Morgunblaðið - 23.09.1978, Síða 40

Morgunblaðið - 23.09.1978, Síða 40
rUíiI/YSINíiASÍMJNN EK: 22480 2H*rjjnnl>Tní>iÍ> LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 1978 Stríðsyf- irlýsing — segir formaður Sambands grunn- skólakennara Gangbrautin yfir Suðurlandsbraut. Þarna var ekið á Ingibjörgu Sólveigu — Gangbrautin yfir Strandgötu. Þarna var ekið á Hlöðversdóttur. Gígju Magnúsdóttur. Gangbrautarslysin ógnvekjandi: Tvær 11 ára telpur látast á tæpri viku ELLEFU ára giimul stúlka, Gígja Magnúsdóttir, Kvíholti 10, Ilafnarfirði, lézt í Borgarspítal- anum í fyrrinótt af vnldum mciðsla. sem hún hlaut þegar bifreið ók á hana á gangbraut í Ilafnarfirði á fimmtudaginn. Þetta slys verður tæpri viku eftir að jafnaldra Gígju heitinn- ar. Ingibjörg Sólveig Illöðvers- dóttir. beið bana í gangbrautar siysi á Suðurlandsbraut í Reykjavík. Hin tíðu og alvarlegu slys undanfarna daga hafa vakið ugg og óhug fólks. Framundan er skammdegið, hættulegasti tími umferðarinnar. Umferðarráð og lögregluyfirvöld hafa þungar áhyggjur vegna slysanna í um- ferðinni og hafa skorað á vegfar- endur að gæta ýtrustu varúðar í umferðinni svo að takast megi að stemma stigu við hinum tíðu og Ingibjörg Sólveig Hlöðversdóttir. alvarlegu umferðarslysum. í frétt frá Umferðarráði eru ökumenn hvattir til þess að gefa gang- Gígja Magnúsdóttir. brautum sérstakan gaum og gangandi vegfarendur hvattir til þess að nota þær rétt. Gígja heitin var á leið vestur yfir Strandgötuna í Hafnarfirði um fjögurleytið á fimmtudaginn þegar fólksbifreið bar að og ók á hana á gangbrautinni, sem liggur frá íþróttahúsinu yfir að strætis- vagnabiðskýli. Hlaut hún svo alvarleg meiðsli, að lífi hennar varð ekki bjargað. A þessum stað eru slys tíð að sögn lögreglunnar og hafa komið fram óskir um að færa biðskýlið á annan stað, til þess að draga úr umferð gangandi vegfarenda og þá fyrst og fremst barna og unglinga yfir þessa miklu umferðargötu. Vegna slyssins í Hafnarfirði hefur lögreglan þar óskað eftir því að ökumaður rauðrar bif- reiðar, sem átti leið um Strand- götu á sama tíma og slysið varð, gefi sig fram, þar sem vitni vantar að slysinu. Flugleiðir kaupa DC-10 breið- þotu — Afhent um áramótin ALVARLEGUR ágreiningur virðist nú upp kominn milli grunnskólakennara og fram- haldsskólakennara vegna kjara- deilu hinna fyrrnefndu við ríkið og aðgerða þeirra að neita að taka við kcnnaranemum á þriðja ári til æfingakennslu. Ileíur stjórn Landssamhands fram- haldsskólakennara hvatt félaga sína til þess að neita ekki að taka við kcnnarancmum í æfinga- kennslu ef þess væri óskað. Valgeir Gestsson, formaður Sambands grunnskólakennara, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi, að grunnskólakennarar litu á þessa yfirlýsingu stjórnar LSFK sem hreina stríðsyfirlýs- ingu, sem hafa myndi ófyrirsjáan- legar afleiðingar f.vrir samskipti kennarasamtakanna í framtíðinni. „Þetta er einn ljótasti leikur, sem ég hef séð í samskiptum stéttarfé- laga í landinu fyrr og síðar. Þetta er eitt alvarlegasta mál, sem hent hefur kennarastéttina félagslega frá upphafi," sagði Valgeir Gestsson. Sjá „Harka færist í kennara- deiluna" á bls. 3. Börn safna undirskrift- um fyrir gang- brautarljósum NOKKRAR stúlkur í Laugar- ncshverfi hafa hrundið af stað undirskriítasöínun til þcss að knýja á um að gangbrautar- ljós verði sett upp á Suður- landshraut við Hallarmúla. en þar lét vinkona þeirra Ingi- björg Sólveig Hlöðversdóttir. lííið í umferðarslysi s.l. laugardag. Ilafa undirtektir verið mjög jákvæðar og marg- ir skrifað nöfn sín undir áskorunina. Að sögn lögreglunnar er mikil slysáhætta á þessum stað því bílaumferð er þarna hröð og mikil umferð gangandi fólks yfir götuna. Börn og unglingar úr Háaleitishverfi eiga þarna leið um ef þau ætla í sundlaug- arnar eða íþróttahúsin og íþróttavellina í Laugardal og börn úr Laugarneshverfi nota þessa gangbraut mikið á haust- in og veturna, en þá leggja þau gjarnan leið sína í ritfanga- verzlun í Hallarmúla og kaupa þar skólavörur. MORGUNBLADIÐ hafði í gær samband við Vilhjálm Iljálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra og leitaði eftir umsögn hans um samning pann um gagnkvæm sam- skipti á íþróttasviðinu sem íslenzka utanríkisþjónustan hefur undirrit- að við Rússa. Undir slikan samning hafði Geir Ilallgrímsson neitað að undirrita síðastliðið haust. STJÓRN Flugleiða hefur ákveðið að kaupa DC-10 breiðþotu og hefur félagið gert kaupleigusamning við bandaríska fyrirtækið Seaboard um kaup á einni vél. Douglas-verk- smiðjurnar afhentu hana fyrir Vilhjálmur kvaðst ekki muna sérstaklega eftir þessari samnings- gerð, en hann hefði verið rétt orðaður við sig á sínum tíma. „Þetta er einhver rammasamningurinn mjög almennur að ég tei, en Rússar eru sérlega ýtnir við að koma slíkum samningum á. Það erfiðasta í þessu fyrir okkar samningamenn er hins nokkrum mánuðum til bandaríska leiguflugfélagsins ONA, en það hætti starfsemi fyrir skömmu og þá bauð Seaboard Flugleiðum vélina með svipuðum skilmálum og giltu um fyrri vélar Loftleiða þ.e. leiga í vegar það hve miklum vandkvæðum það er bundið fyrir okkur að gera gagnkvæma samninga og þeirra keppikefli í slíkum málum er að nema burtu ákvæði sem henta ekki fyrir litla þjóð í fjárhagslegum samskiptum við stórar þjóðir. Að öðru leyti kvaðst hann ekki þekkja þennan samning. ákveðinn árafjölda gengur upp í kaupverð. Samkvæmt upplýsingum Sam Fondlier fuiltrúa Seaboard sem Mbl. hafði samband við í gærkvöldi, verður nýja breiðþotan afhent Flugleiðum í janúarbyrjun, en um miðjan desember verður vélin máluð í hinum íslenzku litum félagsins. „Þetta er stórt skref hjá Flug- leiðurn," sagði Fondlier í samtali við Mbl. í gærkvöldi, „og við munum sjá um viðhald vélarinnar, en við höfum annast allar stærri skoðanir á öðrum: vélum félagsins síðan 1970.“' Áætlað er að DC-10 breiðþotan fljúgi daglega milli Evrópu og Bandaríkjanna ásamt DC-8 þotum félagsins. DC-10 vélin getur haft allt að 380 sæti fyrir farþega, en DC-8 vélar Flugleiða eru með 259 sæti. Flugleiðir áætla að hafa 360 sæti í vélinni. Breiðþota Flugleiða er sérstaklega styrkt þannig að hún getur stundað vöruflutninga. Ekki er unnt að fá vélar af þessari gerð keyptar frá verksmiðjunum fyrr en árið 1980—1981 og þeir samningar sem eru gerðir þar að lútandi í dag miða við 46 milljónir dollara eða um 14 milljarða íslenzkra króna fyrir flugvélina og síðan 5—6 milljónir dollara fyrir tæki og annan útbúnað eða tæpa 2 milljarða að auki. Vilhjálmur Hjálmarsson: Rússar eru ýtnir í samningagerð • - m -iw'íia—r . x Ein af DC-10 breiðþotum SAS, eins og vél Flugleiða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.