Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.09.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1978 15 um dularfullt andlát búlgarska útlagans Georgi Markovs Frá vinnustað Markovs. Fyrir utan hann kveðst hann haía orðið fyrir árásinni Gátan um eitruðu regnhlífina Georgi Markov Annabel Markov Todor Zhikov fyrrverandi vinur og verndari Markovs. þau milli Sovétríkjanna og BBC-starfsmanna erlendu deildar- innar og er ekki talast við. Aftur á móti er hið ágætasta samband milli deildarinnar og starfsmanna júgóslavneska sendiráðsins.í borg- inni og milli búlgörsku sendi- nefndarinnar og BBC hefur það verið talið þolanlegt. Það sem gæti hafa æst Búlgara voru aftur á móti allnokkrir þættir sem Markov hafði í Radio Free Europe og var útvarpað til Búlg- aríu frá 13. nóvember á sl. ári og fram til 29. janúar. Þessir þættir voru útdrættir úr bók sem hann var að skrifa og kallaði: „Um Búlgaríu — úr fjarlægð" og þáttur í júnímánuði sl. um dauða föður hans. í þessum þáttum er hlutur Zhikovs forseta ekki gerður sér- staklega slæmur. En hins vegar þarf ekki_ mikið hugmyndafiug til að skilja hversu slíkir þættir hafa verkað neikvætt og kallað fram reiði og illsku harðlínutrúkomm- únista. Umfram annað er kannski hægt að benda á að Markov hafi gert forsetann spaugilegan og sein- heppinn klaufabárð frekar en að hann hafi dregið upp skrímslis- mynd af honum. Einnig birti Markov margar upplýsingar sem ekki hafa legið á lausu og má rekja til þess hversu miklir dáleikar voru með honum og forseta um hríð svo og þeirrar almennings- hylli sem hann naut. Markov lýsti og lífi forréttinda- stéttarinnar, það er hinna æðstu flokksmanna, og kallaði það „Lífið handan litlu gluggatjaldanna". Hann vék einnig lítillega að tilraun til valdaráns hersins 1968 sem aldrei er nefnt í fjölmiðlum. Verið getur að forystan hafi haft áhyggjur af því hvort Markov lúrði á fleiri „innri upplýsingum" og sjálfsagt hafa stjórnvöld í Búlgaríu ekki kært sig um öllu nieira af svo góðu. Útvarpsþátturinn sem fjallaði um dauða föður hans var meö allt öðru sniði. Kona hans, sem er ensk, sagði eftir að maður hennar var dáinn að hann hefði verið ákaflega bitur eftir að búlgörsk stjórnvöld hefðu neitað föður hans um leyfi til að fara úr landi eftir að hann veiktist. Hún sagði að þessi þáttur hefði verið kallaður „Bréf til föður míns“ og að eiginmaður hennar hefði byggt þáttinn upp eins og væri hann að fylgjast með útför föður síns. Aldrei kom til álita að hann gæti horfið aftur til Búlgaríu. „Hann sagði mér að það sem hann væri að skrifa myndi koma illa við marga. Hann átti stóran hlustendahóp og viðbrögð leyndu sér ekki.“ Annabel Markov og allir vinir þeirra hjóna eru sannfærðir um að hann hafi verið myrtur. í auglýs- ingu um andlát hans í Times segir Annabel: „Baráttu hans verður haldið áfram.“ „Ég var ekki síður reið en sorgmædd," sagði hún við blaðamenn Observer. — Ég mun persónulega sjá tii þess að það starf sem kann að hafa leitt til dauða hans verði unnið áfram. Baráttan gegn harðstjórn. Markov hafði aflað sér góðs orðstírs á Vesturlöndum og sent frá sér allmörg leikrit. Hann mun hafa verið að vinna að ádeiluskáld- sögu um brezk stjórnmál ásamt David Philips og mun bókin fá titilinn The Right Honorable Chimpanzee og er hún væntanleg á markað bráðlega. Þá hafði hann ráðgert að taka sér hálfs árs leyfi frá störfum til að vinná að annarri bók með Philips. Sérfræðingum ber saman um að ýmsir agnúar séu á því að kenningin um eitraða regnhlífar- oddinn fái staðist. Markov hafði til dæmis ek-ki verið heilsuhraustur. I Búlgaríu hafði hann fengið berkla og snert af heilahimnubólgu. I Bretlandi hafði hann átt við nýrnaveikindi að stríða. Sú tegund blóðeitrunar sem hann lézt úr er ekki óþekkt ef um nýrnakvilla hefur verið að ræða. A það ber að líta að sérfróðra sögn að það myndi vera sérdeilis og ákaflega klunnalegt fyrir at- vinnumorðingja að nota svona seinverkandi eitur. Enginn bíl- stjóri hefur gefið sig fram er hafi ekið morðingjanum þrátt fyrir stórmikla leit lögreglunnar. Á hinn bóginn hefur frétzt út að lögreglan og sú deild Scotland Yard sem hefur byrjað rannsókn málsins, hafi lagt að fjölskyldu og vinum að tala ekki um líflátshótun sem afhent var Markov nýlega. Aðvörunin bar með sér að honum var hótað og það sem furðulegra er — dauðdagi hans átti að vera ótrúlega líkur því sem síðar varð raunin á. Honum var sagt að andlát hans yrði látið líta út sem veikindi. Sá sem skyldi sjá um að feka smiðshöggið á verkn- aðinn þekkti allar daglegar venjur hans, svo og áform í sambandi við leyfi hans. Markov var gefið til kynna að þessi líflátstilraun yrði ekki gerð í Englandi. Mönnum ber saman um að Markov hafi að því leyti verið ólíkur Austur-Evrópu- flóttamönnum og útlögum frá Austur-Evrópu að hann hefur ekki verið haldinn ofsóknarbrjálæði í garð búlgörsku leyniþjónustunnar enda þótt hann minntist stöku sinnum á að hann héldi að .stundum væri fylgzt með ferðum sínum. Hann hafði einkar frjótt ímyndunarafl og mikla frásagnar- hæfileika eins og kom vel fram í útvarpsþáttum hans. Aldrei varð þess þó vart að ímyndunaraflið hlypi með hann í gönur. Auk þess er svo ýmislegt sem bendir til þess að ekki sé alveg að ófyrirsynju að menn ali með sér grunsemdir gagnvart búlgörskum stjórnvöldum. Árið 1974 var búlgörskum út- laga í Danmörku, Boris Arsov, rænt og var hann fluttur nauðugur til Búlgaríu og dæmdur í 15 ára fangelsi og lézt þar. Búlgörsk blöð fluttu greinar um hinn langa arm leyniþjónustunnar erlendis, vænt- anlega í þeim tilgangi að draga kjark úr þeim sem kynnu að vera að hugsa sér til hreyfings. Ári síðar skaut búlgarskur flóttamaður þrjá félaga sína í Vínarborg, leitaði síðan hælis í sendiráði lands síns og sneri til Sofia. Mennirnir þrír höfðu verið viðriðnir fölsun á ferðaskilríkjum. Og ekki eru nema fáeinar vikur síðan annar búlgarskur blaðamað- ur, Vladimir Kostov, sem býr i' París, varð að leita læknismeð- ferðar — eftir að óþekktur árásar- maður hafði „stungið" hann úti á götu. Kostov var vinur Markovs og hafði hjálpað honum að fá vinnu hjá BBC. Kostov kveðst vera sannfærður um að báðar árásirnar hafi verið að undirlagi leyniþjón- ustunnar. Talsmaður búlgarska sendiráðs- ins í London hefur harðlega neitað að Búlgaría komi við sögu varð- andi andlát Markovs. Hins vegar hefði vissulega verið með ólíkind- um ef sendiráðið hefði játað að vita eitthvað um málið. Þessi orðsending er þar af leiðandi ákaflega marklaus. Og hver svo sem hin opinbera niðurstaða verður er vafalítið að margir hafa þegar gert upp sinn hug og telja engum vafa undirorp- ið að Markov hafi verið drepinn, og regnhlífarod-durinn hafi annað hvort verið f.vlltur eitri eða byssuútbúnaður hafi verið í hon- um. Einn búlgarskur vinur Mar- kovs sagði ótvírætt að leyniþjón- usta Zhikovs í samvinnu við KGB hefði þarna verið að verki. Hann bætti við: „Þeir eru eins og fílarnir. Þeir geta aldrei gleymt neinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.