Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL. 10— 11 , FRÁ MÁNUDEGI '‘hiwujjarxK'aa'ún Hestar í óskilum rukkunarheftið. Þá segir gjaldker- inn með rembingi og sperringi: „Þú áttir að vera búinn að rífa kvittunina úr heftinu, hafa allt tilbúið." Ég svaraði fáu en sagði samt eitthvað á þá leið að varla tæki því að taka hart á mér fyrir ekki stærri yfirsjón. Þá stilltist hann og segir: „Við ættum nú að geta skilið nokkurn veginn sáttir." Eg svaraði fáu þar, en mótmælti ekki. Svo afhenti ég kvittunina fyrir greiðsluna á blaðinu og gjaldkerinn borgaði. Og þegar ég fór út að því loknu þá skipaði hann mér að loka hurðinni á eftir mér svo að hann yrði síður fyrir ónæði. Ég sagðist hafa hugsað mér að gegna hans skipan og þar með skildum við. Þessir hringdu . . . - • Moldarbingur hindrar útsýni Ása Júnsdóttir og Guðmundur Ilannessoni „Undanfarnar vikur hefur moldarbingur einn eigi alllítill staðið á horni Bústaðavegar og Eyrarlands, Fossvogsmegin. Bing- ur þessi hindrar útsýni þeirra ökumanna, sem koma upp Éyrar- land og vilja kynna sér umferðar- ástandið á Bústaðaveginum úr vesturátt. Sé litið í opinberar skýrslur kemur í ljós að slysatíðni á nefndu horni var afar há áður en bingurinn kom til sögunnar. Þegar bréfritarar tóku til sinna ráða var árangurinn eftirfarandi: Fyrst var talað við umferðarráð. Þeir kváðust ekkert hafa með málið (binginn) að gera og bentu á lögregluna eða gatnamálastjóra. Næstur sat fyrir svörum gatna- málastjóri, sem kvað málið sér óskylt með öllu og benti á hitaveituna. Hitaveitan vísaði málinu eftir nokkurt þóf til verktakafyrirtækis nokkurs hér í bæ. Eftir nokkra fyrirhöfn náðist í verktakann, hann lofaði að láta hendur standa fram úr ermum, fjarlægja binginn og það fyrr en síðar. En enn hefur ekkert gerst en við bíðum átekta. • Góð dýramynd Velvakandi hefur verið beðinn að koma því á framfæri til sjónvarpsins að dýramynd sú hin þýzka sem sýnd var nýlega og fjallaði um æðarfuglinn hjá Gísla Vagnssyni að Mýrum í Dýrafirði hefði verið mjög skemmtileg og vel gerð. Væri sjálfsagt að þakka sjónvarpinu fyrir svo skynsamleg innkaup á mynd og án efa yrði það vel þegið af mörgum ef hún yrði sýnd aftur. Mér hafði allmikið runnið í skap við móttökur þessar þótt ég stillti mig. Ég veit vel að sumir gætu sagt við mig eitthvað á þessa leið: Þú ættir nú ekki að taka þér þetta svona nærri, þar sem þú fékkst þetta borgað. Það má vel vera, að nokkuð sé til í því, en lítilmannlegt þykir mér samt ef þessir háu herrar áiíta að þeim leyfist ókurteisi og hrottaskapur af því þeir borgi réttmæta skuld. Ég held bara að það sé miklu betra hjá gjaldkerum eða óbreyttum áskrif- endum blaða að neita kurteislega um greiðslu þegar kemur að skuldadögum, heldur en kasta næstum því peningunum í rukkar- ann líkt og roði í hund. Það var svo að sjá hjá heiðruð- um fyrrnefndum gjaldkera er ég kom til hans að hann væri syo upptekinn að hann mætti ekkert tefjast eða verða fyrir ónæði. Já, fyrr má nú vera annríkið hjá þessum herrum ef þeir hafa bara engan tíma til að sýna kurteisi þegar kallað er hógværlega eftir réttframbornum skuldum. Ég álít að allir eigi fulla heimtingu á almennri kurteisi og það alveg eins þó blaðberar eða götusóparar eigi í hlut. Það vex áreiðanlega enginn í áliti við það að sýna þeim, sem ekki hafa til unnið, dónaskap og hrottaskap. Og ósiðaðir menn eru tæplega færir um að sinna ábyrgðarmiklu starfi. Gamall blaðberi." HÖGNI HREKKVÍSI 4 © 1978 McNaof ht Syad., Inc. „Snati elskar Lassie!" £4/ *in/. . MANNI OG KONNA Áö Skógarhólum í Þingvallasveit hafa verið 4 hestar í óskilum frá því á landsmótinu í sumar. Þeir eru grár, moldóttur, brúnn og jarp stjörnóttur. Eigendur hestanna geta vitjaö þeirra hjá Aöalsteini Þorgeirssyni, Markholti 15, Mosfellssveit fyrir 1. október n.k. Framkvæmdanefnd landsmóts Mulningsvél til sölu Universal CSE 1024, ásamt sambyggðum mötunar og hörpunarbún- aöi. Upplýsingar hjá véladeild Vegageröar ríkisins á Reyðarfiröi og í Reykjavík. Skrifleg tilboö berist skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00 f.h. 3. okt. 1978, merkt: Útboö nr. 2432/78. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGAKTUNI 7 SÍMI 26844 ENGINN ERFULLKOMINN í byggingariðnaði eru gerðar miklar kröfur, enda eru byggingaraðilar stöðugt á höttunum eftir betri tækjum, meiri afköstum og hagkvæmari útkomu. Framleiðendur byggingakrana og steypumóta eiga ( harðri samkeppni um heim allan. Þess vegna verður val byggingaraðila - undantekningarlaust þau tæki, sem hafa sannað kosti sína og yfirburði f reynd. BPR byggingakranarnir, eru stolt franska byggingariðnað- arins vegna afburða hæfileika, og útbreiðslu þeirra um allan helm. HUNNEBECK steypumótin hafa valdið tímamótum, ekki bara í Þýzkalandi, heldur víðast hvar annarsstaðar. Betri lausn er varla til! Allar frekari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofunni. ÁRMANNSFELL HF. Leigu- sölu- og varahlutaþjónusta. Funahöfða 19, Sími83307. I» Hunnebeck HAGTRYGGING HF EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Dí) FLÚLXífV KVl' éÁ ÞRRF É& ALDRE.\ AD FARá( YFIR GÖTVJ A' , LEÍf> í SKÓLAÞTN HVAfi ERTU fvÐ &B1RA KOKJMfí ? V- ______ KENNIÐ BARNINU RÉTTU LEIÐINA í SKÓLANN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.