Morgunblaðið - 23.09.1978, Side 21

Morgunblaðið - 23.09.1978, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 21 eftir ÞÓRI S. GUÐBERGSSON Og hann komst aö raun um, aö þetta gæti alveg staðist! Hann sagöi engum frá því, en þetta olli honum áhyggjum um margra ára skeiö. í öðru dæminu var hvíslað aö viðkomandi nemanda, aö kennarinn þeirra væri alveg frábær. Kvíðinn nemandi, lélegur í íslensku, ókunnur öörum börn- um í bekknum, fær svo huggunarorð á erfiöri stund: kennarinn er alveg frábær. í þriöja dæminu sagði kennar- inn: Þiö megið ekki taka með ykkur epli í skólann! — Þetta var í lok stríðsáranna og fágætt, aö fólk hefði slíka ávexti undir höndum. En viökomandi nem- andi var af fátækum foreldrum, sem aldrei gátu veitt sér neinn munaö. Hann haföi einmitt í þetta sinn stolið tveimur eþlum hjá vini sínurn. Orö kennarans höföu' því sérstaklega mikil áhrif á hann þennan dag. í fjóröa dæminu var nemand- inn nýfluttur í hverfiö, og flest okkar vita, hve erfitt þaö getur oft veriö aö skiþta um skóla, skiþta um umhverfi, hitta nýja félaga, aölagast nýjum háttum o.s.frv. Orð vinarins hljómuöu því eins og boöskaþur frá himni: Ef viö lendum í sama bekk, verðum viö alltaf vinir! Hrein og skýr skilaboð Ég geri fastlega ráö fyrir því, aö flest okkar muni einnig eftir ýmsum atvikum og orðum, sem sögö hafa verið, oröum, sem ýmist veittu okkur uþþörvun á erfiðum tímum og viö minnumst meö miklu þakklæti, eða orðum, sem ollu okkur erfiöleikum og jafnvel miklum vangaveltum og áhyggjum. Viö vissum ekki, hvað viðkomandi átti viö, okkur fannst hann beina sþjótum sínum að okkur, en hann talaði ekki hreint út úr þokahorninu, orð hans voru loðin og tvíræð og við höfðum e.t.v. ekki sjálf kjark eða þor til þess aö sþyrja hreint á móti og taka af allan vafa. Orö geta haft áhrif og þaö er mikilvægt að viö gerum okkur grein fyrir því. Við vitum t.d. hve ill áhrif rógburöur getur haft — neikvæöar sögusagnir geta jafn- vel eyöilagt líf og framtíö fólks Ef hjón ræöa ekki mál sín, nota tvíræðar setningar og veröa sífellt að geta í eyður og lesa af látbragði hvors annars, þarf oft ekki aö líða langur tími, þar til misskilningur veröur úr öllu og erfiöleikarnir vinda sífellt uþþ á sig. Af þessum fáu dæmum, sem ég hef nú nefnt, getum viö ráöiö eftirfarandi: 1. Ekki er sama, hver segir hvað. Það er t.d. ekki sama, hvort það eru foreldrar, lög- reglan eöa kennarinn, sem talar við barnið. 2. Ekki er heldur sama við hvern er talaö. Er það við- kvæmt barn, sem við tölum við eða fullorðin manneskja, er það unglingur eða ellilífeyrisþegi o.s.frv. 3. Við finnum undir eins, að Það er ekki sama, á hvern hátt orðin eru sögð. Er þaö hryssingur og kuldi, sem stafar frá viökomandi eða skilningur og umhyggja. 4. Undir hvaða kringumstæð- um og viö hvaða aðstæður voru oröin töluð? Skildi viðkomandi, hvað átt var við eöa hefði þurft að útlista nánar, hvað lá að baki orðanna? Þaö eru því ótal hlutir, sem viö tökum tillit til, þegar viö um- göngumst hvert annað, og margt er miklu flóknara en ég hef útlistaö hér í fáum orðum og mætti skýra miklu betur. En í uþþhafi langaöi mig aö aðeins til þess aö sýna, hvaö orö og setningar geta haft mikil áhrif, hvaö máliö er í raun og veru mikilvægur þáttur í lífi okkar. Birgir ísl. Gunnarsson: Framtak Sj álfsbi argar yerið drepiö á voru gerð ítarleg skil í ræöum fulltrúa fatlaðra á Kjarvalsstöðum s.l. þriðjudag, en þær hafa allar birzt hér í Morgunblaðinu. Það er rökrétt afleiðing þessa framtaks Sjálfsbjargar, að borgarfulltrúar allir sam- einist um ítarlega stefnuskrá borgarstjórnar í málefnum fatlaðra, til að tryggja að beinar aðgerðir fylgi í kjölfar- ið. Ég veit að fyrir því er fullur vilji hjá borgarfullrúum í öllum flokkum og að undir- búningi þess verður nú unnið næstu vikur. Borgarráð sam- þykkti í gær að hver flokkur tilnefndi einn mann í nefnd um málið, en borgarstjóri verði formaður. Hér þarf ríkisvaldið einnig til að koma. Rikið er eigandi margra bygginga, ekki aðeins hér í Reykjavík heldur um allt land, þar sem útilokað er fyrir fatlaða að komast leiðar sinn- ar. Ein slík bygging, Þjóð- minjasafnið, var sérstaklega nefnd í ræðum manna á Kjarvalsstöðum. Margskonar annarra aðgerða er og þörf af hálfu ríkisins í þessum efnum. Nafnið Sjálfsbjörg segir meira um tilgang félagsins en margar ræður. Það er skylda allra þjóðfélagsþegna að styðja hina fötluðu til sjálfs- bjargar. Framtakið á þriðju- daginn var opnaði augu margra og því er ástæða til að óska Sjálfsbjörg til hamingju með daginn. Leifur Sveinsson, lögfræöingur: Hrindum árás hinna nýju Kaxnbránsmanna Það var á fyrstu árum kaupfélaganna. Kaupfélag nokkurt í Þingeyjarsýslu var komið í greiðsluþrot. Lánar- drottnar hótuðu að ganga að eignum þeirra bænda, sem sterkastir voru fjárhagslega, eins og þá var heimild fyrir í lögum. Mikill urgur var í bændum og sagði einn þeirra við Friðrik í Efrihólum: „Þeir ganga fyrst að þér Friðrik, þú ert efnaðastur." Þá spyr annar bóndi: „Hverjir voru annars fyrstu samvinnumenn á ís- landi?" Þá svarar Friðrik og mælti af þunga miklum: „Það voru Kambránsmenn, þeir bundust samtökum um að nýta eignir Hjartar bónda að Kambi.“ Þessi^saga rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég las um nýju afturvirku skattana, sem bráðabirgðalög ríkisstjórnar Olafs Jóhannessonar fjalla m.a. um. Árið 1978 byrjaði ekki vel fyrir skattgreiðendur. Strax í byrjun árs var tilkynnt stór- hækkun fasteignagjalda, sem margir húséigendur sjá ekki enn fram úr, hvernig greiða skuli. Síðan koma skattskrár út í júlí með hefðbundnum skött- um og útsvörum í samræmi við þágildandi lög. Kærufrest- ur auglýstur, skattgreiðendur kæra margir hverjir, kæru- frestur auglýstur til Ríkis- skattanefndar o.s.frv. Þá var heimild ríkissjóðs og sveitarfélaga til álagningar á skattþegnana útrunnin og engar nýjar álögur unnt að leggja á þá, það sem eftir lifði ársins. Hinar nýju skattaálögur, sem ég vil leyfa mér að nefna Kambránslögin, eiga sér enga stoð, hvorki í stjórnarskrá né almennum lögum. Hæstiréttur hefur margdæmt slík lög ógild og varað löggjafann við því að vega enn í sama knérunn, sbr. Hrd. XXIX., hls. 759: „Með því að leggja háa eignarskatta á eignir manna með stuttu árabili er hins vegar að sjálfsögðu unnt að fara á svig við greint ákvæði stjórnar- skrárinnar“ (þ.e. 67. gr. hennar). Um áfturvirkni laganna hefur Hæstiréttur einnig margdæmt sbr. Hrd. VI. bindi, bls. 36 og Hrd. XXX., bls. 759. Þótt stjórnarskrá okkar hafi ekki fortakslaust ákvæði um þetta atriði, þá hafa grund- vallarreglur íslenskra laga alltaf hnigið í þá átt og Hæstiréttur staðfest þá skoð- un. I þessu sambandi er vert að minnast á endurskoðun stjórnarskrárinnar. 34 ár eru nú liðin frá stofnun lýðveldisins, en ekki Leifur Sveinsson bólar á nýrri stjórnarskrá, heldur er notast við hálf- danskt plagg, sem við erfðum frá nýlenduveldinu Dan- mörku. Það er ekki stórmann- legt hjá Alþingi, að senda gamlan barnakennara með drögin að nýrri stjórnarskrá vestur í Selárdal og láta hann grafa þau þar milli þúfna. Þjóðin hefði átt skilið nýja stjórnarskrá á 1100 ára af- mælinu 1974. Þolinmæði þjóð- arinnar er á þrotum og verður vonandi lokið við endurskoð- unina á þessu kjörtímabili. Meðan við hins vegar búum við svo ófullkomna stjórnar- skrá, þá verða þeir skattgreið- endur, sem verða fyrir barðinu á Kambránslögunum, að mynda með sér öflug samtök til þess að hrinda árás Kamb- ránsmanna. Sveinn Jónsson í Seðlabankanum hefur ritað hinar merkustu greinar um þessi mál og er hann sjálfkjör- inn forystumaður í slíkum varnarsamtökum skattgreið- enda, enda finna skattgreið- endur, að mælirinn er fullur og vel það. Fullkomin samstaða verður að vera um það, að enginn, hvorki einstaklingur né félag, greiði skatta þessa, heldur láti gera lögtak hjá sér fyrir sköttunum, en taki síðan til varna í fógetarétti, þegar þar að kemur. Ef að líkum lætur á svo Hæstiréttur síðasta orðið um lögmæti þessara skatta. Atvinnurekendur eru heldur ekki skyldir til þess að halda eftir af kaupi launþega fyrir þessum álögum og verða þeir þá einnig að láta reyna á slíkt fyrir dómstólum, ef Kamb- ránsmenn ætla að beita þá harðræðum. Með slíkri órofa samstöðu væri hægt að kenna Kamb- ránsmönnum í eitt skipti fyrir öll, að við Islendingar búum fyrir vestan járntjald en ekki austan. Ganga sú, sem Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík, efndi til s.l. þriðjudag var voldug og áhrifamikil. „Ég hefði ekki trúað því, að svona margt fólk væri hreyfilamað, ef ég hefði ekki séð það með eigin augum,“ sagði maður við mig, þegar göngumenn voru á leið inn í Kjarvalsstaði, hver á fætur öðrum. Ég efast ekkert um að þannig hefur mörgum öðrum verið innanbrjósts, sem á horfðu. Þetta framtak Sjálfsbjargar til að vekja athygli á málstað sínum var vel til fundið. Á slíkum stundum skynjar maður betur en áður, að alltof líið hefur verið gert til að greiða götu fatlaðs fólks á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Ástæðan fyrir því er ekki skortur á fjármagni, ekki skortur á þekkingu eða þeirri tækni, sem getur komið að haldi. Ástæðan er fyrst og fremst athugunarleysi okkar hinna og skortur á skilningi. Þess vegna var það vel gert að hrista svolítið upp í okkur. Þegar inn í Kjarvalsstaði kom óskuðu þátttakendur í göngunni hver öðrum gleði- legrar hátíðar. I þeirra augum var þetta hátíðisdagur. Þeir gerðu sér grein fyrir, að hátíð er til heilla bezt og að éinu leyti a.m.k. geta þátttakendur fagnað. Þeir vöktu athygli á málstað sínum og framtak þeirra vakti áhuga. Samtök launþega tóku þátt í undirbún- ingi, vinnuveitendur gáfu frí úr vinnu, skólar lögðu niður kennslu, samtök íþróttamanna ■ lögðu hönd á plóginn og þannig mætti áfram telja. Nú ef aðeins eftir að sjá þáð mikilvægasta, en það er hvaða árangur verður af þessu frum- kvæði. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur stundum rætt málefni fatlaðra og að þeim hefur verið unnið á hennar vegum. Nefna má athugun og tillögu- gerð um samgöngumál hreyfi- lamaðra í Reykjavík; sam- vinnu við ferlinefnd fatlaðra um merkingu bygginga og skiltagerð, hönnun ýmissa bygginga eins og félagsmið- stöðvar í Árbæ og borgarleik- hús, þar sem hreyfihamlaðir eiga að geta komizt óhindrað leiðar sinnar og nú hafa Kjarvalsstaðir bæzt í hóp þeirra bygginga þar sem séð er fyrir sérþörfum fatlaðra. En betur má ef duga skal. I ágætum ávörpum, sem fulltrú- ar Sjálfsbjargar fluttu bentu þeir á fjöldamörg atriði, sem þyrftu að komast til fram- kvæmda, ef vel ætti að vera. Alltof algengt er að opinberar byggingar, skólar, samkomu- hús og íþróttamannvirki séu með hindrunum, þannig að fatlaðir komist ekki leiðar sinnar. Það ætti að vera auðvelt að setja í byggingar- samþykkt ákvæði um lág- marks dyrabreiddir, staðsetn- ingu og stærðir á lyftum, slétt Birgir ísl. Gunnarsson sé inn á jarðhæð, þar sem því verði við komið o.s.frv. Arki- tektar þurfa í ríkari mæli að hafa þessi atriði í huga og allir þeir, sem fyrir húsbyggingum standa. Ástæðulausar umferðar- hindrir eru allt of víða. Allt frá gangstéttarbrúnum upp í himinháar tröppur. Með lag- færingu mætti mikið gera til að auðvelda fötluðum óhindr- aða umferð, en víða er stærri aðgerða þörf, sem þarf að ætla fjármagn til. Atvinnu- og fræðslumál fatlaðra er og málaflokkur, sem vel þarf að huga að. Öllum þessum málum, sem hér hefur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.