Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 214. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Suður-Afríka: Vorster læt- ur af völdum Pretoriu. S-Afríku, 20. sept. AP - Reuter. JOHN Vorstcr. sem verið hefur íorsætisráðherra Suður-Afríku í 12 ár. tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að láta af embætti. Sagði hann við það tækifæri. að hann hefði „einskis að iðrast" á 12 ára valdaferli sínum og að hann hefði komizt langt áleiðis í að sameina íhíia landsins. Áður en Vorster sagði af sér tilkynnti hann að stjórn S-Afríku hefði ákveðið að efna til kosninga í Suðvestur-Afríku (Namibíu) á næstunni án afskipta Sameinuðu þjóðanna. Er talið að þessi ákvörðun muni gera friðsamlegt samkomulag um framtíð þessarar fyrrverandi þýzku nýlendu, sem S-Afríka hefur ráðið yfir frá árinu 1920 enn fjarlægara. Leiðtogar frelsishreyfingar Namibíu, SWAPO, sögðu í dag að ákvörðun Vorsters um kosningar þýddi óhjákvæmilega að þeir yrðu að herða stríðsrekstur sinn gegn stjórninni. I Pretoríu velta menn nú mjög vöngum yfir því hver verði eftir- maður Vorsters. Þrír ráðherrar, sem allir heita Botha, eru taldir líklegastir, en varnarmálaráðherr- ann, Pieter Botha, þó talinn líklegastur. Hann er talinn mjög harður í horn að taka og ekki líklegri en Vorster til að leita samninga um framtíð Namibíu eða auka réttindi blökkumanna heima fyrir frá því sem nú er. Þingið velur nýjan forsætisráð- herra í næstu viku og daginn eftir verður valinn nýr forseti landsins í stað Nicolaas Diederic, sem lézt í fyrra mánuði. Vorster sagði í dag að hann kynni að vera fáanlegur til að gefa kost á sér í forsetaemb- ættið, en það embætti er valdalítið í Suður-Afríku. (Símamynd AP). EYÐILEGGING — Kona ein virðir fyrir sér rústir heimilis síns í írönsku borginni Tabas eftir jarðskjálftann sem lagði borgina í rúst í fyrri viku og varð ríimlega 20 þúsund manns að bana. íranskeisari heimsótti jarðskjálftasvæðin í dag og lofaði því að þau yrðu endurbyggð. Sovétríkin: Prófessor sviptur borg- araréttindum Moskvu, 20. sept. Reuter, AP SOVÉZKI heimspekiprófessor- inn Alexander Zinoviev hefur verið sviptur borgararéttindum í Sovétríkjunum og verður honum ekki heimilt að snúa aftur til heimkynna sinna, en prófessorinn og fjölskylda hans eru nú í Munchen í V-Þýzka- landi, þar sem Zinoviev stundar kennslu. Yfirlýsing um þetta var birt í dag í opinberu málgagni Æðstaráðsins og var hún undirrituð af Brezhnev forseta Sovétríkjanna. Þar seg- ir að Zinoviev hafi gerst sekur um athæfi, sem skaði álit Sovétríkjanna. Zinoviev, kona hans og dóttir höfðu fengið leyfi í júlí sl. til að dveljast erlendis í eitt ár og sagði Olga eiginkona Zinovievs í dag, að henni kæmi þessi ákvörðun mjög á óvart, þrátt fyrir að manni hennar hafi á síðasta ári verið vikið úr sovézku vísindaakademíunni. Zinoviev skrifaði í fyi*ra bók, sem gefin hefur verið út á Vesturlöndum, en í bókinni er gert grín að sovézka þjóðskipu- laginu. Er þessi bók talin ástæða réttindasviptingarinn- „Gætum samið á tveimur mánuðum" segir Sadat Egyptalandsforseti Washington, Jerúsalem, Damaskus, Amman, 20. sept. AP, Reuter. SADAT Egyptaiandsforseti sagði í dag, að unnt ætti að vera að ná friðarsamkomulagi milli ísraels og Egyptalands á tveimur mánuð- um en ekki þremur eins og um er talað í Camp David samkomulag- inu. Þrátt fyrir þessi ummæli Sadats hefur komið upp á yfír borðið ólík túlkun Egypta og ísraelsmanna á ýmsum veiga- miklum atriðum samkomulagsins og hefur það leitt til þess að dregist hefur að löndin tvö skiptist á nótum í framhaldi Camp David-fundarins eins og ráðgert hafði verið. Begin forsætisráðherra ísraels S jóherinn vísar frá flóttafólki Singapore, 20. sept. Reuter STJÓRN Singapore hefur fyrir- skipað sjóher sínum að koma í veg fyrir að litlu flutningaskipi takist að koma á land í borginni um eitt þúsund flóttamönnum frá Viet Nam, að því er opinberar hcimildir hermdu í dag. Malaysia hefur einhig neitað að taka við þessu fólki, en flóttamennirnir komust um borð í skipið fyrir nokkrum dbgum úr smábátum þegar vélarbilun varð í skipinu á Thailandsflóa. Starfsmenn Flóttamannahjálp- ar Sameinuðu þjóðanna hafa verið settir í mikinn vanda vegna þessarar afstöðu Singapore og Malaysiu, þar sem ekki er útlit fyrir að neitt land muni á næstunni fallast á að taka við þessu fólki. Malaysiumenn hafa sent matarbirgðir til skipsins en segjast ekki geta tekið við því þar sem þegar séu 15500 vietnamskir flóttamenn í landinu sem eftir er að koma fyrir. I Singapore eru um 400 flóttamenn frá Viet Nam og býr fólkið í bráðabirgðaskýlum. Með öllu er óvíst hver verður framtíð þessara flóttamanna, en í hópi þeirra eru 500 börn. hefur lagt áherzlu á að einungis verði hætt við frekara landnám ísraelsmanna á Vesturbakka Jóídanár í þrjá manuði, en skilningur annarra þátttakenda á fundinum er sá, að samið hafi verið um fimm ára hlé. Þá sagði Begin í dag á fundi með leiðtogum bandarískra Gyðinga, að hermenn ísraels yrðu áfram á Vesturbakk- anum eftir að heimastjórn Palest- ínumanna tekur við völdum að fimm árum liðnum, en þessi túlkun hans á samkomulaginu er heldur ekki talin koma heim og saman við skilning Egypta og Bandaríkj amanna. Vance utanríkisráðherra Banda- ríkjanna útskýrði Camp Dav- id-samkomulagið fyrir ráðamönn- um í Jórdaníu í dag og er sagður gera sér allgóðar vonir um að Jórdanir muni innan tíðar gerast aðilar að samkomulagi Egypta og Israels. Jórdanir eru sagðir óttast að aðeins beint samkomulag ísra- elsmanna og Egypta muni komast í framkvæmd en ekki hinn samn- ingurinn sem sneri að framtíð Vesturbakkans og þar með að Jórdaníu. Vance heldur til Saudi— Arabíu á morgun og mun eiga þar fund með Khaled konungi. Andstæðingar samkomulagsins í röðum Araba hafa hafið fund í Damaskus og eru þar fulltrúar Sýrlands, Alsírs, íraks, Suð- ur-Jemens, Líbýu og PLO-hreyf- ingarinnar. Er talið að fundur þeirra kunni að leiða til aukinna tengsla þessara ríkja við Sovétrík- in. Sadat hélt heimleiðis í dag og hafði viðkomu í Marokkó. Hann er sagður staðráðinn í að leiða samningana við ísrael til farsælla lykta og sagði í dag að hann myndi endurskipuleggja stjórn sína þeg- ar heim kæmi. Rhodesíumenn ráðast gegn skæruliðum í Mozambique Salisbury, 20. sept. — AP, Reuter. IIERSVEITIR Rhodesíu gerðu í dag árásir á bækistb'ðvar skæru- liða í Mozambique. að því er tilkynnt var í Salisbury í dag. í tilkynningu stjórnarinnar segir. að hér sé um að ræða varnarað- gerðir sem, beinist eingbngu gcgn skæruliðum en ekki að almennum borgurum né her- mönnum stjórnar Mozambique. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem hermenn Rhodesíu- stjórnar ráðast gegn skæruliðum í Mozambique og árásin er gerð 10 dögum eftir aö Smith forsætisráð- herra hótaði öflugum aðgerðum gegn skæruliðum eftir að Vis- count-farþegaflutvél frá Air Rhodesia var skotin niður. Það vekur þó athygli að árásinni nú er beint gegn skæruliðum Roberts Mugabes, sem hafa aðsetur í Mozambique, en ekki skæruliða- hreyfingu Joshua Nkomos, sem' staðsett er í Zambíu. I fyrri árásum hersveita frá Rhodesíu á stöðvar í Mozambique hefur orðið mikið mannfall í röðum skæruliða, on í kvöld höfðu engar fréttir borizt um hvert manntjón hefði orðið. H vítlaukur við kransæðastíflu Köln, Reuter. komið hefði í ljós að HVÍTLAUKUR er ef til vill hvítlaukurinn minnkaði blóðfituna verulega og með því að láta fólk neyta hans í ákveðnum skömmtum mætti koma í veg fyrir kransæðastíflu. „Helzti kostur hvítlauksins er og sá að engir óæskilegir auka- kvillar fylgja honum. Og ef allir borða hann, þá amast enginn við andremmu." Reuter ráðlagði fólki að nota aðeins ferskan hvít- lauk við matargerð þar sem jurtin tapaði flestum eigin- leikum sínum við niður- suðu. bezta meðalið við krans- æðastíflu ef marka má rannsóknir • prófessors Hans Reuters við Kölnar- háskóla á áhrifum lauksins á blóðfitu (kólesterol). Laukurinn vinnur mjög vel á blóðfitunni og einnig kom í ljós, að hann var virkari en penisillín og önnur mótefni við að útrýma ýmsum örveirum í blóði, svo sem berklaveikis- og barnaveikisveirum. Hans Reuter sagði að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.