Morgunblaðið - 23.09.1978, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978
Þung verk eiga
betur við Norð-
urlandabúa
Rætt við Toril Gording, norska
leikkonu, sem hér var fyrir skömmu
Toril Gording íyrir utan Hótel Sögui Ibsen er alltaf jafnmikið í
takt við tímann.
NÝLEGA var hér á ferð norska
leikkonan Toril Gording og
flutti dagskrá um leikritun
Henriks Ibsens í Norræna hús-
inu. Þar var húsfyllir. Daginn
eftir ræddi leikkonan við blaða-
mann Mbl. um norrænt leikhús,
Ibsen og sjálfa sig.
Toril Gording er fastráðin við
norska þjóðleikhúsið. Þar, sem
víðar, er nú minnzt 150 ára
afmælis þessa norska leikrita-
skálds, sem kallaður hefur verið
„faðir nútímaleikritunar". Leik-
konan játti því, að áhugi leik-
húsa víða um heim á verkum
Ibsens gengi sífellt í bylgjum.
„Þegar Ibsen er tekinn til
sýninga á ný eftir nokkurt hlé,
kemur alltaf í ljós, að hann er
jafnmikið í takt við tímann og
hann var,“ sagði hún. „Hann
dregur mál sitt svo mikið
saman. Ég held þetta nakta,
blátt-áfram mál persónanna
orsaki, hvað verk hans höfða til
okkar nú. Og svo fjallar hann
um þvílíka árekstra manna, sem
alltaf munu eiga sér stað. í
Þjóðníðingi er deilt um sýkingu
í almenningsbaði, en þar er í
rauninni verið að fjalla um
þennan eilífa einstakling, sem
alltaf mun rísa upp gegn fjöld-
anum.“
Að grafa í
sálarlíf sitt
Toril Gording gerði grein
fyrir eigin túlkun á leikritun
Ibsens: „I dagskrá minni geng ég
út frá ákveðnum þætti í fjöl-
mörgum verka Ibsens, sem er
köllun manna til einhvers
ákveðins verks. Þar má nefna
prestinn Brand, Pétur Gaut eða
Sólr.es byggingarmeistara. Þörf
slíkra manna fyrir að sinna
lífskölluninni kemur oft hart
niður á samskiptum við annað
fólk og nánasta umhverfi þeirra
getur orðið sviptingasamt. A
síðari tímum hafa komið upp
slíkir menn, eins og Albert
Schweitzer, Solzhenitsyn eða
Sakharov, sem sýna okkur, hvað
leikrit Ibsens halda gildi sínu.
Það eru líka margar konur nú
sem líður eins og Nóru (Brúðu-
heimilið), finnst þær verða að
yfirgefa heimili sitt til að geta
lifað eigin lífi.“
„Ég kalla dagskrá mína um
Ibsen „Bergmannen i norsk
digtning", vegna þess að í ljóði
sem hann orti og kallaði Berg-
mannen speglar hann í rauninni
einkenni sitt sem rithöfundar.
Ljóðið fjallar um mann, sem
grefur sig sífellt dýpra og dýpra
í bjargið í leit að dýrum
málmum. Ibsen sjálfur var
stöðugt að grafa dýpra í sitt
eigið sálarlíf, svo honum mætti
takast betur að skilja mannlífið
í kringum sig. Á legsteini hans
er einmitt vitnað í ljóðið Berg-
mannen. — Þetta á auðvitað
líka að vera regla leikarans í
starfi sínu; að kryfja sífellt
sjálfan sig og það sem hann sér
til þess að skilja betur samfélag-
ið og læra af því. Leikari má
ekki standa kyrr. Tíminn rennur
stöðugt áfram, og ef leikarinn
fylgir honum ekki, fer honum
aftur. Þetta á við um alla
listamenn, já, í raun alla menn.“
Sjálf hefur Toril Gording ekki
leikið mikið í Ibsen-sýningum.
Hún hefur leikið í Brandi og
Pétri Gaut á frönsku, fyrir
franska skólanema, og nýverið
tók hún ásamt einum öðrum
leikara þátt í grímuklæddri
uppfærslu á Brandi í þjóðleik-
húsinu. En hún hefur aðallega
leikið í hvers kyns nútímaleik-
ritum. „Því miður," sagði hún,
„því að ég hef miklu betri tengsl
við tíma Shakespeares eða
klassísku frönsku leikjanna en
okkar tíma. Ég á léttara með að
setja mig inn í menningu þeirra
tíma. Eg er sennilega ekki
dæmigerð 1978 manneskja."
23 sögðu sig úr
norsku
leikarasamtökunum
Toril Gording sagði aðalvanda
norsks leikhúss nú vera skort á
góðum leikstjórum. „Við eigum
marga góða leikara, en það
koma alltaf upp vandamál þegar
velja á leikstjóra að sýningu.
Það kemur sér mjög illa að geta
ekki menntað leikstjóra. Svíar
hins vegar búa vel, þar sem þeir
hafa eignast heila kynslóð leik-
stjóra, sem er arftaki þess
„skóla" sem Ingmar Bergmann
tilheyrði. — Svo er offramboð á
leikurum auðvitað líka vanda-
mál hjá okkur. Á hverju ári
útskrifast 10 leiklistarnemar, og
þetta er anzi stór hópur ungs
fólks sem fær ekkert að gera. Að
mínu áliti er þörf á því að kanna
hverju sinni þörf leikhúsa fyrir
unga leikara og laga námið að
því.“
Nýlega sögðu 23 leikarar sig
úr samtökum leikara í Noregi og
stofnuðu sjálfstæðan hóp. Toril
Gording var ein þeirra.
„Ástæðan fyrir þessari úrsögn
var óánægja með það, hvað
samtökin voru farin að ræða
mikið hvers kyns pólitísk mál,
en minna mál sem beint snertu
leikarastéttina og hagsmunamál
hennar,“ sagði hún. „í lögum
félagsins var tekið fram að það
skyldi vera ópólitískt og fyrst og
fremst koma fram sem hags-
munasamtök leikara. Þessum
lögum hefur nú verið breytt og
félagið tekur pólitíska afstöðu
til atburða í þjóðfélaginu, kjara-
mála, verkfalla o.s.frv. Þessi 23
manna hópur vill einbeita sér að
hagsmunamálum leikara.
Fyrsta skrefið er að fá rétt til að
skipta við ráðamenn sem full-
trúi stéttarinnar, en síðan
vonum við að fleiri bætist í
hópinn.
Það er mjög mikils virði að
vera í starfi sem maður hefur
áhuga á,“ sagði Gording. „Og
þar sem leikhúsin eiga í erfið-
leikum má ekki eingöngu hugsa
um að fá meiri laun og lengra
frí, — launin geta verið meiri í
öðrum störfum, sem veita ekki
sömu ánægju."
Við ræddum leikhús á Norð-
urlöndum, og Toril Gording
sagði erfitt að ræða einhver
sameiginleg einkenni á leik-
menningu landanna. „Við erum
svo ótrúlega ólíkir, þessir 5
bræður í norðri,“ sagði hún. „En
vissulega erum við gjörn á að
þyngja yfirbragð sýninganna.
Við eigum oft gott með að túlka
þung, raunsæisleg verk, en er
ekki eins eiginlegt að leika i
absúrd-leikritum eða þessum
fisléttu frönsku gamanleikjum.
Það fellur ekki jafnvel að
eðlinu."
Áformað að undirrita
hafréttarsáttmála 1980
Fréttaritari stórblaðsins The
Times, Marcel Berlins, sem fylgd-
ist með nýlokinni hafréttarráð-
stefnu í New York, segir í grein
um ráðstefnuna að reikna megi
með að undirritaður verði hafrétt-
arsáttmáli í Caracas á árinu 1980.
Eftir fjögurra vikna funda törn í
New York sjáist nú fyrir endann á
ráðstefnuhaldi um hafréttarmál.
Því marki sé þá náð, þrátt fyrir
takmarkaðan framgang mála á
þessum mánuði, nema hvað varðar
mengun hafsins. Ákveðinn sé sex
vikna fundur í Genf 19. marz
næstkomandi, sem eigi að Ijúka
hinum óformlegu umræðum, er
staðið hafi allar götur síðan
ráðstefnan byrjaði fyrir fimm
árum. Þá megi reikna með annarri
sex vikna ráðstefnu í New York
haustið 1979. Og ef allt fari að
vonum, verði sáttmalinn loks
undirritaður í Caracas 1980.
— Almennt eru menn sammála
um að ráðstefnan sé komin yfir
mikilvæga sálræna hindrun með
því að setja ákveðin markmið og
tímamörk, skrifar hann. Einnig er
orðið ljóst að komið var að því
marki að þóf um aðgreinda þætti
gæti lengur borið ávöxt og nauð-
synlegt að líta á samningspakkann
í heild og taka til við að prútta og
verzla.
Verulegur árangur náðist á
fundunum í New York um hindr-
anir gegn sjavarmengun.
Amoco-Cadiz slysið varð veruleg
hvatning til þess að ná samkomu-
lagi í stórum dráttum um að
styrkja vald strandríkja t.il að
vernda gegn mengun hafsvæði sín,
allt að 200 mílum frá ströndinni.
Þeim yrði veittur verulegur réttur
til að skoða og stöðva skip, sekta
þau og undir vissum kringumstæð-
um fangelsa brotlega aðila.
Ekki náðist neinn slíkur árang-
ur varðandi ákvörðun um ytri
mörk landgrunnsins, sem Bretum
eru mjög mikilvæg. Öll strandríki
munu fá 200 mílna efnahagslög-
sögu, en landgrunn sumra þeirra
Frá hafréttarráðstefnunni
nær út fyrir þau mörk. Viðtekið er,
að auðlindir milli 200 mílna og
hvaða annarrar línu sem ákveðin
kynni að verða, skuli skiptast milli
strandríkja og fátækra landa
heimsins. En deilt er enn um þaö
hvar sú lína eigi að liggja.
Arabaríkin vilja ekki að þetta nái
út fyrir 200 mílurnar. Rússar hafa
stungið upp á 300 mílna fjarlægð
frá landi. Bretar styðja írska
tillögu, sem er ákaflega flókin og
byggir á þykkt setlaga.
Annað ófrágengið mál, sem er
mikilvægt fyrir Bretland, er réttur
landluktra ríkja til hlutdeildar í
fiskveiðum innan efnahagslögsögu
strandríkja. Hann mundi þýða það
að Bretar yrðu að láta af hendi
„umframfisk" sinn til landa, sem
ekki hafa sömu strandaðstöðu.
Snarpir árekstrar milli þróunar-
landanna og Bandaríkjanna vegna
hugsanlegra réttinda einkafyrir-
tækja til að hefja manganvinnslu
á hafsbotni settu mjög svip á
fundina í New York, en í hafdjúp-
inu eru líka nikkel og kobalt,
löggjöf um þess háttar rekstur
bíður samþykkis í Bandaríkja-
þingi. Á síðasta degi ráðstefnunn-
ar hélt talsmaður 77-ríkja hópsins
(sem að vísu nær nú yfir meira en
100 ríki), því fram að einhliða
ákvörðun af því tagi færi í bága
við alþjóðalög og væri andstæð
stefnu Sameinuðu þjóðanna um að
úthöfin séu „sameiginleg arfleifð
mannkynsins“. Aðgerðir af þessu
tagi mundu stofna allri hafréttar-
ráðstefnunni í hættu með ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum. Hann
hvatti Bandaríkin, svo og önnur
ríki sem hugsanlega væru að
hugsa til hreyfings, til að bíða þar
til hafréttarráðstefna væri búin að
ganga frá þessu atriði. Fengu
þessar þjóðir stuðning Sovétríkj-
anna og sumra Norðurlanda. Rök
Bandaríkjanna voru þau, að ekki
yrði hvort eð er mögulegt að
hefjast handa fyrr en eftir fimm
ár, þótt samþykkt yrðu lög, og þá
mundi hafréttarsáttmáli liggja
fyrir. Elliot Richardson fulltrúi
Bandaríkjamanna, sagði líka, að
stjórn Carters væri lögunum
meðmælt vegna þess að fyrirtækin
mundu ella hætta við allar fyrir-
ætlanir sínar og leysa upp hópa
tæknimanna, sem mundi leiða til
þess að engir málmar yrðu unnir
af hafsbotni. Fleiri lönd eru með
löfCgjöf í undirbúningi um náma-
vinnslu í úthöfunum, svo sem
Japan, Vestur-Þýzkaland, Frakk-
land og Holland og bresk fyrirtæki
eru með í undirbúningnum. Þróun-
arlöndin vilja að námufélögin
greiði allt að einni milljón dala eða
510 þúsund pund fyrir námurétt-
indin og að auki 10 hundraðshluta
af málminum, sem unnin er.
Þróuðu löndin telja aftur á móti
ósanngjarnt að leggja slíka byrði á
þau áður en svo mikið sem er vitað
hvort hægt sé að vinna málma
þarna. Þeir vilja að greiðslur verði
fremur miðaðar við árangur og
ágóða.-