker þessa fyrstu mánuði er að sögn talsmanna hans 77.14 prósent en búizt er við að sætanýtingin fari vaxandi og Sir Freddie Laker nái um 83 prósentum mjög fljótlega. Farið með fluglest Lakers er nú 116 dollarar frá London til New York og 165 dollarar frá London til Los Angeles. Castro til Alsírs Algeirsborg, 19. sept. Reuter. FIDEL Castro, forsætis- ráðherra Kúbu, kom til Alsírs síðdegis í dag í „vináttu- og vinnuheim- sókn“ eins og sagði í tilkynningu fréttastofu Alsírs. Hann kom til Al- sírs frá Tripoli, en þar átti hann langar viðræður við Gaddafi, Líbýuforingja. Castro hafði áður verið í Eþíópíu að taka þátt í Castro. hátíðahöldum vegna þess að fjögur ár eru liðin síðan Haile Selassie keisara var velt úr sessi. Kennedy- frétt neitað Los AnKeles. 18. september. Heuter. JESSE Unruh, fjármálaráð- herra Kaliforníu-fylkis, sagði í dag að fréttir, sem hafðar voru eftir honum, um að Edward Kennedy ætlaði að bjóða sig fram við forseta- kjörið 1980 í Bandaríkjunum væru eintómur tilbúningur og vísaði Unruh fréttunum til föðurhúsanna. Unruh sagði, að hann hefði hitt Kennedy að máli í Washington fyrir skömmu og hefðu þeir þá rifjað upp gamlar og góðar minningar. „En Kennedy spurði mig ekki neinna ráða varðandi fram- boð og slík málefni bar einu sinni ekki á góma,“ sagði Unruh. Los Angeles Times sagði í frétt á laugardag, að Kenn- edy hefði hringt í Unruh og tjáð honum að hann hefði í huga að fara fram við for- setakjörið 1980. Tupolev-vél ferst Moskva. — 18. scpt. — Reuter. TALIÐ er, að sovézk flugvél af gerðinni Tupolev-144, sem svipar mjög til ensk-frönsku Concorde-vélanna hafi hrap- að í tilraunaflugi fyrr á þessu ári. Að sögn heimildamanna í Moskvu er talið fullvíst, að flugvélin hafi hrapað er hún var á flugi skammt frá tilraunastöðinni við Ram- enskoye, sem er suðaustur af Moskvu. Sovézk yfirvöld hafa ekki viljað láta hafa neitt eftir sér um flugslysið og segjast ekki hafa fengið neinar upplýsing- ar um að þessi vél hafi hrapað. Henni hafi verið flogið samkvæmt áætlun er slysið á að hafa gerzt og allt gengið vel. Veldu verkfærin eins og vini þína SKEMMTILEGT f TÓMSTUNDAGAMAN • IÐKAÐ A JAFNRÉTTISGRUNDVELLI • ÓDÝRARA EN AÐ FARA í BÍÓ • HOLL HREYFING í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Kennslustaðir Reykjavík Brautarholti 4, Drafnarfell 4, Félagsh. Fylkis (Árbæ) Kópavogur Hamraborg 1 Kársnesskóli Seltjarnarnes Félagsheimilið Hafnafjörður Gúttó ÍNNRITUN 0G UPPLÝSINGAR KL. 10-12 OG 13-19 SÍMAR: 20345 38126 24959 74444 76624

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.