Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978
fttrtgtmfclfifetfr
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiósla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Askriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakið.
Réttur aldraðra
til atvinnu
Engum blöðum er um það að
fletta að bætt lífskjör hvers
konar, sem áunnizt hafa á liðnum
áratugum, hafa lengt aldursskeið
Islendinga verulega. Koma þar til
stórstígar framfarir á flestum
sviðum mannlegs aðbúnaðar:
starfsskilyrði, húsnæði, matar-
æði, almenn menntun og þekking,
líkamsrækt og síðast en ekki sízt
heilsugæzla. Islendingar eru í dag
í hópi þeirra þjóða heims, sem
geta státað af lengstri meðalævi
þjóðfélagsþegnanna.
Þær þjóðfélagsaðstæður, sem
hér hafa haft mest áhrif, hafa
ekki einvörðungu lengt meðalævi
landsmanna, heldur og viðhaldið
starfsþreki og starfshæfni ein-
staklinganna til mun hærri ald-
urs en áður var. Þessar stað-
reyndir koma í hugann þegar
lesin er blaðafrétt þess efnis, að
eitt stærsta fyrirtæki hérlendis
hafi tekið ákvörðun um að segja
upp störfum öllum starfsmönnum
sínum sem orðnir eru 67 ára eða
eldri. En ekki síður þær stað-
reyndir sem lúta að því, hvern veg
mannleg hamingja verði bezt
höndluð af öldruðum einstakling-
um þjóðfélagsins, en mannleg
hamingja og mannlegur þroski
eiga að sitja í öndvegi þeirrar
viðleitni, sem varðar veg sam-
félagsins inn í framtíðina.
Það eru að vísu margir og
mismunandi þættir, sem móta
hamingju fólks og þar gilda
engan veginn sömu reglur um alla
einstaklinga. Engu að síður er sú
staðreynd almennt viðurkennd að
starfið, hvert sem það er, það að
finna sig þátttakanda í daglegri
önn samtímans, sé einn af horn-
steinum mannlegrar hamingju og
velferðar. Þetta gildir um alla
þegna þjóðfélagsins — og ekki
sízt þá sem rosknir eru, en búa
enn að lítt eða óskertri starfhæfni
og starfsþreki. Það getur verið
varhugavert að ýta slíku fólki út
fyrir starfsramma þjóðfélagsins,
og kalla á ný vandamál.
Fámenni íslenzkrar þjóðar og
sérstaða atvinnuvega hennar
hefur gert hvern einstakling
þjóðfélagsins þýðingarmeiri en
ella hefði verið. Fámennið og
sérstaðan hafa krafizt meira
starfs og lengri vinnudags, bæði
til að bjarga verðmætum til lands
og sjávar og tryggja sambærileg
lífskjör landsmanna og ná-
grannaþjóðir búa við. Þessi
vinnukrefjandi sérstaða hefur
sína galla. En hún hefur þann
kost að stuðla að atvinnuöryggi
og undirstrika þýðingu hvers
einstaklings í samfélaginu. Þjóð-
arbúskapurinn hefur í raun ekki
efni á að nýta ekki þá starfs-
krafta, sem tiltækir eru. Þetta
gildir ekkert síður um starfs-
krafta fullorðins fólks, sem áfram
vill vinna, en starfskrafta ann-
arra þjóðfélagsþegna.
Þrátt fyrir framansagt er skylt
að viðurkenna að til eru störf í
tæknivæddu þjóðfélagi samtím-
ans, sem eðlilegt er að binda við
ákveðin aldursmörk, öryggis
vegna. Fram hjá því verður
heldur ekki gengið að starfsvilji
og starfsþrek roskins fólks er
mismunandi, svo erfitt er að
kveða upp úr um ákveðnar reglur
í þessu efni. Hér er hins vegar um
svo veigamikið atriði að ræða
fyrir vaxandi hóp roskinna þjóð-
félagsþegna að finna verður á því
viðunandi lausn. Eðlilegt verður
að telja að fólk geti haft nokkurt
sjálfdæmi í þessu efni. Það þarf
að hafa þann valkost, ef vel á að
vera, að geta dregið sig í hlé frá
daglegum störfum, við sómasam-
legt afkomuöryggi, um eða upp úr
65 ára aldri. En það á jafnframt
að geta sinnt áfram störfum, sem
þekking þess og starfshæfni
stendur til, a.m.k. fram til sjötugs
og e.t.v. eitthvað lengur, ef það
kýs. Starfið er svo stór og
samvaxinn hluti af lífshamingju
heilbrigt hugsandi fólks að það
má ekki frá því taka meðan það
getur sinnt því á viðeigandi hátt.
Mannleg velferð og valfrelsi
einstaklinga á að sitja í öndvegi í
íslenzku þjóðfélagi.
„Eru niðurgreiðsl-
urnar skammvinnar?”
Iramma- og forsíðufrétt í Tím-
anum í gær er varpað fram
þeirri fyrirspurn í yfirskrift,
hvort niðurgreiðslur séu skamm-
vinnar, þegar til lengdar lætur. í
fréttinni segir m.a.: „Nú er það
stóra spurningin, hvort ekki komi
að því einhvern næstu daga að
neytandinn vakni upp við vondan
draum og uppgötvi, að niður-
greiðslnanna gæti ekki lengur,
a.m.k. ekki í krónutölu." í ramma-
lausu Tímans er síðan minnst á
% gengisfellingu og hækkun
flutningsgjalda, sem hljóti að
:gja til sín í hækkuðu vöruverði
nnfluttra nauðsynja. Síðan segir
orðrétt: „M.ö.o., þrátt fyrir 16%
lækkun verðlags og 4% lækkun
álagningar mun vöruverð senni-
lega ekkert lækka í búðum ef litið
er til lengri tíma ...“ Og enn segir
orðrétt: „í ljósi þess sem sagt er
hér að framan hlýtur það að Vera
brennandi spurning, hvort kaup-
mátturinn þrátt fyrir allt aukizt,
eða standi í stað ...?“
Þessar efasemdir um áhrif
„efnahagsúrræða“ vinstri stjórn-
arinnar, sem settar eru í ramma á
forsíðu málgagns forsætisráð-
herra í gær, eru allrar athygli
verðar. „Bragð er að þá barnið
finnur," segir máltækið.
Sovétríkin
í sáttahug?
undanförnum
tveimur vikum hafa
einkum tveir at-
burðir orðið til þess
að glæða vonir manna um
bætta sambúð Sovétríkjanna
og Bandaríkjanna. Hinn fyrri
voru ýtarlegar viðræður
Edwards Kennedys öldungar-
deildarþingmanns við Brezh-
nev forseta, hinn seinni snar-
leg brottför bandaríska kaup-
sýslumannsins Jay Crawfords,
er sakaður hafði vérið um brot
á gjaldeyrislögum í Moskvu.
Handtaka Crawfords hafði
komið flestum Bandaríkja-
mönnum fyrir sem ruddaleg
hefndarráðstöfun eftir að
tveir sovéskir sendimenn hjá
Sameinuðu þjóðunum höfðu
sætt ákúrum fyrir njósnir.
Lausn hans úr haldi nú má
e.t.v. skoða sem merki um
sáttahug Sovétmanna.
Tveggj a stunda langar við-
ræður Kennedys við Sovétleið-
togann, sem lýst hefur verið
sem vinsamlegum og hrein-
skilnum, eru skýr vottur þess
að Sovétmönnum er umhugað
um að væntanlegar viðræður
Cyrus Vance, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og
sovéska starfsbróður hans,
Andrei Gromykos, fari fram í
hlýlegu andrúmslofti.
Sovéskir fjölmiðlar kapp-
kostuðu að gera grein fyrir
árangri fundarins og var
yfirlýsingu Kennedys um að
hann væri reiðubúinn til að
beita sér fyrir nýju samkomú-
lagi um hömlur við vígbúnað-
arkapphlaupinu einkar vel
tekið.
Fullyrðing Kennedys í
Washington skömmu síðar í
þá átt að Rússar væru fúsir til
að veita átján fjölskyldum
brottflutningsleyfi var e.t.v.
ögn fljótfærnisleg. Hún ber
því engu síður vitni að Rússar
hafa gert sér nægjanlega
grein fyrir hvílíkt hitamál
stefna Moskvuyfirvalda í mál-
efnum andófsmanna og út-
flytjenda er á Vesturlöndum
til að sjá hana sem hluta
sovét-bandarískra samskipta.
Sannarlega er tími til kom-
inn að kala stórveldanna
tveggja linni. „Sumarið hefur
verið langt og kalt,“ sagði
bandarískur Moskvubúi. Á
tímabili var útlit fyrir að
dylgjur og brigzl, sem íþyngt
hafa samskiptum þjóðanna
frá ársbyrjun, myndu aldrei
taka enda.
Sovétmenn átta sig nú á að
samkomulag um að draga úr
framleiðslu kjarnorkuvopna
kann að vera skammt undan,
en slíkur samningur hefur
lengi verið þeim hugleikinn.
Nýafstöðnum viðræðum for-
manns samninganefndar
Bandaríkjamanna, Paul
Warnke, og Sovétmanna í
Moskvu lyktaði augsýnilega
vel og varðar nú mestu að
bæta andrúmsloftið svo að
bandaríska öldungadeildin
geti óhikað staðfest nýtt
samkomulag.
MIKIÐ í HÚFI — Margt
bendir til aö sovéska
stjórnin vilji foröast aö
kólni í samskiptum
austurs og vesturs
áöur en setzt veröur aö
samningaboröi á ný
um takmörkun
kjarnorkuvígbúnaöar.
Gromyko utanríkisráö-
herra Sovétríkjanna
(t.v.) hefur áöur fýlt
grön í viðræðum sínum
viö bandarískan starfs-
bróöur sinn Vance.
(t.h.)
Sérfræðingar Bandaríkj-
anna í utanríkismálum telja
engu síður of snemmt að segja
til um hvort rætast muni
óðfluga úr sambúðinni í kjöl-
far ákveðinna ráðstafana
Carter-stjórnarinnar eins og
að létta banni á sölu olíu-
vinnsluútbúnaðar til Sovét-
ríkjanna. Bann þetta var sett
eftir réttarhöld Sovétmanna
yfir andófsmönnum á sumr-
inu.
Enn hefur ekki tekizt að
leiða til lykta öll ágreinings-
efni. Bandaríkjastjórn kvíðir
áformum Sovétmanna í
Afghanistan og íran og einnig
gæti soðið upp úr í Afríku þá
og þegar. Einnig tortryggja
Rússar vaxandi tengsl Banda-
ríkjanna og Kína.
Ljóst er að höggva verður á
nokkra hnúta áður en ráðin
verður umtalsverð bót á sam-
skiptunum. Meintir sovéskir
njósnarar eiga enn yfir höfði
sér réttarhöld í New Jersey og
andófsmenn sitja enn sem fyrr
undir lás og slá. Sovétmenn
verða að minnsta kosti að
finna leið til að láta lausan eða
í skiptum mannréttindamann-
inn Anatoly Shcharansky áður
en þeir geta vænzt þess að
bandaríska öldungadeildin
staðfesti samning um að reisa
skorður við kjarnorkuvígbún-
aði.
Rússum til skapraunar hafa
samskipti Sovétríkjanna og
Bandaríkjanna ávallt verið
sovéskum almenningi ofar í
huga en Bandaríkjamönnum.
Einkum hefur það komið í ljós
að undanförnu, er athygli
manna vestanhafs virðist ein-
vörðungu hafa beinst að deil-
unni fyrir botni Miðjarðar-
hafs. Er slitnaði upp úr
samskiptunum á líðandi ári
gætti þess mjög í Moskvu.
Bandaríkjamenn virðast á
hinn bóginn hafa tekið hlutun-
um á heimspekilegri máta.
Því er raunar ekki að neita
að í herbúðum stjórnarinnar
vestanhafs, aðhyllist hópur
manna þá kenningu að reglu-
bundnir árekstrar við Sovét-
ríkin séu óumflýjanlegir, að
ætíð verði ljón í veginum og
því ekki hundrað í hættunni
þótt málin séu í öldudal.
Sovétmenn halda því fram
að þeir geri sér ávallt far um
góða sambúð, þar sem Banda-
ríkin láti glepjast af andstæð-
ingum slökunarstefnunnar.
Um þessar mundir bregður
svo við að jafnvel hin opinbera
sovéska fréttaþjónusta telur
versta óveðrið afstaðið.
Eftir fréttaritara
„The Times“ í Moskvu,
Michael Binyon.