Morgunblaðið - 03.10.1978, Side 5

Morgunblaðið - 03.10.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 í mistri Vulcans, ný ljóðabók: Indversk heimspeki ræður ferðinni” TVEIR unsir ReykvíkinKar. Ólaf- ur Jóhann Engilbertsson og Þorsteinn Kári Bjarnason. hafa gefið út sína fyrstu ljóðabók í sameiningu og nefnist hún í MISTRI VULCANS. Þeir Ólafur og Þorsteinn sem eru aðeins 17 ára gamlir stunda báðir nám við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Aðspurðir sögðu þeir að þeir hefðu unnið bókina að mestu leyti á síðustu vorönn og til þess að geta sinnt ljóðagerðinni V ar a við áróðri í skólum UNGIR sjálfstæðismenn sam- þykktu ályktun á aukaþingi sínu, þar sem þeir vöruðu eindregið við pólitískri innrætingu í skólum. Ályktun þeirra um það efni er svohljóðandi: „Aukaþing S.U.S. haldið að Þingvöllum 30. september — 1. október 1978 varar eindregið við og fordæmir pólitíska innrætingu í skólum sem nú á sér stað af hálfu sumra skólamanna. Þingið skorar á alla ábyrga kennara að taka höndum saman og spyrna ákveðið gegn öllum tilhneigingum í þessa átt.“ Guðbjörg Kristins- dóttir 80 ára í dag enn frekar lásu þeir skólann utan skóla. Ástæður fyrir útgáfu bókarinn- ar sögðu þeir félagar vera sameig- inlega afstöðu þeirra til þeirrar ljóðlistar sem nú er efst á baugi, modernisma, sem einungis byggist á tilfinningalegri frásögn. Sögðust þeir ekki aðhyllast þetta form ljóðlistar og byggðu þess í stað ljóö sín á heimspeki. Og væri efni þeirra að mestu byggt á þeim fimm grundvallaratriðum ind- verskrar heimspeki sem alþekkt væru. Þá sögðu þeir, að trúin væri mjög ríkur þáttur í gegnum alla bókina og gerði það ekki annað en að staðfesta, að þeir væru trúaðir menn mjög. Þó hefðu þeir þegar sagt sig úr íslenzku þjóðkirkjunni og snúið sér þess í stað að indverskri heimspeki. Báðir sögðust þeir Ólafur og Þorsteinn hafa byrjað að fikta við að yrkja ljóð þegar þeir voru 14 ára gamlir en þá hefðu þeir aðeins sett tilfinningar sínar á blað. Það er svo ekki fyrr en síðla árs 1977 að þeir fara að kynna sér heim- speki að einhverju ráði og fara að yrkja í samræmi við það. í mistri Vulcans er fjölrituð í Letri og verður dreift í bókaverzl- anir í Reykjavík næstu daga. Hvert eintak kostar 2400 krónur. Höfundar í mistri Vulcans. Ólafur Jóhann Engilhertsson t.v. og Þorsteinn Kári Bjarnason. i lfl» 1 '“Á,. Guðbjörg Kristinsdóttir ljós- móðir í Siglufirði er áttatíu ára í dag. Guðbjörg fæddist á Hóli á Hauganesi þann 3. október árið 1898. Hún giftist Árna Kristjáns- syni frá Lambanesi í Fljótum árið 1921 og fluttust þau til Siglu- fjarðar á árinu 1926. Þau eign- uðust tvö börn, Harald og Freyju, sem bæði eru búsett í Siglufirði og einnig tóku þau sem fósturson Pétur Pétursson sem nú er búsett- ur á Selfossi. Guðbjörg er ýmsum kunn. Hún hefur starfað linnulítið sem ljós- móðir í Siglufirði í um hálfa öld og hefur tekið á móti tvö þúsund og sex börnum. Börn hennar og barnabörn færa henni hjartanlegar árnaðaróskir í tilefni dagsins. Stendur sem hæðst halda stor- verksmiöjuútsölu og útsölu í kjallara lönaöarmannahússins aö Hallveigarstíg 1- ___ Aöeins dagar ^Jeftir Ötrúlega góö verö fyrir nýlegar vörur Allt á aö seljast afsláttu ■ Pólar úlpur, barna- unglinga- fullorðinna. ■ Anorakkar barna- unglinga- j fullorðinna. ■ Slcppar kemputeppi. ■ Kerrupokar ■ Stórkostlegt úrval afti konar efnum. ■ Kakhi buxur ■ Terylenebuxur ■ Herraskyrtur ■ Dömupe|| ■ Dömudragtir ■ Tweed pils ■ Kjólar ■ Bolir ■ Mussur ■ Flauelsbuxti ■ Deminbuxur ■ DömublússurH Dömujakkar ■ Mittisjakkar ■ Pils ■ Herrajakkaföt m. vesti ■ Dress. ■ Herrajakkar ■ o.m.fl. o.m.fl. Þessa útsölu er ekki hægt aó láta fram hjá sér fara á síóustu og verstu tímum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.