Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.10.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 23 Korchnoi eygir enn von „ÉG Á enn möguleika,“ fullyrti Viktor Korchnoi, áskorandi Karpovs um heimsmeistara- titilinn. í viðtali við fréttamenn á sunnudagskvöld, stuttu eftir að honum hafði tekist að þvinga Karpov til þess að gefa hiðskákina úr 27. umferð ein- vígisins. „Karpov hefur ekki enn tekist að sýna að hann sé frábær skákmaður,“ bætti Korchnoi við. Aðstoðarmenn hans voru á sama máli. Argen- tinski stórmeistarinn Oscar Panno sagði t.d. við Korchnoi, svo að fréttamennirnir heyrðui „í þessu einvígi átt þú ekki í höggi við Karpov, heldur klukkuna. Karpov hefur engan áhuga á að finna beztu leikina, hann vill heldur tefla hratt til þess að koma þér í tímahrak“. Korchnoi kinkaði kolli máli Pannos til samþykkis og sagði að allt einvígið hefði Karpov greinilega verið að reyna að rugla hann í ríminu og fá hann til að eyða miklum tíma með því að leika tilgangslitlum leikjum og spara þannig sjálf- ur tima á klukkunni. En hvort sem þessi leikaðferð Karpovs stenst ströngustu kröfur um íþróttamennsku eða ekki, þá hefur hún óneitanlega tekist vel, allt þar til nú um helgina. Þrjú af fimm töpum Korchnois f einvíginu til þessa hafa orsakast af afleikjum hans í ti'mahraki. En í 28. skákinni snerist þetta við. Karpov, sem hafði hvítt fékk örlítið þægilegri stöðu eftir byrjunina. en íór þá að leika hratt, Korchnoi náði auðveld- lega að jafna taflið og stuttu siðar tók hann frumkvæðið í sínar hendur. Þegar skákin fór síðan í bið var lið enn jafnt, en Korchnoi stóð þó greinilega betur, þar sem hann hafði betri möguleika á að mynda sér frípeð og Karpov hafi bakstætt peð á miðborðinu. Biðleikur Korchnois var þó ekki sá allra nákva*masti og stuttu síðar urðu honum á slæm mistök er hann bauð hrókakaup. En hið ótrúlega skeði. Karpov hafnaði hrókakaupunum, e.t.v. hefur hann treyst biðstöðurannsókn- um Korchnois svo vel, og eftir það var ekki um björgun að ræða í stöðunni. Viktor Baturinsky, formaður sovézku sendinefndarinnar á staðnum, sagði að heimsmeistarinn hefði talið biðstöðuna tapaða. Það gæti verið orsökin fyrir fljót- færnislegri taflmennsku hans í biðskákinni. Staðan í einvíginu er því nú 5—3 Karpov í vil. 29. einvígis- skákin verður tefld í dag, þá hefur Korchnoi hvítt. Hvítti Anatoly Karpov Svarti Viktor Korchnoi Spænski leikurinn 1. e4 - e5,2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - RÍ6, 5. (H) - Rxe4, 6. d4 - b5, 7. Bb3 - d5, 8. dxe5 — Be6, 9. c3 — Rc5 (Fyrr í einvíginu hefur Korchnoi oftast leikið 9. ... Bc5 í stöð- unni, sem er reyndar öllu algengari framhald) 10. Bc2 - Bg4,11. Hel - Be7, 12. Rbd2 — Dd7 (í þessari stöðu hefur Larsen mælt með leiknum 12. ... d4, sem leiðir til mjög flókinnar stöðu eftir 13. Rb3 — d3, 14. Bb - Rxb3, 15. axb3 - Bf5, 16. Be3. Korchnoi vill hins vegar hafa vaðið fyrir neðan sig „ENN á ný hefur heimsmeist- araeinvígið í skák milli Karpovs heimsmeistara og Korchnois tekið nýja stefnu eftir sigur áskorandans hér í gær. Spurn- ingin, sem nú brennur á vörum allra hér í Bagio, er hvort sjálfstraust heimsmeistarans sé nú á þrotum í kjölfar tapsins á sunnudag. Líti Karpov hins vegar á stöðuna í einvíginu, þ.e. að hann hefur ennþá tveggja vinninga forskot, 5—3, og að hann þarf aðeins að hljóta einn vinning til viðbótar til að tryggja sér titilinn áfram, má ljóst vera að hann þarf aðeins að tefla af varúð og öryggi í komandi skákum og bíða þess að áskor- andanum verði á einhver mistök og velur því traustari hugmynd sem runnin mun undan rifjum Steans, eins af aðstöðarmönnum hans.) 13. Rb3 (Ekki kemur hér síður til greina að leika 13. Rfl og reyna síðan að staðsetja riddar- ann á e3) Re6. 14. h3 - Bh5, 15. Bf5 - Rcd8, 16. Be3 — a5!? (Svarta staðan lítur nú allgrunsamlega út. Svartur hefur ekki hrókað og riddarinn á d8 virðist hafa það eitt hlutverk að valda kollega sinn á e6) 17. Bc5 (Eftir hinn eðlilega leik 17. a4!? jafnar svartur taflið með ... bxa4, 18. Rc5 — Dc6) 19. Rbd2?! — (Eftir þennan veiklulega leik er svartur á grænni grein. Miklu betri tilraun var 19. Rbd4 — c6, 20. b3 og reyna þannig að grafa undan svörtu peðastöðunni). ... c6, 20. b4?! — Rg5! (Þessi leikur markar þáttaskil í skák- inni. Korchnoi snýr vörn í sókn!). 21. De2 - g6, 22. Bg4 - Bxg4, 23. hxg4 - Rde6, 24. De3 - h5! (Síðustu leikir Korchnois hafa verið hver öðrum nákvæmari og sem hann geti nýtt sér til vinnings. Þó svo að þetta sé hagkvæm- asta og „skynsamlegasta" leiðin fyrir Karpov er alls ekki víst að hann muni nota hana, því góðir skákmenn tefla ekki endilega þá leið sem talin er „skynsamleg- ust“, heldur verða þeir að sýna og sanna sína raunverulegu getu með sókndirfsku. Til að reyna að svara þeirri spurningu sem ég hef varpað hér fram á undan verð ég fyrst að fara örlítið í gegnum hvernig 28. skákin gekk fyrir sig. I upphafi gekk skákin mjög vel fyrir Karpov, þegar áskorand- inn beitti hinni hættulegu spænsku vörn. En viti menn, þegar heimsmeistarinn virtist nú opnast h-línan honum í hag). 25. Rxg5 - Dxg5. 26. Dxg5 - Rxg5, 27. gxh5 - Hxh5, 28. Rfl - Hhi, 29. Hadl - Ke7, 30. Í3 - Re6. 31. Re3 - Hd8, 32. Rg4 - Rg5,33. Re3 - Re6, 34. Rg4 — Rg7, (Það væri auðvitað glapræði fyrir Korehnoi að þiggja jafntefli og •leika 34. ... Rg5, því vegna veikleika hvíts á e5. Áskorand- inn þrálék aðeins til þess að vinna tíma og nú hefur hann komið auga á snjalla áætlun). 35. Re3 - RÍ5!, 36. Rc2 - Hc4, 37. Hd3 ... d4! (Hér töldu margir að nú hefði Korchnoi teygt sig of langt, en hann hefur reiknað allt hárrétt. Eftir riddarakaupin á svartur auðveldara með að sækja að veikleikunum í hvítu stöðunni). 38. g4 - Rg7. 39. Rxd4 - Re6, 40. Hedl — Rxdl, 41. cxd4 — Hxb4, 42. Kf2 — c5 (Biðleikur Korchnois. Að sögn hans sjálfs var 42. ... Hb2+ nákvæmari leikur, þar sem ekkert liggur á með c6—c5 framrásina). 43. d5 - Hb2+, 44. Kg3 - (Hrókakaupin eftir 44. Hld2 hefðu auðveldað svörtum verkið, hafa grætt töluvert mikinn tíma fram yfir áskorandann fór hann að leika mjög hratt, nánast stöðugt og að því er virtist frekar hugsunarlaust. Þessi háttur heimsmeistarans kom nánast öllum viðstöddum mjög á óvart, sérstaklega þegar það er haft í huga að staðan í einvíginu var 5—2 honum í vil. Helzt leiddu menn getum að því að með þessum hætti ætlaði hann að „skelfa" Korchnoi sem þá hafði eytt mun meiri tíma í umhugsun. Það seig því stöðugt á ógæfu- hliðina hjá heimsmeistaranum og þegar lokið hafði verið 42 leikjum og skákin fór í bið á laugardag, var veruleg ástæða fyrir hann að óttast um fram- haldið í skákinni og jafnframt Skák Margeir Pétursson skrifar um 28. ein vígisskákina þar sem hvítur getur ekki hindrað myndun tveggja sam- stæðra frípeða á drottningar- vængnum). IIxa2, 45. He3 - b4, 46. e6 - Ha3?? (Að sögn aðstoðarmanna Korchnois gleymdi hann hér sínum eigin rannsóknum. Bezt var auðvitaö 46. ... fxe6!, en ekki 46. ... b3, 47. d6+! sem er óljósara). 47. Ile2?? — (Eina von hvíts var auðvitað 47. Hxa3 — bxa3, 48. exf7 og jafnvel þó að svartur verði áfram peði yfir ætti slæm peðstaða hans á drottningar- vængnum að tryggja hvítum jafntefli). ... fxe6, 48. Hxe6+ - Kf7, 49. Hdel - IId7, 50. Hb6 - Hd3. 51. Hee6 - H3xd5, 52. Hxg6 - a3. 53. Hgf6+ - Ke7, 54. Hfe6+ - KÍ8, 55. Hf6+ - Ke7, 56. Hbe6+ - Kd8, 57. Ha6 - Hb7, 58. IIf8+ - Kc7, 59. Hf7+ - Hd7, 60. Hf5 - b3, 61. Hxc5+ — Kb8 og hvítur gafst upp, því að eftir 62. Hcl — a2 kemst a.m.k. annað hvítu peðanna á áfangastað. mikil ástæða fyrir Korchnoi að líta björtum augum á framhald- ið. í kjölfar þessa held ég að ég geti sagt að ég svari spurning- unni játandi, sjálfstraust heimsmeistarans hefur sett nokkuð ofan síðustu daga. Það ber þó að hafa í huga að ég held að staða Korchnois í þessum efnum sé lítt betri um þessar mundir, og byggi ég þá skoðun mína á því, að þegar ég ræddi við hann eftir sigurinn, sagði hann, að það hefði ekki verið góðri taflmennsku sinni að þakka að sigur vannst, heldur fyrst og fremst vegna lélegrar frammistöðu heimsmeistarans. Þá er það mál manna hér að þessi síðasta skák skipi án efa flokk þeirra skáka einvígisins setti verst hafa verið leiknar." Er sjálfstraust heimsmeistarans á þrotum? Pólver jar haf a hug á að kaupa 20 þúsund tunnur af saltsíld FYRIR nokkru voru undirritaðir í Moskvu samningar um fyrirframsölu á 40 þús. tunnum af saltaðri Suðurlandssfld til Sovétríkjanna fyrir 5% hærra verð en í fyrra. Áður hafði verið samið við Sovétmenn um sölu á 20 þús. tunnum, svo að heildarfyrirframsalan til Sovétríkjanna nemur nú 60 þús. tunnum. í nýja samningnum við Sovétríkin er tekið fram, að til greina komi, að selt verði meira þangað og verða sovésku kaupendurnir að taka ákvörðun þar að lútandi fyrir 15. þm., segir í frétta sem Morgunblaðinu barst í gær írá Sfldarútvegsnefnd. í fréttatilkynningunni segir ennfremur: I sumar tókust samningar við samtök sænskra síldarinnflytj- enda um sölu á 51.300 tunnum. Svíar settu þá það skilyrði fyrir samningum, að fitumagn síldar- innar yrði ekki minna en 16%. í viðræðum við Svía í Gautaborg í síðustu viku, féllust þeir á að lækka þessi fitumörk niður í 14% á mestum hluta þess, sem um hefur verið samið. Haldið er áfram samningaum- leitunum við kaupendur í öðrum markaðslöndum, m.a. tilkynnti innflutningsverzlunin „Rybex" í Póllandi fyrir nokkru, að þar væri áhugi á að kaupa allt að 50.000 tunnur af heilsaltaðri síld. Fyrir- tækið hefur þó til þessa aðeins fengið heimild til kaupa á 10.000 tunnum og eru samningaumleitan- ir um þetta magn komnar á lokastig. í gær tilkynntu Pólverjar að góðar horfur væru á því að leyfi fengist til að kaupa samtals 20.000 tunnur. Samningaumleitanir um fyrir- framsölu á hefðbundnum tegund- um saltaðrar síldar til Finnlands ganga af ýmsum ástæðum stirð- lega. Svo sem kunnugt er skemmd- ist mikið af sykursaltaðri síld frá íslandi í sumar í geymsluhúsum tveggja finnskra síldarinnflytj- enda. Fulltrúar frá Framleiðslu- eftirliti sjávarafurða fóru til Finnlands út af máli þessu og kom þá í ljós, að síldin var geymd við alltof mikinn hita. Öll síldin var yfirtekin og viðurkennd sem samningshæf vara af Framleiðslu- eftirlitinu og sérstökum yfirtöku- mönnum kaupenda, áður en út- flutningur hófst hverju sinni og greiðsla var innt af hendi. Ljóst er að þessir tveir innflytjendur í Finnlandi, hafa orðið fyrir stór- felldu fjárhagstjóni og málið hefir þegar torveldað verulega fyrir- framsölu til Finnlands. Eins og málin standa í dag, eru ekki likur á að fyrirframsamningar takist um sölu á nema helmingi þess, sem Finnar sömdu um í fyrra eða 10—12 þús. tunnum. Aftur á móti eru horfur á að samningar takist við ýmsa finnska síldarinn- flytjendur um aukna sölu á sérverkaðri sykursaltaðri síld í 10 og 15 kg umbúðum. Þessi nýja tegund var framleidd vorið 1977 á sérstakri tilraunastöð á vegum Síldarútvegsnefndar úr síld, sem söltuð var haustið 1976. Líkaði varan vel í Finnlandi, enda var síldin mun feitari árið 1976 en í fyrra. Þá standa yfir samninga- umleitanir um sölu á ýmsum tegundum af söltuðum síldarflök- um til V-Þýzkalands og fleiri landa og er búizt við að þau mál skýrist eitthvað í lok þessarar viku. Síldarsaltendum verður eins og venjulega tilkynnt nánar um ákvæði hinna einstöku samninga í sérstökum bréfum. Maður slasast í bílslysi við Bláfeldará Ólafsvík. 2. september. HARÐUR árekstur varð milli tveggja fólksbifreiða á brúnni yfir Bláfeldará í Staðarsveit laust eftir hádegið í gær, sunnudag. Fernt var í öðrum bílnum, og slasaðist ökumaður bílsins svo að hann var fluttur með flugvél á sjúkrahús í Reykjavík, en farþegar sluppu lítt meiddir, svo og hjón, sem voru í hinum bílnum. Eru bílarnir svo til ónýtir. Heita má að blindhæð sé þar sem brúin er yfir Bláfeldará. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.