Morgunblaðið - 23.09.1978, Page 10

Morgunblaðið - 23.09.1978, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 Bragi Ásgeirsson skrifar frá Leningrad — Fyrri grein; Eremitagesafnid Lenin*;rad, er upprunalega hét Sánkti Pétursborg en frá árinu 1914 einfaldlega Pétursborg hlaut núverandi nafn sitt árið 1924. Undirstöðusteininn að borginni lagði Pétur mikli Rússakeisari árið 1701. Reis borgin upp á ótrúlega skömmum tíma jafn- framt því sem hún varð fljótlega höfuðborg hins mikla keisaraveld- is í austri og var það til ársins 1917, er öll stjórnsýsla nýstofnaðs Ráðstjórnarlýðveldis var flutt til Moskvu. Pétur mikli og seinna Elísabet dóttir hans ásamt Katrínu II, lögðu öðrum fremur með stórhug sínum grunninn að orðstír þessar- ar miklu og velskipulögðu borgar, sem fljótlega varð ein hin fegursta í Evrópu. Ekkert var sparað til þess að upp risu sem fegurstar og íburðarmestu byggingar á bökkum Newa-fljótsins og fylla þaer af fágætum listaverkum. — Einkum var mikið borið í Sumarhöll Péturs svo og Vetrarhöllina. Pétur fylgd- ist vakinn og sofinn með uppbygg- ingu borgarinnar, sem hann stjórnaði sjálfur, — lét hann sér nægja að búa í látlausu timbur- húsi og gaf sér lítinn tíma til hvíldar í sumarhúsi sínu er líkt og Versalir var byggt fyrir utan borgina með miklum og fögrum garði og ótal gosbrunnum. Hin mikla höll er þar var byggð og kennd er við hann, var fyrst fullgerð ári eftir andlát hans. Pétur mikli var grimmur og óvæginn stjórnandi, en um leið stórhuga umbótasinni og fyrsti keisarinn er hafði áhuga á að tengja Rússland vestrænni menn- ingu og ýtti undir hvers konar tæknilegar framfarir. Sánkti Pétursborg var öllu öðru fremur hafnarborg, — hlið til vestursins. Rússneskt virki á eyðifláka er áður hafði verið í höndum Svía en Pétur náði af þeim og opnaði þar með Rússlandi aðgang að Eystrasalti. Pétur I, sem réttilega hlaut viðurnefnið mikli, var ekki einung- is mikilmenni í orðsins fyllstu merkingu, heldur og mikill að vallarsýn og samsvaraði sér vel, þótt hann væri tveir metrar og sjö sentimetrar að hæð. Þrátt fyrir framfara- og menningarást sína var hann fyrir margt frumstæður og fara margar sögur af óvenjuleg- um háttum hans og uppátækjum. Hann trúði í fyrstu meir á eigin jötunkrafta en á orku vélanna, og þannig tókst t.d. eitt sinn með snarræði að forða því að hann reyndi að stöðva vél með handafli einu, sem hefði orðið til að hann hefði misst höndina! Hann var áhugasamur tómstundatannlækn- ir og hafði þann sið, ef hann vissi af einhverjum með tannverk í næsta nágrenni, að hafa engar vöflur heldur draga út úr viðkom- andi tönnina! Hann varðveitti tennur fórnardýra sinna og er t.d. lítill sekkur með hluta þeirra til sýnis á Eremitage-safninu. í sumarhúsi hans getur m.a. að líta risastórt staup í glerkassa á miðju borði og segir sagan að hann hafi verið vanur að kalla þá á sinn fund er hann grunaði að sætu í svikaráðum við sig (en þeir voru margir), — fylla staupið af Vodka og láta þá drekka í botn í einum teyg! — Það hefur mikið verið reynt að halda á loft hinum frumstæðari eiginleikum hans og eigna Katrínu miklu, að hafa lagt grunninn að fjársjóðum Eremitaga-safnsins. En það er ekki með öllu rétt því að vitað er að hann lét rússneskan höfuðsmann Jurij Kaliogriwow að nafni kaupa fyrir sig vel á annað hundrað málverk í Antwerpen og Brússel m.a. verk eftir Rubens, van Dyck, Remhrandt, Jan Steen, van Ostade, Wouwerman og Brueghel. Þá stofnaði hann tvö söfn, skipasafn og eins konar náttúrugripasafn, þar sem allt mögulegt var til sýnis, t.d. steinar, skeldýr, útstoppuð dýr o.fl. — Pétur hafði líkt og svo margir einvaldar tímanna mikinn áhuga á kynlegum náttúrufyrirbærum og við hirð hans var mikið um dverga og risa, sem hann lét búa til eftirlíkingar af eftir dauða þeirra. Safni þessu tilheyrði einnig bóka- safn og stjörnuturn til rannsóknar himintungla. Hann hafði mikinn áhuga á að miðla öðrum áhuga- málum sínum og fann upp óbrigð- ul ráð til að lokka gesti á söfnin, en hverjum er lagði leið sína þangað var boðið upp á vodkaglas! Órólegir tímar fylgdu í kjölfar dauða Péturs mikla og fjórir keisarar og keisaraynjur settust í valdastól á sextán árum: Katrín I, Pétur mikli Rússakeisari. Pétur II, Anna I og Iwan VI. Það var fyrst þegar Elísabet, dóttir Péturs mikla, komst til valda að regla komst aftur á hlutina. Hún var við völd í 21 ár og það var einmitt í hennar tíð að bygging Vetrarhallarinnar var hafin og fagurlistaakademían var stofnuð. Vetrarhöllin er verk ítalska húsameistarans Bartolemeo Rastrelli, sem var sonur mynd- höggvara þess er gerði' margar standmyndir af Pétri mikla og einnig eftirmynd þá af honum í fullri stærð er getur að líta í stórum glerkassa í Vetarhöllinni. Það er mjög lifandi mynd af Pétri þar sem hann situr valdsmanns- legur og í fullum skrúða, — höfuð hans og andlitsdrættir voru form- aðir með hliðsjón af dánargrímu hans. Þó ótrúlegt sé tók einungis átta ár að fulleera Vetrarhöllina og síðar bættist hin þrefalda Eremitage-bygging við. Sama árið og byggingin var fullgerð dó Elísabet. Nú tók Pétur III við, en valdatíð hans náði aðeins yfir hálft ár, þar sem Katrínu konu hans lá svo á að verða ekkja, og gerast keisaraynja. Stuðnings- menn hennar gerðu honum sam- særi, m.a. vegna illa þokkaðrar aðdáunar hans á Friðriki II Prússakonungi. Vetrarhöllin er út af fyrir sig ævintýralegur heimur, hin glæsi- lega framhlið var það eina sem uppi stóð eftir brunann mikla árið 1837, en höllin var endurbyggð. Hin risastóra bygging telur 1050 herbergi 1786 glugga og 117 tröppuganga. Samt er byggingin á engan hátt yfirþyrmandi og hún kemur mönnum svo fyrir sjónir að vera þægileg til íveru sem er í hæsta máta óvenjulegt með slíkar hallir. Forhliðarnar í austur, norður og suður prýða 174 mynda- styttur, sem virðast vaka yfir borginni, — viðbótin Eremitage-byggingin veit svo í vestur. Það fara miklar sögur af Katrinu II keisaraynju svo sem margur veit, — taumlaust ástalíf hennar mun best þekkt á Vestur- löndum og mun ég því ekki fjölyrða um það hér. En umsvif hennar á öðrum sviðum eru miklu minna þekkt, einkum á menn- ingarsviðinu og mun ég því fjalla örlítið um það. Hér var vissulega um óvenjulegan kvenmann að ræða, lífsþyrstan og drottunar- gjarnan. Umhugsunarlaust valdi hún sér ást- og vildarmenn og tók ekki hið minnsta tillit til skoðana ráðherra sinna. Hún tók sér til fyrirmyndar hugmyndir Péturs mikla til keisar^dæmsisins og leitaðist á öllum sviðum að líkja eftir honum. Hún leyndi því ekki, að hún mat rit Péturs til jafns við Biblíuna. Katrín, sem var prinsessa lítilsiglds þýsks furstadæmis, Anhalt-Zerbst, mun hafa séð lykil að miklum frama með hjúskap sínum og hinum reikula syni Elísabetar keisaraynju Pétri stór- fursta, en hann hafði meiri áhuga á leikbrúðum og tindátum en konu sinni, sem hann vanrækti og mun hafa haft lítinn áhuga á listum. Tengdamóður sína hataði hún og henni kom ekki til hugar að fara að ráðum hennar né taka minnsta tillit til hennar, sem hún taldi að lítillækkaði sig svo oft. Hins vegar virti hún hana fyrir hlut hennar að framgangi lista, — fagðurlista- skólinn var mikilvæg stofnun og valið á Rastrelli sem húsameistara vísaði á góðan smekk. Katrín notaði hluta tíma síns til að lesa franska rithöfunda er höfðu best ritað um siðgæði, náttúru og trúarbrögð — hún lá yfir ritum Voltaire, Jean Jaques Rousseau ásamt alfræðibóka- höfundum og hún las „De l‘Esprit“ eftir Helvetius. I raun réttri mátti telja hana lærða konu með víða yfirsýn. Hún stóð í bréfaskriftum við Voltaire, Helvetius og Diderot, — velti því fyrir sér, af hverju Voltaire, sem hafði skrifað bók um Karl 12. Svíakonung hefði ekki lokið við rit sitt um keppinaut Karls, Pétur mikla. Væri hugsan- legt að hann skrifaði einhvern tíma sögu hennar? Friðrik mikli Katrín II keisaraynja. hafði boðið Voltaire, til hallar sinnar Sanssouci i Potsdam og haldið honum þar sem eins konar sýnigrip í þrjú ár. Tilhugsunin lét hana ekki í friði né heldur löngun hennar til að verða hlutgeng í hópi þessara miklu andans- og valda- manna,. — í því skyni bauð hún frönskum lærimeistara d‘Alembert að nafni til hirðarinn- ar sem uppalanda sona sinna og stakk einnig upp á því við Diderot að hann kæmi til hirðar hennar og lyki þar við alfræðirit sitt. Af sömu ástæðu safnaði hún vest- rænni list en vanrækti um leið hæfileikamenn í eigin ríki. Jafn- framt keypti hún bókasöfn Voltaire og Diderots þrátt fyrir að hún um leið léti sér fátt um finnast varðandi stofnun rúss- neskrar rithöfundaakademíu. Hún dáðist að frönskum frjálshyggju- mönnum, en ef einhver leyfði sér að skrifa eitthvað í þá áttina í Rússlandi hafnaði hann fljótlega í fangelsi. En slík aðdáun á hinu erlenda og um leið vanmat á eigin samlöndum var (og er) ekkert óvenjulegt í sögunni. Þetta er svipaö því að amerískir lista- safnarar höfðu lengi vel ekki hinn minnsta áhuga á því sem var að gerast á vinnustofum í New York á sama tíma og þeir sópuðu að sér myndum frá París. Okkur finnst þetta órettlátt en við skulum ekki gleyma því, að viðkomandi er þetta ósjálfrátt. Þannig lét Katrín sér vísast fátt um finnast, að á sama tíma og hún jós út peningum til kaupa á erlendum bókasöfnum og listaverkum, birtust t.d. svohljóð- andi textar í smáauglýsingadálk- um dagblaða Pétursborgar: „Til sölu sextán ára bóndadóttir, með góða hegðun, fyrir aðeins tuttugu rúblur" eða „Til sölu góður tón- listarmaður, prýðilegur í matseld fyrir 800 rúblur“. Næstum í sömu andrá gaf hún fyrirmæli um að kaupa safn Brúhl greifa í Dresden fyrir 180.000 rúblur. Katrín varð fjótlega mjög fær í refskák stjórnlista og notfærði hér kænsku sína út í ystu æsar — einnig hvað það snerti að kaupa listaverk á alþjóðlegum markaði. Hún varð þó fljótlega áþreifanlega vör við það, að menningaráhugi hennar, áskrift að helstu bók- menntum og bréfasambönd við andans jöfra Evrópu, nægðu þó ekki til að gera hana hlutgenga í röðum þeirra, sem hún þó sótti svo fast. Bæði Diderot og d'Alembert höfnuðu að koma til hirðar henn- ar. En er sendiherra hennar í París, Dimitrij Galitzin, lét hana vita árið 1765, að Diderot væri í fjárþröng og hugleiddi jafnvel að selja bókasafn sitt, er hann hafði viðað að sér á meðan hann vann að alfræðiriti sínu, — þá sýndi hún það örlæti að bjóðast til að kaupa það og galt meira fyrir en Diderot setti upp. — Um leið gerði hún hann að umsjónarmanni bóka- safns síns, sem var stórsnjallt herbragð. Er hún frétti svo að Diderot haði einnig látið mestan hluta handrita sinna fylgja bóka- safninu varð hún svo glöð að hún galt honum laun fyrir umsjón ssafnsins í 50 ár fyrirfram. Þar með hafði Diderot 41.000 „livres“ til umráða sem var stórfé í hans höndum. í sömu andrá varð Katrín virt og þekkt í röðum heimspek- inga. Eftir þetta voru það einmitt heimspekingarnir sem urðu bestu liðsmenn hennar við kaup lista- verk og þeir höfðu hér miklu meira vit á málum heldur en sendiherrar hennar og þekktu alla, smáa sem stóra listaverkasala og vissu um öll mikilvæg uppboð. Auk þess voru sumir þeirra og þá einkum Diderot sérfræðingar og áhrifa- valdar í málefnum listarinnar. Katrín var einnig mjög örlát þeim er hún taldi sig geta haft gagn af og Diderot sýndi einnig þakklæti sitt á margan hátt. Er Galitzin sendiherra hennar var falið að útvega myndhöggvara til að gera minnismerki um Pétur mikla og bauð 300.000 liveres fyrir, þá fékk hann þrjú tilboð frá nafnkenndum myndhöggvurum upp á 400.000, —

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.