Morgunblaðið - 03.10.1978, Side 28

Morgunblaðið - 03.10.1978, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 Jón Þ». Árnason Lífríki og Lífshættir XXIV: Á valdi vinstrióra Tvíeggjuð sverð Ef kannað yrði, hvort mann- kynið hefði einhvern tíma gefið sig nær einhuga á vald sameig- inlegrar hugsjónar eða sett sér ákveðið, sameiginlegt megin- markmið, er afar sennilegt, að trú þess á allsherjarblessun ævarandi framfara í efnis- bundnum skilningi kæmist efst á blað. Að því er Vesturlanda- þjóðir varðar sérstaklega síðast- liðin 200 ár, myndi náiega enginn efi eiga rétt á sér. Á Vesturlöndum hefir efnishyggj- an, sem vissulega er ekki fordæmanleg í sjálfri sér, og þess ætíð gætt að halda henni undir andlegu/ sálrænu aga- vaidi, orðið grundvöllur vel- flestra áforma og heilabrota um ástand og horfur í nútíð og framtíð. Af völdum vinstri- mengaðrar efnishyggju hafa leikir og lærðir lokað augum og eyrum fyrir náttúrlegum óum- breytanlegum lögmálum, tekið að iítilsvirða hið staðfastlega og tímabundna, leyft sér að hæða, spotta og fyrirlíta flest, sem háð er eðlislægri þróun eða ásköpuð- um þroskaskilyrðum. Taugaveiklunarkennt óðagot eftir því allranýjasta nýja, sem afvegaleidd vísindi og tækni hafa pínt úr skauti náttúruríkis- ins og dembt á sölumarkaði, hefir ært unga og aldna, svo að segja hvarvetna á milli fjalls og fjöru. Nýtni og sparsemi, fyrir- hyggja og sjálfsagi, eru fyrir alllöngu komin í tölu háðulega úreltra eiginleika, sem „velferð- aríkinu" eru taldar standa ógnir af. Líklega með réttu, enda hefir þeim einstaklingum og þjóðum, er eigi hafa fundið til teljandi minnimáttarkenndar vegna tryggðar við hóflega íhaldssemi í meðferð veraldlegra verðmæta, verið ýtt út í horn og þeim farið hríðfækkandi. Þess konar fólk hefir vinstri- ríkið úrskurðað óþurftarlimi á þjóðfélagslíkamanum, sem von- lítið væri að kenna að njóta „framfara", því að forsprakkar þess og fylgifé hefir aldrei getað, skilið eða viljað viður- kenna, að allar uppgötvanir og uppfinningar eru tvíeggja sverð. Vinstraríkið hefir ekki fallizt á, að úr gildi framfara fæst þá fyrst skorið, þegar reynslan hefir fellt dóm sinn um, að hversu miklu leyti þær samrým- ast boðum og bönnum náttúr- unnar. Alltof oft hefir því komið á daginn, að afreksmenn á sviðum vísinda og tækni hafa verið óhæfilega hugfangnir af eigin framavonum og frægðar- ljóma líðandi stundar, jafnvel persónulegum auðgunartæki- færum, en síður skeytt um, hvort árangur starfa þeirra yrði lífinu til styrktar eða lenti í þjónustu dauðans. Hnífar og skæri eru ekki barnameðfæri Næstum ugglaust má telja, að langsamlega flestir í hinni fjölmennu sveit vísinda- og tæknifrömuða helgi sig sönnum framfaranda af heilum hug og í góðri trú. Þeim er sjálfsagt ekkert ofar í huga og hjarta nær en að bæta og fegra líf og lífshætti samferðafólks síns í „Á þennan hátt lamast sál og mótstöðuafl allra ung- menna": Vinstriandinn hef- ir lagt skólana undir sig. Vísinda- og Úrkynjun Popper tækniafrek í er upphaf gegn óvitahöndum dauða Platon veröld, sem því er að mestu leyti örðug viðfangs. Ólánið rekur hins vegar einkum rætur sínar til þess, að sem er nú einu sinni raunaleg staðreynd, að þeim auðnast sjaldnast að hafa áhrif á, hvernig með starfsárangur þeirra er farið og hverjir taka sér eða eru fengin völd til að ákvarða mark hans og mið. Ákvörðunarvaldið er jafnan í verkahring „stjórnmálamanna", sem’ oftast hættir við að líta á nýjungar eins og barni á nýtt leikfang. Börn leika sér auðvitað með nýju leikföngin sín eins og til hefir verið ætlazt. Hitt er hins vegar ekki neitt nálægt því jafn auðvitað, að „stjórnmála- menn“ eigi að leika sér með sérhverja nýja uppgötvun eða uppfinningu um leið og hún kemur af teikniborðinu. Heil- brigð skynsemi býður, að fyrst skuli eftir fremsta megni gengið Raymond Aron. ,JSvo framarlega sem öll teikn eru ekki einber villuljós, þá stendur hinni frjálsu Evrópu . sannarlega ekki ógn af óhæfilega ströngu taumhaldi, heldur af skefjalausu taumleysi. — Raymond Aron. úr skugga um, hvort nýjungin muni líklegri til að efla framfar- ir eða fram-af-farir, þjóna lífi eða líflátum. En heilbrigð skyn- semi virðist ekki eiga sérlega sterk ítök í framferði „stjórn- málamanna". Þetta er síður en svo fagur vitnisburður um ríkjandi þjóð- félagsástand, en því miður sannur eigi að síður. Þetta er raunmat, en ekki ofmat á heljarmætti vinstriandans. Naumast verður greint athafna- eða tilvistarsvið, sem hann hefir ekki náð að spilla, og þar mest, er hæst hefir verið gumað af framförum og baráttan fyrir „mannsæmandi lífskjörum" gerzt illvígust og jöfnunarárátt- an náð mestri útbreiðslu. Öll hans umsvif hafa þannig beinzt gegn lífríkinu og því haft úrkynjun í för með sér. Og úrkynjunin er sem kunn- ugt er upphaf endalokanna. Fyrir löngu er því þannig komið, að verðið, sem mannkyn- ið hefir greitt og greiðir fyrir „framfarirnar", er orðið geipi- legt. Allar byrjunarhagsbætur, sem manneskjunni hafa fallið í skaut vegna hugverka og fram- taks hæfustu sona þessara og dætra, hafa einhverjir mein- vættir, meiri eða minni fyrir sér, elt eins og skugginn. Síð- búnir bögglar hafa fylgt skammrifum. „Velferðarríkið" krefur þegna sína hlífðarlaust um eitthvert smáræði af sið- ferðisþrótti þeirra til endur- gjalds fyrir „lífsþægingin", sem það stærir sig af, í tíma og ótíma, að láta þeim í té. Dýrkeyptur hégómi Á síðustu árum hefir reyndar runnið upp fyrir allmörgu hugs- andi fólki, að „velferð" er Platon. dýrkeypt vara. Hún hefir iðu- lega verið greidd gjöldum, sem ekki hafa verið verðmælanleg í peningum; gæðum, er enginn mannlegur máttur megnar að endurheimta, þ. á m. lífinu sjálfu. Fullyrðingar í þá átt, að fyrir áhrifamátt „velferðarinn- ar“ hafi maðurinn fyrst orðið að manni, hefir reynslan dæmt afglapaorð. Forsendur þess dóms eru m.a. þessar: Hvergi eru misferli, afbrot og glæpir algengari en í hnarr- eistustu „velferðaríkjunum", sums staðar jafnvel hálfopin- berlega viðurkenndar atvinnu- greinar. Hvergi er almenn óánægja og lífsþreyta útbreidd- ari. Hvergi eru sjálfsmorð og taugaveiklun, „kjarabarátta" og brambolt ókynbundinna kvenna hversdagslegri, og þörfin fyrir sjúkrahús, og lækna, ekki sízt geðlækna og geðveikrahæli, þess vegna brýnni. Hvergi er nýtízku barnaútburður (geymsluskemm- ur undir afkvæmi heimilisfæl- inna kvenna) talinn sjálfsögð réttindi nema þar, og er hér aðeins fátt eitt talið af „fram- förurn" vinstraríkisins. Sú spurning, hvort vinstrarík- ið sé ekki ofraun fyrir eða ofurfarg á taugakerfi manneskj- unnar, hefir m.a. af þessum sökum haldið vöku fyrir æ fleiri áhyggjufullum raunsýnismönn- um upp á síðkastið. Raymond Aron Úr hópi margra slíkra manna má t.d. nefna franska þjóðfé- lagsfræðinginn heimskunna, Raymond Aron (f. 1905), er kenndi fræði sín við Sor- bonne-háskóla í París þangað til hann fór á eftirlaun árið 1970. Áður hafði hann um árabil verið áhrifamikill blaðaútgefandi og ritstjóri („Combat", „Figaro"), en birtir um þessar mundir stjórnmálagreinar sínar í „L’Express". í frönsku kosn- ingabaráttunni síðastliðið vor, vakti hann athygli á skoðunum sínum með útgáfu bókar, sem á íslenzku gæti heitið „Málsvörn fyrir hnignandi Evrópu". Hinn 16. þ.m. birtist grein eftir hann í „Die Erlt“, þar sem hann spyr: „Hvers konar andleg blinda og hvers konar fáíræði í mannkynssögu gefur fjöida menntamanna tilefni til að brennimerkja þá þjóðfélags- skipun „þrúgandi“, þar sem fósturdráp eru lögleg, sam- búð kynvillinga umborin og deilur við hagsmunasamtök hermanna eiga sér stað( þar sem dauðarefsing hefir verið afnumin að mestu og þar sem enginn er hindraður í að láta skoðun sína í ljós, hvort heldur scm hann óskar að mæla klámsora, Baad- erglæapalýðnum eða ein- hverri annarri vitfirringu bót?“ Raymond Aron drepur þarna á vinstrimál, sem eru langt frá að vera ný. Vinstrivandræði hafa þvert á móti fylgt mann- eskjunni frá upphafi, og enda þótt hún hafi lifað þau af sem lífverutegund hingað til, hafa þau náð að eitra sálarlíf hennar með þvílíkum ofsa síðustu tvær aldirnar, og stöðugt færzt í aukana, að sterkar líkur benda til, að kraftaverkið eitt fái forðað frá tortímingu. Engin ástæða er til að ætla annað en að nafn og orðstír Raymond Aron og ýmsra hans líka, muni lifa enn um alllangt skeið. I tilefni af ívitnuðum orðum hans kom mér í hug annað nafn og önnur ummæli, sem bæði eru miklu eldri og heldri, og er þó ekki ætlun mín að gera lítið úr nafni og áliti Raymond Aron nema síður sé. Eiginlega kom mér tilkomu- meiri stærð til hugar heldur en aðeins nafn. Réttar væri að segja heimsmenning, en hugtak- ið felur reyndar nafnið í sér: Platon (427-347 f. Kr.). Fjallid og hundaþúfan Mér datt nafn Platons í hug ennfremur af því að ekki hefur farið fram hjá mér, að ýmsir vinstrisinnaðir fjölhyggjumenn hafa haft uppi tilburði til þess að narta í minningu hans undanfarið, og lagt talsvert á sig til þess að sparka lamba- spörðum að heimspekihöll hans. Framarlega í þeim flokki stend- ur þýzkættaði sósíaldemókrat- inn brezki, (og nú Sir) Karl Popper, er nýverið hefir ekki látið sig muna um að afgreiða Platon (og við sama tækifæri Hume, Spinoza og Kant með álíka orðbragði) með þessum hætti: „Platon, sá mesti, djúpúðg- asti og frábærasti allra heim- spekinga, hafði þær skoðanir á mannlegu lífi, sem ég álít viðbjóðslegar og hreint og beint skelfilegar.“ Ekki er mér kunnugt um annað en að flestir jöfnunar- menn séu í meginatriðum sama sinnis og Sir Karl Popper. Heift

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.