Morgunblaðið - 03.10.1978, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978
21
skorar eina af
körfum sínum
Akurnesingar heim-
sóttu auglýsandann
NÚ eru liðin nokkur ár síðan
íþróttafélösum var heimilað að
hafa auKÍýsingar á búninKum
keppnisliða sinna. Ilefur reynsl-
an verið sú að auglýsingarnar
hafa fært félö«unum nokkrar
tekjur og hefur þetta komið sér
vel á tímum síaukins kostnaðar
við rekstur iþróttafélatíanna.
Reynslan hefur líka verið sú, að
mörj; íþróttafélög hafa þurft að
hafa mikið fyrir því að fá auglýs-
ingar og í mörgum tilvikum gera
fyrirtæki það af hreinni greiða-
semi að auglýsa á keppninsbúning-
um.
Þess eru vafalaust engin dæmi
að auglýsandi hafi gert jafn vel
fyrir íþróttafélag og þýzka fyrir-
tækið Grohe og umboðsaðili þess
Þýzk-íslenzka verzlunarfélagið
hefur gert fyrir Akurnesinga í
sumar. Grohe-umboðið sneri sér
til Akurnesinga snemma á þessu
ári og óskaði eftir að fá að auglýsa
á búningum liðsins í sumar. Fleiri
fyrirtæki höfðu einnig áhuga á því
að auglýsa hjá Skagamönnum en
Grohe bauð bezt og fékk samning-
inn.
Aðalstöðvar Grohe eru í Þýzka-
landi, skammt frá Köln. Þegar
Akurnesingar drógust gegn Köln-
arliðinu í Evrópukeppninni ákvað
Grohe að bjóða liðsmönnum og
eiginkonum þeirra í heimsókn til
verksmiðjanna daginn eftir leik-
inn. Var hópnum haldið í ágætum
fagnaði þennan dag. Hópurinn
skoðaði verksmiðjur fyrirtækisins
í Hemer og Menden, þá glæsilegan
hádegisverð og síðdegis lék Akra-
nesliðið gegn starfsmannaliði
Grohe. Lauk leiknum með sigri
Akurnesinga 8:0 og skoruðu eftir-
taldir leikmenn mörkin: Andrés
Ólafsson 2, Árni Sveinsson, Sig-
urður Halldórsson, Kristinn
Björnsson, Matthías Hallgríms-
son, Jón Gunnlaugsson og Karl
Þórðarson. Að lokum var hópurinn
leystur út með gjöfum.
Grohe er einn stærsti framleið-
andi heims á blöndunar- og
hitastýritækjum, vöskum, baðkör-
um og þvíumlíku. Kom það fram í
máli forráðamanna verksmiðjunn-
ar, að salan á vörum fyrirtækisins
hefði aukist mjög á íslandi á
undanförnum árum.
Meðfylgjandi myndir tók undir-
ritaður blaðamaður þegar Akur-
nesingar heimsóttu Grohe-fyrir-
tækið. Myndirnar eru frá heim-
sókninni í verksmiðjur fyrirtækis-
ins, hádegisverðarboðinu, leiknum
milli Skagamanna og starfsmanna
Grohe og loks er mynd sem sýnir
Gunnar Sigurðsson, formann
knattspyrnuráðs Akraness, af-
henda framkvæmdastjóra Grohe
fána ÍA. Á milli þeirra stendur
Ómar Kristjánsson, umboðsmaður
Grohe á íslandi. Við þetta sama
tækifæri afhenti framkvæmda-
stjórinn Gunnari 1000 mörk að
gjöf til ÍA.
- SS.
Öll liðin hafa tapað leik
REYKJAVÍKURMÓTINU í körfuknattleik var fram
haldið nú um helgina og voru leiknar tvær umferðir. Sem
vænta mátti voru flestir leikjanna æsispennandi, en
enginn ójafn. ÖIl liðin hafa nú tapað leik og stefnir í
úrslitaleik milli tveggja eða fleiri liða. En hugum nú að
gangi leikjanna.
KR - ÍS 88-91 (38-42)
Stúdentar lögðu KR-inga að
velli í fjörugum, en ekki mjög vel
leiknum leik á laugardaginn.
Stúdentar höfðu frumkvæðið nær
allan leikinn, en skömmu fyrir
leikslok tóku KR-ingar við sér og
komust yfir 82—83, en góður
lokakafli stúdenta tryggði þeim
sigur, 91—88.
Leikur liðanna var nánast ein-
vígi tveggja frábærra leikmanna
þeirra Dirk Dunbars og KR-
ingsins John Hudsons. Aðrir
leikmenn féllu nánast í skuggann
af leik þeirra. Dunbar sannaði það
enn og sýndi að engum meðalleik-
manni er fært að stöðva hann og
virtist hann geta skorað þegar
hann vildi og úr hvaða stellingu
sem er. Vöðvabúntið Hudson lék
stúdenta einnig grátt og munaði
minnstu að honum tækist að vinna
leikinn fyrir KR-inga, en Hudson
skoraði 23 af síðustu 25 stigum
KR-inga. Það veikti bæði liðin
mikið að Jón Héðinsson lék ekki
með stúdentum og Jón Sigurðsson
lék ekki með KR-ingum.
Stigahæstir stúdenta og bestir
voru: Dunbar með 44 stig, Ingi
Stefánsson með 20 og Steinn
Sveinsson með 15.
Hudson bar af KR-ingum og
skoraði hann 53 stig. Eiríkur
Jóhannesson komst næstur honum
með 12 stig.
Valur —Ármann 102—93
(54-49)
Leikur Vals og Ármanns var
slakasti leikur laugardagsins, en
óhætt er að segja að bæði liðin
hafi þó átt ágæta spretti inn á
milli daufra kafla. Valsmenn
höfðu frumkvæðið allan leikinn,
en Ármenningar hleyptu þeim þó
aldrei langt frá sér. I hálfleik var
aðeins 6 stiga munur, en góður
sprettur Valsmanna hristi
Ármenninga það langt aftur úr að
þeim tókst ekki að brúa bilið.
Ármenningar leika mest upp á
Stew Johnsan, en hann skoraði 52
stig í þessum leik og hefði
vafalaust getað bætt 20 stigum við
án verulegrar fyrirhafnar. Næstur
honum kom Jón Björgvinsson með
19 stig.
Valsmenn voru flestir jafnir að
getu, en þó verður að segja að
Þórir Magnússon hafi borið af
meðan úthaldið entist honum og
skoraði hann 31 stig. Næstir
honum komu Torfi Magnússon
með 18 stig og Kristján Ágústsson
með 17 stig.
Fram - ÍR 98-81 (48-42)
Framarar sýndu það gegn
IR-ingum að þeir eru ekkert 1.
deildarlið, heldur úrvalsdeildarlið,
því að leikur þeirra gegn ÍR var
skínandi góður meginpart leiksins,
og jafnvel þótt hann dytti niður þá
áttu ÍR-ingar ekkert svar sem
dugði. Kristinn Jörundsson sem nú
lék meö ÍR-ingum gerði þó það
sem hann gat til að rífa lið sitt
áfram, en ekkert dugði: betra liðið
vann örugglega.
Staðan í hálfleik var 48—42 og
það var aðeins í byrjun seinni
• Landsliðshópurinn í hlaki. sem keppir í Danmörku.
Blaklandslið valið
ÍSLENSKA landsliðið í blaki heldur
til Danmerkur i næstunni, Þar sem
Norðurlandamótiö fer fram dag-
anna 6—8 október. Landsliðs-
mennirnir sjélfir fjármagna aö
nokkru leyti ferðina, en BLÍ paö sem
á skortir. Þann 6. október, leika
íslendingar gegn Dönum, 7. október
gegn Finnum og Norómönnum og
aó lokum gegn Svíum Þann
áttunda.
í spjalli við fyrirliða landsliðsins,
kom fram áð íslendingar reikna ekki
meö að ríöa feitum hesti frá keppn-
inni, þar sem Finnar, Svíar og Danir
væru allir með mun sterkari lið heldur
en íslendingar. Það er þó alltaf
möguleiki gegn Norðmönnum. Þetta
er í þriðja skiptiö sem íslendingar
taka þátt í NM og hafa þeir ávallt
hafnaö í neösta saetinu.
Liö íslands aö þessu sinni skipa
eftirtaldir leikmenn:
Guömundur Pálsson Þrótti
Gunnar Árnason Þrótti
Valdimar Jónasson Þrótti
Jason ívarsson Þrótti
Böðvar Sigurösson Þrótti
Benedikt Höskuldsson Þrótti
Halldór Jónsson Is
Indriði Arnórsson ÍS
Friðbert Traustason ÍS
Haraldur G. Hlöðverss. Laugdælir
Leifur Harðarson Laugdætir
Tómas Jónsson frá Noregi - 99-
hálfleiks, sem ÍR-ingum tókst að
jafna leikinn, en drifnir áfram af
þjálfara sínum og besta leikmanni,
Johny Johnson. leiddu Framarar
öruggan sigur í höfn.
Lang bestur Framara var John
Johnson, en hann barðist af hörku
í vörninni og skoraði sjálfur 39
stig. Þá voru Símon Ólafsson og
Ómar Þráinsson einnig góðir.
Skoraði Símon 21 stig, en Ómar 17
stig.
Aðal-maður IR-inga var Paul
Stewart og skoraði hann 40 stig en
næstir honum komu Jóil Jörunds-
son með 17 stig og Kristinn Jör.
með 11 stig.
Ármann — ÍS 115.111 (92:92
eftir venjulegan leiktíma).
Eftir þrjá tapleiki Ármanns í
Reykjavíkurmótinu og sigur ÍS
yfir KR á laugardaginn áttu víst
fæstir von á öðru en að stúdentar
myndu sigra Ármann. Ár-
menningar voru þó á annarri
skoðun og gerðu alla spádóma að
engu með því að sigra IS með 115
stigum gegn 111 í framlengdum og
æsispennandi leik, en eftir venju-
legan leiktíma var staðan 92:92.
Leikurinn var alltaf jafn og
munaði aldrei meira en 10 stigum
á annan hvorn veginn. I leikhléi
var staðan 51:44 Ármanni í vil.
Ekki er hægt að segja annað en að
þessi sigur hafi verið langþráður
hjá Ármenningum, því að fyrir
þennan leik höfðu þeir tapað 21
leik í röð. Galdramaðurinn Dirk
Dunbar setti í leiknum nýtt met í
stigaskorun með því að skora 61
stig fyrir ÍS en hann átti sjálfur
eldra metið, 58 stig. Bandaríkja-
maðurinn í liði Ármanns, Stewart
Johnson, var langstigahæstur
þeirra Ármenninga með 51 stig.
ÍR - Valur 88.100 (48.47)
Valsmenn mættu til leiks með
nýjan bandarískan leikmann, Tim
Dwyer, í sínum röðum, en sem
kunnugt er, hvarf Rick Hockenos
af landi brott án þess að kveðja
kóng eða prest. Dwyer kom til
Islands aðeins nokkrum klukku-
stundum áður en leikurinn hófst
og var greinilega þreyttur eftir
erfitt ferðalag, en sýndi þó í
leiknum að þar er enginn aukvisi á
ferðinni. Svo að við víkjum að
leiknum, þá byrjuðu ÍR-ingar af
miklum krafti og höfðu yfirhönd-
ina fram yfir miðjan fyrri hálfleik,
en þá vöknuðu Valsmenn til lífsins
og sigu framúr og í leikhléi var
staðan 48:47 fyrir Val. í síðari
hálfleik var aldrei vafi á því, hvort
liðið var sterkara. Valsmenn sigu
fljótlega framúr ÍR-ingum og
sigruðu örugglega með 100 stigum
gegn 84. Stigahæstir hjá Val voru
Kristján Ágústsson með 29 stig,
Torfi Magnússon með 25 og Tim
Dwyer með 19. Fyrir ÍR skoruðu
mest þeir Jón Jörundsson 33 og
Paul Stewart 25.
KR - Fram 89-88 (35-47)
Þessi leikur var vafalaust leikur
helgarinnar, rétt eins og flestir
spáðu. Umdeilt atvik leiddi til
þess, að KR-ingnum John Hudson
var vísað af leikvelli og geysileg
spenna í seinni hálfleik, hiti í
leikmönnum og ákafi aðdáenda
virtist ætla að leysa leikinn upp.
En loks eftir framlengdan leik
stóðu KR-ingar uppi sem sigurveg-
arar með minnsta mun: 89—88.
Framarar hófu leikinn af miklum
krafti og náðu strax öruggu
frumkvæði, sem KR-ingar áttu
ekkert svar við. Leikur Fram var á
við það besta, sem við eigum að
venjast hjá íslensku félagsliði.
Virtist sama hver Framara var,
KR-ingar fengu engan þeirra
stöðvað. En þegar 7 sekúndur voru
til leikhlés gerðist það að Símon
Ólafsson skoraði umdeilda körfu.
Hudson kastaði boltanum til
Sigurðar Vals Halldórssonar
dómara. Sigurður, sem virtist vera
óviðbúinn þessari sendingu, fékk
boltann í öxlina og skipti það
engum togum; Hudson var vísað af
leikvelli. Dómur þessi var mjög
vafasamur og hefði gult spjald
verið nær sanni ef eitthvað hefði
átt að gera í málinu.
Þegar flautað var til leikhlés var
staðan 35—47. I upphafi seinni
hálfleiks komu KR-ingar til leiks í
líki berserkja og skipti þá engum
togum að munurinn var strax
kominn niður í 4 stig. Var þessi
barátta KR-inga nánast með
ólíkindum og enginn barðist betur
en hinn snjalli Jón Sigurðsson,
sem lék méð þrátt fyrir meiðsli á
hné. Á 18. mínútu komust KR-ing-
ar loks yfir 72—71 og skiptust liðin
á forystunni, en þegar 6 sekúndur
voru eftir var staðan 78—77 fyrir
Fram. Jón Sig. skoraði þá 2 stig, og
kom KR í 79—78, en braut um leið
á Flosa Sigurðssyni. Flosi fékk þá
hclgina. Iludson var mjög í sviðsljósinu, bæði var hann rekinn af
ieikvelli, auk þess sem hann skoraði rúm 40 stig. (Ljósm. — GiGi)
tvö vítaskot og hitti hann í öðru
skotinu og jafnaði leikinn.
í framlengingunni skiptust liðin
á að skora, en Frömurum mistókst
eitt vítaskot og það gerði út um
leikinn. Eftir mikið fjaðrafok um
hvort skýrsla leiksins hefði verið
rétt skrifuð, féllust menn á að
úrslitin hefðu verið 89—88 KR í
vil.
Stigahæstur KR-inga var Jón
Sigurðsson og var hann jafnframt
besti maður vallarins. Skoraði Jón.
28 stig.
Framarar áttu allir góðan dag
og eru vafalaust menn framtíðar-
innar. Bestur þeirra var þó John
Johnson og skoraði hann 33 stig.
ÁG/gíg
Opiö bréf til HSÍ:
Forkastanleg vinnubrögð
Mbl. hefur borizt eftirfarandi til
birtingar:
EINKENNILEGT RETTARFAR
lega grein fyrir þessu máli eins og
það lítur út frá okkar bæjardyrum.
DOMARI MÆTTI EKKI
Á s.l. vori fóru fram tveir leikir í
handknattleik milli meistaraflokka
karla Breiðabliks í Kópavogi og Þórs
frá Akureyri. Til þessara leikja var
stofnað til að fá úr því skoriö hvort
liðið ætti aö leika í 2. deild á því
keppnistímabill sem nú er að hefjast.
Fyrri leikur liöanna fór fram að
Varmá 23. apríl og sigraði Þór með
einu marki. Bar þar ekkert sérstakt til
tíðinda, en öðru máli gegndi um
síöari leikinn, sem fram fór á
Akureyri 4. maí. Sá leikur hefur nú
nýlega, eöa heilum 130 dögum
seinna, verið dæmdur ógildur.
Það er skoðun stjórnar Handknatt-
leiksdeildar Þórs, aö tilurö kæru
Breiðabliks, aö leikurinn yröi dæmd-
ur ógildur, málsmeðferö dómstóls
HSÍ og niðurstaða dómsins sé með
slíkum endemum aö engin dæmi séu
slíks.
Þar sem Þór gafst enginn kostur á
að fylgjast með málsmeöferö fyrr en
dómur var fallinn, hvað þá aö
dómstóllinn sæi ástæöu til að heyra
álit Þórs á málsatvikum, þá verður
ekki hjá því komizt að gera opinber-
Þegar umræddur leikur átti að
hefjast kom í Ijós að annar dómarinn
var ekki mættur. Var þá gerð
gangskör að því að leita að honum
en án árangurs. Nú voru góð ráð dýr;
leikmenn Breiöabliks komnir um
langan veg og enginn dómari nær-
tækur, sem hafði landsdómararétt-
indi. Var nú komin upp svipuð staða
og leikmenn Þórs höfðu oft staöið
frammi fyrir fyrir sunnan, að skipaðir
dómarar létu ekki sjá sig. í slíkum
tilvikum hafði Þór oft samþykkt að fá
nærtæka dómara til aö bjarga
málum þótt þeir heföu ekki fyllstu
réttindi. Með þetta í huga var
Breiðabliksmönnum bent á að í
salnum væri maður sem heföi
héraösdómararéttindi en væri þrátt
fyrir þaö vanur aö dæma erfiða leiki.
Gekk nú hvorki eða rak og hálf
klukkustund liöin frá því leikurinn átti
að hefjast. Fyrir Þór var það að
sjálfsögöu ekkert sérstakt kappsmál
að leika leikinn þennan dag og helst
heföi Þór kosið aö fresta leiknum og
fá dómara með fullum réttindum.
Fyrir Breiöablik gegndi aö sjálfsögðu
öðru máli; ferðalag fyrir hundruö
þúsunda er auövitað þungt lóö á
vogarskálina þegar liö tekur ákvörö-
un um þaö hvort leika skuli leik þótt
dómarar hafi ekki fyllstu réttlndi.
Að lokum tjóðu Breiðabliksmenn
sig fúsa að leika leikinn, þótt annar
dómarinn hefði ekki fyllstu réttindi.
Við viljum í þessu sambandi lýsa því
sem ósannindum, aö þeim Breiða-
bliksmönnum hafi ekki verið kunnugt
um þennan vankant á réttindum
annars dómarans en á því þrástagast
þeir í langri greinargerö til dómstóls
HSÍ. Við gerum okkur grein fyrir því,
að það er alvarlegur hlutur aö bera á
félaga í íþróttahreyfingunni aö þeir
segi ósatt, en viö staöhæfum það
sem að framan er sagt er rétt.
Barnaskapur okkar var einasta sá,
að fá ekki skriflegt samþykki Breiöa-
bliksmanna fyrir dómurunum.
Þaö er í þessu sambandi athyglis-
vert að leikurinn dróst í meira en
hálfa klukkustund og ef Breiöabliks-
menn stóöu í þeirri trú að báöir
dómararnir væru með full réttindi,
eftir hverju var þá beðið?
Leikurinn fór síöan fram og sigraði
Þór með fimm marka mun. Engar
fregnir bárust af því að Breiðabliks-
menn heföu fengið á bak orða sinna
og kært leikinn fyrr en seint í sumar,
en þá hafði Þór ráðið þjálfara og
mikið starf hafiö fyrir keppni í 2.
deild.
KÆRA LÖGÐ FRAM
Dómstól HSÍ barst kæra frá
Handknattleiksdeild Breiðabliks
vegna leiksins meö bréfi dags. 5.
maí. Skömmu síðar ritar deildin
annaö bréf til dómsins og lá því fyrir
dómstólnum 4'/2 vélrituö síða frá
Breiðablik. Þaö hefði því ekki verið til
mikils mælst aö Þór fengi aö leggja
orð í belg, því málið er höfðað gegn
Þór. En slíkt var ekki gert og verður
ekki annaö sagt en að réttarörygginu
sé nokkuð áfátt; í Sovétríkjunum fá
þó sakborningarnir aö hlusta.
í stuttri greinargerð dómarans
(þess sem hafði full réttindi) kemur
fram það álit hans, að það komi
honum vægast sagt á óvart að
Breiöabliksmenn skyldu reyna að
kæra leikinn þegar gangur hans sé
hafður í huga.
En hvað sém því líður er hitt einnig
Ijóst, að dómstóllinn hafði markað
stefnu í nákvæmlega samskonar máli
einum og hálfum mánuöi áður en
umræddur leikur fór fram.
________FORDÆMI FENGID _________
í marz s.l. kæröu Haukar leik við
Þór í fyrstu deild kvenna m.a. á þeim
forsendum að annar dómarinn full-
nægði ekki ítrustu kröfum. Það vill
svo til að hér var um sama manninn
að ræða og Breiðabliksmenn byggðu
kæru sína á.
í niðurstöðum dómsins segir um
þetta m.a.:
„Alkunnugt er að fjölmargir leikir í
yfirstandandi landsmóti eru ýms-
ist dæmdir af einum dómara eða af
réttindalausum dómurum. Meö
hliösjón af þessu pykir fráleitt að
láta vankanta af pessu tagi varða
ógildingu leiks“. (Leturbr. Þórs)
Af þessu er Ijóst, aö dómstóllinn
hafði kveðið upp stefnumarkandi
dóm, a.m.k. að því er tók til
yfirstandandi landsmóts. Hins vegar
var kunnugt um þá skoöum dóm-
stólsins og stjórnar HSÍ að fyrir
næsta landsmót yrðu dómaramálin
færö í fastara form og undir þaö skal
tekið.
Með tilliti til þessa dóms er vitað
aö margar kærur um svipuð tilvik sáu
aldrei dagsins Ijós; dómstóllinn hafði
markað stefnuna, eða hvaö?
STEFNULEYSI OPINBERAD
Það kom því eins og þruma úr
heiöskíru lofti þegar sami dómur
kemst aö því aö ógilda skyldi seinni
leik Þórs og Breiöabliks, en í þeim
dómi segir m.a.: „Þykir sjálfsagt að
taka kröfu UBK til greina og hinn
kæröi leikur sé því endurtekinn, enda
annar dómarinn réttindalaus." (sic)
(Leturbr. Þórs). Vont er þeirra
ranglæti, en verra þeirra réttlæti.
Formaður dómsins hefur látið hafa
það eftir sér opinberlega að bréfa-
skipti dómstólsins og stjórnar HSÍ í
millitíöinni um ástandið í dómaramál-
um hafi ráðið um breytta afstööu
dómsins. Slíkt er auövitaö aumlegt
yfirklór; það er hverjum manni Ijóst,
að því aöeins hefur slíkt þýöingu, aö
félögunum sé tilkynnt um innihald
slíkra bréfa og breytta stefnu. Lög
öðlast t.d. ekki gildi fyrr en landslýö
hafa verið birt þau.
Það er skoðun stjórna Handknatt-
leiksdeildar Þórs, aö hér hafi
dómstóllinn brotið þær reglur, sem
hver sómakær dómstóll kappkostar
að halda í heiðri. Það er einnig
skoöun okkar aö þessi dómur sé
virðingu handknattleiksins ekki sam-
boðinn enda virðast dómarar ofur-
seldir duttlungum og stefnuleysi.
AÐ LÆRA AF REYNSLUNNI
Við gerum okkur Ijóst að þessum
dómi er ekki hægt að áfrýja og
leikurinn verður endurtekinn. En það
mega þeir Breiðabliksmenn vita, að
við höfum mikið lært. Við héldum
t.d., aö einlægast væri aö útkljá
málin á leikvellinum en ekki í
réttarsalnum, við stóðum í þeirri trú
aö orð íþróttamanna væru jafngild
undirskrift. En því miður neyðumst
við til að endurskoða þessa afstööu
okkar.
Reynslunni ríkari munum við mæta
aftur til leiks og þá aöeins meö eitt í
huga: AÐ SIGRA.
En þaö er trú okkar, aö fleiri geti
numið nokkurn lærdóm af reynslu
okkar. Það er t.a.m. full ástæöa fyrir
næsta þing HSÍ aö leiða hugann aö
því hvort einfalt dómskerfi, þrátt fyrir
augljósa kosti, hafi ekki fólgnar í sér
það margar hættur að ástæöa sé til
aö hafa þau tvö.
Reynslan sú sem fékkst af þeim
dómi, sem hér hefur verið gerður að
umtalsefni bendir til þess að skoöa
þurfi þessi mál ofaní kjölinn; heiður
handknattleiksins er í veði.
Stjórn Handknattleiksdeildar
Þórs.