Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 LITH) UM ÖXL Erlendur Jónsson skipar ljóðun- um í þessari þriðju ljóðabók sinni í þrjá flokka. Fyrsti flokkurinn heitir Barnaskapur fyrir stríð. I honum eru fimmtán ljóð. I þeim næsta eru ljóðin níu. Hann ber nafnið Alvaran fyrir stríð. Sá þriðji heitir Norðurrútan ‘39, flokkur ellefu samfelldra ljóða. Það er alkunna, að hér áður fyrrum var ævagömul hjátrú tengd öllum döfíum vikunnar, en ekki varð éfí þess vís á bernskuár- um mínum, að í raun væri hún þá enn við lýði nema að því er til tók tveiífíja dajía, laufíardags ojí mánu- dafís. Lausardafíur var til lukku. mánudafíur til mæðu. Það var föst venja í minni sveit, að sláttur hæfist laufjardafíinn í 12. viku sumars, ofí aldrei voru í Lokin- hömrum svo miklar annir við önnur störf, að ekki væri einhver látinn f;anf;a að slætti á þeim degi. Þó hyfífí éfí, að foreldrar mínir hafi ekki talið þetta skilyrði fyrir hafjstæðri heyskapartíð, en amma mín Ofí fjömlu hjúin sjö að tölu hefðu talið það varhugavert að brefíða út af hinni fornu venju, og þau hefðu safít það beinlínis vera að „freista drottins síns“ að „bera út“ — eins og það var kallað — á mánudegi. Éf; held líka, að faðir minn hefði viljað hliðra sér hjá því. Það er og einmitt mánudaf?ur- inn, sem ennþá hvílir yfir örlög- þrunfiinn skufifii namallar hjá- trúar. Éfí hef þekkt ofí þekki enn skipstjóra, sem tækju ekki í mál að fara fyrsta róðurinn á nýju eða nýkeyptu skipi á mánudefíi — eða vfirleitt hefja vertíð með róðri á þeim óheilla degi. ... Þetta mun nú þykja ærið skrýtinn innfíangur að umsöf;n um Ijóðabók, en þó tel éf;, að hann kunni að verða þeim vissulega mörfíu til skilningsauka, sem ekki kannast við þá rótgrónu trú, að ekki sé giftusamlef;t að hefja nývirki, sjósókn eða vandséða langferð á mánudegi. En fyrsta ljóðið í bók Erlends heitir Mánudagur. og það hefst þannig: „Ég kom í heiminn á mánudegi árið fyrir kreppuna“ Og hinir sex kaflar ljóðsins byrja allir svona: „Ég kom í heiminn á mánudegi". Fæðingar- dagurinn og til viðbótar nálægð hinnar illræmdu kreppu verða svo lesandanum forboði þess, að þrátt fyrir „einmuna blíðu á hverjum degi“ eftir fæðinguna kunni lífið að verða honum allt annað en leikur, sveininum, sem ekki frekar en önnur börn hefur neinu ráðið um komu sína inn í þennan heim, — verður fyrst um sinn með öllu áhrifalaus um það, sem fram við hann kemur, og minnist þess ekki síðar, en mótast þó af því að meira eða minna leyti. Skáldið getur svo eins og annars, er gerist eða breytist á þessum óvita árum. Sumt er ósköp smávægilegt, annað veigameira og súmt þjóðkunnugt, en allt að einhverju leyti boðberi þess, sem síðar á að verða virkt á einn eða annan hátt um þróun drengsins, sem er fæddur á bæ við þjóðvcginn, er í sívaxandi mæli verður boðberi nýs tíma jafnvel á árum heimskreppunnar. En eins og tíminn og form og líf um- hverfisins stendur ekki í stað, verður vitundar- og hugsanalíf drengsins skýrara og víðtækara, og sitthvað af því, sem hefur áhrif á hann, tekur að festast í minni. Lækurinn verður leikbróðir hans, þjóðvegurinn heimili hans, hafið draumur hans. „Lífsmyndir hrönnuðust upp og fylltu daga mína sjónhringum". Og svo kemur að því, að hann gerir sér grein fyrir muninum á dreng og telpu, falleg telpa hrífur hann, — „strákar eru ljótir, stelpur falleg- ar:“ „Hún er stelpa. Ég er strákur. Hún er í pilsi. Ég er í buxum. Hún er öðruvísi. Ég er öðruvísi. Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN Erlendur Jónsson: Fyrir stríð Almenna bókafélagið - Reykjavik 1978 Við sitjum tvö saman. Við horfum á sjóinn og fjöllin handan við sjóinn. Við sitjum tvö. Ég segi það ekki en ég hugsa það að seinna — seinna munum við trúlofast og verða hjón.“ En þetta er frekar hugsun, en tilfinning. Svo er það næsta ár, að hann níu ára gamall verður gagntekinn af fegurð seytján ára stúlku. Og þeirri bre.vtingu, sem v'erður á tilfinningalífi hans lýsir hann á mjög skemmtilegan hátt: „Þegar Jóhanna horfir, talar, hlær skil ég allar ástarsögur lestrarfélagsins þó ég hafi aldrei lesið þær.“ En samt er hrifni hans af Jóhönnu „barnaskapur" og svo er og um þrár hans og drauma og tilbeiðslu hans á fegurð veraldar: skýjanna, himinblámans, sólar- innar, stjarnanna, tunglsins, sjávarins, fjörunnar, — því að „blár draumur víkur fyrir svartri nótt.“ Fullorðna fólkið segir, að maðurinn sé í innsta eðli sínu góður, en „mennirnir vondir, heimurinn verstur" — og gamla fólkið varar drenginn við heimin- um. Svo er það dómarinn. Það er íólkið. „Hvað heldurðu að fólk segi?“ Og fólkið reynist dómari, sem ekki verður umflúinn: „Alls staðar er fólk. Auga dómarans fylgir þér. Þú flýrð hann ekki. Hvað heldurðu að fólk segi?“ Og í barnaskap sínum þykir honum allt fallegt, hann sjálfur líka, allt nema fullorðna fólkið. Það er ljótt. Og heimurinn verður „eins og títuprjónn á fingurgómi. Oddurinn stingur. Þú kennir til. Þú kveinkar þér. Þegar þú ert níu ára er heimurinn eins og oddur sem stingur hold þitt. Þú grætur. Þú sérð heiminn í spegli tára. Þegar þú ert níu ára sérðu heiminn í spegli tára. En senn birtir og sjá: auga þitt fyllist regnbogum." Næsta ljóðið heitir Barna- skapurinn endar, því að nú kemur að því að drengurinn má vissulega hugsa til þeirrar „bábilju", að vart sé lánlegt að hefja vandséða för sína á mánudegi. Á björtum júnímorgni reynist það óhaggan- leg staðreynd, að faðir drengsins er látinn. „Nóttin hefur lokað augum hans.“ Allt grætur, grasið, moldin, jafnvel steinarnir — allt nema drengurinn. Hann vill ekki sýna sorg sína, heldur reynir að steypa yfir sig huliðshjúp. En þung er hún, sorgin: „Hjúpurinn fellur. Ég sný mér undan og sölt tár mín falla á kalda jörð eins og haustregn." í tiltölulega fáum og látlausum orðum lýsir skáldið átakanlega harmi sínum og einstæðingsskap daginn þann, sem uppboð er haldið og all't er selt og hann stendur tómhentur og vorregnið vætir kalda lófa hans. Svo verður þá alvaran honum efst í huga, þegar hann lítur yfir hið liðna, þó að hann freisti þess að yrkja sig inn í kyrrð, sem óhugnaður staðreyndanna fái ekki rofið. Óhugnaður, segi ég, því það er auðgert að hugsa sér umskiptin: Þrátt fyrir heimskreppu, sem vissulega „herti á hnútum þeim, sem himnakóngurinn bindur", hafði drengurinn lifaö í friðuðum heimi vona og drauma þess barns, sem nýtur öruggrar forsjár, og nú er hann föðurlaus og sviptur flestu því, sem var honum skjól og skjöldur og dró hulu fyrir augu hans. Honum verður ljós fátæktin, hin mjög svo almenna og yfir- þyrmandi fátækt kreppuáranna, sem hefur haft gagntæk áhrif á hugarfar þorra manna, er hann þekkir. Tvö ljóð sýna hrópandi andstæður. Hugsunarhátt þeirra sem ástandið hefur þrúgað svo, að þeir taka því eins og sjálfsögðu lífsins lögmáli, og svo hinna, sem á öllum tímum hafa og verið til, raanna, sem fátæktin hefur orðið virkur spori til að nota sér neyð annarra sér til auðgunar. Ljóðinu Fyrir stríð lýkur þann- >K- „Sögur voru sagðar af frænda sem fór til Ameríku um aldamótin og var orðinn ríkur. Fátækur barnamaður frammi í afdölum vann í happdrætti og keypti sér armbandsúr. En hann mátti aldrei líta á klukkuna, þá var hlegið. Maður mátti ekki bera armbandsúr nema hafa efni á því. Maður mátti ekki verða ríkur nema í Ameríku. Ein karamella var nóg og von um betri framtíð.“ Hitt ljóöið heitir Kreppuorðan og mætti það gjarnan vera birt í lesbókum skólanna: Fátæktin var eins og moldin og grjótið: hún var alls staðar. Sumir óðu hana eins og leðju. Aðrir reyndu að moka henni frá sér. Enn aðrir lögðust flatir og létu hana verpast yfir höfuð sér. „Ég þakká guði að ég ólst upp í fátækt" sagði burgeisinn. Þannig tók hann sinn skerf, hreinsaði af honum grómið, fægði hann og slípaði og hengdi framan á sig eins og skínandi orðu.“ í þessum flokki er og ljóðið Hundurinn Doggur. Það mætti einnig fá rúm í lesbók barna og unglinga. Svo skrýtilega sem það kann að koma fyrir sjónir, er það í rauninni tvígilt sem lesbókarefni. Góðum kennara gæti það verið efni í kostulega fræðslustund um umferðarmál, og svo eru það hin góðu og gildu varnaðarorð síðasta erindisins: „Af dauða hundsins Doggs skaltu draga þetta dæmi: berðu reiði þína aldrei út á þjóðveginn." Ég hef áður vikið að þeim áhrifum, sem það muni hafa haft á drenginn, að heimili hans var í þjóðbraut. Sú þjóðbraut varð með hverju árinu sem leið fjölfarnari tengiliður víðlendustu og þéttbýl- ustu hluta landsins, og auðvitað verður það, sem hann ber boð um, sívirkari áhrifavaldur hugsanalífs og ímyndunarafls drengsins. Skáldið segir og í ljóðinu Þjóðveg- ur: „Sá sem elst upp við þjóðveg geymir nið umferðarinnar í blóði sínu.“ Og í hinu langa lokaljóði bókar- innar, Norðurrútan ‘39 árið það, sem hin mikla heimsstyrjöld hefst — er margslungin lýsing á því, hve mjög tilbrigði hinnar miklu um- ferðaræðar verka á skynjun drengsins, sem nú, sviptur forsjá föður síns, verður enn næmari en áður fyrir því sem gerist utan við hið fyrrum afmarkaða svið barna- skaparins. Þessi bók kom mér á óvart, þrátt fyrir persónuleg kynni af höfundinum og því sem áður hefur frá honum komið. Látleysið og allt að því barnsleg hreinskilnin í tjáningu skáldsins tók hug minn því meir, sem ég las bókina oftar. Þar er engin sýndarmennska, ekkert falskt skrúð ætlað til að vekja undrun. Það er lífið sjálft sem talar, jafnt í barnaskap sem skýrri hugsun og djúpri alvöru. Og ég hygg, að lestur Ijóðanna geti gert ýmsum það ljósara en það var þeim áður, hve fyrsti áratugur ævinnar — þegar barnið er frá degi til dags að uppgötva eitthvað, sem geymist, leynt eða ljóst — verður því örlögþrungið — ekki sízt einmitt á því skeiði, sem er varhugaverðast og ef til vill sker úr um framtíð þess. Hvernig væri að byrja að brosa með börnunum? FYRIR skömmu hófst birt- ing á myndasögunni Manni og Konna hér í blaðinu og birtist hún vikulega á fimmtudögum á þeim stað í blaðinu, sem myndasagan um Siggu Viggu birtist aðra daga. Höfundur myndasögunnar er Haukur Halldórsson teiknari, en það er tryggingafélagið Hagtrygging h.f. sem stendur fyrir birtingu hennar. „Á undanförnum tveim- ur árum hefur komið fram ákveðinn vilji forráða- manna Hagtryggingar h.f. til að beina auglýsingafé félagsins til bættrar um- ferðarmenningar. Við höf- um rætt með hvaða leiðum við næðum sem bestum árangri og okkur kom saman um að dýrmætasta eign okkar væru börnin og því væri eðlilegast að finna leið til að vernda þau,“ sagði Haukur Halldórsson, er hann var spurður um tildrög þess að hann hófst handa um gerð þessar teiknimyndasögu. Haukur hefur unnið að gerð auglýs- inga fyrir Hagtryggingu h.f. frá stofnun félagsins á árinu 1965 og má nefna að hann vann töluvert fyrir félagið í sambandi við varnaðarorð vegna breytingarinnar yfir í hægri umferð fyrir tíu árum. Þá má nefna að Haukur hefur unnið tölu- vert að teiknivinnu fyrir Umferðarskólann Ungir vegfarendur en Haukur rekur eigin teiknistofu ásamt öðrum. „Þessar umræður milli mín og þeirra hjá Hag- tryggingu h.f. urðu til þess að ég dustaði rikið af hugmyndinni um teikni- myndasögu, er fjallaði um börnin og umferðina en ég var búinn að ganga með þessa hugmynd í maganum alveg frá því að ég var að vinna að varnaðarorðum vegna breytingarinnar yfir í hægri umferð. Myndasag- an um börnin Konnu og Manna lýsir því hvernig Rætt við Hauk Halldórsson höfund myndasögunnar um Konnu og Manna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.