Morgunblaðið - 23.09.1978, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.09.1978, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 Minningarorð: Guðrún Jóhannsdótt- ir, Stóra-Kálfalœk Fædd 23. sept. 1888. Dáin 9. sept. 1978. sondi þór. (íuArún mín. síAustu IjóAkvcAju mína. þaA síuur aó hausti ok andanum daprast ÍIuií- Á minningahimni maníháttuú Ijósmorki skína. ou mariífalda Ijómann í þakklátum vinarhuu- Fyrir 10 árum, á degi áttræðis- afmælis Guðrúnar, vænti hún mín úr fjarlægð, lengi dags — án árangurs. Afsökun mín var sú, án þess að hún vissi um hana, að dagurinn varð mér of skammur, vegna tilfallandi atvika, og svo þess að ég mat meira að heim- sækja vin minn og félaga sextug- an, í næsta húsi, en takast ferð á hendur til fundar við Guðrúnu. Samt hafði ég hugsun á að senda henni ofurlítið afmælisstef, sem hófst á orðum þeim, sem eru upphaf að þessum línum. Síðar, er fundum okkar bar saman, sagði hún mér að sú kveðja hefði að mestu bætt fyrir þau vonbrigði, að ég komst ekki sjálfur að kaffiborði hennar. — Svo eðlislægt var jafnan umburðarlyndi hennar. Og nú er senn komið að níræðisaf- mæli hennar. A þeim degi er áformað að leggja hana til hinstu hvíldar í skaut móður jarðar í Akra-kirkjugarði, þar sem móðir hennar, maður og dóttir hvíla. Þetta eru hugrenningar, sem líða gegnum huga minn, þegar mér hefur borist vitneskja um andlát og fyrirhugaða útför vinkonu minnar, Guðrúnar Jóhannsdóttur frá Stóra-Kálfalæk á Mýrum vestur. Þeirrar konu — mér vandalausrar — sem hefur staðið huga mínum næst, um andlegt atgervi. Þeim eiginleikum hennar, sem heilluðu mig hvað mest, er ekki svo. auðvelt að lýsa, — þar gildir svipað og um hinar sígildu eigindir: dýpstu sælu og sorgina þungu, að venjulegu tungutaki verður ekki svo auðveldlega við komið. Það væri þá helst að eitthvað af því, sem maður vildi sagt hafa, lægi falið milli lína. En þess konar lesmál gengur mönnum misjafnlega að tileinka sér. Guðrún Jóhannsdóttir var samt flestum öðrum færari að lesa slíka skrift — og skilja hana. Það er ekki ætlun mín að rekja hér ætt Guðrúnar Jóhannsdóttur. Til þess brestur mig kunnugleika. En hún mun hafa verið fædd í Öxney á Breiðafirði 23. sept. 1888, dóttur hins kunna athafnamanns Jóhanns Jónassonar, bónda þar. Móðir Guðrúnar hét Arnbjörg Hermannsdóttir, og kann ég ekki skil á ætt hennar. Guðrún var óskilgetin, sem kallað er, og að líkindum ekki jafn velkomin í þennan heim, sem önnur börn, er höfðu meiri rétt, eftir mannanna skráðu lögum. — Ég hygg að hún hafi dvalið í Öxney sín æskuár, því að fyrir eigi alllöngu minntist hún við mig á síðustu heimsókn sína þangað. Sagðist hún hafa leitað uppi þá staði, sem voru henni sérstaklega kærir sem barni. Hún gat um sérstakan, afvikinn stað, sem hún þá leitaði oft til, þegar hún vildi vera ein, hvort heldur var með hugðarefni sín eða vandamál. — Ég skil vel, eftir 60 ára kynni mín af Guðrúnu, að hún muni snemma hafa farið að leggja stund á nám, í ríki náttúrunnar og hlusta á raddir hennar. Veit ég að Dóttir okkar og systir + GÍOJA lózt af siysförum aöfaranótt 22. september. Auódís Karlsdóttir, Magnús Sigfússon, Sigfús Magnússon. + Eiginmaöur minn, bróöir okkar og mágur, DAVÍÐ GÍSLASON, Suöurgötu 22, Keflavfk, lézt aö heimili sínu aö kvöldi 18. þ.m. Magnea Árnadóttir, symtkini og tengdasyatkini. Systir mín METTA VALDIMARSDÓTTIR Iré Heimabn í Hnítsdal lézt á elliheimilinu Grund 17. september. Viö viíjum sérstaklega þakka forstjórahjónum elliheimilisins og starfsfólki þess fyrir aluölega umhyggju í veikindum hennar. Jaröarförin hefur fariö fram. Fyrif hönd vandamanna, Margrit V. Ólafsson. + Þökkum sýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför PÁLS INGVARS JAKOBSSONAR, Stórholti 45. Ástríóur Pilsdóttir og systur hins litna. á slíkum stað, sem í Oxney, hafi hún notið þess að hlusta, þegar „náttúran talaði þar ein við sjálfa sig“, og hún muni snemma hafa skilið hennar margbreytilega mál, þó margir aðrir létu það — og láti enn — sem vind um eyru þjóta. Ég man fyrst eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur í lok fyrsta áratug- ar aldarinnar. Þá er hún vinnu- kona hjá systur sinni, Sigríði, og manni hennar, Eiríki Kúld Jóns- syni, sonarsyni Eyjólfs eyjajarls úr Svefneyjum, er þá bjuggu í suðurbænum á Ökrum. Mun hún þá hafa verið búip að vera þar í nokkur ár. — Ég hygg að dvölin á Ökrum hafi verið Guðrúnu geð- þekk, því að þar er náttúrufegutð mikil, vítt til allra átta, fjölbreytni mikil í fuglalífi og gróðri, marg- býli á staðnum og samlyndi gott. — Móðir hennar var þar á vist með henni, orðin nokkuð öldruð kona. Dvaldist hún æ síðan i skjóli dóttur sinnar, uns hún andaðist 5. júlí 1919, þá komin með dóttur sinni að Stóra-Kálfalæk. Upp úr miðjum öðrum áratug aldarinnar er ekki langt að bíða þess, að þáttaskil verði í lífi Guðrúnar Jóhannsdóttur. Þá — eins og svo oft áður — taka atvikin að leika sér að örlögum manna, og Guðrún berst inn í þann leik. Árið 1916 er hér mikill áhrifavaldur, ef svo má að orði kveða. — Þeir atburðir gerast á Stóra-Kálfalæk, sem er næsti bar við Akra, að ung og glæsileg kona, Guðrún Odds- dóttir, verður berklaveikinni að bráð og deyr 20. júlí um sumarið. Hún hafði fyrir 4 árum gifst bráðduglegum og efnilegum manni, Sigurði Marís Þorsteins- syni, og þá hafið búskap á Va úr jörðinni, sem var föðurleifð henn- ar. Unga konan lét eftir sig þriggja ára gamlan dreng, og nú stóð faðirinn uppi með hann móður- lausan, — en naut þess ríkulega að vera í sambýli við tengdafólk sitt á hinum hluta jarðarinnar, í einu og sama húsinu. — En víkjum næst að því, sem er að gerast á Ökrum. í desember þetta sama ár deyr bóndinn, Eiríkur Kúld. Ekkjan hefur ekki tök á því að halda búskap áfram, og að því kemur að hún verður að bregða búi og selja jörðina. Og Guðrún verður nú, eins og systir hennar, að huga nánar að högum sínum. Auk móður sinnar er hún nú komin með kornunga bróðurdóttur sína, Helgu Guð- mundsdóttur undir sinn verndar- væng, sem sjö ára gömul var búinn að missa báða foreldra sína. Þá voru ekki tryggingar til að taka við framfæri munaðarlausra barna. Um þessar mundir var öllum ljóst, að hverju stefndi á Ökrum, og Sigurði Marís hug- kvæmdist að leita til Guðrúnar Jóhannsdóttur um að taka að sér ráðskonustöðu á heimili hans. — Það sagði Guðrún mér sjálf, eftir að hún var komin á gamals aldur, að þetta tilboð hefði sett hana í mikinn vanda, og hún hugsaði sig lengi um áður en hún gaf ákveðið svar. Líklega hefur henni staðið nokkur stuggur af berklaveikinni, sem lengi hafði loðað við á Stóra-Kálfalæk. En málalok urðu þau, að Guðrún réðst sem ráðs- kona til Sigurðar Marísar, og með henni móðir hennar, öldruð og bróðurdóttirin Helga, sem áður er nefnd. Árið 1919 tók Guðrún .til sín systurson sinn Óskar Jens Eiríks- son, son hjónanna á Ökrum. Síðar bættist yngsti bróðir hans í hópinn, Arinbjörn þá 12 ára. Helga og Óskar voru nálega jöfn gömul. — Þetta voru örlagaríkustu sporin í öllu lífi Guðrúnar Jóhannsdóttur. Það var ekki fyrr en Guðrún var komin að Kálfalæk, að kynni okkar urðu veruleg. Ég var þá ungur maður, um tvítugt, og í einskonar lausamennsku. Á Kálfa- læk var ég hálfgerður heimagang- ur og var þar oft í vinnu, aðallega þó um heyskapartímann. Fyrstu árin eftir að Guðrún kom þangð, var ég hjá Sigurði lengri eða' skemmri tíma um sláttinn, og fann fljótt, hvílík gæðakona Guðrún var. Móðir hennar var þá að mestu orðin rúmliggjandi, en naut frábærrar umhyggjusemi dóttur sinnar. Gamla konan andaðist eftir tveggja ára dvöl á Kálfalæk, eins og áður getur. En Guðrún hafði ekki oftar vistaskipti. Hún varð eiginkona Sigurðar Marisar og hamingjan virtist ráða húsum á bænum. Þeim varð þriggja barna auðið, og verður þeirra nánar getið síðar. En innan s.kamms dró ský fyrir sólu. Litli drengurinn, Oskar Jens, deyr á 17. árinu í janúar 1924. Það er líklegt að berklar hafi verið þar að verkLJTveim árum síðar veikist Guðrún sjálf, og er lögð inn á heilsuhælið á Vífilsstöðum. Þar varð hún að dveljast á annað ár. Upp frá þessu var hún ætíð veil til heilsu. Én þyngsta áfallið varð þegar þau hjón urðu að sjá á bak tvítugri dóttur sinni, er lést á Vífilsstöðum 22. júní 1944. — Svo römm voru þau örlög, sem atvikin skópu þeim hjónum á árinu 1916, og enginn veit til fulls, hve sorgin var þeim sár, því hvorugt þeirra hafði vanist því, að bera trega sinn á torg — fyrir almenning. Þeirra skaplyndi var þannig farið. Börn þeirra hjóna skulu nú nefnd, í aldursröð: 1. Arnbjörg Súsanna, fædd 1921, gift Hirti Magnússyni, strætis- vagnastjóra, Reykjavík, þau eiga 4 börn. — Barnabörn 6. 2. Steinunn Þorsteins, fædd 1924. Hún andaðist 22. júní 1944. Jón Jónsson frá Árbœ — Minning Fæddur 7. júní 1901 Dáinn 16. september 1978. I dag, 23. september, verður til grafar borinn frá Árbæjarkirkju í Holtum Jón Jónsson frá Árbæ, en þar bjóTiann búi sínu rúm 30 ár eða þar til hann fluttist að Hellu árið 1967 ásamt fjölskyldu sinni. Kona Jóns, Þórhildur Sigurðar- dóttir, lést fyrir nokkrum árum, en Lóa einkadóttir þeirra hjóna bjó honum hlýlegt heimili eftir lát móður sinnar og annaðist hann af mikilli alúð. Hér á Hellu býr einnig fóstur- dóttir hans, Jóna, en milli þeirra var alla tíð mjög kært. Ég ætla mér ekki að rekja hér æviferil Jóns frá Árbæ, til þess te) ég mig ekki nægilega kunnugan, þó vil ég geta þess að hann var lærður málmsteypumaður og einn þeirra fyrstu sem lærðu þá iðn hérlendis. Á síðasta ári þegar dagur iðnaðarins var haldinn á Hellu, hlaut Jón viðurkenningu fyrir vel unnin störf frá Lands- sambandi iðnaðarmanna. Það var fyrir rúmum níu árum að ég réðst til starfa hjá Glérverksmiðjunni Samverk h/f., að fundum okkar Jóns bar saman, hann var þá einn af starfsmönnum hins nýstmfnaða félags Samverks h/f., og þar 3. Jóhann Óskar, fæddur 1925, fyrrv. bóndi á Stóra-Kálfalæk, nú verkamaður í Borgarngsi. Kvænt- ur Unni Andrésdóttur, Guðmunds- sonar frá Saurum. Þau eiga 7 börn. Barnabörnin eru 6. — Sonur þeirra, Sigurður, er nú bóndi á Stóra-Kálfalæk. Sonur Sigurðar frá fyrra hjóna- bandi hét Óskar Elinbert, fæddur 1913. Hann er nú látinn fyrir nokkrum árum, var tvíkvæntur og eignaðist 3 börn. Helga fósturdóttir Guðrúnar, fædd 1907. Hún er gift Ólafi Magnússyni trésmíðameistara í Kópavogi. Þau eiga 2 dætur. Barnabörn 3. — Helga lærði ljósmóðurfræði og þjónaði í Hraunhreppi um nokkurra ára bil. Sigurður og Guðrún bjuggu á Stóra-Kálfalæk alla sína búskapartíð, eða þar til sonur þeirra tók við jörðinni, eftir að hann kvæntist. — Sigurður Marís var mikil hamhleypa til vinnu, og sleit sér út fyrir aldur fram, eins og títt var um slíka menn. Vinnan lék í höndum hans, og afköstin eftir því. Hann andaðist 25. maí 1962, þrotinn að líkamskröftum, 78 ára. Eftir Sigurður Marís dó, dvald- ist Guðrún oft langtímum saman hjá dóttur sinni í Reykjavík, en átti alla tíð lögheimili á Stóra-Kálfalæk. Hún hafði tekið slíka tryggð við staðinn. En það var sama hvar hún kom, allsstaðar var hún aufúsugestur. Eftir að hún fluttist að Kálfalæk, var ég heimili hennar handgenginn um 30 ára skeið, — líka eftir að ég fór að búa í Skíðsholtum, sem er nágranna- bær. Eðlilega strjáluðust sam- skiptin nokkuð, eftir að ég fluttist í Borgarnes, en marga ferðina fór ég samt að Kálfalæk, í sumarleyfi mínu, meðan Sigurður var á lífi, og reyndar líka alloft eftir að hann lést. — Aldrei held ég að Guðrún hafi átt svo leið um Borgarnes, að hún hefði ekki samband við mig, — og það nú síðast í vor. Var hún þá enn furðu hress, og sama hlýja andrúmsloftið í kringum hana, eins og jafnan áður. Ég veit ekki hvort Guðrún naut í æsku nokkurs þess, er kalla mætti kénnslu í bóklegum fræðum. En samt var hún prýðilega vel upplýst kona. Hún hafði mikið yndi af ljóðum, og lagði mikið upp úr hrynjandi þeirra og fögru máli, og aðrar bækur las hún líka mikið. Sjálf hafði hún einstaklega gott lag á því að koma hugsunum sínum á framfæri í rituðu máli. Þess vegna voru bréfin hennar oft hreinustu perlur. Hún hafði ein- hvernveginn lag á því, að leggja sál sína í það, sem hún skrifaði — jafnvel lítið jólakort, með fáeinum skrifuðum línum, yljaði manni um hjartarætur. — Eitt bréf á ég frá henni, öðrum dýrmætara. Hún segir þar frá síðustu lífdögum aldraðs einsetumanns, sem andað- ist á heimili hennar. Hann hafði lengi búið einbýli á næsta bæ, en kom að Stóra-Kálfalæk, fársjúkur, og ætlaði að halda aftur heimleið- is. Guðrún var manninum nákunn- ug og sá, hvað honum leið, — háttaði hann, eins og barn, ofan í rúm og hjúkraði honum, eins og hægt var. En læknishjálp kom ekki að haldi, þó hennar væri starfaði hann allt til dauðadags. Það er fyrir þau störf sem ég vil þakka honum, fyrir alla þá iðju- semi og alúð sem hann alla tíð sýndi við vinnu sína og fyrir þá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.