Morgunblaðið - 23.09.1978, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978
11
450.000 og 600.000. Þá blandaði
Diderot sér í málið og tjáði
keisaraynjunni, að Falconet væri
reiðubúinn til að taka að sér
verkið fyrir 25.000 liveres árlega,
sem var mjög hagstætt tilboð.
Falconet var þó í 12 ár að fullgera
verkið (!) og er það var afhjúpað
var skaparinn ekki viðstaddur, —
hafði fallið í ónáð hjá keisaraynj-
unni. — Diderot heimsótti St.
Pétursborg til að líta á safn
keisaraynjunnar, en þó öðru frem-
ur til að hitta hana sjálfa. Frá 8.
okt. 1773 — 5. marz 1774 bjó hann í
höll kammerherra nokkurs
Narischin að nafni. Hann fékk 60
sinnum áheyrn hjá keisaraynjunni
og þau ræddu um sameiginleg
áhugamál; m.a. barst þá í tal að
stofna rússneskan háskóla — í
augum Katrínar var Diderot öðru
fremur trúnaðarmaður hennar og
vinur.
Það er ævintýraleg lesning að
lesa um listaverkakaup Katrínar
og annarra er sátu á veldisstóli á
þeim tímum og gæti vísast orðið
efni í sérstaka grein — umsvifin
voru svo mikil. Einnig er fróðlegt
að lesa um viðhorf manna til
listaverk og mat á verðgildi þeirra,
t.d. mátu menn verðgildi málverka
Gerard Dou með því að vikta þau á
móti gulli!
Fullyrt hefur verið að Katrín
safnaði málverkum fyrir glysið
eitt og að í raun og veru hafi hún
hér haft jafnlítið vit á hlutum og
— Og hvernig skyldi Katrín
hafa farið að því að fjármagna öll
þessi kaup? — Menn hafa reiknað
það út að tekjur hennar námu um
17 milljónum rúblna á ári. Nú átti
Katrín í styrjöldum og þessar
styrjaldir gieyptu ómældan pen-
ing. Fyrsta stríðið við Tyrki
kostaði ríkið 47 milljónir og það
næsta 90 milljónir rúblna — en
vildarmenn hennar fengu 1V4
milljón rúblna árlega. Með hlið-
sjón af þessum upphæðum var
vægi þessara útgjalda ekki mikið.
Hvernig fór Katrín að því t.d.
síðasta ár sitt í veldisstóli að eyða
80 milljónum rúblna þrátt fyrir að
tekjur hennar námu einungis
örlitlu broti þessar upphæðar og
lán dugðu skammt?
— Svarið liggur í því, að val-
kyrjan lét einungis þrykkja banka-
seðla! Þrátt fyrir skamma setu
eiginmanns hennar í veldisstól
hafði honum þó gefist tími til að
stofna Rússlandsbanka og hefja
framleiðslu pappírsseðla og
Katrín þrykkti áfram af miklum
móð og ástríðu! Menn hafa reiknað
það út, að hún hafi komið 158
milljónum pappírsrúblna í umferð
og tekið 300 milljónir að láni. Öll
önnur lönd álfunnar hefðu orðið
gjaldþrota með slíku framferði.
Þegnar Katrínar kvörtuðu þó
aldrei yfir þessum ráðstöfunum
hennar né fjármálastjórnsýslu. —
Og þótt pappírspeningar hennar
hlytu ekki jafnan æskilegt gengis-
Eremitagesafnið séð að innan.
tónlist, — en hún á eitt sinn að
hafa sagt, „að í sínum eyrum
hljómaði gelt hinna níu hunda
hennar betur en nokkur tónlist!"
Sjálfsagt leit hún ekki sömu
augum á málverk og fagmenn,
henni var frásagnargildið fyrir
mestu og hver mynd átti í hennar
augum að hafa menntunargildi, og
í því skyni líkaði henni vei að fá
skýrslu um þá hlið málsins hverju
sinni, áður en hún keypti listaverk.
Að slík afstaða sé engan veginn
óvenjuleg sanna rit Diderots. Þó er
miklu sennilegra að hún hafi í
raun og veru haft dálæti á
málverkum og þannig viðurkenndi
hún oft að sér væri fyrirmunað að
sjá ýmsa fegurð í málverkum. Slík
vitneskja um eigin takmörk veit á
þroskaða skapgerð og Katrínu var
vissulega ljóst, að takmarkað vit
hennar á myndlist gaf henni ekki
rétt til að dæma. Hún skrifaði eitt
sinn í bréfi, „augu mín sjá ekki það
við þessi málverk, sem yðar augu
sjá“.
Katrín lét opna kisturnar er
geymdu málverkin jafnóðum og
þær bárust til þess a geta skoðað
þau í einveru, — og eitt sinn sagði
hún stolt: „Aðeins ég og rotturnar
erum þeirrar ánægju aðnjótandi
að geta notið þessarar dýrðar!"
Katrínu tókst vissulega með
örlæti, kænsku og góðum sam-
böndum að auðga rússnesku þjóð-
ina að ótal listaverkum höfuðsnill-
inga álfunnar, — keypti ósjaldan
heilu einkasöfnin fyrir stórfé og
þótt þjóðin sjálf hefði betur mátt
njóta þessara peninga, þá gæti
hún í dag margfaldlega notið
þessarar söfnunaráráttu keisara-
ynjunnar, beitti hún sömu kænsku
og hún. Verk þau er hún keypti
hafa ávaxtað sig þúsundfalt og eru
í dag ótal milljarða gulldollara
virði.
verð þá datt engum í hug að álíta
Rússland gjaldþrota! Gjaldmiðill-
inn var allstaðar viðurkenndur og
þannig gat Katrín án erfiðleika
innréttað Eremitage-safnið.
Þegar Katrín lést, kom upp
spurningin, hvernig haga ætti
stjórnsýslu safnsins. Meðlimir
akademíunnar voru kallaðir sam-
an og þeir ákváðu að láta gera
heildarskrá yfir öll málverk í eigu
safnsins. Þá kom í ljós að keisara-
lega safnið í St. Pétursborg taldi
3396 málverk. Á minna en 30 árum
var safn rússnesku hirðarinnar
orðið að jafn umfangsmiklu mál-
verkasafni og bestu söfn Evrópu!
— Það er sagt, að ríkisarfinn
sonur hennar, Páll stórfursti, hafi
orðið svo glaður við fréttina um
andlát móður sinnar, að hann
sæmdi sendiboðann er kom með
skiláboðin orðu! Páll I var öðru
fremur þekktur fyrir að vera alltaf
að semja skrítin lög. Páll var mjög
sérstæður í útliti og var því í
miklu dálæti hjá skopteiknurum.
Það var einkum ein skopmynd í St.
Pétursborg er hlaut mikla út-
breiðslu og vinsældir — í annarri
hendi hélt Páll á pappírsblaði og á
því stóð „Reglur", — í hinni
hendinni hélt hann á pappírsblaði
er á stóð „Gagnreglur", — en í
enni hans var letrað „Ruglingur"!
Þrátt fyrir að Páll I væri vari
með öllum mjalla svo sem hin
ýmsu lagafyrirmæli hans sýna, t.d.
„að sérhver er ætti leið framhjá
Vetrarhöllinni bæri skylda til að
heilsa og að sérhver ferðamaður er
æki framhjá keisaranum og
fyldarliði hans bæri skylda til að
stíga út úr vagni sínum og heilsa á
meðan hersingin færi hjá og að
allir karlmenn ættu ... að púðra
sig, — þá hélt hann áfram
listapólitík móður sinnar.
Páll I hlaut dapurlegan dauða-
daga eftir aðeins fimm ára valda-
feril, — hann var kyrktur í
Michaelovskij höll sinni.
Alexander I, sonur Páls, ríkti í
25 ár, eða frá 1801—1825. Gagn-
stætt því að faðir hann hafði reynt
að loka fyrir öll sambönd við
vestrið leyfði Alexander list-
stúdentum aftur að stunda nám
við fagurlistaskólann í París eftir
því sem stjórnmálastaðan leyfði
hverju sinni. Hann hafði mikinn
áhuga á listum og fylgdist vel með
því sem var að gerast í París, hann
hafði og hlotið franskt uppeldi í
anda Rousseaus. — Það var margt
að gerjast í franskri list á
valdatíma Alexanders og þá ekki
síður í stjórnmálum, þetta voru
tímar uppgangs og falls Napoleons
Bonaparti og spilin voru stokkuð
upp i allri Evrópu. Slíkum örlaga-
tímum fylgdi jafnan gróska í
listum, því að þá ríkti samkeppni á
öllum sviðum. Alexander auðgaði
Eremitage-safnið að miklum fjár-
sjóðum og á þessum tímum var
stöðugur straumur listaverka á
leið til Rússlands, m.a. komst hann
yfir safn Beauharnais-fjölskyld-
unnar, sem hún hafði sankað að
sér á stórveldistíma Napoleons.
Nikulás I, yngri bróðir Alexand-
ers, er tók við völdum að honum
látnum ríkti í heil 30 ár. Honum
var það mikið kappsmál að fylla
upp í myndina af því sem
Eremitage-safninu vantaði, t.d. af
ítalskri myndlist, — en einnig af
myndum úr öllum áttum því að
eyðurnar voru margar. Það var í
valdatíð hans, þ.e. 5. febrúar 1852,
sem Eremitage-safnið var opnað
almenningi með mikilli viðhöfn og
hafði undirbúningurinn þá staðið
yfir í 12 ár. Arið 1837 hafði
Vetrarhöllin brunnið svo sem fyrr
getur — aðeins framhliðin og
nokkrir salir stóðu upp úr rústun-
um. Nú varð að endurbyggja nærri
alla höllina og þá ákvað Nikulás að
reisa einnig hina löngu fyrirhug-
uðu viðbótarsafnbyggingu. í því
skyni réð hann byggingarmeistar-
ann Leo von Klenze frá Munchen
til að skipuleggja bygginguna
ásamt Rússunum Efimow og
Stassow. Það er því lítil furða, að
Eremitage-byggingin svipar til
Alte Pinakotek og Glyptoteksins í
Múnchen, sem höfðu verið opnuð
15 og 22 árum áður af Ludwig I.
Bæjarkonungi, en bæði þessi söfn
hafði von Klenze skipulagt. —
Eremitage-safnið taldi á þeim
tíma 4500 málverk.
Sonur Nikulásar, Alexander II,
settist í valdastól árið 1855. Hann
hlaut illan endi 21 ári síðar, er
hann var drepinn í sprengjutil-
ræði, — hann stóð þó fyrir ýmsum
markverðum endurbótum, t.d.
afnámi ánauðar. Hann mun hafa
haft lítinn áhuga á
Eremitage-safninu en það var
heldur ekki nauðsyn að svo komnu
máli, því að nú var safnið orðið að
sjálfstæðri stofnun og safnstjórn-
in réð kaupum á listaverkum og
endurbótum á byggingunni. Um-
fangsmikil skrá var gerð yfir
safnið og hún svo endurbætt
verulega og kom þá þar m.a. við
sögu Thoré-Bilrger, sá hinn sami
og uppgötvaði Vermeer frá Delft.
Það var minna keypt til safnsins
en á dögum Nikulásar en meðal
listaverka er voru föluð þá má
nefna hina frægu mynd Leonardo
da Vinci „Madonna Litta“, sem
gegnir þar sama hlutverki pg
Mona Lisa í Louvre, sem mynd er
allir vilja augum líta enda er hún
undurfögur.
Næstu tveir keisarar, Alexand-
er III og Nikulás II, komu ekki
tcljandi við sögu
Eremitage-safnsins, en það
stækkaðr stöðugt og varð eitt
besta og nafntogaðasta safn
veraldar, sem flesta þá er unna
góðum málverkum dreymir um
að heimsækja.
Hér hefur verið stiklað á stóru
um uppruna, þróun og viðgang
Eremitage-sfnsins og er þetta
frjálsleg samantekt eftir lestur
formála Pierre Descargues í bók
um helstu verk safnsins. Næsta
grein fjallar um ferð til Lenin-
grad, heimsókn á safnið, Sumar-
höll Péturs mikla, Vetrarhöll og
Isaks-kirkju.
Það er óhætt að segja, að
nýju haustflíkurnar líti út
fyrir að vera sæmilega
skjólgóðar, þ.e.a.s. ef
klæðst er hverri flíkinni
yfir aðra, eins og sýnt er á
þessum nýju tízkumyndum
frá London. Vestin halda
velli, eins og sjá má, enda
er það mjög klæðileg flík
fyrir allan aldur. Vestin
eru af öllum gerðum og
stærðum, allt frá litlum
„bolero" vestum til stórra,
sem hægt er að fara í utan
yfir jakkann eða kápuna.
Efnin eru allt frá silki yfir í
þykk ullarefni og flauel,
sömuleiðis þykir vel hæfa
að vera í „quilteruðum"
vestum yfir blússur eða
kjóla.
Hér eru sem sagt örlítið
sýnishorn af því, sem í
vændum er í tízkuheimin-
um, og er víst engin hætta
á öðru, en að
við höfum þessar
dagskipanir hæst-
ráðenda í huga, ef við
ætlum að hressa eitthvað
upp á klæðnaðinn fyrir
veturinn.
Umsjón:
B&rgljót Ingólfsdóttir
Hver flíkin yfir annarri