Morgunblaðið - 21.09.1978, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.09.1978, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 7% niðurf ærsla F-vísitöluer brátt uppurin — Nýja kjötid hækkar vísitöluna nú þegar um 1,4%, bensínið um0,4% VERÐIIÆKKUNARALDA vegna gengisbreytingar- innar gengur nú yfir og mun hún ásamt hækkun kindakjöts og hækkun á útseldri vinnu, sem taka mun gildi á næstunni, valda meiri hækkun á vísitölu framfærslukostn- aðar en nam niðurfærslu- aðgerðum ríkisstjórnar innar. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar miðuðust að því að greiða niður 7,5% af verðbótavísitölu, sem jafn- gildir rétt um 7% lækkun framfærsluvísitölu. Þegar hefur orðið bensínhækkun, sem veldur 0,4% hækkun F-vísitölu og verð á nýju kindakjöti, sem er 38,6% hærra en verðið á gamla kjötinu, veldur um 1,4% hækkun framfærsluvísi- tölu. Þá standa þegar aðeins eftir rúm 5% niður- færslunnar. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér mun á tímabilinu frá september til nóvember og það fyrr en síðar, koma að því marki, að verðhækkanir meir en þurrki út niðurfærslu verðlags. Meðal niður- færsluaðgerða ríkisstjórnarinnar var að auka niðurgreiðslur á kindakjöti og hefur síðustu daga verið selt í verzlunum kjöt frá fyrra hausti og er það nú í þann mund að ganga til þurrðar í verzlunum. Þá hefst sala á kinda- kjöti af nýslátruðu og er verð þess miðað við heila skrokka 38,6% hærra en verðið á kindakjötinu frá fyrra hausti. Þessi verðmunur á kjötinu hækkar framfærsluvísitöl- una um 1,4% og í gær tók gildi nýtt bensínverð og hefur hækkun þess áhrif til hækkunar á fram- færsluvísitölu um 0,4%. Þessar hækkanir dragast frá 7% niður- færslunni og standa þá eftir rúmlega 5%. Þá eiga á allra næstu vikum ýmis konar, hækkanir, m.a. á útseldri vinnu, eftir að eyða þessum 5%, sem eftir standa. Niðurfærsluaðgerðir ríkis- stjórnarinnar leiddu til lækkunar búvörúverðs frá í ágúst um 13,2%, en lækkunin frá því verði, sem ella hefði tekið gildi í september, var 26,1%. Þannig er raunveruleg hækkun búvara 17,5%. Húsavík: Skortur á hjúkrunar- fræðingum háir rekstri sjúkrahússins Húsavfk. 20. sept. SKORTUR á hjúkrunar- fræðingum háir nú rekstri sjúkrahússins á Húsavík og þrátt fyrir miklar tilraunir er ekki útlit fyrir að úr rætist á næstunni. * Hjúkrunarfræðingur, sem starf- að Jiefur á Kópaskeri, en í því héraði situr nú enginn læknir, fór þaðan í sumar. Með auknum byggingum sjúkra- húsa og aukinni heilsugæzlu á höfuðborgarsvæðinu vaxa örðug- leikarnir með að fá hjúkrunar- fræðinga út á landsbyggðina. — Fréttaritari Aðstodarmenn ráðherranna Iljiirleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra hefur ráðið Þorstein Ólafsson viðskiptafræðing og framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar sem aðstoðarráðherra sinn. Þor- steinn Ólafsson lauk viðskipta- fræðiprófi 1970 og frá þeim tíma starfaði hann í fjármálaráðuneyt- inu í 6 ár m.a. sem deildarstjóri. en s.l. tvö ár hefur hann verið annar af tveimur framkvæmda- Georg II. Tryggvason stjórum Kísiliðjunnar við Mývatn. Þá hefur Magnús H. Magnússon heilbrigðis- og félagsmálaráðherra ráðið a.m.k. til bráðabirgða Georg H. Tryggvason lögfræðing sem aðstoðarmann' sinn, en Georg hefur nýlega látið af störfum sem bæjarlögmaður í Vestmannaeyj- um, en því starfi hafði hann gegnt frá 1970. Þorsteinn Ólafsson Nefndin hefur látið útbúa ýmis konar efni til dreifingar um landið og hefur hún í því skyni komið sér upp um 40 umboðsmönnum til að annast þessa dreifingu m.a. r skólum og víðar. Hér má sjá poka sem gerðir hafa verið og auglýsingu á Strætisvögnum Reykjavíkur. Samstarfsnefnd um reykingavarnir: Ver ja 20 milljónum í ár tfl reykingavarna Reyklaus dagur 23. janúar næstkomandi skilaði í ríkissjóð og átti hann þar við þann kostnað sem skapaðist vegna áhrifa reykinga á heilsufar landsmanna, þ.e. sjúkrakostnað, tapaðar vinnu- stundir o.fl. Sagði Ólafur að á vegum samstarfsnefndarinnar væru um þessar mundir verið að áætla þennan kostnað og væri fljótlega hægt að birta þá samantekt. í ár fær samstarfs- nefndin um reykingavarnir til ráðstöfunar af fjárlögum 20 milljónir króna og er það samsvarandi hálfu prósenti af hreinum tekjum ríkissjóðs af tóbakssölu. Sagði Ólafur að þessi tala væri álíka há og rekstrarkostnaður tveggja sjúkrarúma á íslenzkum spítala á ári miðað við 40 þúsund króna daggjöld eins og eru nú á flestum spítölum í Reykjavík. Fé þessu er varið til verkefna nefndarinnar sem áður er getið um en auk þeirra er varið fé til margvíslegra verkefna sent miða að því að hamla gegn tóbaksreykingum m.a. hefur verið styrkt útkoma blaðsins Takmark, Krabbameinsfélag Reykjavíkur vegna fræðslu- starfa í skólum og íslenzka bindindisfélagið til námskeiða- halds fyrir fólk sem vill hætta að reykja. Þá tók nefndin þátt í kostnaði við könnun sem nýlega hefur verið gerð á reykingavenj- um skólabarna í Reykjavík og í undirbúningi er könnun á reykingum landsmanna á vegum Samstarfsnefndarinnar. Áður en núverandi samstarfs- nefnd um reykingavarnir var skipuð starfaði önnur nefnd með sama nafni og var meginhlut- verk hennar að vara við hættu af tóbaksreykingum með því að birta auglýsingar varðandi þessi mál. SAMSTARFSNEFND um reykingavarnir hefur nú starfað í eitt ár og er hlutverk hennar að annast framkvæmd laga þeirra sem samþykkt voru á Alþingi vorið 1977 um ráðstafanir til að draga úr tóbaksreykingum og aðrar aðgerðir á því sviði. Um þessar mundir stendur yfir upplýsingaherferð í fjölmiðlum og víðar undir nafninu „Varnarvika gegn reykingum.“ Samstarfsnefndina gegn reykingavörnum skipa Ólafur Ragnarsson ritstjóri formaður, Ásgeir Guðmundsson skóla- stjóri og Þorvarður Örnólfsson framkvæmdastjóri. Esther Guðmundsdóttir þjóðfélags- fræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nefndarinn- ar en undanfarið hefur Tómas Þorvaldsson lögfræðinemi verið starfsmaður nefndarinnar. Fréttamenn voru boðaðir á fund nefndarinnar nýlega og var þar gerð grein fyrir ýmsu því sem á döfinni er. Ber þar fyrst að nefna ráð- stefnu er verður þriðjudag 26. september um reykingar og heilsufar og er boðið til hennar fulltrúum fjölmargra samtaka og stofnana sem tengjast reykingasjúkdómum og reykingavörnum beint eða óbeint. Esther Guðmundsdóttir sagði að næsta stórverkefni nefndarinnar væri undirbúning- ur fyrir svonefndan reyklausan dag sem hefur verið ákveðinn 23. janúar n.k. og er þá ætlunin að fá sem flesta landsmenn til þess að reykja ekki og er ráðgert að vekja athygli á skaðsemi tóbaks og leiðum til að draga úr reykingum á margvíslegan hátt. Létu nefndarmenn í ljós að bezt væri ef þetta gæti orðið upphaf þess að sem flestir létu af reykingum og nefndu í því sambandi að vinnufélagar gætu tekið sig saman um að hætta að reykja. Þau sögðu að slíkur reyklaus dagur hefði m.a. verið haldinn í Noregi og hefði hann borið góðan árangur. Ólafur Ragnarsson drap á nokkur atriði varðandi reyking- ar og sagði m.a. að óhætt væri að fullyrða að kostnaður þjóð- félagsins vegna reykinga lands- manna væri niun meiri en þær hreinu tekjur sem tóbakssalan Ólafur Ragnarsson formaður Samstarfsnefndar um reykínga- varnir, Esther Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri nefndarinnar og Tómas Þorvaldsson, sem unnið hefur hjá nefndinni undanfarna mánuði. Júpiter endurbyggð- ur sem loðnuskip 750 millj. kr. kostnadur vid 20 ára gamalt skip Fiskveiðisjóður hefur samþykkt að lána 560 milljónir króna til cndurbóta á síðutogaranum Júpíter sem Ilrólfur Gunnarsson útgerðarmaður hefur keypt af Tryggva Ófeigssyni, en Júpíter er 20 ára gamalt skip og hefur jegið bundið um nokkurt skeið. Áætl- aður kostnaður við endurbygg- ingu skipsins er 750 millj. kr. samkvæmt upplýsingum Sverns Júlíussonar framkvæmdastjóra Fiskveiðisjóðs. Lánar Fiskveiði- sjóður 75% af kostnaðinum og Byggðasjóður 10% eða 75 millj. kr. Það er Stálvík h.f. sem hefur gert tilboð í brcytingu á Júpíter, en þær brcytingar verða m.a. gerðar á skipinu að ný vél verður sett í það og ný stjórntæki og byggt verður yfir skipið þannig að það mun jjeta borið 1000 — 1100 tonn. Aætlað er að skipið verði tilbúið á veiðar í fcbrúar n.k. Hrólfur er einn af eigendum Guðmundar RE sem Lýsi og mjöl h.f. í Hafnarfirði er nú að semja um kaup á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.