Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 P'vartmíluklúbburinn: Malbikar 1200 metra braut fyrir 30 millj. kr. Enn eru vangaveltur Fréttir og frásagnir af andláti Búlgarans Georgi Markov eru reifarakenndar, og af þeim mörgum hálfgerður James Bond-bragur. En Lundúnalögreglan og Scotland Yard töldu þó málið þess eðlis að full ástæða væri til að taka það alvarlega þótt það hljómaði um margt fráleitlega. Kannski vegna ýmissa atburða sem hafa orðið í London á síðustu árum og mánuðumi pólitísk morð og hryðjuverk eru kannski ekki daglegur viðburður, en slíkum glæpum hefur fjölgað ótrúlega mikið. Það sem fer hér á eftir er byggt á frásögn tveggja brezkra blaðamanna og birtist í OBSERVER á dögunum. Malhikunarframkvæmdir hófust í gær við hraut Kvartmíluklúhhsins fyrir austan álverió í Kapellu- hrauni (>K er stefnt að því að framkva'mdinni verði lokið í dag. lausardaK. Ekki verður unnt að prófa braut- ina fyrr en eftir um viku tíma eða 10 daíta, oí; er mælzt til þess að ekki sé ekið um brautina fyrst um sinn níeðan malbikið er að fullharðna. Enn er einnit; eftir að (;irða brautina ot; ganf;a frá bílastæðum, svo að hæf;t sé að halda þar f.vrstu keppnina of; hefur fyrsti keppnisdag- ur verið nefndur sunnudaj;urinn 15. október, ef allt gengur vel oí; veður leyfir, því að ekki er hægt að keppa í ri(;niní;u. Kvartmíluklúbburinn var stofnað- ur 6. júlí 1975 og Örvar Sii;urðsson hefur verið formaður frá upphafi. Framkvæmdina hafa þeir félai;ar í Kvartmíluklúbbnum fjármagnað með kvikmyndasýningu, þremur bílasýningum, sandspyrnukeppni í fimm skipti auk hópaksturs og annarrar félagsstarfsemi. Með þessari framkvæmd er eitt af meginmarkmiðum klúbbsins í höfn Miðhúsum. Reykhólum — Nú er sóknarpresturinn hér, sr. Jón Kr. ísfeld, og frú á förum héðan, en fyrir skömmu varð sr. Jón sjötugur. Þeirra hjóna verður saknað hér, ok einkum missir æskan mikla vini. — að beina hraðakstri af götum borgarinnar inn á löglega en lokaða braut. Brautin er alls um 1200 metra löng, sjálfur keppniskaflinn 402,33 m en afgangurinn er kafli til hemlunar. Heildarkostnaður við þessa braut er um 30 milljónir króna. Við hér beinum því tii bisk- upsins yfir Islandi að hann geri allt til þess að hingað komi ungur og dugmikill prestur, því að sveitamenningunni verður bézt borgið með því að kirkjan sé vakandi stofnun meðal fólksins. — Sveinn í heimalandi sínu var Georgi Markov elskaður og virtur. Hann var frömuður í menningarmálum’ og tilheyrði forréttindastéttinni sem hafði ótakmarkað ferðafrelsi til útlanda en takmarkað andlegt frelsi. Hann kynntist Todor Zhikov forseta og þó að Markov hafi að vísu neitað að gerast félagi í kommúnistaflokknum, tókst vin- skapur með þeim sem með tíman- um varð allnáinn. Þeir fóru saman á veiðar um helgar og Markov sá ýmislegt sem gaf honum hugmynd um hvern mann þessi gamalreyndi foringi, og dyggur stuðningsmaður Sovét- ríkjanna hafði að geyma. Todor Zhikov hefur vissulega verið mönnum erlendis hin mesta gáta þó að auðsveipni hans við Kreml- arbúa hafi aldrei verið dregin í efa. En að því kom að Markov varð á að gagnrýna spillinguna í þessu leiðitamasta og rétttrúaðasta leppríki Sovétríkjanna. Hann samdi leikrit sem hann nefndi „Launmorðingjarnir" um samsæri til að ráða af dögum hershöfðingja í lögregluríki. Forsetanum blöskraði ósvífnin og mælirinn var fullur. Ær af reiði skrifaði hann grein þar sem hann fordæmdi leikrit Markovs. í einka- samtali sagði hann síðan höfund- inum að hann skyldi ekki reiða sig lengur á vernd af hans hálfu. Markov skildi bendinguna og hélt til Ítalíu og skrifaði þar kvikmyndahandrit. Fór síðan til Englands og óskaði hælis þar. Þetta var árið 1969. Flótti hans hleypti af stað atburðarás sem náði hámarki sínu með fráfalli hans í London nú fyrir fáeinum dögum. Þetta gerðist um miðjan sept- ember, nánar tiltekið á fimmtu- degi. Markov vann hjá þeirri deild brezka útvarpsins sem annast fréttaflutning um önnur lönd og starfaði þar við búlgörsku deild- ina. Þennan dag vann hann tvöfalda vakt. Það fól það í sér að vinna um morguninn, síðan var frí um eftirmiðdaginn og síðan hóf hann störf að nýju um kvöldið og vann til ellefu. Þá var nokkurra tíma hlé og klukkan fimm um morguninn átti hann að byrja aftur. Hann fór akandi frá heimili sínu sem er í suðurhluta London. Hann lagði bílnum sínum sunnanmegin við Waterloo-brú og gekk til Bush House þar sem aðalstöðvar þessar- ar deildar BBC eru. Laust eftir klukkan sex eftir hádegið ákvað hann að færa bíl sinn nær skrifstofunni. Sem hann var á gangi á stéttinni fyrir utan Bush House tók maður sig út úr biðröð við strætisvagnabiðstöð og ýtti regnhiífaroddi í hægri mjöðm honum. Maðurinn bað hann afsök- unar með erlendum hreim, veifaði á leigubíl og hvarf af vettvangi. Þegar Markov kom til skrifstofu sinnar skýröi hann samstarfs- manni sínum Theo Lirkoff frá því að hann hefði miklar kvalir vegna stungunnar. Hann taldi að hann hefði fengið eitrun. Lirkoff rann- sakaði staðinn og sá rauðan blett, sem var upphleyptur eins og stór nabbi. Samt sem áður reyndi Markov að láta ekkert á sig bíta og las fréttirnar en fór heimleiðis klukkan ellefu um kvöldið. Morguninn eftir hringdi Anna- bei kona hans til BBC að segja að honum liði ekki vel. Þegar kom fram undir kvöld hafði líðan hans versnað svo mjög að Annabel Markov ákvað að láta flytja hann í St. James-sjúkrahúsið í Balham og þegar þangað kom var hann með háan sótthita. Læknir sem sá um að taka á móti sjúklingum sagði að hann hefði undrað sig á stungunni í hörundinu. Hún hefði verið of stór til þess að um flugnabit væri aö ræða ellegar venjulega sprautu- stungu. A laugardag var Markov svo þungt haldinn að hann var fluttur á gjörgæzludeild sjúkrahússins. Lengstum var hann í dái en kom til meðvitundar öðru hverju. David Philips góður vinur hans, sem vitjaði hans á sjúkrahúsið, sagði: — Hann hélt kjarki sínum til síðustu stundar. Fáeinum klukku- stundum áður en hann skildi við hafði hann á hraðbergi gamanmál um brezka pólitíkusa. A njánudeginum, fjórum sólar- hringum eftir að hann kenndi sér meins, skildi Georgi Markov við. Ekki hefur verið endanlega skýrt frá því hver niðurstaða krufningarskýrslu hafi verið. Ljóst er að um einhvers konar blóðeitrun var að ræða. En sú skoðun hefur fengið verulegan hljómgrunn að útsendari frá leyniþjónustu Búlgaríu hafi orðið honum að bana. Hugsanleg lausn gátunnar kynni að vera lítið gat sém kom fram á einni röntgenmyndanna, við hægri mjöðm. Einn læknanna sem tók þátt í röntgenmyndatök- unni heldur að þetta kunni að benda til að smákúlu með sein- virku eitri hafi verið þrýst undir húðina. Þetta sást á fyrstu rönt- genmyndunum en ekki hinum seinni og kann skýringin að vera sú að þá hafi þetta le.vstst upp. Á föstudeginum yfirheyrði lög- reglan starfsliðið sem hafði annast röntgenmy ndatökuna. Nokkur önnur merki voru á röntgenmynd- inni og reyndust vera vegna framköilunargalla. Því lá ekki fyrir að svo stöddu hvort þessi umtalaða smákúla hefði kannski orðið þannig til líka. Við BBC var Markov aðstoðar- dagskrármaður í búlgörsku deild- inni sem útvarpar þremur dag- skrárþáttum á dag. Auk þess að lesa fréttir, fjallaði hann um menningarmál. Meðal þess sem hann hafði nýlega haft á sinni könnu var umsögn um sjónvarps- leikrit Tom Stoppards „Atvinnu- flón“ sem var satíra um kúgun menntamanna í kommúnistaríki. Ekki finnst öllum trúlegt að starf hans við þessa deild hafi kallað fram svo mikla andúð að itúlgarska stjórnin hafi talið þörf á því að koma honum fyrir kattar- nef. Enda þótt stjórnum kommún- istaríkja mislíki yfirleitt þessi starfsemi BBC hefur þó reyndin orðið sú að vegna þess hlutleysis sem BBC gætir í fréttaflutningi hefur stöðin aflað sér óopinberrar blessunar viðkomandi aðila. Samskipti eru þó misjöfn eftir því hvaða land á í hlut. Verst eru a KLÆÐNING A/klæðning er fáanleg í mörgum fallegum liíum sem eru inn- brenndir og þarf aldrei að mála. A/klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/klæðningu sem hcfur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar, auk þess er hún þykkari og þolir því betur hnjask. A/klæðning hefur sannað yfirburði sína, og reynst vel í íslenskri veðráttu. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verð- tilboð yður að kostnaðarlausu. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÖSTHÖLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASÍMI 71400. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK o Z3 ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUG- Lv'siR í MORGUNBLAÐINU Vinsœll klerkur kveður söfnuðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.