Morgunblaðið - 03.10.1978, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.10.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTOBER 1978 3 Ungir sjálfstæðismenn: 18 ára kosti- ingaaldur AUKAÞING SUS, sem haldiö var um helgina, samþykkti ályktun, þar sem hvatt er til þess að kosningaaldur verði lækkaður í 18 ár. Ályktun SUS-þings er svo- hljóðandi: „Þing S.U.S. haldið á Þingvöll- um 30. september — 1. október telur tímabært að lækka kosninga- aldur í 18 ár. Þingið telur að fólk sem orðið er 18 ára sé fullfært til að móta skoðanir sínar í þjóðmál- um og því eðlilegt að kosninga- aldur sé miðaður við þann aldur." Séra Kristján Róbertsson tók við starfi sóknarprests Fríkirkjunnar við guðsþjónustu á sunnudag og jafnframt lét séra Þorsteinn Björnsson af störfum. Við guðsþjónustuna skírði séra Þorsteinn síðasta barnið, sem hann skírir í kirkjunni. Ljósm. Mbl.i RAX. ----» ♦ » Þórsnes seldi fyrir 15,8 m. kr. VÉLBÁTURINN Þórsnes 2. SH frá Stykkishólmi seldi 53 lestir af hlönduðum fiski í Cuxhaven í gær, fyrir 100 þús. mörk, eða 15,8 millj. kr. Meðalverð á hvert kg er kr. 293. Mörg skip eiga að selja erlendis í þessari viku og í dag selja t.d. 5 skip í Englandi og Þýzkalandi. Grunnskólakennarar fara af fundinum í Gamla bíói og afhenda samþykkt fundarins í stjórnarráðinu. Um 30% grunnskólakennara á fundi um kennaradeiluna Skemmdir í fár- vidri í Ólafsvík Menntamálaráðherra er með tillögu til lausnar en fjármálaráðherra fastur fyrir SAMBAND grunnskólakennara héit fjöimennan fund í Reykjavík í gær. þar sem samþykkt var ítrckun á fyrri ályktun sam- bandsins um jafngildi kennara- prófs til launa án tillits til þess á hvaða tíma það hefur verið tekið. Þessi samþykkt var síðan afhent ráðherrum þeim er með máiið hafa að gera en menntamálaráð- herra hefur lagt tillögur um lausn þessa máls fyrir fjármála- ráðherra og er nú beðið ákvörð- unar hans. Að sögn Valdimars Gestssonar, skólastjóra, er fundur grunnskóla- kennaranna í dag einsdæmi, því að þarna voru saman komin milli 25—30% grunnskólakennara í landinu, þrátt fyrir að til fundar- ins var boðað með fárra daga fyrirvara, svo að Valgeir kvaðst telja að þetta sýndi vel hversu málið brynni almennt á stéttinni. Engin frekari tímamörk voru ákveðin á fundinum í gær, en fulltrúaráð sambandsins hefur verið boðað saman í síðasta lagi nk. föstudag liggi þá ekki fyrir úrlausn í þessu máli, sem grunn- skólakennarar telja sig geta fallizt á. Á þessum fundi mun fulltrúa- ráðið meta stöðuna og taka ákvörðun um frekari aðgerð, en hann kvaðst fastlega vænta þess að þá lægi fyrir af ríkisvaldsins hálfu einhver tillaga um leið til að semja um lausn á þessu máli. Vaigeir kvað þá grunnskóla- kennara hafa fengið þau svör frá menntamálaráðherra, að hann vildi leysa þetta mál og hefði lagt tillögu í þá veru fyrir fjármálaráð- herra, sem hefði hins vegar taliö mjög erfitt eins og málum væri háttað að ganga til samninga við kennarana. Valgeir kvaðst ekki geta sagt hvaða leið kennarar myndu fara ef fjármálaráðherra vildi ekki breyta afstöðu sinni. Til álita kæmi að fara með túlkunar- atriði í kjarasamningum fyrir kjaranefnd á nýjan leik en hann kvaðst þó gera ráð fyrir því, að það yrði síðasta úrræðið. Hann tók fram, að grunnskólakennarar hefðu aldrei gert kröfu um að málið yrði leiðrétt í einu vetfangi heldur að séð yrði fyrir endann á því á samningstímabilinu. Valgeir sagði, að Samband grunnskólakennara hefði fengið lauslegar upplýsingar um það í hverju tillögur menntamálaráð- herra til lausnar málinu væru fólgnar en það væri á grundvelli þess að starfsaldur væri fyllilega metinn eftir launaflokkum. í því væri fólgið, að niðurstaðan yrði hin sama og k^nnarar væru að berjast fyrir, þannig að kennarar væru að losa sig út úr stigakerfinu að mestu, sem þeir hefðu búið við frá 1970 og væri nánast arfur frá starfsmatinu.. Það væri álit for- ráðamanna bæði Sambands grunnskólakennara og Landssam- bands framhaldsskólakennara að það væri vænlegásta lausnin fyrir stéttina og losaði þennan stóra hnút sem væri í lægsta launaflokki grunnskólakennara, þar sem unnt væri að finna fólk með mjög langan starfsaldur að baki. Valgeir kvað ekki afráðið með neinar frekari aðgerðir nema þær sem þegar væru hafnar og væru í alla staði löglegar, því æfinga- kennslan við Kennaraháskólann væri algjörlega aukavinna kenn- ara. Frystihúsa- nefndin tekin til starfa NEFND sú, sem sjávarútvegsráð- herra skipaði til að gera úttekt á stöðu frystihúsa á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum hefur nú hafið störf. Formaður nefndarinnar, Gamalíel Sveinsson viðskipta- fræðingur, sagði í samtali við Mbl. að ekki væri vitað hvenær nefndin lyki störfum, enda hefði henni ekki verið sett nein tímasetning. Kvað hann mikla vinnu vera framundan hjá nefndinni og væri unnið af fullum krafti, en rekstrargrund- völlur hvers húss á svæðinu yrði kannaöur. Ólafsvík, 2. september. EFTIR margar kyrrviðrasamar vikur gerði hér ofsaveður af suðaustri aðfararnótt sunnudags. Hvassast var á milli kl. 1 og 3 um nóttina. og var þá fárviðri. Nokkrar skemmdir urðu vegna Mál Landa- kots verða athuguð — segir fjármálaráðherra „MÁL Landakotsspítala munu sjálfsagt koma til kasta fjármála- ráðuneytisins á næstunni, en ég hef ekki haft aðstöðu til þess ennþá að kynna mér mál þess sjúkrahúss sérstaklega," sagði Tómas Árnason fjármálaráðherra er Mbl. spurði hann í gær, Hvort erfiðleikar spítalans vegna van- efna á greiðsluloforðum ríkisins hefðu komið til kasta hans. „Það hefur komið í ljós á þessu ári,“ sagði fjármálaráðherra, „að kostnaðurinn við spítalana, bæði bæjar og ríkis, hefur farið mjög fram úr áætlunum svo það kemur út af fyrir sig ekki á óvart að það hafi bitnað á greiðslum til Landa- kots sem annarra sjúkrahúsa." veðurofsans. Hjá Hraðfrystihúsi ólafsvíkur brast t.d. gafl í nýreistri bogaskemmu og plötur fuku af húsinu. Ekki er nema vika síðan skipað var út 50 lestum af skreið úr skemmunni og urðu þar því ekki skemmdir á afurðum. Hálfuppslégin steypumót fuku hjá Vegagerð ríkisins við Fossá. Nokkuð var um að sandur og möl fyki á bíla. Ymislegt lauslegt fauk um þorpið en ekki varð verulegt tjón af því. Á bænum Tröð í Fróðárhreppi munaði minnstu að þakið fyki af íbúðarhúsinu því viðir skekktust. Oft er „stóri sunnan“ grimmur hér, en mönnum kemur saman um að þetta hafi verið með því harðasta. Fréttaritari Hvetja til stofmmar varnarsamtaka skattgreiðenda Á aukaþingi Sambands ungra sjálfstæðismanna. sem haldið var um helgina. var samþykkt álykt- un. þar sem fagnað er hugmynd- um. sem fram hafa komið um varnarsamtök skattgreiðenda og hvetur þingið til stofnunar slíkra samtaka. Ályktun ungra sjálf- stæðismanna um þetta efni er svohljóðandii Hesthús og hlaða brunnu ELDUR kom upp í hlöðu á bænum Arnarstöðum í Hraungerðishreppi laust eftir klukkan sjö á laugar- dagskvöldið. Slökkviliðið fór frá Selfossi, um 3 km leið, og hóf slökkvistarf. Hey hafði verið sett í hlöðuna fyrr um daginn og var mikill eldur í henni. Tókst ekki að bjarga hlöðunni né áföstu hesthúsi fyrir 20 hesta. Brunnu bæði húsin og 500 hestburðir af heyi, sem voru í hlöðunni. Hvortveggja var vátryggt. „Aukaþing S.U.S. haldið að Þingvöllum 30. september — 1. október 1978 fordæmir harðlega þá skattastefnu sem ákveðin er í bráðabirgðalögum ríkisstjórnar vinstri flokkanna frá 8. september s.l. Þingið átelur sérstaklega aftur- virkni skattanna og telur að siðleysi af því tagi sem hér um ræðir grafi undan réttaröryggi borgaranna og fari í bága við grundvallaratriði íslenzkrar stjórnskipunar. Jafnframt telur þingið að skatt- píning sú, sem ríkisstjórnin beitir nú þá þegna landsins, er talið hafa samvizkusamlega fram til skatts og hafa lagt á sig mikla viðbótar- og aukavinnu, sé með öllu óverj- andi. Fagnar þingið framkomnum hugmyndum um varnarsamtök skattgreiðenda og hvetur til stofn- unar slíkra samtaka, er hafi það að markmiði að létta skattbyrði almennings í landinu og draga að sama skapi úr umsvifum ríkisins. Þingið varar einnig eindregið við því, að skattgreiðendur séu Játnir standa undir atvinnu- rekstrinum og telur fráleitt að fara á ný út á braut millifærslu- kerfisins eins og ríkisstjórnin hefur nú gert.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.