Morgunblaðið - 23.09.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978
Minnisblað fyr-
ir leigj endur
frá leigjendasamtökum
Fjölmargir leigjendur hafa
leitaö ráöa hjá Leigjendasam-
tökunum frá stofnun þeirra í vor. í
því skyni að gefa sem flestum
leigjendum íbúðarhúsnæðis til
kynna réttarstöðu þeirra í dag,
leyfir stjórn Leigjendasamtak-
anna sér að senda öllum dagblöð-
um eftirfarandi samantekt úr bók
Björns Þ. Guðmundssonar, „Lög-
bókin þín,“ sem gefin var út af
Erni og Örlygi hf. árið 1973.
Húsaleiga er meðal mikilvægari
leigusamninga.
Leigusala (þeas. eiganda eða
umboðsmanni hans) er skylt að
láta leigutaka leiguíbúð í té í
leigufæru ástandi á tilskildum
tíma. Honum er og skylt að halda
íbúðinni í leigufæru ástandi allan
leigutímann, nema hún eyðileggist
af óviðráðanlegum ástæðum, s.s.
jarðskjálfta, snjóflóði eða bruna.
Verulegar vanefndir heimiia leigu-
taka riftun og getur leigutaki þá
flutt úr íbúðinni og þarf ekki að
greiða leigu, nema fyrir þann
tíma, sem hann hefur búið í
íbúðinni. Leigutaki getur og, ef
hann kýs það heldur, gert eða látið
gera við galla á íbúðinni á kostnað
leigusala. Getur hann síðan dregið
kostnaðinn frá húsaleigunni. Um
ástand íbúðar er öruggast að fá
mat dómkvaddra manna, ef um
það verður ágreiningur.
Sá er vill fá framkvæmt mat
(t.d. vegna galla á húsnæðinu)
snýr sér til viðkomandi héraðs-
dómara (í Reykjavík til borgar-
dómaraembættisins) með beiðni
um dómkvaðningu matsmanna.
Leigjanda ber að fara vel með
húsnæðið. Vanefndir í því efni
geta varðað riftun leigusamnings
og útburði úr húsnæðinu, en
leigusali getur þó jafnframt krafið
leigutaka um leigu fyrir það, sem
er eftir leigutímabilsins, nema
honum bjóðist annar tækur leigj-
andi. Sé samningi þannig rift fyrir
vanefnd leigjanda, er leigan öll
fallin í gjalddaga.
Þegar hús eða íbúð er tekin á
leigu, er venja, að leigjandinn
megi framleigja einstök herbergi,
nema það sé sérstaklega bannað í
húsaleigusamningi. Framleigutaki
nýtur þá síns réttar aðeins í skjóli
réttar þess, sem hefur íbúðina eða
húsið á leigu. Verði því t.d.
aðalleigjandi borinn út vegna
vanskila, verður framleigutaki
einnig að víkja, ef húseigandi
krefst. Um leigu einstakra her-
bergja gilda annars að öllu veru-
legu sömu reglur og um íbúðaleigu.
Húsaleigugjald getur verið miðað
við allt leigutímabil eða styttri
tíma, t.d. mánuð, eins og tíðast er.
Hámark þess er bundið verð-
stöðvunarlögum (bráðabirgðalög
frá 9. september s.l.). Stundum er
áskilið, að húsaleigugjald sé greitt
fyrirfram, en sé ekki sérstaklega
um það samið, mun litið svo á, að
upphæðina eigi að greiða eftir á.
Leigjandi á að færa leigusala
leigugjaldið, nema öðru vísi sé um
samið. Vanskil leigjanda varða
riftun leigusamnings og útburði,
séu vanskilin veruleg. Skatta og
skyldur af hinu leigða húsnæði er
leigjanda ekki skylt að greiða,
nema svo sé um samið.
Ilúsaleigusamningur. Um leigu
húsnæðis er tryggast að gera
skriflegan samning um öll leigu-
kjör. Ekki er þörf á að þinglýsa
venjulegum húsaleigusamningi, en
séu þeir að einhverju leyti frá-
brugðnir því, sem venjulegt er, t.d.
óuppsegjanlegir af hálfu hús-
eiganda, leigutími langur o.s.frv.,
er öruggara að láta þinglýsa
samningi. Þó að eigendaskipti
verði að húseign, heldur húsa-
leigusamningur gildi sínu.
Leigjanda verður ekki vikið úr
húsnæði á leigutímanum, meðan
hann stendur í skilum og fer
Hafnarframkvæmdir í Bolungarvík:
Fjárskortur tefur upp-
setningu stálþilsins
EFNI í stálþilið á nýja hafnar-
garðinn í Bolungarvík var ný-
lega skipað á land i Bolungarvík,
en vegna fjárskorts mun ekki
verða unnt að ganga frá því á
þessu ári eins og fyrirhugað
hafði verið, að því er Guðmund-
ur Kristjánsson bæjarstjóri
tjáði Morgunblaðinu.
í sumar hefur verið unnið að
dýpkun hafnarinnar viö garð-
inn, þannig að loðnuskip geti
lagst þar að, en lokið var við
gerð garðsins árið 1972, að sögn
bæjarstjóra. Stálþilið mun
verða um það bil 50 metra langt,
Hafnargarðurinn í
aðstæður skapist til
Bolungarvík, en á hann miðjan á hið 50 metra langa stálþil að koma, þannig að
loðnulöndunar. Dæluskipið Grettir til vinstri. Ljósm.i Anders Hansen.
Hér er verið að taka á land efnið í stálþilið nýja á hafnargarðinn í Bolungarvík.
og á það að koma á viðlegugarð-
inn miðjan, en hann er 160
metra langur. Auk þess sem
tilkoma stálþilsins mun auð-
velda loðnulöndun eins og fyrr
sagði, þá er gert ráð fyrir því að
báðir togarar Bolvíkinga muni
geta legið við þilið.
Nú er loðnu landað við brim-
brjótinn, og þarf að aka henni
þaðan í verksmiðjuna, um það
bil tveggja kílómetra leið, fram
og til baka, að því er Guðmund-
ur Kristjánsson bæjarstjóri
sagði. Að sögn Guðmundar er
áætlaður kostnaður við þessar
miklu hafnarframkvæmdir um
140 milljónir króna, það er
stálþilið og dýpkunarfram-
kvæmdirnar, og hefur þegar
verið kostað til um það bil 90
milljónum króna af þeirri upp-
hæð, þegar eftir er að koma
stálþilinu fyrir. Framkvæmdir
við uppsetningu stálþilsins geta
ekki hafist fyrr en á næsta ári,
þar sem fjárveiting ríkifeins til
þessara framkvæmda miðaðist
við gamla kostnaðaráætlun, sem
ekki dugði miðað við núverandi
verðiag.
Enn um sinn verða Bolvíking-
ar því að aka loðnuaflanum frá
brimbrjótnum að verksmiðj-
unni, en eins og fyrr segir
kvaðst bæjarstjóri vonast til að
unnt yrði að ljúka uppsetningu
þiisins á næsta ári.
Ungir Sjálfstæðismenn:
Afturvirk skattlagning er í
fullkominni andstöðu við
ríkjandi réttarhugmyndir
STJÓRN Sambands ungra sjálf-
stæðismanna samþykkti nýverið
ályktun um aðgerðir vinstri
stjórnarinnar í efnahagsmálum
og fer ályktunin hér á eftir«
„Stjórn S.U.S. lýsir eindreginni
andstöðu við efnahagsstefnu ríkis-
stjórnarinnar. Gildistaka kjara-
samninganna að því marki, sem
stjórnin hefur ákveðið er of
kostnaðarsöm fyrir þjóðféiagið.
Þessi ákvörðun hefur einnig leitt
til þess, að þeir allra tekjulægstu
fá nú lægri laun en maíráðstafanir
fyrri ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir.
Fölsun vísitölunnar með afnámi
söluskatts á sumum matvörum og
auknum niðurgreiðslum hefur ekki
í för með sér raunverulegar
kjarabætur. Hækkun vörugjalds á
vörum, sem ekki eru í vísitölu mun
ásamt verðhækkunaráhrifum
gengisfellingarinnar eyða þeirri
kjarabót, sem ná átti með lækkun
vísitöluvaranna.
Vísitölufölsunin mun leiða til
verulegs halla á ríkissjóði á þessu
sæmilega með húsnæðið, enda þótt
húsið sé selt eða leigusali verði
gjaldþrota.
Húsaleigutími. Leigutími íbúða
fer eftir húsaleigusamningi eða
venju. Uppsagnarfrestur leigu-
samninga að íbúð er víðast hvar
skv. venju 3 mánuðir miðað við 1.
október og 14. maí. Uppsagnar-
frestur leigusamninga um'einstök
herbergi er þó almennt talinn
styttri, hálfur mánuður eða einn
mánuður. (hér lýkur ívitnun í
„Löghókin þín")
Ifúsaleigusamningur IIús-
eigendafélags Reykjavíkur. í
nýrri kennslubók sem lesin er í
Háskólanum, segir Páll Sigurðs-
son kennari í Lagadeild: „Á vegum
Húseigend.afélags Reykjavíkur
hefur verið samið staðlað form
fyrir notkun húsaleigusamninga,
og er notkun þess almenn hér í
borg. Er hér að öllu leyti um
einhliða skilmála að ræða en þó er
iðulega vikið frá eftir atvikum.
Skilmálarnir miðast mjög við
hagsmuni leigusala og er þar m.a.
kveðið á um rétt leigusala (eða
eigandans) til að víkja leigutaka
fyrirvaralaust úr hinu leigða
húsnæði, ef leigutaki efnir eigi
ákvæði samningsins."
í nýlegu blaðaviðtali um þennan
samning segir Ragnar Aðalsteins-
son hæstaréttarlögmaður m.a.:
„Þetta er staðlaður samningur og
svo einhliða saminn, að dómstólar
mundu aldrei beita ýmsum ákvæð-
um samningsins eins og þau eru
þar orðuð. Einhliða, staðlaðir
samningar, samdir af sterkari
aðila í samningssambandi, eru að
jafnaði túlkaðir þröngt af dóm-
stólum og gagnaðila í hag.
Samningsform Húseigendafélags-
ins gefur leigjandanum enga
möguleika á að semja, hann verður
ári. Hallarekstur ríkissjóðs mun
nú eins og áður leiða til aukinnar
verðbólgu. Áform um að ná
jöfnuði í ríkisfjármálum síðar
breyta engu um verðbólguáhrif
vegna þess hallareksturs, sem nú
er stefnt í.
Þá fordæmir stjórn S.U.S. harð-
lega þá afturvirku skattlagningu,
sem ákveðin hefur verið. Hún er í
fullkominni andstöðu við ríkjandi
réttarhugmyndir. Skattlanging á
atvinnureksturinn lýsir skilnings-
leysi stjórnvalda á þeim atvinnu-
legu vandamálum, sem við höfum
átt við að stríða.
Stjórn S.U.S. átelur, að ríkis-
stjórnin skuli áfram áforma að
nota Verðjöfnunarsjóð fisk-
iðnaðarins sem verðbólgustyrktar-
sjóð í stað þess að búa fiskvinnsl-
unni þau rekstrarskilyrði að geta
greitt í sjóðinn þegar verðlag á
23
annaðhvort að skrifa undir eða
ekki.“
„Almenna reglan er sú, að
leigutaki ber ábyrgð á því tjóni
sem hann veldur, en viðhaldið er á
kostnað leigusala (eigandans). I
samningseyðublaði Húseigenda-
félagsins er gengið of langt, því
ekki er hægt að ætlast til að
leigutakar sjái um viðhald á
húseign, sem getur numið miklum
fjárhæðum."
„í fjölbýlishúsum er gert ráð
fyrir í samningsformi Húseig-
endafélagsins að leigutaki greiði
fyrir eigin reikning hlut íbúðar-
innar í sameiginlegum kostnaði
húseignarinnar. í framkvæmd
mundi þetta þýða, að þar sem lögð
eru á húsgjöld sem taka ekki
aðeins til rekstrar heldur líka til
viðhalds á sameign og jafnvel til
framkvæmdahluta á sameign,
þyrfti leigutaki að borga fyrir það.
Þetta er ósanngjarnt og stæðist
ekki fyrir dómi.“
Veruleg vanskil af hálfu
leigjandans eru í samningsform-
inu of þröngt túlkuð og of þungar
kvaðir lagðar á leigjandann ef
hann kæmist í vanskil. Önnur
ákvæði eru bersýnilega ósann-
gjörn, og hafa dómstólar beina
heimild til þess samkvæmt lögum,
að víkja til hiiðar samningsákvæð-
um sem eru á þann hátt bersýni-
lega ósanngjörn.
„Ákaflega mörgum atriðum í
þessu samningsformi yrði vikið til
hliðar vegna þess hversu einhliða
og ósanngjörn þau eru,“ sagði
Ragnar Aðalsteinsson að lokum í
viðtalinu.
Leigjendasamtökin hafa tekið á
leigu skrifstofuhúsnæði að Bók-
hlöðustíg 7 í Reykjavík, og munu á
næstunni auglýsa símanúmer og
skrifstofutíma.
afurðum okkar erlendis er í
hámarki eins og nú á sér stað.
Fráleitt er að halda áfram þeirri
stefnu sem fylgt hefur verið, að
miða gengi krónunnar við núll-
rekstur helztu útflutningsgreina.
Við slíkar aðstæður verður fisk-
vinnslan aldrei annað en olnboga-
barn í faðmi ríkisvaldsins og allir
möguleikar til að efla útflútnings-
iðnað eru heftir.
Bráðabirgðaráðstafanir ríkis-
stjórnarinnar duga í besta falli í
nokkra mánuði til þess að koma í
vég fyrir stöðvun atvinnuveganna.
Og þegar til lengdar lætur munu
þær auka þá efnahagslegu ringul-
reið, sem hér hefur ríkt undanfar-
in ár. Ríkisumsvifin vaxa en réttur
einstaklingsins verður minni. Vísi-
tölufölsunin nú er sama eðlis og
beitt var af f.vrri vinstri stjórn.
Það hefur hræðilegar afleiðingar
að endurtaka nú þann leik.“