Morgunblaðið - 23.09.1978, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978
Karfan af stað í dag
REYKJAVÍKURMÓTIÐ í körfuknattleik hefst í dag. Ef dæma má liðin frá
íslandsmótinu í fyrra, má búast við geysiharðri og spennandi keppni. Af þeim 6 liðum,
sem þátt taka í mótinu, eru 4 sem leika í hinni nýstofnuðu úrvalsdeild. Þau eru ÍR, ÍS,
Valur og núvejrandi Reykjavíkurmeistarar KR. Auk þeirra eru 1. deildar liðin Fram
og Ármann. Öll eiga þessi lið það sameiginlegt, að innan vébanda þeirra eru
Bandaríkjamenn, sem er ætlað, eins og skáldið sagði, að lyfta körfuknattleiknum „upp
á æðra plan“.
Mótið hefst í dag í Hagaskóla kl.l
14.00, með leik Armanns og Fram.
Þarna leika þau lið, sem trúlega
koma til með að berjast um sæti í
úrvalsdeildinni að ári. Armenn-
ingar tefla fram risanum Steu
Jackson, en Framarar, sem eru nú
með Bandaríkjamann í fyrsta
skipti, hafa fengið til liðs við sig
John Johnson, sem ætlað er að
hæta úr bakvarðaleysi liðsins.
Að leik Armanns og Fram
loknum um kl. 15.30 leika erki-
fjendurnir KR og ÍR. Nokkrar
breytingar hafa átt sér stað hjá
báðum liðum. Kolbeinn Kristins-
son er á ný kominn til liðs við sína
fyrri félaga, auk þess sem Banda-
ríkjamaðurinn Paul Stewart mun
leika með liðinu í vetur. Erlendur
Markússon er hins vegar farinn
norður og mun leika með liði Þórs
í vetur. KR-ingar hafa hins vegar
misst þá Kolbein Pálsson og
Kristin Stefánsson, sem leggja nú
skóna endanlega á hilluna. Sem
kunnugt er leikur blökkumaðurinn
John Hudson nú með KR-ingum og
mun hann einnig sjá um þjálfun
liðsins. Leikir þessara liðá hafa
ætíð verið athygli verðir og er ekki
að efa að svo verði einnig nú.
Síðasti leikur dagsins verður
milli IS og Vals og hefst hann um
kl. 17. Báðum þessum liðum er
spáð miklum frama í vetur og er
skemmst að minnast viðureignar
liðanna í úrslitum bikarkeppninn-
ar í fyrra. Bæði liðin tefla fram
nánast óbreyttum liðum frá fyrra
misseri, nema hvað Kolbeinn
Kristinsson hefur yfirgefið Stúd-
enta.
A sunnudaginn heldur mótið
áfram og verður þá leikin heil
umferð. Fyrsti leikurinn hefst kl.
13.30 og eigast þá við KR og
Ármann. Að þeim leik loknum
leika ÍR og ÍS og hefst sá leikur
um kl. 15.00. 2. umferð lýkur síðan
með leik Fram og Vals, sem hefst
væntanlega um kl. 16.30. Allir
leikir mótsins fara fram í íþrótta-
húsi Hagaskóla.
Framfarir körfuknattleiks-
manna og tilkoma Bandaríkja-
mannanna gefa góð fyrirheit um
spennandi keppni og eru aðdáend-
ur hvattir til að láta sig ekki
vanta.
Öster að stínga af
Hörkuleik-
ir á skján-
um í dag
— Landsleikurinn verður
á dagskrá sjónvarpsins á
sunnudagskvöldið klukkan
22.10. Fyrirhugað var að
sýna hann í íþróttaþættin-
um í dag, en hann kemst
ekki til landsins í tæka tíð
— sagði Bjarni Felixson í
símtali í gær. Leikurinn
verður sýndur í heild og
verður merkilegt og fróðlegt
að sjá brotið fræga hjá Krol
gegn Pétri Péturssyni
snemma í fyrri hálfleik. Þá
lét Bjarni þess einnig getið,
að í ensku knattspyrnunni
yrði á dagskrá leikur Liver-
pool og Tottenham, en leik-
urinn sá hefur vakið hvað
mesta athyglina í Englandi
í haust, enda lauk honum
með 7—0 stórsigri Liver-
pool og sagði Bjarni að þar
væri að sjá einhverja bestu
knattspyrnu sem hann hefði
séð.
ÖSTER nálgaðist sænsku
meistaratignina enn meira,
er liðið vann öruggan
sigur á útivelli gegn
Hammarby um síðustu
helgi. Forysta liðsins er nú
6 stig og þegar aðeins fáar
umferðir eru eftir, virðist
fátt geta komið í veg fyrir
að liðið verði sænskur
meistari.
Teitur Þórðarsen skoraði
ekki mark í leiknum, en í
sænskum blöðum er hann
titlaður maður leiksins.
Dagens Nyheter segir blá-
kalt, að Teitur hafi verið
yfirburðamaður á vellinum
og kaup Östers á íslenska
landsmiðsmiðherjanum sé
stærsta skýringin á því að
liðið siglir nú hraðbyri að
sænskri meistaratign. Það
voru þeir Thomas Nyman
og Peo Bild sem skoruðu
mörk Östers gegn
Hammarby.
Úrslit síðustu umferðar urðu
þessii
Elfsborg — Götehorg 4-2
Ilammarby — Öster 0-2
Kalmar — Atvidaberg 2-1
Landskrona — Malmö FF 1-1
Vasteras — Norrköping 2-1
Örebro — Ilalmstad 1-1
Staða efstu liðanna er þessii
Öster 20 13 6 1 36-15 32
Kalmar 20 10 6 4 31-25 26
Göteborg20 11 3 6 34-22 25
Malmö
FF 20 10 5 5 24-12 25
• Teitur Þórðarson, maður leiksins og yfirburðamaður á vellinum. að
sögn sænskra hlaða.
Rick Hockenos hefur nú sagt skilið við Valsmenn og cr farinn heim til
Bandarfkjanna. KR-ingurinn Jón Sigurðsson verður hins vegar í
eldlfnunni í dag og á morgun með fclögum sínum. Á myndinni má sjá
þá Jón og Hockenos kljást um knöttinn í leik KR og Vals í
Islandsmótinu í fyrra. en þær viðureignir voru æsispennandi svo sem
ætla má um flesta leiki vetrarins.
HOCKENOS
FARINN HEIM!
ÞJÁLFARI og burðarás
Valsliðsins í körfuknatt-
leik Rick Hockenos, hefur
snúið baki við félögum
sínum og fór heim til
Bandaríkjanna án þess að
kveðja kóng eða prest.
Kom þetta verulega á óvart
og ekki hvað síst Vals-
mönnum, sem ætluðu sér
stóra hluti í vetur undir
stjórn hans.
Það var í vikanni að Hockenos
mætti ekki á æfingu og er
Valsmenn hugðu að, hverju það
sætti komu þeir að tómum kofan-
um í orðsins fyllstu merkingu.
Brottför Hockenosar mun vera
vegna persónulegra vandamala
hans heimafyrir, en ekki standa í
neinum tengslum við körfuknatt-
leikinn. Sem að líkum lætur er
þetta mjög bagalegt fyrir Vals-
menn, en í dag eiga þeir að leika
gegn liði JS í Reykjavíkurmótinu.
Verður það að segjast eins og er,
að möguleikar Vals á góðum
árangri minnkar verulega án
Hockenos. Valsmenn ætla þó að
kanna þetta mál nánar, enda vart
búnir að átta sig á því hvað gerst
hefur, en ef Hockenos er alfarinn,
ætla þeir að leita fyrir sér með
annan Bandaríkjamann. Slíkt er
þó háð nokkrum annmörkum, svo
sem miklu umstangi og einnig er
það, að aðal markaðstímanum er
lokið og bestu mennirnir búnir að
ráða sig. Þá kemur þetta illa niður
á öllum samleik Valsmanna, þar
eð finna verður nýjar leikaðferðir
með nýjum mönnum.
Hvað Hockenos viðvíkur, þá er
hann einn skemmtilegasti banda-
ríski leikmaðurinn, sem hér hefur
leikið og því sannarlega erfitt fyrir
Valsmenn að fylla það skarð, sem
hann skilur eftir sig. Sem menn
muna, var Hockenos kosinn leik-
maður íslandsmótsins í fyrra og
því leitt að hann sjái sér ekki fært
að verja þann titil, en þurfa að
skilja við Valsmenn á svo óviður-
kvæmilegan hátt.
Gísli
Dómarar á
faraldsfæti
ÍSLENSKIR handknatt-
leiksdómarar hafa fengið
boð um að koma til Nor-
egs og Danmerkur í byrj-
un nóvember og dæma tvo
landsleiki á hvorum stað.
Er þetta eitt af mörgum
verkefnum sem íslenskir
handknattleiksdómarar
fá í vetur. í næstu viku
heldur einn dómari til
Færeyja og dæmir þar
iandsleiki Islendinga og
Færeyinga, ásamt eina
milliríkjadómara Færey-
inga. Þá munu þeir Hann-
es Þ. Sigurðsson og Karl
Jóhannsson dæma leiki í
Englandi á næstunni. - þr