Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 Lifðu frá litríku lífi og horfðu á litasjónvarp nordITIende Viö bjóðum 20 tommu littæki, sem slá í gegn, með System Kalt 2, 100% einingakerfi, 120 In—Line myndlampa og 10 watta hátalara. Bjóði aðrir betur. Sjálfvirk miðstýring tryggir beztu mynd og hljómstillingu. Viðarkassi í hnotu eöa sprautaöur hvítur viöur. Verð 412.000 15.000 staðgreiðsluafsláttur. Afborgunarskilmálar: ca. V2 út og rúm 30 pús. niöur á 6—7 mán. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í RADÍÓBÚÐINNI. Árs ábyrgð á öllu nema myndlampanum, en ábyrgö hans er í 3 ár. VERÐBREYTINGAR GETA ORÐIÐ FYRIRVARALAUST, 7 DAGA SKILARÉTTUR. SENDUM í PÓSTKRÖFU HVERT Á LAND SEM ER. býður þilplötur I þúsundum! Þilplötuúrvaliö hjá okkur hefur aldrei verió annaö eins, og þá er mikiö sagt. Þú kemur aöeins meö málin og færö þá þilplöturnar afgreiddar, beint úr upphituðu húsnæðinu, í þeim stærðum sem þú óskar. Úrval og þjónusta sem fagmenn meta mikils. Þvi er þér alveg óhætt. BYGGINGAVÚRUVERSLUN KÓPAV0GS SF. SÍMI41000 BYKO EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU rr\ Al GLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Tekju- og eigna- skattsbyrði iðn- aðar eykst um 35% til 40% Á viðskiptasíðu í gær birtust svör manna úr athafnalífinu vegna nýju skattalaganna. Vegna mis- taka féll niður svar Þórðar Friðjónssonar deildarstjóra FÍI: Efnahajisráðstafanir ríkis- stjórnarinnar hafa mælst misvel fyrir ok á það ekki síst við um sérstakan skatt á tekjur af atvinnurekstri oj; eifinaskatts- auka. Viðhótarskattur er lafiður á hreinar tekjur í atvinnurekstri að viðbættum fyrningum og nemur hann 67f. Eignaskattsaukinn er lagður á álagðan eignaskatt gjald- ársins 1978 og er 100% af eigna- skatti félaga. I þessu felst veruleg aukning skattbyrðar atvinnuveg- anna, einkum þeirra greina, sem þurfa mikla fastafjármuni við framleiðslu sína. Það er því ljóst að þessar aðgerðir koma mjög við iðnaðinn og er því ekki úr vegi að reifa stuttlega helstu áhrif á þessa atvinnugrein. Ut frá áætlun Þjóðhagsstofnun- ar um rekstrarafkomu í iðnaði árið 1977 má fá grófa hugmynd um tekju- og eignaskattsbyrði iðnaðarins fyrir útgáfu bráða- birgðalaganna. Hér er gert ráð fyrir að hlutfall tekju- og eigna- skatts af vergum tekjum sé svipað og nokkur undanfarin ár, enda hefur sú hlutfallstala verið all- stöðuf; síðustu árin. Á þessum grundvelli er áætlaður tekju- og eifinaskattur af stærðargráðunni 1.300 millj. Tekju- og eignaskatts- aukann má þá reikna út á grundvelli skiptingar á þessari tölu í tekju- og eignaskatt að viðbættum áætluðum afskriftum (samkv. Þjóðhagsstofnun) við álagningarstofn tekjuskattsins. Niðurstöður þessa útreikninga leiða í ljós, að tekju- og eigna- skattsaukinn sé nálægt jiví að vera um 500 'millj. kr., eða þessi gjaldaliður hjá iðnaðarfvrirtækj- um hækkar um u.þ.b. 38%. Sam- kvæmt þeim heimildum, sem liggja fyrir núna, virðist því óhætt að áætla að tekju- og eignaskatts- byrði iðnaðarfvrirtækja aukist um á bilinu 35—40% sem afleiðing af bráðabirgðalögunum. (Þaö skal tekið fram að sú áætlun, sem þessir útreikningar byggjast á, undanskilur fáeinar greinar, en heildarniðurstaðan ætti þó ekki að breytast til muna). Þessar auknu álögur eru mjög bagalegar fyrir iðnaðinn, einkum samkeppnisgreinar iðnaðarins og útflutningsgreinarnar, þar sem þær eru í samkeppni við erlenda framleiðslu. Við inngönguna í EFTA og EBE var mörkuð sú meginstefna, að iðnaðurinn hér á landi yrði ekki búin lakari skatta- kjör en erlendum keppinautum, enda vandséð hvernig íslenskir framleiðendur geti verið sam- keppnishæfir heima og erlendis, ef þetta skilyrði er ekki fyrir hendi. Hliðarspor frá þessari stefnu geta orðið dýrkeypt fvrir iðnþróun í landinu, sér í lagi nú, þegar senn líður að lokum aðlögunartímans að Efnahagsbandalaginu. Það fer saman, bæði hvað varðar tekju- og eignaskattsauk- ann, að fyrirtæki, sem nota mikla fastafjármuni, s.s. útvegur og framleiðsluiðnaður, bera þyngstar byrðar. Eignir og fyrningar eru auðvitað hlutfallslega mestar hjá þessum atvinnugreinum. Það skýt- ur því nokkuð skökku við, að höggvið sé í þennan knérunn, þar sem yfirlýst stefna stjórnvalda var að efla þessar atvinnugreinar. Sem dæmi má nefna, að samkvæmt framangreindum útreikningum rúmlega tvöfaldast sá stofn, sem 6% skatturinn kemur á miðað við álagðan tekjuskattsstofn fyrir bráðabirgðalögin. Jafngildir það því rúmlega 12% aukatekjuskatti ef lagt væri á hreinar tekjur til skatts, samkvæmt fyrirkomulagi fyrir þessar efnahagsráðstafanir. Að auki er tekjuhugtakinu breytt, þannig að sjálfsagður frádráttar- liður, afskriftir, er skattlagður. Án efa leynist góður vilji á bak við efnahagsráðstafanir ríki- sstjórnarinnar, en það má þó ljóst vera að þessar aðgerðir verða iðnrekstri á íslandi ekki til framdráttar. Gítartónleikar í Bústaðakirkju Gítarleikararnir Carl R. Hánggi frá Sviss og Símon R. ívarsson halda gítartónleika í dag, sunnu- dag, í Bústaðakirkju kl. 17. Þetta eru síðustu tónleikar þeirra félaga hér heima að þessu sinni. en þeir hafa að undanförnu verið á tón- leikaferðalagi víðs vegar um landið. Að þessum tónleikum loknum fara þeir til Vínarborgar, þar sem þeir hafa verið við nám. Á dagskrá tónleikanna í Bústaðakirkju eru meðal annars verk cftir Baeh. Fernado Sör. Manuel de Falla og M. Ravel. Káputeikning hókarinnar Af- dreps í ofviðri. Afdrep í ofviðri Ný bók frá AB ALMENNA hókafélagið hefur sent frá sér hókina Afdrop í ofviðri eftir norska rithöfundinn Ashjiirn Ilildremvr í þýðingu Guðmundar Dalíelssonar. Sagan greinir frá minningum 8 ára drengs sem flýði voriö 1940 ásamt fjölskyldu sinni í fiskibáti undan Þjóðverjum og var ferðinni heitið til Ameríku. Þau lentu í Klakksvík á Færeyjum og segir meginhluti bókarinnar frá sumr- inu þar, en um haustið héldu þau áfram til íslands. í frétt frá AB segir að ntinningabók drengsins frá Islandi, þar sem fjölskyldan dvaldist það sem eftir var stríðs- ins, sé enn óskrifuð, en þess rnegi vænta að hún sjái dagsins ljós áður en langt um líður. Afdrep í ofviðri er 120 bls. og unnin hjá Prentsmiðjunni Odda og Sveinabókbandinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.