Morgunblaðið - 03.10.1978, Page 13

Morgunblaðið - 03.10.1978, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 13 Ullarfatnaður frá íslandi sýnir í vesturheimi. Myndin var tekin á tískusýningu í Peoria. Við borðið fyrir miðju má sjá hvar Unnur Arngríms- dóttir situr. Ljósm. Mbl. Tryggvi Gunnarsson. r Islenzkur ullar- fatnaður kynnt- ur í fjórum borg- um vestan hafs SÍÐUSTU viku hafa dvöldu í Bandaríkjunum á vegum fyrirtækisins Hildu og Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins þær Sigríður Ragna Sigurðardóttir og Unnur Arngrímsdóttir og önnuðust þær þar kynningar á íslenskum ullarfatnaði í vöruhúsum fyrirtækisins Carson Pirie Scott & Co í fjórum borgum. Einnig kynntu þær íslenskar ullarvörur í sjónvarpsþáttum, á blaðamannafundum og í útvarps- viðtölum. Samhliða þessum kynningum efndu Flugleiðir til verðlaunasamkeppni og voru verðlaunin ferð fyrir tvo til Islands. Fyrsta kynningin var í Ottawa í Illinois á mánudag en síðan héldu þær til borgar- innar Peoria í Illinois og Urbana í sama fylki en síðasta kynningin var í Michigan City í Indiana á föstudag. Hefur Sigríður Ragna verið kynnir á sýningunum en Unnur hefur haft umsjón með sýningum á fatnaðnum. Tilefni þessara sýninga á vegum Carson Pirie Scott & Co er að fyrirtækið hefur á þessum fjórum stöðum verið að opna sérstakar deildir með íslenskan ullarfatnað í vöruhúsum sínum á þessum stöðum en þess má geta að fyrirtækið er einnig með sér- staka deild með íslenskum ullarfatnaði í vöruhúsi sínu í Chicago. Seinna í vetur eða um miðjan febrúar fer Unnur Arngrímsdóttir til Bandaríkj- anna ásamt 6 íslenskum sýningarstúlkum og munu þær sýna íslenskan ullarfatnað í hádegisverðarboði, sem sitja um 900 eiginkonur tannlækna, sem þá sitja mikið tannlækna- þing í Chicago. Verður sýning- in á Hilton-hótelinu í borginni en auk sýningar á íslenskum Sigríður Ragna Sigurðardóttir kynnir íslenskan ullarfatnað á sýningu í vöruhúsi Carson Pirie Scott & Co í borginni Peoria. ullarfatnaði munu íslensku sýningarstúlkurnar einnig sýna íslenska þjóðbúninga. Bændafundur i Vogalandi: Bændur fái álag fyrir hverja kind sem skorin er Miðhúsum, 2. október. Á FIMM klukkustunda fundi, sem haldinn var í Króks- fjarðarnesi á sunnudags- kvöld, sem Sigurður Sigurðs- son dýralæknir boðaði til með bændum úr Stranda- og Austur-Barðastrandarsýslum kom eftirfarandi fram: Svokallað Reykjaneshólf mun vera eina hólf landsins, þar sem enginn sauðfjársjúk- dómur herjar nú á, en girð- ingu er illa viðhaldið á Þorskafjarðarlínu í Stein- grímsfjörð og hætt er að halda við svokallaðri Beru- fjarðargirðingu. Á fundinum kom eftirfar- andi tillaga fram: „Fundur haldinn í Vogalandi 1. októ- ber 1978 skorar á sauðfjár- sjúkdómanefnd, að koma varnargirðingu úr Þorska- firði í Steingrímsfjörð í viðunandi horf, þegar á næsta vori. Jafnframt skorar fundurinn á sauðfjársjúk- dómanefnd að girða Hjalla- land inn í Reykjaneshólf. Einnig telur fundurinn, að þar sem girðingu er ekki haldið við á viðunandi hátt, verði eigendum þess sauðfjár, sem skorið verður niður í haust, bætt það tjón með auknu álagi á hverja kind.“ Tillagan var borin upp í þremur liðum og náðu þeir allir fram að ganga og er því þessum niðurskurðardeilum lokið. Sveinn. MYNDAMÓTHF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI • - SÍMAR: 17152-17355 Heimsfræg framleiðsla ITT hefur fariö slíka sigurför um heiminn aö óþarfi er hér aö útlista gæöi ITT. Gæöin þekkja allir. Við bjóðum: IN-LINE myndlampa, Kalt einingarkerfi, Fullkomna fjar- stýringu og öruggt viöhald. Þegar þú berö saman verö og gæöi viö aðrar tegundir lit- sjónvarpstækja, þá kemstu aö raun um aö ITT er rétta valið. Ótrúlega hagstætt tilboðsverð Hagstæðir samningar við ITT verksmiðj- una í Bretlandi, gera okkur mögulegt aö bjóða yöur eitt vandaðasta litsjónvarps- tækið á markaðnum, fyrir ótrúlega lágt verð, eða frá kr. 438.000 fyrir 20“ tommu tæki með fjarstýringu. Já viö endurtökum fjarstýringin fylgir með í þessu verði. Otrúlegt en satt! Öruggt viðhald Við leggjum mjög mikla áherslu á að veita yður bestu mögulega viðhaldsþjónustu. Auk þess sem sett hefur verið á fót sérstök viðhaldsdeild fyrir litsjónvarpstæki hjá okkur sjálfum, veitir Radíóbær, Ármúla 38, Reykjavík alla viöhaldsþjónustu á ITT litsjónvarpstækjum. Tryggið yður tæki strax í dag rnyndiðjgn KASTÞORf Hafnarstræti 17 sími 22580, Suðurlandsbraut 20 sími 82733. ITT tmM f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.