Morgunblaðið - 03.10.1978, Síða 36

Morgunblaðið - 03.10.1978, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. OKTÓBER 1978 MORtfdk kafr/NU Furðufutíl þetta. Hann lætur eins (>k hann sé sjónhverfinna- maður? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson I úrspilæfingu vikunnar reikn- um við með óhagstæðri legu eins og ailtaf þegar fyrst og fremst er hugsað um að vinna spilið. Gjafari norður, austur-vestur á hættu. Norður S. KG9 H. Á103 T. ÁD106 L. 985 Suður S. ÁD10752 H. K9 T. G9 L. K73 Suður er sagnhafi í fjórum spöðum en andstæðingarnir hafa alltaf sagt pass. Vestur spilar út trompi og hvernig spilum við svona spil? Hættan er augljós. Austur má ekki komast að til að spila laufi því auðvitað verður að reikna með ásnum á hendi vesturs. Tígul- svíningin er því of hættuleg og við reynum allt annað fyrst. Fyrsta slaginn tökum við í borðinu og spilum hjarta með það í huga að láta níuna eftir lágt spil frá austri. Allt spilið má þá vera þessu líkt. Norður S. KG9 H. Á103 T. ÁD108 L. 985 Vestur S. 64 H. G864 T. 753 L. ÁD62 Austur S. 83 H. D752 T. K642 L. G104 Surtur S. ÁD10752 H K9 T. G9 L K73 Vestur fær slaginn á gosann en nú er allur þróttur úr vörninni. Hann spilar eflaust tígli, sem við tökum með ás, síðan hjartakóng, tromp á gosann, látum tígulgos- ann í hjartaás og eftir þetta geta tíglarnir í borðinu séð fyrir laufum af hendinni. Sama er hvenær austur lætur kónginn því enn er fyrir hendi innkoma í borðið á tromp. Ná má fram sömu stöðu þó austur láti hjartadrottninguna í 2. slag eins og lesendur sjá eflaust sjálfir. Hvað má bjóða nemendum upp á? Ég undirritaður stunda nám í sagnfræði við heimspekideild há- skólans og langar mig til að koma á framfæri frásögn af samskiptum mínum við þá ágætu deild og deildarforseta hennar, dr. Pál Skúlason, sem á sem kunnugt er sæti í stjórn málfrelsissjóðs. Mér varð það á að falla á prófi, sem ekki þykir neitt tiltökumál, síst í háskólanum. Þar sem ég var ekki á eitt sáttur varðandi niður- stöður þess kennara, sem fór yfir prófið, þá leitaði ég til dr. Páls deildarforseta. Tók hann mér mjög vinsamlega, og lofaði að láta til sín taka varðandi það, að prófdómari yrði strax fenginn til að fara yfir prófið. Þetta var á föstudegi. Jafnframt boðaði deildarforset- inn mig formlega á sinn fund næsta mánudag. Kvaðst hann þá mundu upplýsa mig eitthvað um málið. Ég mætti svo til fundar við hann á mánudeginum. Þess ber að geta að deildarforseti hafði gefið loforð um að hann myndi þá verða búinn að setja sig í samband við prófdómara. En hvað gerist svo? Þegar ég mæti til fundar við deildarforseta á tilsettum tíma á mánudeginum hafði hann það eitt fram að færa að láta liggja fyrir sömu niðurstöðu í sérstakri bók, og kennari sá, er fór yfir prófið, hafði komizt að og tjáð mér um, áður en ég ræddi við deildarfor- seta. Nú er mér spurn. Hver var tilgangur deildarforsetans með því að boða mig til fundar við sig til að segja mér það nákvæmlega, sem ég vissi fyrir? Var tilgangurinn kannski sá að auðmýkja nemanda sinn á eftirminnilegan hátt? Erfitt er að koma auga á aðrar ástæður. Er slíkt illa sæmandi manni menntuðum í siðfræði eins og dr. Páll er. Fróðlegt væri að fá einhverjar skýringar á þessari framkomu hjá aðilum innan heim- spekideildar eða háskólans. Sigurður Guðjón Ilaraldsson. • Hver týndi hjartanu? Heill og sæll Velvakandi góður. jLé^ 2 O 1 I K Ck I A |f Framhaldssaga eftir Mariu Lang ■ V I I O Uwl I II \/ V v? III Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði 82 En hún var gersamlega ómót- tækileg fyrir þessu. — Þú mátt ekki taka hana. kallaði hún hástiifum. — Þú mátt ekki taka hana frá mér. Ilann varð að kljást við hana um fiöskuna og hún grét beisklega þegar flaskan rann * úr höndum þeirra og hrotnaði þegar hún lenti á stigabrún- inni. 21. kafli Síðasta nóttin Niðri í diskótekinu var and- rúmsloftið enn magnaðra enda þótt raddir væru lágværar og blæbrigðalausar. — Báðir nágrannar þínir höfðu bersýnilega farið að heiman án þess að læsa eldhús- dyrunum. sagði Christer Wijk. — Já. — eins og venjulega... — En þú — komst þú til kirkjunnar eða var allt þitt kvein um þrengslin þar hara röfl? — Já. það var röfl og allir tóku það gott og gilt — nema þú. Það var með herkjum að mér tókst að komast inn f skrúðhúsið áður en athiifninni lauk.. — Hvað gerðir þú við flösk- una úr apótekinu og sprautuna frá Nönnu Kösju? — Ég henti hvorutveggja í öskutunnuna. Og mínifiöskurn- ar setti ég f ruslatunnu hjá Judith þegar ég var á leið í Gúttemplarahúsið. — Eftir morðið? — Eftir... morðið. — Hvcnær kvöldsins gerðist það? — Við höfðum ákveðið að útkljá þetta mál. svo að ég fór til hans. jafnskjótt og ég hafði haft fataskipti um sjöleytið. Ég vissi ekki hvcrnig þetta myndi þróast en ég var með alít tilhúið til vonar og vara. Ég vissi líka að þegar Matti komst úr jafnvægi var hann alltaf að fá sér konfcktmola. en síður að hann hefði löngun til að fá sér áfengi. Aftur á móti kom í ljós þarna um kvöldið að hann Íangaði í vfn. — Af hvaða ástæðu? Lenti ykkur ekki saman aftur? — Tja. sagði Klemens blæ- hrigðalausri röddu. — Það var cnginn tilgangur með því. Hann var nú einu sinni svoleið- is gerður og heiðarleikinn uppmálaður og hafði annað viðhorf til peninga en ég. Hann var með umslagið á borðinu hjá sér og hann sagðist telja það skyldu sína að afhenda lögregl- unni það. Allir þessir pcningar — sem ekki tilheyrðu neinni lifandi sálu og ég hafði sannar- lega not fyrir cf ég átti ekki að verða mosavaxinn sem undir tylla hér í Skógum... Ilann skildi mig ekki og ég skildi hann ekki, en ég SAGÐIST skilja hann... Og svo stakkstu upp á að þið drykkjuð sáttarskál? — Já, og hann féll fyrir því, hélt þessi hljómlausa rödd áfram. — Við höfðum hvor sína siði og ég notaði mér það. Ég fór upp til mín og náði í glas og hálfa koníaksflösku og litla flösku af sherry sem ég hafði útbúið um morguninn. — Það var sem sagt ekki úr mfníflöskusafninu? — Nei. ég hafði keypt hana í Kaupmannahöfn nokkrum mánuðum áður og hafði hugsað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.