Morgunblaðið - 23.09.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978
5
Athugasemd frá
Jóhanni S. Hannessyni
Til ritstjórnar
Morgunblaðsinsi
Ég hefi fylgst með skrifum
Hannesar Gissurarsonar í
Morgunblaðið um allalngt skeið og
velt þeim mikið fyrir mér, ekki síst
undanfarnar vikur. Hannes segist
vera málefnalegur í þessum grein-
um sínum og ekki vega að
persónum. Ég held honum skjátl-
ist um sjálfan sig. Ég held hann sé
þar ámóta málefnalegur og ámóta
sanngjarn — og fari ámóta rétt
með — og ég í þessari afbökuðu
vísu sem ég hefi látið mér detta í
hug að leggja honum í munn:
Ék hof stolift æru manns.
rr því sjálfumnlartur.
Svona er a<) vanta vit ok sans
ok vera hlartamaður.
Ólafur Magnús
í málefnalegri anda vil ég bæta
því við, að ég lít svo á, að sá
hugmyndafræðilegi málstaður,
sem stundum grillir í einhvers
staðar langt á bak við orð
Hannesar í þessum skrifum, verð-
skuldi betri tjáningu og túlkun en
hann hlýtur þar. Og ekki nóg með
það, heldur tel ég að öllum sem um
þjóðmál deila á þessu landi
bráðliggi á að þessi málstaður
öðlist betri málsvara. Um það
þykist ég vita að margir séu mér
sammála, sem, eins og ég, eru
hvorki ofurseldir þeim málstað né
andstæðu hans.
Vinsamlegast,
Jóhann S. Hannesson
Jóna Sigrún
Hvatarfundur
um kjaramál
IIVÖT. félag sjálfstæðiskvenna,
heldur fund í Valhöll, Háaleitis-
braut 1, mánudaginn 25. septem-
ber og hefst fundurinn klukkan
20.30. Fundurinn fjallar um
kjaramál.
Frummælendur á fundinum
verða Olafur Björnsson, prófessor,
sem tjalla mun um vísitölu og
kaupmátt launa, og Magnús L.
Sveinsson, skrifstofustjóri, sem
fjalla mun um nýjustu launabreyt-
ingar. Fundarstjóri verður Jóna
Sigurðardóttir og fundarritari
Sigrún G. Jónsdóttir. Kaffiveij;ing-
ar verða á fundinum, sem er opinn
öllu sjálfstæðisfólki.
Héraðsfundur Húna-
vatnsprófastsdæmis
HÉRAÐSFUNDUR Húnavatnsprófastsdæmis var haidinn fyrir
nokkru og flutti sr. Pétur Þ. Ingjaldsson prófastur yfirlitsræðu yfir
kirkjulega viðburði í prófastsdæminu í lok messu í Bólstaðarhlíðar-
kirkju.
Kom fram í henni m.a., að sr.
Pálmi Matthíasson hefði verið
kjörinn prestur í Melstaðarpresta-
kalli og væri nú aðeins eitt brauð
laust í prófastsdæminu, Arnes í
Strandasýslu. Söngmálastjóri
þjóðkirkjunnar, Haukur
Guðlaugsson, valdi um tíma í
Austur-Húnavatnssýslu og hafði
samæfingar fyrir kirkjukórana í
hverju prestakalli og fræðslutíma
fyrir oragnista og presta. Þá kom
fram að ávallt er verið að endur-
bæta kirkjur í prófastsdæminu og
hefur m.a. farið fram viðgerð á
Melstaðarkirkju, Hofskirkju og
stendur nú yfir á Þingeyrarkirkju
og Holtastaðakirkju og gert hefur
verið söngloft í Hvammstanga-
kirkju.
Að lokinni yfirlitsræðunni
fluttu framsöguerindi um kirkju
söng sr. Jón Tryggvason organisti
í Artúnum og sr. Hjálmar Jónsson.
Að þeim loknum voru almennar
umræður og tóku þá margir til
máls, m.a. Klemens Guðmundsson
kvekari er um áratugi var eigandi
Bólstaðarhlíðarkirkju og er þar
hringjari enn. Fundinn sóttu um
25 manns, þar á meðal 5 prestar og
14 safnaðarfulltrúar.
I fundarlok þágu fundarmenn
kvöldverð í boði prestshjónanna á
Bólstað, þeirra sr. Hjálmars Jóns-
sonar og Signýjar Bjarnadóttur.
Ein af einstaklingsfbúðunum í Hátúni 12.
Fjáröflunardagur Sjálfsbjargar er á morgun:
18 af36 nýjum íbúðum
voru teknar í notkun í vor
FJÁRÖFLUNARDAGUR Sjálfsbjargar er á morgun, sunnudaginn
24. september. Þennan dag er leitað eftir stuðningi landsmanna til
eflingar starfsemi Sjálfsbjargar og hinna einstöku félagsdeilda
innan sambandsins. I þeim tilgangi verða seld merki Sjálfsbjargar
og ársritið Sjálfsbjörg 1978. í ár verður merkja- og blaðasalan með
öðrum hætti cn vanalega, þ.e.a.s. nú verður hún í höndum félaga og
velunnara Sjálfsbjargar en ekki f höndum skólabarna eins og
undanfarin ár. Blaðið og merkin verða seld um allt land og hefst
salan kl. 11 á morgun.
Sjálfsbjargarfélög eru starfandi
á eftirtöldum stöðum á landinu:
Siglufirði, Reykjavík, ísafirði,
Akureyri, Árnessýslu, Bolungar-
vík, Vestmannaeyjum, Húsavík,
Suðurnesjum, Sauðárkróki, Stykk-
ishólmi, Akranesi og Neskaupstað.
Fimm þau fyrst nefndu minnast
20 ára afmælis síns á þessu ári.
Sjö þessara félaga hafa eignast
þak yfir höfuðið fyrir íélagsstarf-
semi sína, þ.e. á Akureyri, Siglu-
firði, Reykjavík, ísafirði, Sauðár-
króki, Húsavík og Vestmannaeyj-
um. Sex þeirra hafa auk þess rekið
verndaðar vinnustofur í húsa-
kynnum sínum. Þeim hefur þó
flestum ekki orðið langra lífdaga
auðvið vegna ófullnægjandi
rekstrarmöguleika að því er kem-
ur fram í fréttatilkynningu frá
Sjálfsbjörgu.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á
Akureyri, hefur um árabil rekið
Plastiðjuna Bjarg í húsi sínu að
Hvannavöllum 10 og auk þess
endurhæfingarstöð á sama stað.
Mikil þrengsli hafa staðið starf-
seminni fyrir þrifum og er nú
verið að reisa nýja byggingu við
Sindragötu í Glerárhverfi. Fyrsti
áfangi hennar er endurhæfingar-
stöð en síðan kemur húsnæði fyrir
plastiðjuna Bjarg, félagsheimili
og fleira.
Framkvæmdir á vegum Sjálfs-
bjargar við Hátún 12 í Reykjavík
standa enn yfir. I vor sem leið
voru teknar í notkun 18 íbúðir af
36 en þær eru í vesturálmu
hússins. Reynt verður eftir því
sem fjárhagur leyfir að flýta
frágangi þeirra sem eftir eru að
sögn forráðamanna Sjálfsbjargar.
Þessar 18 íbúðir eru á tveimur
hæðum. Þrjár tveggja herbergja
og sex einstaklingsíbúðir eru á
hverri hæð. I þessum íbúðum býr
fólk sem að mestu getur séð um
sig sjálft eða fær aðstöð hjá maka,
aðstandendum eða kunningjum.
Það er eingöngu um að ræða
hreyfifatlað fólk sem þarna býr og
getur það keypt sér eina máltíð á
dag í matsal Sjálfsbjargar en
verður að öðru leyti að hugsa um
sig sjálft. Ibúðirnar eru allar
sniðnar fyrir þarfir fólks í hjóla-
stólum. Búist er við að næstu 9
íbúðirnar verði tilbúnar í haust og
þær síðustu 9 verði langt komnar
síðari hluta þessa árs.
Hugmyndin er að hafa 2 af
þessum 36 íbúðum fyrir fólk utan
af landi sem kemur til Reykjavík-
ur til þess að dveljast þar um
lengri eða skemmri tíma til að
leita sér læknis, til náms eða
annars.
í sambandi við íbúðirnar verða
geymslur fyrir 4 bíla, þvottahús og
rúmgóðar geymslur. Síðar er gert
ráð fyrir að koma upp saunabaði
og fullkomnu baði fyrir þá er þess
þurfa. Leigan fyrir íbúðirnar er
26.822 fyrir einstaklingsíbúðirnar,
32 m2, og 45.218 fyrir tveggja-
mannaíbúðirnar, 56 m2.
Þá stendur fyrir dyrum að hefja
í Sjálfsbjargarhúsinu rekstur
dagvistunarheimilis fyrir fatlaða
og er áætlað að sú starfsemi
hefjist um áramótin. Fólk kemur
þá á morgnana og eyðir deginum á
staðnum við æfingar, föndur, létta
vinnu o.fl. og fær kaffi og mat á
staðnum. Forráðamenn Sjálfs-
bjargar kváðu reynslu erlendis af
slíkum stofnunum vera þá að fólk
væri lengur í heimahúsum og létti
þetta því á dvalarheimilunum.
Húsrými í dagvistun verður fyrir
15—20 manns.
Ennþá er eitt átak eftir við
byggingu samtakanna að Hátúni
12 í Reykjavík. Það er sundlaugin.
Grunnurinn bíður steyptur, en
fjármagn vantar til farmhaldsins.
Nú er kominn vísir að sundlaugar-
sjóði en uppistaða hans eru
framlög ýmissa velviljaðra ein-
staklinga.
Afgreiðsla merkja og blaða fer
fram í félagsheimili Sjálfsbjargar,
félags fatlaðra í Reykjavík, Há-
túni 12 1. hæð laugardag 23.
september frá 13—16 og á sunnu-
dag frá kl. 10 árdegis. Merkið mun
kosta 200 krónur en blaðið 300
krónur. Vegna breytts sMpulags
við söluna og jafnréttisgöngunnar
og þeirrar athygli sem hún vakti
eru Sjálfsbjargarmenn vongóðir
um að salan á sunnudaginn verði
mikil og jafnvel að um 100%
söluaukningu verði að ræða.
Ml úsgagnasýning í Glæsibæ
laugardag og sunnudag frá 2—6
Gamaldags húgsgögn frá Reprodux
H Englandi o.fl.
Húsgagnaverzlunin LAUFAS.<.
Glæsibæ, sími 85160.