Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 VtK> MORöJKc.v raff/nu £?»' •vM’ * 1 1 S^. í viðgerðarþjónustunni köllum við svona tilfelli. Sprungið vatnsrör! Hve langt er síðan þér fenguð ökuleyfi? Maðurinn er kominn aftur til að spyrja hvort daman sem víxlaði skónum hafi gefið sig fram við okkur? gmm Starfsfólk ókurteist? „Það hefur löngum verið sagt að mennirnir séu misjafnir. Einnig er sagt að kurteisi kosti enga pen- inga. Ýmsir hafa þá skoðun að fólk sem starfar hjá fyrirtækjum sé yfirleitt vel siðað. Það kann svo að vera að eitthvað sé hæft í því. En áreiðanlega eru þau fyrir- tæki til þar sem sumu starfsfólki er mjög ábótavant með mannasiði og kurteisi. Eg læt þess getið að ég hefi alllengi fengist við blaðadreif- ingu. En þeim störfum sem skiljanlegt er fylgir það að inn- heimta áskriftargjald blaða bæði hjá fyrirtækjum og almenningi. Misjafnt er það hvernig áskrifend- ur blaða bregðast við þegar kemur að skuldadögum. Ég þekki vel hvernig er að rukka fyrir blöðin. Mig langar að nefna eitt dæmi þess hvaða móttökur ég fékk hjá gjaldkeranum í fyrirtæki nokkru er ég fór þangað að gera skyldu mína sem innheimtumaður fyrir stuttu. Ég mætti þarna í fyrirtækinu, sem reikningar eru greiddir. Ég gekk eftir ganginum er inn kom og var að nálgast dyrnar þar sem gjaldkerinn hefur einkaskrifstofu. En þá var hurðin opnuð og út kemur gjaldkerinn, og er hann sér mig þá spyr hann mig í óþýðum róm hvaða erindi ég eigi. Ég sagði erindið en gjaldkerinn heldur áfram sína leið, en segir um leið heldur gustmikill við mig: „Svona, stattu bara kyrr hérna þangað til ég kem aftur," en hann skildi dyrnar að skrifstofunni eftir ólæstar. Ég ansaði engu þessari köldu kveðju, en stóð kyrr í sömu sporunum þangað til háttvirtur gjaldkerinn kom aftur, sem að vísu var stutt að bíða. En er gjaldker- inn var kominn þá sagði hann mér að koma með sér og um leið og ég fylgdi honum eftir fór ég að líta á BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í gær var hér fundið að spila- mennsku eins af ítölsku heims- meisturunum fyrrverandi og í dag höldum við áfram í sama dúr. Spilið er frá leik ítaliu og Svíþjóðar á Evrópumeistaramóti fyrir nokkrum árum síðan. Svíarnir voru með hendur norð- urs og suðurs og á hættu en austur gaf. Norður S. Á3 H. D94 T. G10952 L. 874 Vestur S. 987642 H. Á8 T. 4 L. 10962 Austur S. DG H. 62 T. ÁD876 L. KDG5 Suður S. K105 H. KG10753 T. K3 L. Á2 COSPER Ég hreinlega skammast mín fyrir að hann skuli ekki hafa meira hár! Sagnirnar Austur Suður 1 L 1 G pass 3II dobl allir pass. Vestur Norður 2 L 3 T pass I II Grandsögn suðurs var sterk og skýrir það sagnir norðurs. Gegn fjórum hjörtum spilaði vestur út einspili sínu í tígli. Austur tók slaginn og lét félaga sinn trompa tigul en hann skipti þá í lauftíu. Austur lét gosann og suður tók slaginn. Hann hafði þegar gefið tvo slagi og útlitið var ekki gott. En ekki þýddi að gefast upp og Svíinn spilaði spaða á ásinn og tígulgosa frá borðinu. Austur vissi jú, að félagi hans átti ekki fleiri tígla og lét lágt en suður var þá skyndilega kominn með unnið spil. Hann lét lauf og vestur gat trompað með ásnum ef hann vildi. Austur var ekki alveg með á nótunum í spilinu. Hann gat jú séð að spilið stæði alltaf ætti vestur ekki ás eða kóng í trompinu og allt benti til að svo væri. Það eitt að suður tók ekki trompin áður en hann spilaði tíglinum hefði átt að nægja. Og lesendur hafa eflaust þegar séð að nægt hefði fyrir austur að leggja drottninguna á gosann til að spilið tapaðist. Kirsuber í nóvember Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaöi 71 onnur en þau sem féllu undir verkahring hennar, svo sem að þvo gólfið eða gera hreint þegar ræstingakonan var sjúk. Hann hafði saknað aðstoðar stúiku sinnar bæði á mánudag- inn var og kvöldið áður þegar hann hafði verið einsamall og haft einkennilga tilfinningu fyrir því að hann hefði gert einhver mistök. þótt hann gæti ekki gruflað upp hvað það var. Nú áttaði hann sig. Nú mundi hann hvað hann hafði verið að gera þegar Klemens Klemensson hafði rifið upp dyrnar og ýtt hikstandi fylli- hyttunni Nönnu Kösju inn til hans. Hann mundi á hverju hann hafði haldið í hendinni. Og vi8si upp á sína tíu fingur að hann hafði ekki sett það aftur inn í skápinn. Hann gekk þynglsalega að skápnum. Andartaki síðar gekk hann skjálfandi inn í herbergið þar sem Judith hafði skrifstofu sína og sagði. — Heyrðu tókst þú flösku með hæmoglobinupplausn? Hún stóð á rannsóknarborðinu. í gær um fjögurlcytið. — Ég lét hana eiga sig, sagði hún rólega. — Ég hélt læknir- inn þyrfti að nota hana til að mæla blóðið í frú Ivarsen. En í augum Christers Wijk endurspeglaðist sams konar órói og í augum gamla læknis- ins. — Meinarðu flaskan með eiturupplausninni? Hefur hún lent á flækingi? Daniel Severin kinkaði kolli hjálparvana. Og Judith Jernfeldt hvíslaði náföl f framan. — Nei... nei... Ekki aftur... ekki aftur... 18. kafli. Hvað sá Matti? — Hvenær getur hún hafa týnzt? spurði lögregluforing- inn. — Ég hélt á glasinu síðdegis í gær, sagði Severin. — Eg gleymdi flöskunni síðan þegar Klemens kom með Nönnu Kösju í eftirdragi. Hún var miður sín og illa á sig komin — ba“ði af gráti og hiksta og hlátri og timhurmönnum og skyndilegum rauðvínsáhrifum. Ilann gekk á undan inn í skoðunarherbergið og horfði illskulcga á auða borðplötuna. — Það var sú sem þú sýndir mér á mánudaginn var það ekki? Manstu hvað var í henni? — Kaliumferricyanid og kaliumcyanid í mjög sterkri blöndu. — Nóg til að drepa. Á svip Severins sá hann að svo myndi vera. Judith hafði skoðað allar flöskurnar sem í skápnum voru. — Ég man eftir henni, sagði hún. — þegar ég sótti vatns- glas handa Nönnu Kösju. — Þá vorum við öll hérna inni. sagði lögrcgluforinginn. 1 — Og EITT ykkar tók flösk- una með sér héðan. sagði Daniel, — og nú vcit ég að flaskan var hér ekki sfðdegis þegar ég hvarflaði augum yfir — ég myndi sjá hana fyrir mér hefði svo verið. — Nanna Kasja — þvílíkur ólánsfugl! sagði Christer reiði- lega. — Hún gctur hafa gripið flöskuna með sér, viðurkenndi læknirinn. — Hún lá heillanga stund á bekknum og hvfldi sig. En við höfum enga sönnun fyrir því að hún hafi verið að verki. — Ég var nú frekar að huga um þetta kast sem hún fékk í diskótekinu. því að ég sé ekki betur en það hafi haft hinar sorglegustu afleiðingar. Hann sneri sér að Judith og spurðii — En hvað með Klemens — gæti hann? — Kannski, sagði hún hljóð- lega — hann var í biðstofunni einn um hríð. Ég fór fram á salernið. Bo Roland hringdi úr sfmanum frá skrifstofu minni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.