Morgunblaðið - 03.10.1978, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.10.1978, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 10 Á Ólafsfirði hefur enxum dottið í hu« að loka frystihúsunum. Myndir Óskar. sinni í mánuði á kvöldin. Og þá hefur þátttaka verið ágæt og hver hefur mátt bjóða þeim með sér sem vilja. Prystihúsið hefur þá boðið upp á kaffi eða gos og meðlæti og góð verðlaun. Þessi kvöld hafa verið mjög skemmti- leg. Á tveggja ára fresti hefur svo verið haldin árshátíð hjá frystihúsinu og þá hafa áhafnir bátanna sem leggja upp hjá frystihúsinu verið með. I bænum eru svo fjöldinn allur af félögum með mikla félagsstarfsemi og það má nefna leikfélagið sem er að mínu áliti mjög gott.“ Ertu ánægð hér á Ólafsfirði þ.e. með alla aðstöðu eða finnst þér eitthvað skorta hér á? „Ég veit ekki hvort það væri nokkuð betra að vera annars staðar. Ég bjó í fjögur ár á Dalvík og þar er líka gott að vera. I verzlununum hér finnst mér yfirleitt gott vöruúrval. Ef maður er að leita að húsgögnum eða öðru þá liggur leiðin til Akureyrar. En bráðnauðsynlega þjónustu „Hér vinna allir í fiski sem hafa heilsu til þess að vinna." sagði Guðrún Lúðviksdóttir starfsmaður í frystihúsi Magn- úsar Gamalíclssonar á Ólafs- firði í' upphafi samtals við blm. í kaffistofu starfsfólksins í frystihúsinu í siðustu viku. Guðrún er Ólafsfirðingur í húð og hár og er gift Skúla Pálssyni bifvclavirkja og þau eiga þrjú börn. „Það er misjafnt hve mikið er unnið, en þegar aflinn er mikill eins og í aflahrotunni í sumar er flest alla daga byrjað að vinna kl. sjö á morgnana og til hálf ellefu á kvöldin, þó er að jafnaði unnið til sjö á kvöldin. í sumar var ekki unnið á laugardögum og sunnudögum, þ.e. í júlí og ágúst, en einn laugardaginn fengum við þó undanþágu frá yfirvinnubanninu þegar alls ekki sást út úr aflanum." Við hvað vinnur þú helzt? „Það er allt mögulegt sem ég geri. Ég er við pökkun og vigtun á blokk á vélum, en hef verið mjög lítið við snyrtingu. Aftur mikið í öðru þar í kring." Hefurðu verið hér lengi? „Núna aðeins á annan mánuð í frystihúsinu, en hef aftur unnið í Sjóhúsinu Önnu á veturna við að setja upp net og gera að fiski, saltfiski og skreið.“ Hvernig kanntu við fisk- vinnu? „Þetta er mikil vinna og geysilegt álag á manni, en það er ofsalega gaman. Ég held við hér séum allflestar þessarar skoðunar, þ.e. þessar reyndu, það er erfitt fyrir þær ungu, en fyrir manndómsára stútungs- kerlingar er þetta virkilega gaman.“ Hvernig gaman? „Andinn er hér afskaplega góður meðal okkar og þegar maður er kominn yfir það að þykja erfitt að sofna og vakna og eiga að fara að vinna strax aftur þá ertu komin á rétt stig. Það er í kringum átján—nítján ára og sumar komast upp á þetta fyrr.“ Er ekki erfitt að vinna svona lengi hvern dag með börn heima og hæði hjónin vinna úti? „Börnin mín eru orðin svo stór, tíu, ellefu og tólf ára, en það yngsta var fimm ára þegar ég fór að vinna. Það kemur náttúrulega niður á krökkum þegar foreldrarnir eru báðir að vinna allan daginn. En ef við tökum t.d. mið af Reykjavík þá er umferðin mjög lítil hér í bænum og börnin eru alltaf úti að leika sér, hvort sem maður er heima eða ekki.“ vinna við fisk er virkilega gaman" skortir hér, svo sem tannlækna- þjónustu. Hér hefur enginn tannlæknir verið að staðaldri, en afskaplega margir leita suður til tannlækninga eða til Siglu- fjarðar. Það hefur verið mjög erfitt að komast að á Dalvík og erfiðara en að komast' að á Akureyri. Nú er verið að bæta tækjaaðstöðu sem hér er fyrir tannlækningar og við verðum bara að vona að tannlæknir fylgi svo með þeim nýja stóli. Ég veit að þeir í bæjarstjórninni reyna hvað þeir geta til þess að bjarga þessum málum.. Læknar hafa annars verið hér í stuttan tíma hver í einu. En Arinbjörn Kolbeinsson læknir hefur verið Ólafsfirðingum af- skaplega vinsamlegur, ég held að hann hafi eytt öllum sínum sumarfríum hér undanfarin ár. En eitt væri afskaplega gott að kæmi hér og það er einhverj- ir vinnumöguleikar fyrir gamalt fólk, sem ekki hefur lengur líkamsburði til þess að vinna í fiski. Þ.e. eitthvað létt aðallega til þess að geta komið saman. Það eru svo margir sem ekki geta í rauninni unnið úti og hafa ekkert við að gera. — Að vísu vantar hér einhverja létta úti- vinnu fyrir krakka á aldrinum ellefu til fjórtán ára. Þeir byrja margir þrettán ára í frystihús- um, sem ættu reyndar alls ekki að vera við slíka vinnu sem er erfið.“ En bæjarlífið. Eru ekki allir hér „jafnir" hver öðrum ef það má reyndar orða það þannig? „Ég hef ekki búið á stærri stað og veit ekki hvernig það er á þeim stöðum. Hingað kemur alltaf einn og einn sem setur sig á háan hest, og þá er bara þaggað niður í honum. Hér þekkja allir alla og ég held að aðkomufólki sé yfirleitt vel tekið. Margt af aðfluttu fólki? Já, það er þó nokkuð núna í seinni tíð og sem dæmi má nefna, að á stuttum tíma hafa fjórar fjölsk- yldur flutt hingað í bæinn. Nei, ég held að hér sé ekki nein húsnæðisekla, þannig að það horfi til vandræða. En hér er mikið byggt og samt sem áður þörf fyrir fleiri byggingar að því er virðist. Þeir sem flytjast hingað kaupa margir gömlu húsin í byrjun, öðrum tekst að fá leiguhúsnæði." Með þessum orðum slógum við botninn í samtalið. ÁJR Er eitthvað til hér á vinnu- staðnum sem heitir karlmanns- verk og kvenmannsverk? „Ja, ég held að karlmönnum finnist það fyrir neðan sína virðingu að skera og snyrta fisk. Þeim finnst það einhvern veginn allt önnur vinna en vinna að saltfiski og skreið. Einn vetur- inn fyrir um þremúr árum unnu hér þrír karlmenn við að snyrta, að vísu fullorðnir karlmenn. Ungir karlmenn vilja þetta helzt ekki. Hvort launin eru ekki þau sömu? Skoðunarkonur og þeir sem vinna á tækjunum í frysti- húsinu eru eitthvað aðeins hærri í launum. Það er ekki það að launin séu ekki þau sömu, en karlmönnum finnst það ekki sóma karlmönnum að vinna við þetta. Ilér skortir vinnu fyrir þá sem ejski hafa lengur líkamsburði til að vinna við fiskinn. en gera það samt. Hvað er með félagslíf á vinnustaðnum? „Á veturna hefur verið spiluð félagsvist hér í kaffisalnum einu Framkvæmdir við byggingu heilsugæzlustöðvarinnar hafa gengið ágætlega. Spjallaö við Guðrúnu Lúðvíksdóttur starfsmanní frystihúsi Magnúsar Gamalíels sonar á Ólafsfirði „Að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.