Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 25
Tónleik- ar í Dóm- kirkjunni IIEDWIG Rummor sönKkona og Flemming Droisig orgcllcikari halda nk. þriójudagskviild tón- loika í Dómkirkjunni í Reykjavík ob hofjast þoir kl. 20.30. Tónleik- ar þossir oru þáttur í samvinnu Noróurlandanna um tónleika- hald. on undanfarin ár hafa tónlistarmenn forðast milli land- anna oj? haldió tónloika. en þessir tónloikar oru síðasti lióurinn í þessari samvinnu. Hedwin Rummel stundaði tón- listarnám við Háskólann í Kaup- mannahöfn hjá Else Brems, síðan í Konunglega danska tónlistarhá- skólanum og lauk þaðan diplom- prófi. Hefur hún tekið þátt í flutningi óperuverka bæði fyrir útvarp og sjónvarp og komið fram á tónleikum. Flemming Dreisig lauk prófi í orgelleik og kórstjórn hjá Konung- lega danska tónlistarskólanum árið 1970 og stundaði hann síðan framhaldsnám í París. Hann hefur víða leikið í sjótivarpi og útvarpi og haldið tónleika á Norðurlönd- unum og víðar. Trésm iðafélagið: Afturkallar samnings- uppsögn sína TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur hofur samþykkt að afturkalla samningsuppsögn sína, sem gorð var á grundvclli bráðabirgðalag- anna frá því í fcbrúar. sem nú hafa verið numin úr gildi. Jafnframt lýsir fundurinn yfir að hann er samþykkur „ondurskoðunarvinnu á vísitölugrundvellinum" som fyrir- hugað só að hefja. Ályktun Tré- smiðafólagsins or svohljóðandii „Félagsfundur Trésmiðafélags Reykjavíkur, haldinn 20. september 1978, samþykkir eftirfarandi: Þar sem numin hafa verið úr gildi ákvæði þau í lögum frá því í febrúar og maí 1978, er skertu umsamin laun trésmiða, samkv. kjarasamningi byggingamanna, dags. 22. júní 1977, en lagaákvæði þessi voru af hálfu Trésmiðafélagsins forsenda samn- ingsuppsagnar þeirrar, er samþykkt var á félagsfundi 25. febrúar s.l., samþykkir fundurinn að afturkalla nú áðurgreinda samningsuppsögn. Fundurinn hvetur til þess nú, þegar af hálfu stjórnvalda hefur verið fallið frá kjaraskerðingar- stefnu þeirri, sem áður greind lög frá febrúar og maí 1978 mörkuðu, verði í raun tekið upp slíkt samstarf launþegasamtaka og ríkisvalds, sem í samstarfsyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar er um fjallað, með það fyrir augum, eins og þar segir, „að treysta kaupmátt launatekna", og til að koma í veg fyrir að gripið verði til aðgerða, er beinist i gagnstæða átt. Fundurinn lýsir sig þannig sam- þykkan endurskoðunarvinnu þeirri, sem fyrirhuguð er á visitölugrund- vellinum enda verði tryggt að slík endurskoðun hafi ekki í för með sér skerðingu á kaupmætti launatekna." MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 25 Tilkynning Vér leyfum oss hér með að tilkynna, að reglur um gjaldeyrisveitingar til ferðalaga erlendi^ eru svo sem hér segir: 1) Hinn almenni ferðaskammtur er kr. 215.000.- (að jafnvirði £ 360.-, $ 700.-, DM 1.400.-, Dkr. 3.900.-) gegn framvísun farseðils. Börn innan 12 ára fá hálfan ferðaskammt. Sé um að ræða 2. ferð á sama árinu er heimilaður hálfur ferðaskammtur. 2) Yfirfærslur til feröaskrifstofa vegna hópferða til greiðslu á hótelkostnaði ásamt yfirfærslum til farþega á þeim ferðum eru svo sem hér segir: 1) Ferðir á baðstrendur: a) ibúðir án fæðis (Hóp 1a): Spánn: Ptas. 35.000- til farþega Ptas. 16.500- til ferðaskrifst. DM 950- til farþega Portúgal DM 450- til ferðaskrifst. ítah'a $ 475- til farþega $ 225- til ferða^krifst. b) Hótel meö morgunveröi (Hóp 1b): Spánn: Ptas. 32.000- til farþega Ptas. 19.500- til ferðaskrifst. Grikkland DM 870- til farþega Portúgal ítalía DM 530- til ferðaskrifst. Júgóslavía $ 435- til farþega Búlgaría $ 265- til ferðaskrifst. c) Hótel með morgunverði og máltíð (pension) (Hóp 1c): Spánn: Ptas. 29.500- til farþega Ptas. 22.000- til ferðaskrifst. Grikkland DM 750.- til farþega Portúgal ítalía DM 650- til ferðaskrifst. Júgóslavía $ 375- til farþega Búlgaría $ 325- til ferðaskrifst. 2) Ferðir 8—12 daga, hótel meö morgunveröi: a) London, Glasgow (Hóp 2a): £ 240- til farþega £ 120- til ferðaskrifst b) Kaupmannahöfn (Hóp 2b): Dkr. 2.600- til farþega 3) Dkr. 1.300 - til ferðaskrifst. Skipulagðar ferðir um meginland Evrópu (Hóp 3): £ 200 - / DM 800- til farþega £ 160,- / DM 600- til feröaskrifst. til greiðslu á hótelkostnaði. Auk þess fargjöld með langferðabifreiðum. Reykjavík, 22. sept 1978 GJALDEYRISDEILD BANK Heimilislæknir mun opna stofu að Laugavegi 43 frá 1. okt.'78. Símatími frá kl. 9—10 í síma 43710. Stofutími frá kl. 12—15. Símar 22350 og 21186. Ingunn H. Sturlaugsdóttir. Læknir. Hin fullkomna lausn fæst með Dennison BENC0 Bolhofti 4. S: 91-21945 Merkibyssur og skot myndsegulband Þeir, sem vilja vera óháöir dagskrártíma sjónvarpsins, taka dagskrána einfaldlega upp á myndsegulband. TækiÖ er hægt aö stilla þannig aö þaö taki upp sjálfvirkt innan 24. klst. Þér þurfiö ekki aö vera á staönum og þaö þarf ekki aö vera kveikt á sjón- varpinu. Hægt er aö fá spólur frá Vz klst. og upp í 3 klst. Tækiö er alger tæknibylting á markaðinum og byggist bað á pví að: 1. Hægt er aö taka upp í 4 klst. 2. 400% betri nýting á spólum. 3. Helmingi lægra verö á spólum en áöur þekktist. 4. Myndgæöi eru svo góö aö ekki sést munur á útsendingu og upptöku. 5. Tækiö er mjög fyrirferöalítið og gangvisst. 6. Hægt er aö fá sjónvarpsmyndavél og taka upp eigiö efni. VERÐ Á SPÓLUM: 1. klst. 13.575- 2. klst. 19.980- Skipholti 19 Sími 29803 27 ór í fararbroddi 3. klst. 24.980- VERÐ Á TÆKI: 767.920- GERIÐ SAMANBURÐ Á VERÐI OG GÆÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.