Morgunblaðið - 23.09.1978, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978
Fyrrum CIA-for-
ingi yfirheyrður
Washinviton — 22. sept. Reuter.
í DAG var til yfirheyrslu hjá
nefndinni. sem nú fæst við
endurrannsókn á Kennedy
Bandaríkjaforseta. Iíichard
llelms. einn af fyrrverandi yfir-
miinnum CIA.
Taliö er, að Helms hafi verið
einn fárra manna innan CIA, sem
hjó yfir mikiivæjíri vitneskju um
áætlanir Kúbumanna um að ráöa
Kennedy af döjium. Mun hann
hafa verið þýfgaður um það af
nefndinni, hvers vejína hann lét
ekki Warren-nefndinni í té ýmsar
upplýsinfíar um þetta atriði meðan
hún var að rannsaka morðið a
Kennedy. Þá átti einnig að spyrja
Helms um, hvers vegna CIA hefði
ekki á sínum tíma kannað tengsl
Lee Harvey Oswalds við ýmsa
Kúbani, bæði stuðningsmenn og
andstæðinga Castrós.
Gerald Ford fyrrum Banda-
ríkjaforseti, sem sæti átti í
Warren-nefndinni, sagði hins veg-
ar í gær, að þótt Helms hefði ekki
látið Warren-nefndinni í té þær
upplýsingar, sem hann bjó yfir á
sínum tíma, breytti það í engu
þeirri niðurstöðu, sem nefndin
komst að, að Oswald hefði einn
staðið að morðinu á Kennedy.
Prófsteinn launa-
stefnu Callaghans
Lond<»n. 22. scptomhor. Rcutcr.
RÚMLEGA 3.000 starfs-
menn brezku Ford-verk-
smiðjanna lögðu niður
vinnu í dag þegar stjórn
verksmiðjanna bauð þeim
5% launahækkun í stað
þeirra 30%, sem starfs-
mennirnir fóru fram á.
Litið er deiluna sem próf-
stein á stefnu ríkisstjórnar
James Callaghans í launa-
málum, en stjórnin hefur
bannað meiri launa-
hækkanir en sem nemur 5
af hundraði til júlí 1979.
Bæði stjórnvöld og verkalýðs-
samtök munu fylgjast náið með
deilunni sem nú er komin upp í
Ford-verksmiðjunum. Verkalýðs-
samtökin höfnuðu stefnu stjórnar-
innar í launamálum á ársþingi
sínu fyrir skömmu og stéttarfélög
56.000 starfsmanna Ford á Bret-
landi hafa t.d. farið fram á 30%
hækkun launa. Fulltrúar starfs-
mannaðna sögðu í dag, að tilboð
verksmiðjanna um 5%. hækkun,
sem er í samræmi við stefnu
stjórnarinnar, væri háðung.
Talsmenn breskra stjórnvalda
játuðu í dag, að ekki hefði tekist að
koma í veg fyrir að laun hækkuðu
meira en um 10 af hundraði
síðustu 12 mánuðina eins og
takmark stjórnarinnar var. Þeir
sögðu að laun hefðu hækkað að
jafnaði um 14,2 af hundraði á
tímabilinu.
Þá sagði Dennis Healy fjár-
málaráðherra Breta í dag, að
verðbólga tvöfaldaðist á næsta ári
ef kröfur um 20% hækkun launa
næðu fram að ganga.
Andófsmenn í A-Evrópu:
Reyna sameiginlega
mannréttindabaráttu
Varsjá. 22. scptcmbcr. Reutcr.
SAMTÖK pólskra og tékk-
neskra andófsmanna sendu
tilkynningar frá sér sam-
tímis í dag þar sem hvatt
var til að andófsmenn í
AusturEvrópu sameinuð-
ust í baráttu sinni fyrir
mannréttindum. í tilkynn-
ingunni boðuðu andólfs-
mennirnir til fundar aust-
ur-evrópskra andófsmanna
þar sem fjallað skyldi um
sameiginleg málefni
þeirra.
Lögreglan virðist staðráðin í að
láta þessar tilraunir ekki ná fram
að ganga því hún hóf strax húsleit
og gerði upptæk ýmis gögn andófs-
mannanna, að því er Jacek Kuron,
leiötogi pólskra andófsmanna,
skýrði frá í dag.
Pólsku og tékknesku andófs-
mennirnir hittust á laun við
landamæri landanna og ákváðu að
sameinast í baráttu sinni fyrir
auknum mannréttindum og m.a.
gefa út ýmsar yfirlýsingar sam-
tímis. Þá ákváðu þeir ennfremur
að reyna að efna til samvinnu við
skoðanabræður sína í öðrum lönd-
um Varsjárbandalagsins. Andófs-
mennirnir í Póllandi höfðu þegar
Bridgctown. Barhados, 22. septemher.
Rcuter.
RÍKISSTJÓRN Turks- og
Caicoseyja í Karibíska
hafinu skýrði frá því í dag,
að Bandaríkjamenn hefðu
ákveðið að leggja brátt
niður herstöðvar sínar á
eyjunum og á Antigua,
Barbados og á Bahama.
Tilkynningin virtist koma
ritað bréf til andófsmanna í
Búlgaríu, Austur-Þýzkalandi,
Rúmeníu, Ungverjalandi og Sovét-
ríkjunum þar sem hvatt var til
sameiginlegrar baráttu, en lög-
reglan gerði þau upptæk í dag.
breskum, bandarískum og
innlendum embættismönn-
um á Barbados á óvart og
sögðust þeir ekki kannast
við málið.
Utanríkisráðherra Barbados
neitaði því að Bandaríkjamenn
hefðu tilkynnt stjórn hans um
lokun herstöðvanna. Hins vegar
vildi bandaríski sendiherrann
hvorki staðfesta né neita að
Bandaríkjastjórn hefði tekið þessa
ákvörðun.
Bandaríkjamenn
loka herstöðvum
Brasilía:
Stjómarskrá mjak-
að 1 lýðræðisátt
Palestínukonur hrópa ókvæðisorð um Jimmy Carter Bandaríkjaforseta og Anwar
Sadat forseta Egyptalands á fundi í hverfinu Sabra í Beirút, þar sem
samkomulaginu í Camp David var mótmælt.
Myndin sýnir þegar tvaer AT—6 flugvélar rákust á í Iofti yfir Nevada-eyðimörkinni í Bandaríkjunum
á laugardaginn var. Flugmennirnir. sem báðir lctust, tóku þátt í flugkeppni. Annar þeirra var í sinni
fyrstu flugkeppni en hinn var þrautreyndur keppnismaður. Peir stóðu báðir á fertugu.
Brasiiíu. 22. scpt. — AP.
BRASILÍSKA þingið sam-
þykkti á fimmtudag breyt-
ingartillögu við stjórnar-
skrá landsins, þar sem
dregið er úr alræðisvaldi
forseta herforingjastjórn-
arinnar og henni mjakað í
lýðræðisátt. Þessi nýju lög
taka gildi 1. janúar 1979.
Samkvæmt nýju lögunum
verður vald forseta landsins á
ýmsan hátt takmarkaðra. Til að
mynda verður dregið mjög úr
dauðadómum og öðrum refsing-
um vegna pólitískra glæpa. Sam-
kvæmt þessum lögum er forseta
heimilt að lýsa yfir byltingar-
ástandi í landinu, sem skerðir
frelsi manna, en verður að fá
samþykki þingsins v,ið slíka
yfirlýsingu áður en fimm dagar
líða, annars fellur hún úr gildi.
Forsetanum verður áfram
heimilt að lýsa yfir neyðar-
ástandi í landinu án þess að
samþykkt þingsins liggi fyrir, en
herforingjaráðuneytið verður að
samþ.vkkja slíka yfirlýsingu.
Tillaga þesSi til breytingar á
stjórnarskrá Brasilíu, þar sem
herforingjastjórn hefur setið aö
völdum frá 1964, var borin upp af
forseta landsins, Ernestó Geisel,
fyrr á þessu ári. Nú hefur verið
ákveðið að kjósa eftirmann hans
til næstu sex ára 15. október n.k.
og verður það J.B. Figuerido, en
hann gegndi embætti forsta á
undan Ernesto. Hann er sagður
afhuga auknum lýðréttindum.
Þrátt fyrir þessi nýju lög þykir
talsmönnum eina stjórnarand-
stöðuflokksins í Brasilíu of
skammt gengið í lýðræðisátt og
að enn sé langt í land með að
lýðræði komist á í landinu.
Fylgi
Carters
eykst
Ncw York. 22. sepícmhcr, AP.
VINSÆLDIR Jimmy Cart-
crs Bandaríkjaforseta hafa
aukist gífurlega að undan-
förnu, eða um 16 af hundr-
aði frá því að fundinum í
Camp David lauk, að því er
fram kemur í skoðana-
könnun AP og NBC.
Band'aríkjamenn telja þó eftir
sem áður, að Carter farist stjórn-
un innanríkismála ekki vel úr
hendi. Þess vegna er talið að hið
aukna fylgi forsetans geti reynst
brigðult, takist honum ekki að ná
betri tökum á efnahags- og
orkumálum Bandaríkjanna.
Samkvæmt skoðanakönnunum
AP og NBC nýtur Carter í dag
svipaðra vinsælda og seint á
síðasta ári, en 42% aðspurðra
töldu hann leysa verk sitt vel af
hendi. ■