Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 Ávarp Rafns Benediktssonar, formanns félags fatlaðra í Reykjavík „Á þessu afmœlis- ári getum við þó fagnað sigrum ” Avarp Arnórs Péturssonar, formanns íþróttafélags fatlaðra „ Við krefjumst jafnréttis til að bgggja þessa borg ” Borj;arstjóri, borfíarfulltrúar, ájíæta (jön^ufólk. Um 1500 örorkulífeyrisþegar í Reykjavík njóta tekjutryggingar. Vegna starfs míns og kynna af þessu fólki og málefnum þeirra, tel ég aö um 300 gætu hafiö starf nú þegar væri þeim gert kleift með skipulögöum vinnubrögðum að stunda atvinnu á hinum almenna vinnumarkaði. Um hin má segja það, að þó nokkur hafa einhverjar vinnutekjur þó litlar séu, en stærsti hópurinn getur enga at- vinnu stundað vegna líkamlegs og andlegs ástands, nema á undan fari viðamikil atvinnuendurhæf- ing, sem því miður er ekki til staðar. Benda má á að á Norður- löndunum eru iðnskólar fyrir fatlaða. Nokkuð margir úr síðast nefnda hópnum gætu stundað atvinnu á vernduðum vinnustað. Um 5000 ellilífeyrisþegar njóta tekjutryggingar, alls ómögulegt er að leiða getum að atvinnuþörf og getu þeirra, en þar hlýtur hópur- inn að skipta hundruðum. Hver skyldi vera aðal orsökin fyrir að svo margir fatlaðir komast ekki á vinnumarkaðinn? Svarið er umferðahindranir. Þjóðfélag okkar er þannig upp- byggt að ekki er reiknað með fötluðu fólki, sem er þó 15% af þjóðinni. Mörg störf gætu fatlaðir innt af hendi í Reykjavík en sá hængur er á að það kemst ekki einu sinni að dyrum vinnustaðar- ins hvað þá lengra. Á mínum vinnustað T.R. varð ég að taka stýrishringana af hjólastólnum til að geta komist inn í lyftuna, auk þess sem tröppur eru við alla innganga og handrið aðeins við bakdyr. Þetta er aðeins eitt dæmið af þúsundum, en kannski nærtæk- ast, því á engann stað á fatlað fólk oftar erindi en í T.R. Umferðahindrunum vérður gerð nánari grein hér á eftir svo ég fer ekki meira út í þá sálma. I nýafstöðnum borgarstjórnar- kosningum töluðu .frambjóðendur allra stjórnmálaflokka um borgina okkar. Við erum hér til að minna á að ýmislegt þarf að gera fyrir 15% borgarbúa til að Reykjavík verði borg þar sem allir íbúar njóta jafnréttis til atvinnu og ferðafrels- is um borgina. Hvað er helst til úrbóta í atvinnumálum: Við leggjum áherslu á eftirtalin atriði: 1. I 16. gr. Endurhæfingarlaganna segir: „Þeir sem notið hafa endurhæfingar, skulu að öðru jöfnu, eiga forgangsrétt til atvinnu hjá ríki og bæjarfélög- um“. Þessi lagabókstafur hefur verið dauður og ómerkur. Beita skal honum þegar við á þó verður að varast að misnota hann ekki, því krafa okkar er jafnrétti ekki forréttindi. 2. Endurskipuleggja ber vinnu- miðlun borgarinnar með þarfir fatlaðra í huga. Á vinnumiðlun borgarinnar starfar nú aðeins einn maður að málefnum aldraðra og öryrkja. I riti Jóns Björnssonar sálfræðings, Könn- un á vinnugetu og atvinnu- möguleikum aldraðra og ör- yrkja á bls. 114, fyrra bindi segir: „Að gefnu tilefni skal tekið fram að einn starfskraft- ur, sem hefði það hlutverk að leita einstaklingsbundið á vinnumarkaðinum, án alls áhrifavalds á hann, mundi í fáu eða engu breyta um atvinnu- ástand jaðarhópa frá því sem nú er“. 3. Komið verði á fót á vegum borgarinnar tveim til þrem vernduðum vinnustöðum með nokkuð fjölbreyttri vinnu, vinnustöðvar þessar ættu í flestum tilfellum að vera stökk- pallur fylir fólk út á hinn almenna vinnumarkað. 4. Efla þarf Iðnskóla borgarinnar svo hann verði megnugur að taka á móti fötluðu fólki og fólki með sérþarfir til iðnnáms, einnig mætti í tengslum við skólann vera atvinnuendurhæf- ing fyrir þá, sem sökum fötlun- ar eða sjúkdóms verða algjör- lega að skipta um starf. 5. Framhalds- og menntaskólar borgarinnar verði gerðir að- gengilegir fötluðum, svo þeir geti aflað sér menntunar til þeirra starfa sem áhugi þeirra beinist að. 6. Reykjavíkurborg láti árlega fara fram skipulagða læknis- skoðun á starfsfólki sínu svo komist verði hjá að starfsfólk borgarinnar verði öryrkjar vegna erfiðra og einhæfrar vinnu. Borgarstjóri, ágætu borgarfull- trúar, því miður eru fleiri en eitt og fleiri en tvö dæmi til í þessari borg að fatlað fólk hafi árum saman leitað atvinnu, en allsstað- ar komið að lokuðum dyrum, að endingu hefur þetta fólk brotnað saman, það lokar sig inni og líður í dag andlegar kvalir. Eg kalla þetta andlegt morð hvort, sem það er vegna skilnings- leysis ríkis, borgar eða sveitarfé- lags. Látið slik örlög ekki henda fleiri. I 23. gr. Mannréttindayfirlýsing- ar Sameinuðu þjóðanna segir: „Hver maður á rétt á atvinnu að frjálsu vali, á réttlátum og hagkvæmum vinnuskilyrðum og vernd gegn atvinnuleysi." Hafið þetta ávallt hugfast. Þjóðfélagið þarf á vinnu okkar að halda. Reykjavíkurborg þarf á vinnu okkar að halda. Við krefjumst jafnréttis til að byggja þessa borg, búa í henni, hlúa að henni, vinna að uppbygg- ingu hennar, bæta hana og fegra. Við krefjumst jafnréttis til vinnu. Borgarstjóri, borgarfulltrúar, ágætu samherjar. Við fögnum því, vegna félaga okkar í Sjálfsbjörg og vegna allra fatlaðra á Islandi, að okkur hefur gefist þetta tækifæri til að flytja borgaryfirvöldum í Reykjavík ósk- ir okkar og kröfur um aukið jafnrétti fötluðu fólki til handa. Við viljum þakka borgarstjóra og borgarstjórn fyrir, af hve mikilli rausn og myndarbrag þessi fundur hefur verið undirbúinn og einnig viljum við færa þakkir öllum þeim, sem af miklum áhuga og alúð hafa stutt okkur til þessara fram- kvæmda. I nútíma þjóðfélögum eru marg- ir hópar, sem ekki njóta jafnréttis og heyja harða baráttu fyrir bættum lífskjörum sínum. Einna fjölmennastur þessara hópa er fatlað fólk. Sjálfsbjörg félag fatlaðra í Reykjavík var stofnað fyrir 20 árum til að berjast fyrir auknum réttindum fötluðu fólki til handa. Það hefur rækt þetta hlutverk sitt, eftir því sem kraftar hafa leyft, en róðurinn hefur stundum verið þungur. Á þessu afmælisári getum við þó fagnað mörgum sigrum. Það er veglegt afmælismót sem hér er, og það er vos okkar að þessi dagur muni marka tímamót, ekki aðeins í baráttusögu félagsins, heldur jafnframt í jafnréttisbaráttu álls fatlaðs fólks á landinu. Það að fatlaðir komi á fund borgaryfirvalda í göngu sem við köllum jafnréttisgöngu er at- burður sem vekur mikla og al- menna athygli, því fatlaðir hafa yfirleitt frekar gengið með veggj- um heldur en að vekja á sér sérstaka athygli, enda ber skipu- lag húsa og umhverfis það með sér að það hefur gleymst að taka tillit til þessa hóps. Á allra síðustu árum hafa augu ráðamanna þó verið að opnast fyrir því að úrbóta er þörf. Það bera með sér þau lög og þær reglur sem samþykktar hafa verið og kveða á um rétt fatlaðra til athafna. Það er^því von okkar að vega- tálmunum á vegum fatlaðra muni fækka meir og meir. Að lög um réttindi fatlaðra liggi ekki framvegis sem dauður bók- stafur, heldur verði gæddur lífi framkvæmdanna — að skólar verði ekki eins og víggirtar kastalaborgir gagnvart þeim, sem er bundinn við hjólastól — að vinnustaðir muni hjálpa til að leysa úr læðingi þá starfsorku, sem fatlaðir búa yfir, en hafa ekki fengið tækifæri til að nota. í stuttu máli: Við vonum að fatlað fólk muni fá aukin tækifæri til að leggja fram krafta sína og hæfileika til að byggja upp það þjóðfélag sem er þrátt fyrir allt sameiginlegt heimili allrar ís- lensku þjóðarinnar. Við skorum á ykkur, borgar- stjóri og borgarfulltrúar! Vinnið ötullega að því að Reykjavík verði jafnréttisborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.