Morgunblaðið - 03.10.1978, Page 24

Morgunblaðið - 03.10.1978, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 Aukaþing SUS um starfsemi og skipulag Sjálfstæðisflokksins: Algjör uppstokkun í forystumynstrinu þarf að koma til — Forystan verði þrískipt — Skugga- ráðuneyti verði myndað — Reglur um prófkjör AUKAÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var á Þingvöllum um helgina, samþykkti ályktun um starfsemi og skipulag Sjálfstæðisflokks- ins. Fer ályktunin hér á eftir í heild sinnii I. Stefna flokksins — mótun og framkvæmd Samkvæmt skipulaKsreglum flokksins á landsfundur að móta heildarstefnu flokksins, en þess á milli á stefnumótunin að vera í höndum flokksráðs, miðstjórnar otí þinííflokks. Þenar flokkurinn er í stjórn er stefnumótunin að meira eða minna leyti í höndum ráðherra flokksins. Pramkvæmd stefnunnar í höndum þingliðs og ráðherra. Mikil óánægja hefur ríkt undan- farin ár meðal almennra flokks- manna og hefur þeim fundizt að töluvert mikið skorti á að stefna flokksins væri framkvæmd og að þinglið og ráðherrar fylgdu ekki fram þeirri stefnu, sem mótuð væri á landsfundi og oft á tíðum jafnvel að þingmenn gangi þvert á stefnu flokksins. Undirbúningur stefnumótunar fer að mestu fram hjá mótunar- nefndum flokksins. Ungir Sjálf- stæðismenn fagna þeirri breyt- ingu, sem orðið hefur á skipan málefnanefnda, það er fækkun nefndarmanna í sjö. Jafnframt því sem þingflokkurinn tilnefnir einn þingmann í hverja málefnanefnd ætti miðstjórn einnig að tilnefna einn úr sínum hóp í hverja málefnanefnd til að auka tengsl miðstjórnar og málefnanefnda. Varðandi starfsemi málefna- nefnda telja ungir Sjálfstæðis- menn að þar verði að leggja aukna áherzlu á tengsl við hinn almenna flokksmann. Því er hægt að ná t.d með því að boða til fjölmenns fundar áhugamanna um viðkom- andi málefni sem skráðir væru hjá flokksskrifstofu a.m.k. einu sinni á ári og þá til dæmis í þingbyrjun. En hvar' hefur hinn almenni flokksmaður tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnumótun? Það er ljóst, að hann hefur það að einhverju leyti á landsfundi þ.e.a.s. einungis ef unnið er í nefndum. Til þess að mögulegt verði að virkja flokksmenn betur þarf að gjörbreyta starfsháttum landsfunda (sjá nánar í kafla VI). I síðustu kosningum kom greini- lega í Ijós að flokkurinn átti fáa talsmenn. Það stafaði m.a. af því að trúnaðartraust milli flokksfor- vstunnar og hins almenna flokks- manns var að verulegu leyti þorrið. Ti! að ná einhverjum árangri þarf flokkurinn að eignast sem flesta virka talsmenn. Fleiri talsmenn eignast flokkurinn ekki fyrr en trúnaðartraustinu er aftur náð. Til að hér verði ráðin bót á, þarf flokksforystan fyrst og fremst að auka tengsl sín við hinn almenna meðlim flokksins. Frum- kvæðið verður að koma frá forystunni bæði í þessu máli og öðrum. Sjálfstæðishúsið er kjörinn vettvangur til að skapa sambönd og efla kynni manna á millum (sjá síðar kafla VII). Einn þáttur hefur haft afger- andi áhrif hvað varðar tengsl forystunnar og hins almenna flokksmanns en það er hversu mjög þingmenn flokksins virðast oft á tíðum einangraðir. Til að rjúfa þessa einangrun benda ungir Sjálfstæðismenn á þann mögu- leika að hver og einn þingmaður geti haft aðgang að ákveðnum hópum, sem myndaðir eru sem vinnuhópar, en ekki málefnahóp- ar. Þessir hópar gætu aðstoðað þingmenn við vinnslu mála, komið nýjum og ferskum hugmyndum á framfæri, aflað upplýsinga, unnið að auknum tengslum og fleira í þeim dúr. Of mikið hefur verið um það að þingmenn fari inn í stjórnsýsluna. Leggja ber áherzlu á, að það breytist. Þar sem raunin hefur verið sú að ráðherrar hafa lítinn tíma til að sinna pólitískri stefnu- Nauðsynlegt er að fá fram breyt- ingu á því, en til þess að það geti orðið, þarf algjör uppstokkun á forystumynstrinu að koma til. Ungir Sjálfstæðismenn telja hið æskilega mynstur vera svokölluð þrískipting forystunnar þ.e.a.s. formaður og varaformaður flokks- ins, formaður og varaformaður miðstjórnar og formaður og vara- formaður þingflokksins. Þarna verði um að ræða sex persónur í jafn mörgum trúnaðarstörfum. Skilgreina verður í stórum dráttum verkaskiptingu þessara aðila, þannig að tryggt sé, að bæði b) að sjá um kynningu og áróður af hálfu flokksins að stefnu- málum hans og verkefnum, sem verið er að vinna að t.d. með útgáfu bæklinga, dreifimiða, auglýsingaspjalda, límmiða o.fl. cý að skapa sambönd inn á vinnu- staði og skóla og viðhalda þeim. Ennfremur að skapa sambönd við ýmsa aðra hópa þjóðfélags- ins (hliðarsamtök). Til þess að vinna að þessu má nýta hin ýmsu flokkssamtök. d) að sjá um og undirbúa blaða- mannafundi. með kökubakstri og bazarstarf- semi o.fl. þ.h. Verkefni sem félagskonum eru falin eru í miklum meirihluta þessu tengd. Hér þarf að verða gjörbreyting á. Starfsemin þarf að vera stjórn- málaleg fyrst og fremst. Fræðslu- starf á að rækja og hvetja og aðstoða konur á allan hátt til að verða virkari flokksmeðlimir. Verkalýðsráð virðist vera nánast eins og lokaður klúbbur, sem alls ekki nær til launþega almennt. Samtökin verða að leit- ast við að starfa á mun breiðari grunni en þau gera nú, ef um Nær 150 manns sóttu aukaþing SUS og hér sjást þingfulltrúar fyrir utan Valhöll ásamt Geir Hallgrfmssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Ljósm. Mbl. RAX. mörkun ættu þeir undantekn- ingarlaust að ráða sér aðstoðar- mann sem virkaði sem pólitískur aðili innan ráðuneytis en ekki sem embættismaður. Ungir Sjálfstæðismenn telja eðlilegt að þegar þingmaður tekur að sér embætti ráðherra þá kalli hann inn varaþingmann til að sinna þingmannastörfum. Ungir Sjálfstæðismenn leggja áherzlu á gildi þess að myndað sé skuggaráðuneyti þegar flokkur- inn er í stjórnarandstöðu. Nauðsynlegt er að flokkurinn eigi einn ákveðinn talsmann í öllum málaflokkum hvort sem hann er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Ungir Sjálfstæðismenn telja að ófarir flokksins í kosningunum, skipulagsleysi og ýmis konar mistök megi að verulegu leyti rekja til þess að milli forystu- manna flokksins hafi ekki ríkt það traust og samhugur sem nauðsyn- legt er til að leiða stóran stjórn- málaflokk og vekja tiltrú hins almenna flokksmanns. En gott samstarf forystumanna innan flokksins skiptir tvímælalaust meginmáli til að hægt sé að koma fram með heilsteypta og sannfær- andi stefnu. Ungir Sjálfstæðismenn telja nauðsynlegt af framangreindum ástæðum að gerbreyta forystu- mynstri flokksins. II Flokksstarfiö Við ríkjandi aðstæður er fámennisstjórn í flokknum. þeim sjálfum og öðrum flokks- mönnum sé ljóst hvert verksvið þeirra sé. Ungir Sjálfstæðismenn telja að miðstjórn starfi ekki sem skyldi. Gera verður hana virkari með tíðari fundum og markvissari. Erindrekstur verður að vera í höndum pólitískra valdaaðila. Vel má hugsa sér það sem hlutverk annað hvort varaformanns flokks- ins eða formanns miðstjórnar. í ferðum sínum ætti erindreki að hafa sér við hlið áróðursstjóra flokksins (sbr. III. kafla) til þess að sá aðili geti kynnt sér kringum- stæður af eigin raun, svo og flokksmönnum og byggt upp tengi- liði. Framkvæmdastjóri þingflokks á ekki að vera jafnframt þingmaður flokksins. Hann skal hafa starfs- aðstöðu í Sjálfstæðishúsinu. III. Útbreiðslumál Mjög hefur á það skort, að flokkurinn hafi sinnt útbreiðslu- og áróðursmálum að nokkru marki. Koma þarf á fót sérstakri nefnd til að sjá um þennan málaflokk. Nefndin væri kjörin af miðstjórn og starfi til hliðar við skipulagsnefnd og fjármálaráð. Meginhlutverk nefndarinnar verði: a) að sjá um skipuleg skrif í blöð þ.e. að sjá um að þau málefni sem flokkurinn vill að fjallað sé um á hverjum tíma komist til umræðu manna á meðal. Til að sinna hlutverki sínu þarf nefndin: a) að hafa formann, sem er jafnframt starfsmaður flokks- ins og verður áróðursstjóri og blaðafulltrúi flokksins. b) að hafa sér til aðstoðar fag- lærðan upplýsingamann. c) að hafa yfir að ráða prent- aðstöðu. Ungir Sjálfstæðismenn telja ekki þörf á sérstöku flokksblaði. Mesta áróðursgildið er fólgið í því að nýta í ríkari mæli þann blaðakost, sem fyrir er í landinu. Varðandi útgáfu landsmálablað- anna er nauðsynlegt að ákveðið fjármagn sé til þess ætlað að aðstoða landsmálablöð við hina faglegu hlið útgáfunnar. Vinna ber að því að Stefnir v.erði öflugt málgagn allra flokksmanna. Forystumenn þurfa að nýta Stefni til að reifa einstök málefni. Ungir Sjálfstæðismenn taka undir þær hugmyndir, sem fram hafa komið varðandi útlitsbreytingu blaðsins. IV. Starfsemi sér- sambandanna Landssambands Sjalfstæðis- kvenna og verkalýðsráðs. Mikið virðist skorta á að um raunverulegt pólitiskt starf sé að ræða meðal kvennasamtakanna yfirleitt. Lítt hefur tekizt að fá ungar konur til starfa og lítil endurnýjun virðist vera. Megin- hluti starfseminnar fer í fjáröflun, sem er ^ii-s* *í*>l.da verð, uppbyggjandi starf á að vera að ræða í málefnum launþega af hálfu flokksins. Koma þarf með pólitíska stefnu í kaup- og kjara- málum (og öðrum málefnum sem snerta launþega almennt), og flytja hana inn í launþegahreyf- inguna. Það verður að vera greiður aðgangur fyrir sérhvern launþega sem aðhyllist stefnu Sjálfstæðisflokksins að koma til starfa í Verkalýðsráði. V. Prófkjör Tími er kominn til að flokkurinn geri það upp við sig hvort fastsetja eigi ákvæði um prófkjör í skipulagsreglur flokksins. Ekki er lengur hægt að viðhafa þau vinnubrögð varðandi prófkjör sem verið hafa. Tillögur: Ákvæði verði sett um það að öllum kjörda’misráðum sé skylt að hafa prófkjör. Kannaður verði vilji annarra flokka í þessum efnum og hvort möguleiki er á að hafa eina allsherjar prófkosningu á einum og sama tíma. Samræmdar reglur settar um framkvæmd prófkjörsins. Þær taki m.a. til: a) Að einungis sé leyft að kjósa með því að stilla frambjóðend- um upp í númeraröð 1, 2, 3,... b) Að frambjóðendur til prófkjörs verði einungis þeir sem bjóða sig sjálfir fram studdir til-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.