Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 15 að þeir ættu léttara um vik að mæta þeim viðskiptaskuldbinding- um, sem þeir hefðu samið um og komu til framkvæmda, en gjald- frestur væri útrunninn. — En hver er þá kostnaður við tollmeðferð vöru talinn vera? — Á grundvelli upplýsinga sem J. Ingimar Hansson rekstrarverk- fræðingur hefur aflað, má gera ráð fyrir að kostnaður við tollmeðferð- ina sé 8% af cif-verði vöru og tolla. Er þá gert ráð fyrir 3% vaxta- kostnaði 3‘/2 % vegna uppskipunar og meðfetð í vöruskemmum. Svarar það til kr. 33.000 á sendingu miðað við einnar millj. kr. meðalsendingu. Pappírskerfið kostaði 1,5%, þ.e. bæði hjá opin- berum aðilum og einkaaðilum. Það yrði um kr. 12.000 á sendingu. Það sem einna mestu máli skipti í þessu sambandi er hve geymslu- tími vöru styttist við upptökun tollkrítar. Ekki er vafi á því að umtalsverðum sparnaði má koma á í sambandi við bætt vinnubrögð við skjalakerfið. Þar má einnig minna á að gera þarf ráðstafanir til þess að draga úr villum í tollskjölum. Fyrir liggur að þriðj- ungur allra tollskjala er ófullkom- inn að þessu leyti. — Hvað myndi lánstími tolla verða langur? — í Danmörku er þessi tími t.d. 60 dagar. Auðvitað er þetta og verður matsatriði. Ég taldi í fyrstu að 45 dagar kynnu að vera hæfilegur tími. En aðrir hafa bent á að taka beri tillit til fjarlægðar landsins frá helstu viðskiptalönd- um okkar. Mætti þessi tími eigi vera skemmri en 60 dagar. Þá virðist eðlilegast að miða upphafs- tíma tollkrítar við komudag skips. — Hvaða áhrif hefur tollkrít á vcrðlagsþróun og efnahagsjafn- vægi? — Nefndin hefur reynt að gera sér grein fyrir þessu efni og fékk Ólaf Davíðsson hagfræðing hjá Þjóðhagsstofnun til þess að kynna sér málið. Segir m.a. í umsögn hans: „Þegar til lengdar lætur og kerfið er komið í gang, má búast við að nokkur aukning verði á útstreymi fjár úr ríkissjóði vegna þessa ár frá ári með aukningu innflutnings og hækkandi inn- flutningsverði. Mikilvægt er að ætlað sé fyrir þessu á fjárlögum og tekna aflað til þess að standa undir þessu til þess að það valdi ekki aukinni peningaþenslu, t.d. með auknum yfirdrætti ríkissjóðs í Seðlabanka. Ef vel er séð fyrir þessu ættu peningaleg áhrif gjald- frests ekki að þurfa að raska viðleitni til þess að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum". Nefndin ér þeirrar skoðunar að með hægfara upptöku tollkrítar sé ekki veruleg hætta á aukinni verðbólgu. Sé litið til lengri tíma t.d. heils árs ættu tekjur ríkissjóðs ekki að rýrna. Söluskattur myndi að líkindum einnig innheimtast örar. — Hvernig á þá með að fara ef tollaián er ekki greitt á réttum gjalddaga? — Af vanskilum verður auðvit- að að greiða dráttarvexti. En einnig ef ekki er skilað tollskjölum á réttum tíma, þá kæmi ábyrgðin til fullnustu. í þessu sambandi er rétt að benda á að ef tollkrít yrði upptekin, þyrfti að ákveða að irjnflytjandi skyldi hafa tollkrít á öllum innflutningi sínum eða engum. Þetta er veigamikið atriði, sem ekki ætti að víkja frá. Ella er hætt við flækjum og töfum, sem gengju í bérhögg við ætlaðar umbætur. — Er unnt að nefna tölur, sem sýna hugsanlegan sparnað. sem leiddi af hinu nýja kerfi? — Þetta atriði hefur nefndin og starfsmenn hennar reynt að kanna eftir föngum. En auðvitað verður að nefna tölur með gætni. Þó má segja að lokinni þeirri rannsókn sem nefndin hefur gert á innflutn- ingi til landsins, greiðslu tolla og annarra aðflutningsgjalda er talið að unnt sé að spara allt að einum milljarði króna á ári vegna áhrifa tollkrítar. Hér er átt við heildar- sparnað og hann þá miðaður við þann innflutning, sem hagtölur sýna nú í dag. Allt er þetta mál eðlilega vandséð en nefndarmenn eru þó sammála um það, að unnt sé að spara a.m.k. 800—90f milljónir á ári, þá eru ótald ýmsir smærri liðir, sem erfitt er að festa hendur á hvern fyrir sig. Þess er hér getið að allar kostnað- artölur voru miðaðar við verðlag ársins 1977. Rétt er að benda á að til viðbótar framangreindum sparnaði kemur hinn óbeini hagur til lækkaðs vöruverðs. Hér er einnig rétt að fram komi að í kjölfar umræddrar kerfis- breytingar væri einnig stefnt að auknum áfköstum hafnanna. Þar eru dýr mannvirki og er tvímæla- laust að það er hyggilegt þjóðhags- legt markmið að stefna að því að nýta þær sem bezt. — Þetta á auðvitað fyrst og fremst við um höfnina í Reykjavík en einnig aðrar hafriír. Þessu þarf að gefa gaum. — Það er þá unnt að stytta þá töf, sem tollmeðferð ( veídur á afhendingu innfluttrar vöru? — Já, það virðist unnt. Afnám bankastimplunar mundi gera bankameðferð og tollmeðferð óháða hvor annarri og gera innflytjendum kleift að flýta útleysingu. Sé bankastimplun haldið, er hægt að flýta meðferð mála með samhliða vinnu við bankameðferð og tollmeðferð. Til er vísir að slíku kerfi í formi innlagningar tollskjala, án banka- stimplunar. Það kostar eins og er fleiri heimsóknir innflutningsaðila í tollinn. Þeim mætti þó fækka, án flókinna kerfisbreytinga. Unnt væri að leyfa afhendingu vöru að lokinni styttri yfirferð í tolli. Það mætti breyta fram- kvæmd vöruskoðunar þannig að hún væri fram, óháð skjalameð- ferð eða við afhendingu vöru. Með óháðri vinnu í tolli og banka aukast líkur innflytjenda á því að skipuleggja ferðir, skjöl og skilríki þannig að starfstími minnkar. Ef sett væri í lögin heimild til þess að afhenda vöru að lokinni syttri skoðun í tolli, má komast af með eina heimsókn innflytjanda vegna hvers toll- skjals. Ætla má að með óháðri vinnu í banka og tolli muni innflytjendur spara um 1500 krón- ur við meðferð hverrar sendingar og við skemmri yfirferð í tolli um 1000 krónur á sendingu. Árlegur sparnaður yrði þá um 300 milljón krónur. Auk þessa ávinnings gætu innflytjendur flýtt útleysingu vöru a.m.k. um tvo daga, ef banka- og tollmeðferð er framkvæmd samtímis eða ef fram- kvæmd tollmeðferðar er breytt þannig að afhending vöru er gerð óháðari tollmeðferð. — Ilvað eru innflytjendur margir hér á landi? — Aðilar, sem skila tollskýrsl- um eru um 5000. Atvinnuinnflytj- endur, þ.e.a.s. þeir sem fluttu inn fyrir a.m.k. 10 milljónir króna á árinu 1977 og eru með tollaf- greiðslur vikulega, eru 400 til 700 eða einungis um 10% af öllum innflytjendum. — Að lokum, getur sú kerfis- brcyting, sem hér er um að ræða greitt fyrir hagkvæmari innkaup- um til landsins? — Mér virðast skynsamlegar líkur á því. Og það sem virðist athyglisverðast við málið allt er það, að breytingu er sennilega báðum til hags, hinu opinbera og innflytjendum og þá væntanlega neytendum. Vegna þeirra, opinberu um- ræðna, sem nýverið hafa átt sér stað um óhagkvæm innkaup inn- flytjenda á varningi mætti láta í ljós þá skoðun að framanritaðar forsendur, sem mæla með tollkrít, geti vissulega haft áhrif á hag- kvæmari innkaup til landsins og þar með lækkandi vöruverð í verzlun iandsmanna. Tollkrít myndi örva innflytjend- ur til stærri pantana, að þeir geri stærri innkaup og sé með því móti unnt að ná hagstæðara verði á varnirigi, en þegar minni kaup eru gerð. Álkunugt er að fjölmargir framleiðendur, iðnaðaraðilar og vörudreifendur veita kaupendum svonefndan magnafslátt, i>egar stór viðskipti eða umfangsmikil eru gerð. Þetta er alþekkt við- skiptalögmál á erlendum mörkuð- um og reyndar hérlendis einnig. Samvinnuskólinn 60 ára: Ráðstefna um félags- og fræðslumál sam- vinnuhreyfingarmnar SAMVINNUSKÓLINN að Bifröst er 60 ára um þessar mundir og verður afmælisins meðal annars minnst með ráðstefnu, sem skólinn efnir til um félags- og fræðslumál samvinnuhreyfingarinnar, að Bifröst næstkomandi föstu- dag og laugardag. Ráðstefnan hefst kl. 14.00 á föstudag með setningar- ávarpi Kjartans P. Kjartans- sonar, formanns skólanefnd- ar Samvinnuskólans. Erlend- ur Einarsson, forstjóri Sam- bandsins flytur ávarp og erindi flytja þeir Hafsteinn Þorvaldsson, formaður Ung- mennafélags íslands, um fræðslustarf UMFÍ, Sigurður Þórhallsson, formaður Landssambands ísl. sam- vinnustarfsmanna, um fé- lagsmálastarf samvinnu- starfsmanna, Gunnlaugur P. Kristinsson, félagsmálafull- trúi KEA, um hlutverk og starf félagsmálafulltrúa kaupfélaga, Haukur Ingi- bergsson, skólastjóri í Bif- röst, um Samvinnuskólann og framtíðarskipan fræðslu- mála samvinnuhreyfingar- innar, Þórjr Páll Guðjónsson, kennari í Bifröst um nám- skeiðahald á vegum Sam- vinnuskólans, og Kjartan P. Kjartansson, frkvstj., um útgáfu- og upplýsingastarf á vegum samvinnuhreyfingar- innar. Starfshópar starfa á ráð- stefnunni og verður fjallað um álit þeirra á laugardag. Ráðstefnunni verður slitið kl. 14.00 á laugardag. Til ráðstefnunnar er boðið kaupfélagsstjórum og for- mönnum kaupfélaganna, for- mönnum samvinnustarfs- mannafélaga, stjórn Sam- bandsins, skólanefnd og kennurum Samvinnuskólans, starfsmönnum fræðsludeild- ar Sambandsins og fl. gest- um. Að kvöldi föstudags verður 60 ára afmælishóf Samvinnu- skólans, haldið að Bifröst. Morgunhaninn frá philips Góðan dag. Ég er morgunhaninn frá Philips. Ég er bæði útvarp og klukka og get því vakið ykkur hvort sem er með hringingu eða morgunútvarpinu (sef aldrei yfir mig). Ég get líka svæft ykkur með útvarpinu á kvöldin, sé sjálfur um að slökkva þegar þið eruð sofnuð og geng alveg hljóðlaust. Es. Þar fyrir utan, þótt ég segi sjálfur frá, er ég svo geðugur og fallega byggður að það er blátt áfram gaman að vakna með mig við hlið sér. PHIUPS heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.