Morgunblaðið - 23.09.1978, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978
MO
KAFf/NO *
..O ”ij"\ L— iíj
Ad ræna landið
BRIDGE
Umsjón: Pá/I Bergsson
Bikarkeppni Bridgesambands
íslands er nú að nálgast lokastig. í
þriðju umferð keppninnar drógust
saman tvær af sterkari þátttöku-
sveitunum; sveitir Guðmundar T.
Gíslasonar og Hjalta Elíassonar
en leik þeirra lauk með sigri
þeirrar síðarnefndu.
Segja má að liðsmenn Hjalta
hafi tekið leikinn með áhlaupi.
Náðu fram ca. 50 impa forskoti í
tveim fyrstu átta spila lotunum og
áttu þeir Guðlaugur R. Jóhanns-
son og Örn Arnþórsson þar
drjúgan þátt. Reyndist forskot
þetta nægja en í heild var
leikurinn sæmilega spilaður þó
margt hefði betur mátt fara.
Norður gaf, allir á hættu.
Vestur Norður S. 84 H. ÁGlO T. K L. D10 Austur
S. ÁKG S. 9
H. x H. KD
T. D9xxx T. 108x
L. Gxx L. Kx
Suður S. D107 H. x T. ÁGxx L. Á
TaiZ Œf
00
©PIB .
COSPER
Gættu að þér maður, á hvern þú ekur!
„Kæri Velvakandi,
Eitt af mínum áhugamálum
er mér svo ofarlega í huga, að ég
má til að skrifa þér um það og þá í
þeirri von að fleiri leggi orð í belg.
Eins og við öll vitum hefir mikið
andvaraleysi ríkt hér á mörgum
sviðum gagnvart óstöðvandi flaum
útlendinga, sem sækja okkur heim
í misjöfnum tilgangi. Utlendingar,
sem koma hingað til þess að skoða
landið okkar og fræðast um sögu
þess og nútíma líf okkar, eru
velkomnir, en stundum vildi mað-
ur að framkoma og hegðun land-
ans, einkanlega í sambandi við
áfengi, væri fágaðri.
En það koma ekki nærri allir
útlendingar með því hugarfari, því
miður. Mikill hópur þeirra ferða-
manna, sem koma hingað, eru í
rauninni að verða plága, sem
þjóðin hefir engar tekjur af, þeir
sitja í tjöldum sínum og narta í
rúgbrauð svona til að byrja með,
en komast fljótt að því að jafnvel
rúgbrauðið er óþarfi að kaupa.
Ónefndur þjóðflokkur af megin-
landi Evrópu hefir þann leiða sið
að stinga öllu ætu sem til næst í
vasa sína og skjóður, þegar hann
hefur tök á. Eg var staddur á
Edduhóteli á Akureyri nú í sumar
og var vitni að því sem hér greinir.
Fimm þessara útlendinga sátu
og snæddu morgunverð, en hlaðið
borð góðgætis var skammt frá.
Fólk gat borðað eins og það kærði
sig um og var ekkert til sparað.
Stór föt með þykkum hangikjöts-
sneiðum, niðursneiddri lambasteik
og ostum var þar ásamt mörgum
tegundum brauða. Þessir útlend-
ingar rifu í sig matinn af þvílíkri
græðgi að vakti eftirtekt mína og
annarra. Látum það vera þótt fólk
kýli vömbina, en hitt var leiðin-
legra að horfa á, það var þetta:
Tveir karlmenn gengu ferð eftir
ferð, að lokinni máltíð að hlað-
borðinu og fylltu diska af áleggi og
brauði, þrjár konur hömuðust við
að smyrja og raða niður í skjóður
sínar. Þetta gekk í fulla hálfa
klukkustund. Konan, sem gekk um
beina hafði varla við að bera fram
áleggið, það hvarf eins og dögg
fyrir sólu. Þpssir útlendingar voru
með bíl sinn fyrir utan hótelið og
þarna hafa þeir án efa safnað mat
til vikunnar fyrir hyski sitt. Danir
eru búnir að læra á þennan
þjóðflokk og skammta honum
matinn. Við eigum sennilega eftir
að læra af reynslunni líka þótt
seint sé.
Nóg um þetta með matinn, sömu
sögu geta trúlega margir sagt. Við
eigum víða byggðasöfn, þar sem
dýrmætum munum hefir verið
safnað saman svo þeir týndust
ekki, og til þess að fræða börn
okkar um hvernig lífið var fyrr á
tímum. Margir þessara muna eru
nú í höndum óvandaðra manna,
kannski á meginlandi Evrópu.
Miklu er stolið af söfnum, þar sem
ef til vill ein kona gætir staðarins
og leiðbeinir. Við skuJum spyrja
forráðamenn Glaumbæjarsafnsins
einstaka í Skagafirði: Hefir ekki
verið hnuplað þaðan góðum og
fágætum gripum?
Landið er ekki ríkt að málmum
eða fögrum steintegundum, þó eru
til undurfallegir steinar allvíða
t.d. á austfjarðahálendinu, við
Á báðum borðum varð lokasögn-
in fjórir spaðar doblaðir eftir líkar
sagnir:
Suður Vestur Norður Austur
3 Hjörtu
3 Spaðar — 3 Grönd —
4 Spaðar Dobl allir pans.
í öðru tilfellinu spilaði vestur út
einspili sínu í hjarta og suður vann
spilið með því að búa til slag á lauf
og parkera þar tígultapslag sínum.
En tígulkóngurinn og trompin í
borðinu nægðu sem innkomur.
A hinu borðinu var vestur nær
því að finna vörnina en hann tók í
upphafi einn slag á tromp áður en
hann skipti í hjarta og spilið
vannst á sama hátt. En taki vestur
tvo slagi á tromp áður en hann
spilar hjarta verða níu slagir
hámarkið.
Athyglisvert var, að fáir virtust
taka eftir þessum möguleika
varnarinnar. Þó voru samtals níu
landsliðsmenn þátttakendur í
þessum leik og getur verið, að ein
af orsökum lægðar í íslenskum
bridge sé skortur á slíkri sjálfs-
gagnrýni?
Kirsuber í nóvember
Framhaldssaga eftir Mariu Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði
73
vistlegri setustofu Klemens-
sons. Gluggatjöldin höfðu verið
dregin fyrir. hlýlegt hrúnt
gólfteppi dempaði hljóð íbúðar-
innar og hægindastólarnir
voru rúmgóðir og þa*gilegir í
hvívetna.
í einum hægindastólanna sat
Judith og var sannkallað
augnayndi í gulri dragt og
rauðum stfgvélum.
í öðrum breiddi Bo Roland
Norell úr sér í dökkum jakka-
fötum með nýsnyrt hár og
skegg. Hann virtist eirðarlaus
og önugur.
— Hver fjárinn er þetta
eiginlega. Hinum megin við
vegginn bíður eftir mér sval-
andi martinidrykkur og þá fa*
ég ekki einu sinni að bragða á
honum. Án þess að gefa mér
nokkra skýringu er ég dreginn
hingað nauðugur viljugur. Og
þið skuluð ekki halda að þið
getið leikið einhverja fanga-
verði hér.
Samlfkingin var ekki fjarri
lagi. Við aðrar dyrnar sem
sneru út að garðinum og
freisinu stóð Klemens Klemens-
son en Christer hallaði sér upp
að þeim sem lágu inn í veitinga-
stofuna. Annar var grænklædd-
ur og ljóshærður, hinn svart-
hærður í dökkri peysu en háðir
voru áherandi hávaxnir og jafn
hreyfingarlausir. Það yrði án
efa erfitt ef ekki ógerningur að
komast framhjá þeim.
— bú verður að reyna að
taka þessu með ró. sagði
Christer Wijk. — Skýringin
verður gefin jafnskjótt og allir
eru mættir. Þangað til getum
við reynt að kanna þinn þátt í
málinu.
— Ég veit. ég veit. sagði Bo
Roland argur. — Ég hef
eyðilagt allt fyrir ykkur með
því að segja frá því sem gerðist
þennan laugardag á rann-
sóunarstofunni heima á Noret.
— Það er nú vægilega til
orða tekið. sagði Klemens
óvant.
Christer gaf honum
hendingu um að þegja og hélt
áfram.
— Við skulum ganga út frá
þeirri forsendu að öll hafið þið
haft aðstöðu til að grípa
eiturfliiskuna. Rolle var með
hfl. Judith var með veski og
Klemens og Matti voru líka
með eins konar tösku á mótor-
hjólinu.
— Nei. ég sver ... byrjaði
Klemens.
— Bfddu með það. Það er
þegar húið að sverja svo marga
ranga eiða í þessu máli. Það
sem er athyglisverðast er
óneitanlega sú fullyrðing
Roland um að hann hafi séð
Matta með eiturflöskuna í
höndunum.
— Hvað er svona merkilegt
við það. sagði Bo Rolland
yfirla*tislega. — Ég hef þegar
sagt að það er að nokkru leyti
ósannindi.
— Hvort sem um ósannindi
er að ra*ða eða ekki. sagði
Christer þá er það íhygli vert. í
yfirheyrslunum ertu hvað eftir
annað áminntur vegna
vanrækslu og vegna þess að
iiryggiseftirliti sé áhótavant.
Og það kemur ekkert fram sem
bendir til að þú hafir reynt að
stöðva stuldinn. Það er veru-
lega sérkennilegt og þar held
ég að hundurinn liggi grafinn.
Ilvers vegna fórnaðirðu orðstír
þfnum sem vfsindamanns?
Hvers vegna hefur þú í lengstu
lög haldið fast við þann fram-
hurð. Ég sé aðeins eitt senni-
legt svar við því.
— Og hvað er það?
óstyrkur deplaði hann
augunum hak við gleraugun og
svarið kom eins og sprengja —
frá KJemensi Klemenssyni.
— Vegna þess þú varst að
halda hlfflsskildi yfir öðrum!.
Þú varst hra ddur ... um orð-
stír HENNAR!
— Já. sagði lögregluforing-
inn. — Hann var hræddur um
að Judith ætti á hættu að verða
ákærð fyrir morð og að hún
yrði dæmd. Og nú hefur hann
loks uppskorið þökk hennar og
laun.
Judith Jernfeldt starði dol-