Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.09.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. SEPTEMBER 1978 39 Þorsteinn Bjarnason á hér í höggi við Nanninga framherja Hollendinga í leiknum í gærkvöldi. Jón Pétursson til vinstri á myndinni fylgist spenntur með. Sfmamynd Telegraf Sagt eftir leikinn Ásgeir Sigurvinsson — Mér fundust þetta ekki na'gilega hagstæð úrslit fyrir okkur. Við byrjuðum þennan leik miklu betur en leikinn í fyrra og það er aldrei að vita hvað gerst hefði ef dómarinn hefði ekki sleppt þessari augljósu víta- spyrnu. Ég hef aldrei á mínum ferli séð dómara sleppa jafn augijósum vítaspyrnudómi. Við getum eftir aðstæðum verðið ánægðir með þessi úrslit. því að það er sama hvaða iið sækir þá heim. hvort sem það er Bclgía. Rússland eða önnur lið. þá geta þau búist við að fá þennan markamun. Hollendingarnir eru með svo geysiiega sterkt lið. Ég var ekki ánægður með frammi- stöðu mína í leiknum. ég varð mjög þreyttur í síðari hálfieikn- um og kenni því um að undan- farna þrjá mánuði hef ég ieikið 25 leiki með Standard. Karl Þórðarson — Eg fann mig alls ekki í þessum leik og ég var ekki ána-gður með frammistöðu mína. Asta'ðurnar eru sennilega þær að þetta er miklu sterkara lið að leika á móti en maður á að venjast og langsterkasta lið sem ég hef leikið gegn. Ég tel að dómarinn hafi gert mikla skyssu er hann dæmdi ekki víti, en það hefði hreytt miklu okkur í hag. Ellert Schram — Mér fannst leikurinn í jafnvægi framan af. þá lékum við vörnina skynsamlega, og fyrsta færið í lciknum féll okkur í skaut. þegar Pétur komst einn inn fyrir og var brugðið. Og ef þetta var ekki vítaspyrna. þá er víti ékki til. Varnarleikurinn var góður, en okkur gekk illa að halda holtanum frammi. Miðað við aðstæður eru þetta viðunandi úrslit. Ilollenska liðið er geysi- lega skemmtilegt og sterkt. í því er 11 snillingar. Ernie Brandts« — Fyrri háifleikurinn var ekkert sérstakur hjá okkur, en í síðari hálfleiknum náðum við okkur á strik. Island er á mikilli uppleið í knattspyrnuheiminum. Fyrir nokkrum árum sigruðum við ykkur 8 — 1 og 5—0. en nú með þriggja marka mun í tveim síðustu leikjum. Ef maður fylgist með íslenska liðinu sér maður að það verður betra og betra með hverju árinu. Bestu leikmenn liðsins fannst mér vera Ásgeir Sigurvinsson og Jóhannes Eðvaldsson. sem maður kannast vel við úr fótboltanum. Þá fannst mér markvörðurinn mjög góður. ég las það í blöðunum að hann hefði lika leikið í landsliðinu í körfuknattleik. Zwartskus þjálfari Hollendinga — Markmaðurinn og vörnin léku þennan leik mjög vel af hálfu íslands. fslenzka liðið er ístöðugri framför. og ég tel engan vafa á að ef þetta lið t.d. léki í 1. deildinni hér f Hollandi sem félagslið. og fengi meiri samæf- ingu þá yrði það geysisterkt. Ég er ánægður með þessi úrslit. Þetta er fyrsti leikur sem ég stjórna landsliðinu um nokkurn tíma og var því ánægjulegt að vinna sigur. Bezti maður íslenzka liðsins var markvörður þess. Þorsteinn Bjarnason. Það var mikil pressa á markið í þessum leik. Þeir hófu strax í upphafi mikla pressu og ég var heppinn að finna mig vel í Sá jangstærsti til Ármenninga ÁRMENNINGAR hafa nú fengið til liðs við sig langstærsta körfu- boltakappa sem leika mun hér- lendis í vetur. Ilann heitir Stue Jackson og er að sögn ekki af lakara taginu. Jackson er 2,07 metrar á hæð og svartur á hörund. Síðustu árin lék hann á Ítalíu og þar áður, heil 9 ár, í ABAdeildinni svokölluðu í Bandarikjunum en það var sterk atvinnumannadeild. Hún hefur nú verið lögð niður. Jackson er næstum hálffertugur og með feiknalega reynslu á bak við sig. Þrátt fyrir aldurinn, er það álit nokkurra Bandaríkjamanna sem hérlendis eru. að Jackson sé geysilega sterkur körfuboltamað- ur og ekki á hvers manns færi að stöðva hann. Á afrekaskrá kapp- ans er m.a. að hann lék í úrvalsliði ABA deildarinnar þrjú ár íröð, 1973-1975. Þá hefur það frézt, að blökku- maðurinn, sem hér er á ferð með Bob Star,' umboðsmanninum, sem frá var sagt í blaðinu í gær, muni hugsanlega gera samning, annað- hvort við lið Vestmannaeyinga, eða lið Snæfells í Stykkishólmi. Þessi frétt er þó með öllu óstað- fest. - gg leiknum. Ég fékk auðvelda bolta í upphafi og það hjálpaði mér. Mér fannst ég standa mig vel, en annað markið átti ég að geta komið í veg fyrir. Iloiienzka liðið er stórkostlega gott. Og mjög gaman að spila á móti slíkum snillingum. Jóhannes Eðvaldsson. Þetta er langbezta lið sem ég hef leikið gegn. Ég fór hálí- klaufalega að þegar dæmd var vítaspyrna á mig í síðari hálf- leiknum. Ég ætlaði að krækja í boltann en Krol henti sér niður með miklum tilþrifum og dómar- inn dæmdi umsvifalaust víta- spyrnu. Hann var ekki svona ákveðinn í upphafi leiksins þegar brotið var á Pétri. Það var dýrkeypt að hann skyldi ekki þora að dæma víti þá. Þetta hoilenzka lið er stórkostlegt. Ellefu leikmenn sem geta gert allt með knöttinn. Toyota keppn- in í golfi Á HVALEYRARVELLINUM verður haldin opin Toyota-keppni í golfi dagana 22.-24. september. Verður keppt í ýmsum flokkum, en áætlunin lítur þannig út. Á föstudaginn kl. 2 fer fram 18 holu keppni drengja og unglinga. Á laugardaginn verður keppt í öldunga-, 2. og 3. flokki karla, auk kvennakeppni með forgjöf. Þessi keppni, sem einnig er 18 holur, hefst klukkan 8.30. Á sunnudaginn leikur meistaraflokkur karla og 1. flokkur síðan 36 holur og öldunga- flokkur 18 holur. Nánari upplýsingar verða veitt- ar í síma 53360. JAFNTEFLIÍRA ÍRSKU ríkin tvö. Norðurírland og frska lýðveldið, léku í gær sinn fyrsta landsleik í knattspyrnu og fór ieikurinn fram á Lansdowne-road. 55.000 manns urðu vitni að þcssari stóru stund og þrátt fyrir að hálfgert styrjaidarástand hafi verið með ríkjunum kom ekki til nokkurra átaka. Leikurinn var harður og ekkert gefið eftir eins og varnta mátti, en honum lauk engu að síður án þess að mark væri skorað. Lýðveldið sótti mun meira í fyrri hálfleik. en Norðlendingarnir voru þ<') greinilega sterkara liöið, höfðu lítið fyrir því að verjast og áttu hættulegar skyndisóknir. sem þeir Martin 0‘NieI og SammMcIIroy voru á bak við. Síðari hálfleikur var síöan beinlínis leiðinlegur og þá gerðist það markverðasta, að Jimmy Nicholl átti þrumuskot í samskeytin á lýöveidismarkinu. Liðin< Lýðveldiði Kearnes, Grealish. Ilolmes, Lawrcncon, Synott, Brady, Daiy, Stapelton. Heighway. Giles, McGhee. Varamenni Givens óg Walsh. Norðurland. Jcnnings. Rice, Nelson, Chris NichoII, Hunter, Jim Nichoil, 0‘Niel, McCreery, Armstrong, Mcllroy, Spence. SKOTAR HOFÐU NÆSTUM JAFNAÐ Austurríkismenn unnu annan leik sinn í Evrópubikarkeppni landsliða. er þeir mættu Skotum í Vínarborg í gærkvöldi, áður höfðu þeir unnið Norðmenn 2—0. Sigur þeirra gegn Skotum í gær var naumur er upp var staðið. 3—2, Það leit þó ekki út fyrir það framan af en Austurríkismenn skoruðu 3 fyrstu mörk leiksins og léku þá Skotana sundur og saman. Bruno Pezzey skoraði beint úr aukaspyrnu á 26. mínútu og 3 mi'nútum eftir hléið bætti Walter Schachner iiðru markinu við. WiIIy Kreuz skoraði síðan á 65. mi'nútu. en samstundis svöruðu Skotar íyrir sig með marki Gordon McQueens. Andy Gray minnkaði síðan muninn enn meira nokkru síðar og á sfðustu mfnútunni misnotaði Archie Gemmel gott færi á að jafna fyrir Skota. DANIR LÁGU ENGLENDINGAR lentu í kröppum dansi gegn Dönum á Idretsparken í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Að vísu stóðu þeir ensku uppi sem sigurvegarar, en þeir máttu sannarlega hafa fyrir sigrinum og kom grimmileg harátta Dana þeim oft í opna skjöldu. Englendingar sigruðu 4—3, eftir að staðan í leikhléi hafði verið 2-2. Englendingar komust í 2—0 með mörkum Kevin Keegans, sem bæði voru keimtfk. skallar eftir aukaspyrnur Trevor Brookings. Mörkin komu á 17. og 24. mfnútu. En aöeins 5 mínútum síðar höfðu Danir jafnað með mörkum Allan Simonsens úr víti og Frank Arnesens. í síðari hálfleik náðu þeir ensku enn tveggja marka forystu með mörkum Bob Latchfords og Phii Neals, en stórsókn Dana undir lokin uppskar eitt mark og var það Per Röntvcd sem það skoraöi. Besti maðurinn á vellinum var tfttnefndur Kevin Keegan. Flcstir hinna ensku leikmannanna hafa áður lcikið betur en nú. Liðini England. Clemmence, Neal, Mills. Watson, Hughes, Wilkins, Brooking, Keegan. Coppel. Latchford og Barnes. Danmörki Jensen, Flemming Nielsen, Munk Jensen, Röntved. Lerby. Carsten Nielsen, Arnesen, Lund, Benny Nielsen, Simonsen og Kristensen. HNNAR SIGRUÐU FINNAR komu heldur betur á óvart í ga'rkvöldi, er þeir lögðu Ungverja að velli í landsleik í knattspyrnu í Helsinki. Finnar hafa aldrei verið taldir í hópi knattspyrnustórvelda eins og Ungverjar og því er ósigur þessi mikið áfall fyrir Ungverja. sem enn cru að sleikja sár sín eftir ófarirnar í Argentínu í sumar og höfðu ætlað sér stóra hluti í Evrópukeppni meistaraliða. Ismail Atik skoraði fyrir Finna í fyrri hálfleik, en Lazslo Tieber tókst að jafna f síðari hálfleik. En Finnar höfðu ekki lokið máli sínu og Seppo Pykkoe skoraði sigurmarkið áður en yfir lauk og innsiglaði þar með óvæntustu úrslitin í keppninni til þessa. NORÐMENN TÚKU STIG AF BELGUM EKKI virðast Belgar tefla fram sterku liði í keppninni að þessu sinni. þeir náðu aðeins jafntefli á heimavelli gegn Noregi sem er ekki betra lið en svo að ísland hefur unnið þá í tveimur síðustu landsleikjum þjóðanna. Jafntefli. 1 — 1, varð raunin. eftir að Norðmenn höfðu haft yfir í leikhléi. Lars Okland skoraði mark Norðmanna. en Julien Cools tókst að jafna í síðari hálfleik. Þá má geta þess. að Sovétmenn unnu öruggan sigur gegn Grikkjum í Moskvu í gærkveldi. Þeir skoruðu eitt mark í hvorum hálfleik. fyrst Chesnokov og sfðan Bessnov, 2—0. ?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.